Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 29..APRÍL 2000 69
ÍDAG
FRÉTTIR
ÁRA afmæli. Á
morgun, sunnudag-
inn 29. apríl, verður áttatíu
og fimm ára Valgerður
Jónasddttir, Dvalarheim-
ilinu Hlíð, Akureyri. Eig-
inmaður hennar er Krist-
ján Stefánsson.
ÁRA afmæli. Nk.
þriðjudag, 2. maí,
verður fimmtugur Jökull
Sigurðsson, Hlégerði 12,
Kópavogi. Eiginkona hans
er Kristín H. Andrésdótt-
ir. Þau taka á móti gestum
í sal á Vörubílastöðinni
Þrótti, Sævarhöfða 12, á
morgun, sunnudag 30.
apríl frá kl. 19.
ÁRA afmæli. í dag,
laugardaginn 29.
apríl, er fimmtugur Guð-
mundur Björnsson, lög-
fræðingur, Tunguvegi 6,
Hafnarfírði. í tilefni af-
mælisins mun Húni II
sigla með afmælisgesti frá
Norðurbakka, Hafnar-
firði, kl. 17 í dag.
BRIPS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
ALMENNT er talið að hálf-
slemma þurfi að vera a.m.k.
50% til að vera réttlætanleg.
Ekki er einfalt mái að reikna
út vinningslíkur suðurs í sex
spöðum í spili dagsins, en
maður hefur á tilfinningunni
að slemman skríði yfir 50%
þegar allt er tínt til. Spilið
kom upp í sjöttu umferð ís-
landsmótsins:
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
+ KD
»K72
♦ A1042
+ DG72
Vestur Austur
A 3 * 10876
v D93 r G86
♦ G87653 ♦ 9
+ 985 + ÁK1043
Suður
+ ÁG9542
v Á1054
♦ KD
+ 6
r sá ekki ástæðu til annars
en að hlýða því kalli og kom
út með smátt lauf. Austur
tók slaginn og spilaði trompi
um hæl. Og nú stendur
slemman.
Sagnhafi tók öll trompin
(stakk lauf heim í millitið-
inni) og þvingaði andstæð-
ingana til að gefa frá sér
hjartavaldið. Vestur varð að
halda í tígulgosann fjórða og
austur í hæsta lauf, svo
hvorugur gat varið hjartalit-
inn. Dæmigerð tvöföld
þvingun. Ef austur skiptir
hins vegar yfir í smátt
hjarta í öðrum slag, þá brýt-
ur hann upp samganginn og
spilið tapast.
Slemman vannst einnig á
hinu borðinu, en þar kom út
tígull. Sagnhafi tók þá ein-
faldlega trompin, henti síð-
an laufi niður í tígulás og
treysti á að hjartað gæfi
aukaslag. Sem það gerði.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara íyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síman-
úmer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heiila,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,103
Reykjavík
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á Ieik.
ÞESSI spennandi staða
kom upp á milli bosníska
stórmeistarans Ivans Soko-
lov, hvítt, (2637) og Þjóð-
verjans Torsten Sarbok
(2285) á nýloknu Reykja-
víkurskákmóti. Þrátt fyrir
að svartur hafi tvo sam-
stæða frelsingja og skipta-
mun yfir stendur hann höll-
um fæti þar sem hvítur
hótar Hd7-d8. Þjóðverjan-
um tókst að finna einu leið-
ina til að halda taflinu
gangandi:
41...Hgl!+ 42.Kh3! Hcl!!
Stórkostleg hugmynd sem
byggist á að draga hrókinn
til baka á áttundu reitaröð-
ina. Hið eðlilega 42...b2
leiðir til taps eftir 43.Hd8
Hg8 44.Da8! 43.Hd8 Hc8!
44.Rxc8 Dg8??
Hrapalleg mistök þar
sem 44...Hxd8 hefði dugað
til jafnteflis: 45.Dxd8+ Dg8
46.Dd7 b2 47.Rd6 bl=D
48. Rxf7+ Kh7 og hvítur
verður að þráleika. 45.Hxf8
Dxf8 46.Rd6 b2 47.RxH+
Kg8 48.Rxe5+ Kh7
49. De4+ og svartur gafst
upp.
COSPER
Nú hefur þú eitthvað alvarlegt á samviskunni,
góði minn.
LJOÐABROT
Sólskríkjan
Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein,
sem hljómaði til mín úr dálitlum runni.
Hún sat þar um nætur og söng þar á grein
svo sólfógur Ijóð um svo margt, sem ég unni,
og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein. -
Ó, ef að þú vissir, hvað mikið hún kunni.
Hún kvað um sitt fjölbreytta fjalldala skraut,
hve frítt er og rólegt að eiga þar heima,
hve mjúkt er í júní í ljósgrænni laut,
hve létt þar er vetrarins hörmum að gleyma
og hvað þá er indælt við ættjarðarskaut
um ástir og vonir að syngja og dreyma.
En sætust af öllum og sigrandi blíð
hún söng mér þar ljóðin um dalbúans næði,
um lundinn sinn kæra og lynggróna hlíð,
þó lítil og fátækleg væru þau bæði.
En svipurinn hýrnar, þér sýnast þau fríð
í syngjandi snjótittlings vornæturkvæði.
Þorsteinn Erlingsson.
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
*
NAUTIÐ
Afmælisbam dagsins:
Þú mættir gjaman hugsa
svolítið meira um þau andlegu
verðmæti sem skipta mestu
máli þegar a llt kemur til a IIs.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Vertu ekki að streða við hiut-
ina einn í þínu horni þvi nú er
það hópstarfið sem gildir.
Leitaðu samstarfs því margt
smátt gerir eitt stórt.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
\ Það freistar þín mjög að
reyna eitthvað nýtt svo þú
skalt fyrir alla muni láta það
eftir þér. Varastu bara að
leita iangt yfir skammt.
Tvíburar t
(21.maí-20.júní) AA
Ef þú finnur til óánægju
skaltu ekki byrgja hana innra
með þér. Láttu engan þvinga
þig til samkomulags heldur
láttu í þér heyraA
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú færð fyrirspurn sem vek-
ur þér undrun en munt síðar
sjá að hún hafði duldar mein-
ingar. Láttu ekkert trufla
áætlun þína.\
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú tekur að þér að leiða sam-
ræður er snúast um alvarleg
mál og skalt velja vandlega
stað og stund. Þú þarft að
eiga frumkvæðið í þessu
máliA
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) <fi£L
Nú er að grípa tækifærið og
gera tilboð í það sem þú hefur
lengi haft augastað á. Vertu
tilbúinn að aðstoða vin þurfi
hann á stuðningi þínum að
haldaA
'tCTX
(23. sept. - 22. október) ^4*
Taktu þátt í hvetjandi sam-
ræðum og uppbyggilegum
því þær geta orðið til þess að
opna augu þín varðandi þjóð-
málin og þjálpað þér til að
gera upp hug þinn.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þér vegnar vel ef þú vinnur
undirbúningsvinnnuna þína.
Einhver ágreiningur gæti
komið upp varðandi heimilis-
þrifin og þá er að komast að
samkomulagi.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. des.) flU
Finndu út hvar þú best getur
komið skoðunum þínum á
framfæri því þú vilt að hlust-
að sé á þig. Ræddu málin við
félaga þína og drífðu svo í
hlutunum.
Steingeit ^
(22. des. -19. janúar) 4MÉr
Þú finnur löngun hjá þér til
að gera eitthvað nýtt og gætir
fengið tækifæri til þess fyrr
en síðar. Félagi þinn kemur
með tillögur.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Láttu ekkert koma þér á
óvart í dag. Vertu ekki stífur
heldur reyndu að slá á létta
strengi. Þú hefur gott af svo-
lítilli tilbreytinguA
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ef þú vilt búa annarsstaðar
skaltu velta því íyrir þér af
hverju þú ert enn á sama
staðnum. Tækifæri til breyt-
inga býðst þér fyrr en varir.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Uthlutað úr Þróunar-
sjóði leikskóla
ÞRÓUNARSJÓÐUR leikskóla
starfar samkvæmt reglum sem
menntamálaráðherra setur á grund-
velli 5. gr. laga nr. 78/1994 um leik-
skóla. Tilgangur sjóðsins er að stuðla
að þróunarverkefnum í leikskólum
með hliðsjón af nýrri aðalnámskrá
leikskóla. Með þróunarverkefnum er
átt við nýjungar, tilraunir og ný-
breytni í leikskólum.
í janúar var auglýst eftir umsókn-
um um styrki til þróunarverkefna.
Alls bárust 27 umsóknir og var sam-
anlögð upphæð sú er sótt var um
u.þ.b. 20 milljónir króna. Til ráðstöf-
unar eru þrjár milljónir króna sam-
kvæmt fjárlögum.
Fjögurra manna ráðgjafamefnd
metur umsóknir og gerir tillögur til
menntamálaráðherra um styrkveit-
ingar. í nefndinni eru fulltrúar frá
Kennaraháskóla íslands, Félagi leik-
skólakennara og menntamálaráðu-
neytinu.
Menntamálaráðherra hefur
ákveðið, að tillögu ráðgjafarnefndar-
innar, að veita styrki að upphæð alls
um kr. 2.950.000 kr. til samtals 10
verkefna.
Eftirtalin verkefni hljóta styrk úr
Þróunarsjóði leikskóla í ár:
Leikskólinn Amarsmári, Brynja
B. Kristjánsdóttir, Frumkvæði,vin-
átta, gleði, 300.000 kr.; Anna Mar-
grét Olafsdóttir, Stærðfræði - leik-
ur. Kennsluhefti, 200.000 kr.;
Leikskólinn Dvergasteinn, Elín
Mjöll Jónasdóttir, Samstarf mynd-
listarskóla og leikskóla, 300.000 kr.;
Leikskólinn Hulduberg, Þuríður
Stefánsdóttir -Grænn leikskóli,
400.000 kr.; Leikskólinn Lundarsel,
Guðrún Alda Harðardóttir, ísl.
barnabókmenntir og þjóðsögur -
heimspeki, 500.000 kr.; Leikskólinn
Klettaborg, Lilja Eyþórsdóttir,
„Leggjum orð í belg“, 100.000 kr.;
Leikskólinn Pálmholt, Akureyri,
Snjólaug Brjánsdóttir, Lestrarhvetj-
andi umhverfi og lestramámskeið,
200.000 kr.; Leikskólar í Seljahverfi,. »
Rannveig Auður Jóhannsdóttir,
Sameiginleg sýn tveggja skólastiga,
500.000 kr.; Skólatröð - heilsuleik-
skóli, Sigrún Jónsdóttir,Samstarf
heilsuleikskóla og heilsugæslu,
250.000 kr.; og Steinunn Bjamadótt-
ir, Böm foreldra af erlendum upp-
mna og íslenskan, 200.000 kr.
-------*-4-4-----
Bilasala Evrópu
með krónudaga
EVRÓPA Bílasala verður með
krónudaga í Faxafeni 8 helgina 29. -
30. apríl.
Evrópa Bílasala er opin alla helg-
ina og standa krónudagar frá kl. 10 á
laugardagsmorgun og fram á sunnu-
dagskvöld.
Handbók Vist-
verndar í verki
gefín ut
LANDVERND hefur gefið út ritið
Vistvernd í verki, handbók GAP á
íslandi. Jón Helgason, formaður
Landvemdar, afhenti Ólafi Ragnari
Grímssyni, forseta íslands, eintak af
handbókinni við afhendingu um-
hverfisverðlauna frjálsra félagasam-
taka á degi umhverfisins.
Verkefnið Vistvernd í verki á ræt-
ur að rekja til alþjóðlegs samstarfs
sem hófst árið 1989 og gengur undir
nafninu Global Action Plan (GAP).
Handbók verkefnisins er gefin út af
Landvemd í samstarfi við GAP og
byggist efni hennar meðal annars á
sambærilegum handbókum í Sví-
þjóð, Bandaríkjunum, Noregi og
Danmörku.
Þuríður Þorbjamardóttir líffræð-
ingur ritstýrði handbókinni í sam-
starfi við um sextíu fjölskyldur um
allt land.
Lagerútsala verður
haldin á
frumbyggjavörum svo
sem grtmum, styttum,
girötfum, fllum,
CD stöndum
og mörgu fleiru.
Skoöaöu slóðina.
Stórlækkað verð.
Opið
Laugardag
Og Sunnudag milli kl.
13 og 18.
Visa Euro Debet.
www.trumbyggjar.is
Jóruseli 9,109 Rvk
GSM 893 0737
Hverfisgata 6,
T01 Reykjavik,
simi 562 2862.