Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ
66 LAUÖARDAGUR 29. AF’RÍL 2000
4-------------------------
Ljóska
Eigum við ekki að þakka fyrir Eins og „John Ruskin" skráði, Hvort sem er, þá er morgun-
matinn áður en við borðum. „Bestu þakkirnar eru meðvitundin kornið mitt að blotna upp.
um að hafa unnið fyrir matnum."
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Birkiaskan hiálpaði
Frá Þorgeiri Þórarinssyni:
FYRIR 3 árum greindist ég með
krabbamein í blöðruhálskirtli og það
var komið út í beinið og svo í blóðið.
Ég var mjög kvalinn og fékk sprautu
við þessu á 2VÍ? mánaðar fresti. Það
má geta þess að krabbameinið lifði á
karlhormónum og þessar sprautur
voru til þess að drepa þá en ekki
ki-abbameinið. Svo frétti ég af birki-
hylkjum sem eru úr birkitré, sem
fannst í Finnlandi fyrir 51 ári. Birki-
askan er af birkitré og sem Guð hefur
skapað til lækningar mannkynsins.
Nú, ég fékk strax áhuga á þessum
hylkjum sem eru samþykkt af lyfja-
eftirlitinu sem er mjög jákvætt. Ég
tók tvöfaldan skammt eða átta hylki
á dag í eitt ár, var farinn að vera góð-
ur eftir 4-5 mánuði og þ.a.l. fór ég að
fá mikla trú á þessu náttúrulyfi og
það hjálpaði mikið til að ég fékk bat-
ann. Já, bata segi ég, því þegar ég var
búinn að vera svona í eitt ár frá því ég
fyrst greindist með krabbameinið
fann ég svo mikinn mun að ég neitaði
að taka meiri sprautur sem féll ekki í
góðan jarðveg hjá lækninum sem
vildi að ég héldi áfram að taka
sprautumar þó svo ég væri að taka
birldöskuna.
Ég spurði lækninn hvort þeir hafi
læknað krabbamein sem hefiir kom-
ist út í beinið þá sagði hann: Nei. Þá
sagði ég honum að ég vildi ekki fá
sprautuna og sagðist vera albata og
ég gæti hoppað hæð mína og mig
vantaði ekki nema vængi þá gæti ég
flogið. Hann leit á mig upp og niður
og hélt að ég væri ruglaður og vildi fá
mig aftur í blóðprufu og þá fannst
ekki neitt. Ég neitaði að koma aftur
og sagðist vera hættur og hef ekki
kennt mér meins síðan.
Konan mín var með bólgur og mik-
inn bjúg og hún var líka með gigt,
slitið hné og mjaðmir og þurfti því að
staulast með staf allt sem hún fór.
Hún fór að taka inn birkiöskuhylkin,
lítið í fyrstu en jók það svo og hún er
hætt að nota stafinn og líður miklu
betur og kennir sér einskis meins.
Svo að ég komi nú aftur að því sem
snýr að mér þá var ég alltaf með
hjartslátt þegar ég lá á vinstri hlið-
inni en hann er alveg horfinn, ég var
líka alltaf svo fótkaldur en það er al-
veg horfið. Ég veit líka að birkiaska
læknar brjóstsviða, psorasis, migr-
eni, exem, háls-, nef- og eymabólgur,
svefnvaldamál, magameltingu og er í
senn orkugjafi. Einnig get ég getið
þess að ef skalli er að bytja er hægt
að stöðva það. Frá því að ég byrjaði
að taka inn þessi hylki hef ég ekki
fengið neina flensu eða umgangspest.
I dag tek ég 4-6 hylki á dag og
dreifi því yfir daginn og er mjög
hress í alla staði af manni sem er
kominn á áttræðisaldur. Þetta þakka
ég æðri máttarvöldum svo mikið er
víst. Birkiaska fæst í heilsubúðum og
í einstökum apótekum. Ég mátti til
að segja fólki frá þessu ef það gæti
hjálpað einhverjum sem á við þetta
sama að stríða. Nú, þetta gæti líka
hjálpað mörgum sem eiga við ein-
hvem krankleika að stríða.
Dæmi um inntöku: Maður sem er
með krabbamein tekur 8 hylki á dag í
eitt ár að minnsta kosti. Sá sem er
með bólgur, bjúg eða mígreni tekur 6
hylki á dag í 2 mánuði og fyrir
bijóstsviða 4 hylki. Nauðsynlegt er
að drekka eitt vatnsglas með hverri
inntöku.
ÞORGEIR ÞÓRARIN SSON,
Marargötu 1, Grindavík.
Leitin að
sannleikanum
Frá Kristleifi Þorsteinssyni:
SANNLEIKURINN er fundinn
þegar hið rétta er vitað um þá hluti
sem snúa að mannlegum vitundum.
Hugsum okkur þann reginmun á
aðstöðu til að leita sannleikans nú
eða var fyrr á tíma, allt fram á miðja
þessa öld, og enn aukast tækni og
vísindi hröðum skrefum.
í gamla daga var ekki um annað
að tala en þræla myrkranna á milli til
að hafa í sig og á. Ekki var hugsað
um neinar nýjungar í vinnubrögðum,
endurtekin sömu handbrögðin mann
fram af manni og varðandi heim-
spekilega þanka var ekki um annað
að ræða en bókstaflega hina kristnu
trú sem prestarnir kenndu fólki.
Nú er öldin önnur. I stað grútar-
lampa í leit sinni að nýjum sannleika,
hafa menn nú skærustu ljós í formi
reiknivéla og allskyns fjarskipta-
tækja. Það sem fólkið beinir Ijósum
sínum að í leit sinni eru leiðir að betri
líðan. Fyrst er að fá nóg af góðum
mat annað er húsaskjól og föt, þriðja
er skemmtanir og svo það fjórða og
mikilvægasta er ást og samstilling
við samborgara sína. Allir hugsa
fyrst og fremst um sjálfa sig. Hjá
hverjum einum, og honum einum,
liggur tilfinningin fyrir hans sjálfi.
Enginn getur samt lifað einn í heim-
inum. Allir eru háðir öðrum. Þess
vegna er það höfuðsannleikur að góð
framkoma við samborgara sína er
það arðsamasta sem sérhver gerir.
Sumum er það meðfætt að skynja
þetta, og auðvitað lifa þeir sam-
kvæmt því. Það eru kölluð góðmenni.
Aðrir eru ekki svo lánsamir að
skynja þetta og verða þeir gjarnan
illmenni.
Nú stefnir óðum að því að þótt
mönnum sé ekki meðfætt að skilja
það að manngæska borgar sig, þá sjá
þeir það í sínum tækjum að hlutabréf
í manngæsku gefa mestan arðinn.
Það má því öllum vera ljóst að þegar
allir hafa gert sér grein fyrir þessu
þá verða úr sögunni illindi manna á
milli. Meiðingum og manndrápum
lýkur, styijaldir verða ekki lengur
háðar og öllum vopnum verður eytt.
Launamunur verður úr sögunni
og vinnu verður réttlátlega skipt á
milli allra.
Þegar nútíma- og framtíðartækni
hefur leitt Ijós yfir sannleikann, hvað
þetta varðar, verður hann skýr í
allra huga. Það góða tekur völdin í
einu og öllu og alls staðar. Á því
munu allir græða og það mun verða
fyrr en varir. Sannið þið til.
KRISTLEIFUR ÞORSTEINSS.,
Húsafelli.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.