Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGÚR 29. APRÍL 2000 61 GREINARGERÐ Beiðni Svavars Guðnasonar um endurupptöku „Vatneyrarmálsins“ hjá Hæstarétti Skjöl Fiskistofu fölsuð eða rangfærð MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi greinargerð og tillaga um fiskveiðistjórnun frá Svavari Guðnasyni, útgerðarmanni á Pat- reksfirði, vegna beiðni hans um end- urupptöku Vatneyrarmálsins svo- kallaða hjá Hæstarétti: „Rökstuðningur minn er þessi: Samkvæmt lögum um meðferð op- inberra mála frá 1991 nr.19 26. mars segir í 22. kafla um endurupptöku dæmdra mála, 184.gr. 1. Eftir kröfu dómfellds manns, sem telur sig sýknan sakfelldan eða sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur íramið, skal taka mál upp á ný: a. ef fram eru komin ný gögn sem ætla má að hefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fyrir dómara áður en dómur gekk, b. ef ætla má að dómari, ákærandi, rannsóknari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða hegðun í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru, svo sem ef falsvitna hafi verið aflað, folsuð skjöl látin koma fram, vitni eða aðrir hafi gefið vísvitandi rangar skýrslur og þetta hafi valdið rangri dómsúrlausn. c. Ef verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 2. Ef einhver sá, sem að lögum á að vinna að rannsókn eða meðferð opinberra mála, fær vitneskju eða rökstuddan grun um atriði sem í 1. mgr. segir ber honum að veita dóm- fellda vitneskju um það. Röng mynd dregin fram Skal nú vikið að þeim dómsorðum sem ég sakfelldi, Svavar Rúnar Guðnason, get ekki sætt mig við og tel ég mig því knúinn til að leita enn frekar til Hæstaréttar íslands eftir sýknu í máli þessu þar sem ég tel að Fiskistofa hafi viljandi eða óviljandi, dregið fram ranga mynd og lagt fram fölsuð eða rangfærð skjöl er varða aðalefni þessa máls, þ.e.a.s. frumtök málsins hljóta að vera þau að skipstjóra og útgerðarmanni var gefið að sök að hafa hafið veiðar án nokkurs aflamarks. Þetta er ekki rétt, Vatneyri BA-238 hafði afla- mark skráð í þeim veiðiferðum sem til álita komu í dómi Hæstaréttar 6. apríl 2000 og .var veiðileyfissvifting sú er beitt var þann 15. febrúar 1999 því ólögmæt. Aflamark skipsins var þann 16. febrúar 1999 kl. 00:29 sem hér segir. Þorskur Ufsi Steinb. Grálúða Skarkoli Úthafsr. 2161 kg. 117 kg. 690 kg. 363 kg. 974 kg. 199,530 kg. Um þá fullyrðingu að ákærðu dragi niðurstöður Fiskistofu um aflamarksstöðu skipsins ekki í efa er þetta að segja. Ef ákærðu í málinu hafa ekki dregið niðustöðu Fiski- stofu í efa, hver var þá grundvöllur þess skeytis sem sent var frá Vatn- eyri BA-238 þann 15. feb. 1999 kl, 13:50 þar sem skipstjórinn mótmælir þeirri veiðileyfissviftingu sem hann hafði fengið símleiðis frá tilkynning- arskyldu kl 12:00 á þeim grundvelli að 2.161 kg af þorski séu skráð á skipið og engin forsenda fyrir svift- ingu nema sögusagnir. Mjög vægt til orða tekið, þætti einhverjum þetta mótsagnarkennt. Kvótaþing þjónar ekki tilgangi Um yfirlýsingu þá er ég, Svavar R. Guðnason, sendi frá mér fyrir hönd Hyrnó ehf. þann 10. febrúar 1999 vil ég segja þetta. Kvótaþing hefur ekki þjónað þeim tilgangi sem til var ætlast, þar sem verðmyndun á afla- marki og þá helst á þorski hefur verið það hátt að ógerlegt er að leigja þorskkíló á sama eða svipuðu verði og fæst fyrir sölu á sama kílói á mörkuðum. Þetta kallaði ég hvítt þrælahald, þar sem þeir sem eiga kvótann og fengu hann gefins á sínum tíma, geta kúgað þann sem á skip en litl- ar eða engar aflaheim- ildir til þess að leigja til sín aflamark á því verði sem þeir sjálfir setja upp. Þetta er aðalefni þess máls sem grundvöllur þótti fyrir að fara með fyrir dómstóla. Á hitt er að líta að framsal það er fjallað er um í um- ræddum dómi Hæstaréttar er að mínu mati byggt á afar hæpnum for- sendum, eignarréttur er friðhelgur samkvæmt Stjómarskrá Islands og þar af leiðir að kvóti sem erfist myndar eignarhald, þannig að menn greinir ekki aðeins á um lagalegt gildi atvinnuskerðingar heldur hins líka, að þeir sem eiga kvóta og selja hann eiga ekki það sem þeir selja og þar af leiðir að kæra mætti alla þá sem selt hafa veiðiheimildir eða fénýtt sér þær á annan hátt og farið með fé út úr sjávarútvegi. Þess ber að gæta að Fiskistofa hefur neitað mönnum um flutning á varanlegum aflaheimildum nema að fyrir liggi skriflegt leyfi veðhafa, hvernig það má vera gæti reynst flókið að heimfæra í öllum þessum lagavef sem lög um stjóm fiskveiða er orðinn, frekar vildi ég nú kalla þetta lygavef. Lög um stjórn fisk- veiða hefur ekkert með vemdun fiskistofna að gera, ég undirritaður skal standa frammi fyrir hvaða fiski- fræðingi sem er og reka ofan í hann hvað eina sem hann kann að mæla þessu kerfi í hag í sambandi við fisk- veiðistjómun. Óheimilt en ómögulegt Þegar betur er að gáð er óheimilt að henda fiski í sjóinn sem á annað borð er kominn um borð í skip, nema smáfiski af handfæram, en jafn ómögulegt er að koma með hann að landi þar sem borga þarf með hverju kílói. Þannig að skipum, sem hafa veiðileyfi en litlar sem engar afla- heimildir, er ekki gert mögulegt að stunda veiðar með þeim hætti sem öðram er gert mögulegt þar sem ákveðnum skipum og síðan mönnum var úthlutað þessari auðlind varan- lega, þannig að annaðhvort hrekjast menn frá greininni eða selja sig í þrældóm sem er ekki óalgengt vegna þeirra eigna sem þeir eiga heima fyr- ir og era ekki tilbúnir að yfirgefa nema nauðbeygðir. Þá er til þess að líta að kvótasettum tegundum hefur fjölgað með áranum, þannig að í mínu tilviki var hægt að gera út á kola og steinbít fyrir nokkram áram en síðan hafa þessar tegundir fallið inn í kvótann þannig að ég sat uppi með veðsett skip sem ekkert var hægt að nýta til veiða á bolfiski. Leiðir til úrlausnar? Skip í eigu Hyrnó ehf. stunduðu rækjuveiðar með en eftir að rækjan brást upp úr 1998 var enginn grand- völlur orðinn eftir til útgerðar. Hins vegar ef Hæstiréttur íslands getur bent á leiðir til úrlausnar þannig ég geti leigt þorskkíló á u.þ.b. 120 krón- ur selt síðan aflann á 120 krónur og staðið í skilum með mannalaun og annan kostnað sem er u.þ.b. 85% af verði hvers kilós þá skal ég heita því hér með að éta allt mitt skótau (ég á ekki hatt) opinberlega. Þegar á þetta er litið sé ég ekki betur en jafnræðisregl- an sé brotin þar sem mér er ekki gert mögu- legt að stunda þá at- vinnu sem ég kýs frá minni heimabyggð og yrði því að flytjast bú- ferlum. En hvert skal þá flytja þegar öll sund era lokuð fyrir upphafi eigin útgerðar? Enginn Islenskur drengur á sér í dag þá draumsýn að gerast eigin herra á sínu fari, þá má þess geta að stýrimanna- Svavar skólar era að leggjast Guðnason af vegna nemenda- skorts og það er ekki vegna fiskskorts heldur dómgreind- arskorts þeirra manna sem stjóma þessu landi. Þá er þess að gæta að 1984 eða frá upphafi þegar kvótakerfið var sett á voru einungis sett takmörk við veið- ar á þoski í sóknarmarki til hliðar við aflamarkskerfi þannig að menn höfðu val, og einkum var þetta fallið til að nýliðar kæmust að í greininni. Árið 1990 var fallið frá sóknarmarld og þar með hófst sá niðurskurður í útgerð sem hefur staðið æ síðan, skipum hefur fækkað en þau hins- vegar stækkað. Nú er það svo að allir sem vilja vita, viðurkenna þá stað- reynd að togveiðar með sífellt stærri skipum og veiðarfæram raska hvað mest lífríki við botninn þannig að óvitlaust væri að líta þannig á sjávar- útvegsstefnu íslendinga að við ætl- uðum að eyðileggja sem mest á sem stystum tíma. Fáar tegundir utan kvóta Eftir að framsal var leyft hefur tegundum fækkað jafnt og þétt sem ekki er kvóti á, allt eftir því sem mönnum hefur þótt tilefni til vegna þá væntanlegrar ofveiði og útrým- ingarhættu á viðkomandi tegundum sem takmarka þarf veiðar úr, þar af leiðandi er þannig komið á því herr- ans ári 2000 að mjög fáar tegundir era eftir utan kvóta. Ut af Yestfjörð- um era og hafa verið bestu fiskimið landsins en þau era þeim annmörk- um háð að nær allar þær tegundir fisks sem þar er að finna eru nú kvótasettar, af þessu leiðir að útgerð kvótalítilla skipa er nánast útilokuð. Um tilurð þeirra tegunda sem kvóta- settar hafa verið skal ekki deilt en benda má þó á með nokkurri sann- girni að til dæmis steinbítur hefur ekki enn verið veiddur í þeim mæli sem takmörk segja til um, og ræðst það einkum af því að skip frá öðram landshlutum en Vestfjörðum hafa fengið úthlutun í steinbít, en hafa ekki tök á að stunda veiðar út af Vestfjörðum á því tímabili þegar veiðin er hvað best en heimamenn á hinn bóginn sitja að stóram hluta hjá og geta ekkert aðhafst. Að þessu leyti tel ég stærstan ókost framsalsins vera, að eyða byggðum landsins með tilflutningi á veiðiheimildum í þeim tegundum sem að miklu leyti era staðbundnar eða öllu heldur hafa afmörkuð.veiði- svæði. Allir sjá það í hendi sér að út- hlutun varanlegra veiðiheimilda á skip með þeirri reglu sem nú er við- höfð gengur ekki upp og má þannig leiða líkur að því að sala á skipum hefði það í för með sér að Vest- mannaeyingar sigldu til Vestfjarða og Vestfirðingar færa suður til veiða og mættust á miðri leið til veiðanna og svo aftur báðir á heimleið, ég sé engan hag í þessu nema fyrir olíufé- lögin. Um stjórnarskrárbundinn rétt manna til þessa eða hins ætla ég ekki að deila, en það er á að líta að minn er rétturinn til að ætla að stjórnar- skrá íslenska ríkisins sé virt en ekki túlkuð á þann veg sem heppilegast telst á hverjum tíma. Um hag- kvæmni þessa fisveiðikerfis er enda- laust hægt að deila, en öll sú umræða um framlegðaraukningu, hagræð- ingu, tækniþróun og fleira í þeim dúr sem ætla mætti kerfinu til fram- dráttar er álappalegt bull sem ekk- ert á skylt við lög um stjórn fisk- veiða, það mætti ráða af slíku tali að ef kerfið hefði ekki verið sett á hefði öll tækniþróun veraldar stöðvast. Að mat löggjafans sé reist á málefnaleg- um forsendum frá upphafi er afar umdeilt atriði og bent hefur verið á að það mat sé að stóram hluta komið frá LÍÚ sem 1983 beitti öllum ráðum til að hafa sitt fram, og gerir enn, þótt það sé deginum ljósara að mjög þröngur hópur útgerðarmanna hafi setið þar við völd. Til dæmis má benda á að LIÚ neitaði flokki út- gerðarmanna um aðild að samtökun- um þ.e. eigendum 12 tonna báta og minni og höfðu þeir enga samninga til að fara eftir um langt árabil og enga samningsstöðu heldur, þetta er nú jafnréttið á þeim bænum. Þar af leiðandi varð sá flokkur útgerðar ut- anveltu þegar kvótakerfið var sett á, en kerfið í dag er orðið þannig að enginn veit hvað bíður næsta dags. Að endingu vil ég koma með til- lögu um veiðistjórnun sem ég tel þess verða að skoða nánar. Tillaga að lögum um stjórn fiskveiða 1. gr Öllum íslenskum ríkisborgurum skal tryggður jafn réttur til að stunda fiskveiðar innan íslenskrar fiskveiðilögsögu. 2. gr Hver sá er hefur til þess skip og uppfyllir þær reglur sem í gildi era á hverjum tíma, m.a um haffæri, með- ferð á afla og friðun fískistofna, á rétt á að stunda fiskveiðar í atvinnu- skyni enda sé viðkomandi skip skráð á Islandi. 3. gr Sótt skal um veiðileyfi til Fiski- stofu með minnst eins mánaðar fyr- irvara fyrir hver fiskveiðiáramót og skráningu veiðileyfa skal lokið 30 apríl ár hvert. Ekld má nýskráð skip hefja veiðar fyrr en næsta nýja fisk- veiðiár byrjar. Ákveðið gjald er innt af hendi fyrir leyfi hvers árs. Um- sókn skal fylgja skrifleg yfirlýsing þess er sækir um veiðileyfi, að við- komandi samþykki þær reglur sem í gildi era á hverjum tíma, um þær takmarkanir sem nauðsynlegar telj- ast fyrir það tímabil sem sótt er um fyrir. 4. gr Hverju því skipi er stundar veiðar í atvinnuskyni á botnfiski skal út- hlutað einu tonni af þorskígildi fyrir hverja brúttórúmlest viðkomandi skips ár hvert, afgang þann er við- komandi skip veiðir, skal tekið gjald fyrir með ákveðinni prósentutölu af ^ lönduðum afla, enda fari allur afli tu uppboðs á frjálsum markaði innan- lands. Þorskígildistonn skal hafa stuðulinn einn. Tegundir nytja úr sjávarfangi geta haft breytilegt vægi í samræmi við verðmyndun og við- gang þeirra stofna sem ákvarða þarf nytjar úr. 5. gr Þeir aðilar sem kjósa að veiða af uppsjávarstofnum skulu fá hlutfalls- lega á hverja brúttórúmlest skips, af uppsjávarstofnum sem nemur upp- reiknuðum stuðlum til jafns á við þorskígildistonn. Afgang þann er , viðkomandi veiðir skal greitt fyrir eins og í reglu hér á undan að undan- genginni sölu aflans á frjálsum markaði. Þeir er kjósa að veiða úr þessum stofnum skulu vera bundnir þeim veiðum eingöngu út hvert fisk- veiðiár. Um veiðar utan efnahagslögsögu fslands gilda somu reglur og um önnur skip. 6. gr Öll skip sem nota dregin veiðar- færi, þ.e.a.s. botnvörpu, dragnót eða önnur þau veiðarfæri sem dregin era á eftir nokkra fari sem hægt er að notast við til veiða, skulu einungis leyfðar að ákveðnum grannlínum frá strönd landsins (landhelgislínum) eftir vélarstærð þeirra mælt í kíló-*’ wöttum. 1500kwogyfirað 50 sjómílna línu. lOOOkwogyfirað 25sjónúlnalínu. 500kwogyifirað 12sjómílnalínu. lkwogyfirað 4sjómíl.línuþarsemviðá. Þó skal vikið frá þessari reglu með veiðar á skelfiski og innfjarðar- rækju, enda fari vélastærð innfjarð- arrækjuskipa ekki yfir 200 kw og skelfisksskipa ekki yfir 600 kw. 7. gr Á hverju ári skal Alþingi ákveða æskilegt magn sem veitt er, úr hverri þeirri tegund sem þarfnast takmörkunar við, og skal það liggja fyrir minnst 2 mánuðum áður en nýtt fiskveiðiár byrjar þann 1. maí ár hvert. 8. gr Þau skip sem fara til veiða út úr ís- lenskri efnahagslögsögu tapa rétti til veiða í réttu hlutfalli við þann daga- fjölda sem þau vora í burtu, þannig að skip sem væri 365 b.tn og væri frá veiðum í 100 daga ætti 100 tn minna þegar það kæmi til baka. Ef daga- fjöldi sem þannig tapast skarast við lok fiskveiðiárs, skal taka það sem á vantar af næsta ári. 9. gr Um takmarkanir á veiðum úr þeim stofnum sem teljast fullnýttir og sett hafa verið æskileg mörk við, og þær aðgerðir sem teljast heppi- legastar til viðhalds og sjálfbærrar nýtingar fiskistofnanna, skal vísast til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands nr. 79,26. maí 1997. Talið er æskilegt í lögum þessum að sjávarútvegsráðherra skipi þriggja manna starfshóp til að hafa umsjón með og fara með daglega ákvarðanatöku er varðar fram- kvæmd laga um stjóm fiskveiða." Eldri kylfingar Fyrsta LEK mót ársins verður á golfvellinum í Þorlákshöfn sunnudaginn 30. apríl 2000. Ræst veróur út frá kl. 9-11og kl. 13-15. Keppt í flokkum karla 55 ára og eldri og kvenna 50 ára og eldri með og án forgjafar. Skráning í síma 892 5279 til kl. 17.00 á laugardag. _ GOLFBUDIN.IS www.golfbudin.is - Email: golfbudin@golfbudin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.