Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 45 MENNTUN N orsku- og sænsku kennsla á N etinu Nemendur í 9. og 10. bekk grunnskólans eiga þess nú kost að læra norsku og sænsku á Netinu, sem er mikil breyting til batnaðar fyrir þá nemendur sem vegna sérstakra tengsla sinna við þau lönd, læra mál þeirra í stað dönsku, a<5 því er fram kom hjá Brynhildi Önnu Ragnars- dóttur verkefnisstjóra á frétta- mannafundi þar sem málið var kynnt fyrir skömmu. Slóðin er http://norr.ismennt.is. Að sögn Brynhildar eru markmið þessarar kennslu í stórum dráttum sexþætt. I fyrsta lagi að nemendur geti stundað nám sitt í heimaskóla sínum, í öðru lagi að nemendur njóti kennslu við hæfi, án tillits til búsetu, í þriðja lagi að stuðl- að sé að því að nemendur eigi kost á að mynda tengsl, þrátt fyrir landfræðilegan aðskilnað, í fjórða lagi að aðgengi nemenda sé aukið að því sem efst er á baugi í löndunum tveim og tengsl þeirra við land og þjóð þar með styrkt, í fimmta lagi að komið sé til móts við nemendur með mismunandi getu, og loks að þátttaka foreldra í námi barnanna sé aukin. Sem fyrr segir er Brynhildur Anna Ragnarsdóttir verkefnis- stjóri, en kennarar eru Gry Ek Gunnarsson og Ingegaard Nar- by. Tæknilegur ráðgjafi er Þor- valdur Pálmason. Að sögn þeirra fer námið fram með inn- byrðis samskiptum nemenda, milli kennara og nemenda eða milli nemenda og umheimsins. Samskiptin eiga sér stað í gegn um Netið. „Allt námsefni ásamt ítarefni og raunefni er á Netinu og er samtengt með stiklum. Verk- efnaskil fara fram á Netinu og samskiptavettvangur nemenda og kennara er á Netinu. Námið fer fram á kennsluvef sem byggður er á gagnvirkum vef- verkefnum, vefleiðöngrum, ráð- stefnuvef sem inniheldur spjall- rás og að auki hafa nemendur aðgang að kennara gegnum tölvupóst," eins og þau komast að prði. Á sama hátt eru helstu gallar þessa ópersónulegur kennslu- máti og skortur á því að nem- endur beinlínis tali málið á með- an kennsla fer fram. Fámennur hópur og dreifður Að sögn Brynhildar hefur nemendahópurinn í norsku og sænsku þá sérstöðu að „vera fá- mennur og dreifður um land allt“. Sænska var kennd á 32 stöðum á landinu og nemendur voru 260. Alls var norska kennd 120 nemendum á 17 stöðum. Brynhildur segir: „Formlegt nám í norsku og sænsku hefst samtímis og dönskukennsla í grunnskóla og hafa nemendur víða einungis átt kost á tveim kennslustundum í tungumálinu í viku hverri. Námið hefur farið fram að loknum hefðbundnum skóladegi og nemendur hafa oft þurft að sækja kennslu utan síns venjulega námsumhverfis. Þetta á við um þéttbýlli staði þar sem nemendur eru fleiri. Víða úti um land er skortur á menntuðum kennurum sem getur valdið því að nemendur eiga þess ekki kost að viðhalda kunnáttu sinni í mál- inu og eru neyddir til að taka dönsku í staðinn." Og um kosti og galla segir Brynhildur: „Helstu kostir þessa eru að nemendur öðlast bein tengsl við kennara, málið er not- að í öllum samskiptum, tengsl eru við það sem efst er á baugi hverju sinni, auðvelt er að end- urskoða og endurnýja námsefn- ið, nemendur fá hugmyndir og verkefni hver hjá öðrum, nem- endur læra á tölvu jafnframt því að vinna með málið, kennslan rýfur einangrun, eykur sjálfs- traust nemenda og sjálfstæði nemenda, ýtir undir frumkvæði þeirra og hæg( er að samnýta efni við nám í öðrum Norður- landatungumálum. Helstu gallar eru að erfitt er að koma við talþjálfun, nemend- ur sakna þess að sjá ekki kenn- ara og samnemendur, erfitt er að ná til þeirra sem dragast aft- ur úr einhverra hluta vegna og verkefnið og miðillinn eru strembin fyrir slaka nemendur, enn sem komið er. En kostirnir virðast vera fleiri heldur en gallarnir og gallarnir eru þess eðlis að á þeim má ráða bót og verður leitað leiða til þess.“ Myndlistaskólinn í Reykjavík Ars nam í dag- skóla MYNDLISTASKÓLINN í Reykjavík hyggst útvíkka starfsemi sína og bjóða haustið 2000 upp á 36 eininga ársnám í dagskóla til undirbúnings fyrir háskólanám í sjónlistum. Nám- ið er sambærilegt því námi sem kallast hefur fornám og boðið var upp á innan Myndlista- og handíðaskólans. Námið verður skipulagt sem eins vetrai’ nám sem nær yfir 30 vikna tímabil. Skiptist það á tvær 15 vikna annir. I maí verða próf, skil verkefna og námsmat. Námið er 36 eininga, skipu- lagt samkvæmt nýrri námskrá framhaldsskóla. Markmið námsins er að búa nemendur undir framhaldsnám á háskóla- stigi eða í sérskóla með því að veita þeim þjálfun í grundvall- aratriðum sjónrænnar mennt- unar, framsetningu skapandi hugsunar í tvívídd og þrívídd og notkun hinna nýju sjónrænu miðla. Að öðru leyti má vísa til markmiða hinnar nýju nám- skrár framhaldsskólans frá 1999. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára, og hafa lokið a.m.k. 3 ára námi á framhaldsskólastigi í almennum greinum eða öðru sambærilegu námi sem skólinn metur gilt og að standast inn- tökupróf. Þeim umsækjendum sem uppfylla ofangreind skil- yrði verður boðið til inntöku- prófs. Sú sérstaða sem Myndlista- skólinn í Reykjavík býður upp á er ótvírætt það umhverfi sem skapast hefur innan skólans á 53 ára ferli hans. Er þá annars vegar vísað til kennsluumhverfis sem skólinn er fyrii’ öll stig sjónrænnar menntunar, og skapandi hvatn- ingar fyrir nemendur sem felst í verkefnum nemenda á öllum aldri (frá 3 ára til 80 ára). Langar þig í rúmgóðan og sparneytinn verðlaunabíl? Rýmið í Wagon R+ er ótrúlega mikið stöðugleika bílsins og einnig miðað við utanmál hans. Það er innanrýmis. Það er mjög got auðvelt að breyta honum í sendi- setjast inn í Wagon R+, útsý bíl, bara eitt handtak og þú fellir og hann þægilegur í þungri sætið ofan í gólfið. Við hönnun umferð. Eins og aðrir bílar frá Wagon R+ er notuð sú útfærsla að er hann sérlega sparneytinn hafa hjólin eins framarlega og að meðaltali aðeins um 6 lít aftarlega og hægt er. Þetta eykur hundraðið! Wagon R+ - Fjölnotabíllinn TEGUND: VERÐ: Wagon R+ 1.099.000 KR. Wagon R+4x4ABS 1.299.000 KR. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is mmgonR* Vissir þú áb Wagon R+ hefur verið söluhæsti bíllinn í Japan sl. 3 ár og var aö auki verðlaunaöur fyrir góöa hönnun og nýtingu á rými? Úlfar Hinriksson Framkvæmdastjóri SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. Isafjörður: Bílagarður ehf.,Grænagarði, slmi 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.