Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 49
Rg umveíji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Pótt svíði sorg mitt hjarta,
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þínveröld erbjörtáný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þáauðnuaðhafaþighér.
Og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer.
Þótt þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Ástvinum Vigfúsar, Sigrúnu, Sig-
ríði og Vigfúsi, systkinum hans Ingi-
björgu og Benjamín og mágkonu
hans Steinunni og fjölskyldum
þeirra sendi ég samúðarkveðjur.
Minningin um mætan mann mun lifa
með okkur öllum.
Halldóra Lilja Benjamínsdóttir.
Nú kveð ég vin minn Vigfús Jós-
efsson, ávallt kenndan við Sætún í
Sauðaneshreppi, eða Vibba á Sætúni
eins og við kölluðum hann. Það er
margs að minnast en ég bast ung
Sætúnsheimilinu miklum tryggða-
böndum þá er ég var send þangað í
sveit tíu ára gömul 1971. Ég kom þar
í sumarbyijum og ég man að mér
fannst ógurlega kalt. Á Sætúni voru
gestir og margir í mat og þá smakk-
aði ég heitt hangikjöt í fyrsta sinn.
Ég var hálfsmeyk þegar heimasætan
Sigrún fylgdi mér í fjósið þegar
kvöldmjaltir voru að hefjast og þá sá
ég Vibba í fyrsta sinn standandi niðri
í hlöðu. Ég veit svei ekki mér hvernig
honum leist á nýju kaupakonuna þá
en ég reyndi að bera mig vel.
Það tók mig lengri tíma að kynn-
ast Vibba en Rögnu heitinni konu
hans, sem var mér einstaklega góð
og kenndi mér svo margt. Það má
segja að vinskapur okkar Vibba hafi
hafist eftir hennar dag en þá hélt ég
áfram að heimsækja vini mína í sveit-
ina, bæði Vibba og Sirru fósturdótt-
ur hans, sem þá þegar var gift og
búin að stofna eigið heimili.
Vibbi var af þeirri kynslóð sem
tryggust hefur verið íslenskri
bændamenningu. í hans augum var
fátt dyggðugra manni og konu en að
yrkja jörðina og eignast búpening og
eigið jarðnæði, hirða vel um skepn-
umar, þekkja hverja kind og um-
vefja hverja skepnu allri þeirri góð-
vild og umhyggju sem hægt var. I þá
daga var ekki allt auðvelt, þá voru
hvorki vélar, rafmagn né miklir pen-
ingar. Frá því ég kynntist Vibba átti
hann við heilsuleysi að stríða þótt
hann drægi hvergi af sér, heilsuleysi
sem trúlega má að einhverju leyti
rekja til mikillar og erfiðrar vinnu,
oft við aðstæður sem engum núlif-
andi íslendingi dytti í hug að vinna
við. Það var mér hollt að kynnast
mörgum af þeim ófáu dagsverkum
sem unnin voru á Sætúni á þeim ár-
um. En Vibbi kunni líka að njóta,
hann naut þess að klæða sig uppá ef
til stóð að fara í heimsókn á aðra bæi
að kvöldi dags, eða ef gesti bar að
garði. Þá var boðið í stofu og farið í
betri fötin, kaffi lagað í hvelli og kon-
íaksflaska dregin undan rúminu og
þá var nú oft gaman, sagðai' sögur,
sumar langar með ótrúlega nákvæm-
um mannlýsingum, örlög fólks skoð-
uð í Ijósi aðstæðna og mikillar sam-
hygðar. Tónlist skipaði stóran sess í
lífi Vibba. Hann spilaði á harmon-
ikku á yngri árum en þegar hann hóf
búskap seldi hann nikkuna og eign-
aðist ekki aftur fyrr en á fullorðins-
árum. Þá naut hann þess í einverunni
að æfa sig þótt hann segðist vera
stirður í fingrum og öllu búinn að
gleyma. Hann hlustaði mikið á harm-
onikkutónlist og hvers kyns dægur-
tónlist og stytti sér stundir með því.
Hann sagði mér oft að sér leiddist
aldrei, en í seinni tíð sagði hann æ
oftar við mig er ég hringdi í hann að
verst þætti sér hversu mjög hann
væri farinn að gleyma.
Vibbi las líka mikið eftir að bú-
störfin urðu léttari og skepnumar
færri. Helst var hann fyrir skáldsög-
ur og ekki þótti honum verra að þar
inn í fléttaðist einhver rómantík. Það
var Vibba ekkert kappsmál að ferð-
ast um heiminn. Ég held að hann hafi
aldrei skilið fólk sem flutti oft og festi
hvergi rætur, það fannst honum
aldrei mjög gæfulegt. Það var afar
gaman þegar Vibbi heimsótti mig
hingað suður eftir að ég sjálf stofnaði
heimili.
Þá fórum við í styttri ferðir að
skoða markverða staði. Vibbi tók vel
eftir öllu og dáðist að vel ræktuðu
landi, miklum túnum, hrossum í haga
og stórbýlum og taldi það ekki
mundu vera vandasamt að búa á
svonajörðum.
Vibbi fylgdist með Sirru fóstur-
dóttur sinni sem hans eigin dóttir
væri og þótti honum afar vænt um
hana, enda sinnti hún Vibba alla tíð
sem besta dóttir. Börnin hennar tvö
elskaði hann ekki síður, nafna sinn
Vigfús, sem dvaldi oft og lengi hjá
afa sínum, og Sigríði systur hans,
sem var hans fyrsta afabam og hann
var ætíð mjög stoltur af. Það gladdi
hann ekki síst hversu áhugasöm hún
er um harmonikku eins og hann var
sjálfur.
Það er margs að minnast þegar lit-
ið er til baka, bíltúrar með Áka í
Tungusel eða á Ytra-Áland, Vibbi
glaðbeittur í framsætinu.
Ég er ekki viss um hvort Vibbi
hefði viijað að líf hans væri öðruvísi,
ég held að hann hafi unnað ævistarfi
sínu ákaflega heitt. Hann brá ekki
búi fyrr en í lengstu lög og í mörg ár
reikna ég með að búskapurinn hafi
verið honum ofviða sökum heilsu-
leysis, en með mikilli hjálp sinna
mörgu góðu vina og nágranna tókst
honum að halda út miklum mun leng-
ur. Síðust tvö árin bjó Vibbi svo á
Þórshöfn í mjög góðri íbúð með góða
félagslega þjónustu og heimahjúkr-
un sem var einnig forsenda þess að
hann gæti verið einn. Ég heimsótti
hann með fjölskyldu minni sumarið
1998. Það var í síðasta sinn sem ég
hitti Vibba. Ég merkti að ellin var
farin að setja mark sitt á hann en
hann var samur við sig og beið okkar
með heitt hangikjöt og brjóstbirtu
eins og alltaf áður. Við fórum í bíltúr
út á Langanes og það var skrýtið að
koma á Sætún og finna þar engan
mann. Vibbi stóð meðan stætt var og
nú er hans ævi öll. Kallið var komið.
I morgun saztu hér
undirmeiðisólarinnar
oghlustaðiráfuglana
háttuppígeislunum
minngamlivinur
enveiztnú,íkvöld
hvemigvegimirenda
hvemig orðin nema staðar
og stjömumar slokkna.
(Hannes Pétursson.)
Minning um sérstakan mann, hlýj-
an og einlægan, lifir. Ég og fjöl-
skylda mín þökkum Vibba samfylgd-
ina og vottum Sirru, Sigríði og
Vigfúsi innilega samúð okkar.
Jóhanna Friðriksdóttir.
Elskulegur frændi okkar, Vigfús
Jósefsson eða Vibbi eins og við köll-
uðum hann, er látinn og langar okkur
mæðgur að minnast hans með örfá-
um orðum. Okkur finnst skrítið að
hugsa til þess að þú sért farinn frá
okkur, kæri frændi, að það sé ekki
lengur neinn Vibbi í Sætúni. í Sætún
var alltaf gott að koma, allir alltaf
velkomnfr og var maður einskonar
heimalingur frá því að maður man
eftir sér, fyrst mamma og svo ég,
ásamt fullt af öðrum bömum. Minn-
ingarnar streyma fram í hugann um
allar ánægjulegu samverustundirnar
sem við áttum saman í Sætúni, fyrst
með honum og Rögnu eiginkonu
hans, en hún lést um aldur fram
1978, og svo með honum einum.
Kúarekstur, sauðburður, fjárrekst-
ur, eggjatínsla, heyskapur, afmæli,
berjatínsla, hestamir, sjórinn, kuð-
ungar og skeljar, hundamir og sér-
stök atriði eins og þegar ég datt ofan
í íjóshauginn og Ragna rétt náði að
bjarga mér eða þegar mamma sat
föst á dráttarvélinni með bensíngjöf-
ina fasta í botni, nærri búin að þvinga
Vibba sem var á annarri dráttarvél
ofan í skurð en endaði svo sjálf ofan í
skurði, harmonikkuleikurinn hans og
plötusafnið. Honum þótti mjög gam-
an að hlusta á plötur og vom Ellý og
Vilhjálmur í miklu uppáhaldi, ásamt
allskonar harmonikkutónlist. Allir
þessir hlutir minna okkur á Vibba,
þennan indæla mann og mun minn-
ingin lifa björt og skær í hjarta okk-
ar. Heilsufar Vibba var aldrei gott en
hann lét það aldrei aftra sér við neitt,
við undnjðumst orkuna því hann
gafst aldrei upp. Vibbi var líka vina-
margur og vora vinfr hans og ætt-
ingjar honum alltaf innan handar og
hjálpuðu honum við það sem þurfti.
Vibba þótti leiðinlegt að þurfa að
hætta búskap alfarið en hann hafði
einfaldlega ekki heilsu til þess leng-
ur. í janúar 1998 flutti Vibbi til Þórs-
hafnar í íbúðir fyrir aldraða og síðan
á Naust, dvalarheimili aldraðra á
Þórshöfn. Vibba hittum við síðast
þegar Leó bróðir hans var jarðaður í
mars sl. og eram því fegnar að hafa
fengið að hitta hann einu sinni enn
áður en hann dó. Hann lést 19. apríl
sl. á sjúkrahúsi Húsavíkur. Elsku
Vibbi, við kveðjum þig með þessu
Ijóði Valdimars Briems og vitum að
Ragna bíður þín hinum megin tilbúin
að taka á móti þér.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sóiin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgarþraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að sldlja,
enþaðerGuðsaðvilja
og gott er allt, sem Guði er frá.
Núhéðanlíkskalhefja,
eihérmálengurtefja
ídauðansdimmumval.
Ur inni harms og hryggða,
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(V. Briem.)
Ástvinum Vigfúsar, Sigrúnu, Sig-
ríði og Vigfúsi, systkinum hans Ingi-
björgu og Benjamín og mágkonu
þeirra Steinunni og fjölskyldum
þeirra sendum við innilegar samúð-
arkveðjur.
Ólöf Benjamínsdóttir, Thelma
Kristjánsdóttir og fjölskyldur.
Sártervinurað sakna
sorgin er djúp og hijóð.
Minningar mætar vakna
svo var þín samfylgd góð.
Ágæti vinur. Minningamar
streyma fram í hugann á stundu sem
þessari. Upp í hug minn kemur lagið
okkar „Hranin brú“ eftir vin okkar,
Jóhann frá Ormarslóni. Nú era þínir
tónar þagnaðir og lagið aðeins til í
minningunni um þig. Mér era minn-
istæð fyrstu kynnin af þér. Ég var
nýflutt til Þórshafnar og vantaði egg
í bakstur og einhver sagði: Farðu til
hans Vibba, hann á hænur. Þessi ferð
til þín varð til þess að við urðum
bestu vinir. Það var alltaf tilhlökkun-
arefni þegar þú komst með eggin til
mín, því þá settumst við niður og
ræddum um ailt milli himins og jarð-
ar. Það kom mér alltaf á óvart að
heyra hvað þú varst vel heima í öllu,
sem var að gerast á íslandi og úti í
hinum stóra heimi. Ég tel mig hafa
verið heppna að hitta mann eins og
þig, sem var sambland af íslenskum
bónda sem bjó við nyrstu höf og
manni sem unni fallegri tónlist og
spilaði á harmonikkuna, þegar vind-
urinn gnauðaði úti.
Nú er komið að skilnaði, kæri vin-
ur, og ég veit að sá sem öllu ræður
mun taka vel á móti þér eftir langa
og farsæla göngu hér á jörðu. Það
var mér mikil gleði að fá að kynnast
þér og hafðu þakkir fyrir allt.
Ég sendi vinum þínum og vanda-
mönnum mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Þmum anda fylgdi glens og gleði,
gamansemin auðnu þinni réði.
Því skal halda hinum megin
með himnaríkisglens við nyóa veginn.
Ég vona að þegar lífi mínu lýkur.
ég líka verði engill gæfuríkur.
Þá við skoðum skýjabreiður saman
Og skemmtum okkur, já það verður gam-
an.
(L.Æ.)
Þín vinkona
Guðbjörg.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞÓRA AÐALHEIÐUR SIGTRYGGSDÓTTIR,
Vesturgötu 59,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahúss
Akureyrar fimmtudaginn 27. apríl.
Útförin auglýst síðar.
Páll Þórir Jóhannsson,
Ásta Garðarsdóttir,
Sigrún Garðarsdóttir,
Sigtryggur Jónsson, Lára Einarsdóttir,
Sigurður Pálsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
REYNIR SIGURÞÓRSSON
fyrrv. umdæmisstjóri
Pósts og síma,
Funalind 7,
Kópavogi,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 27. apríl.
Kolbrún Ármannsdóttir,
Þór Reynisson, Svala Pálsdóttir,
Jens Reynisson
og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
SVAVAR KRISTINSSON,
Þrúðvangi 24,
Hellu,
lést miðvikudaginn 26. apríl á Sjúkrahúsi
Suðurlands.
Jóna Helgadóttir,
Þórhallur Svavarsson, Agnes Ólöf Thorarensen,
Sigurveig Þórhallsdóttir.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og
vinur,
STEINGRÍMUR ST. TH. SIGURÐSSON
listmálari og rithöfundur,
Krummahólum 6,
lést á föstudaginn langa í Bolungarvík.
Sálumessa fer fram í Kristskirkju Landakoti í
dag, laugardaginn 29. apríl, kl. 14.00.
Steingrímur Lárents Thomas Steingrímsson,
Jón Jón Thomas Steingrfmsson,
Halldóra María Margrét Steingrímsdóttir,
Halldór Andri Franz Halldórsson,
systkini, barnabörn og vinir.
Þökkum innilega samúð við andlát og útför eiginkonu, móður, tengda-
móður og ömmu,
MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Raftahlíð 23,
Sauðárkróki.
F
Jens Kristjánsson,
Sigríður Jensdóttir, Emil Hauksson,
Guðmundur Jensson, Sigríður Stefánsdóttir,
Erlingur Jensson, Line-Maria Hansen
og barnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við and-
lát og jarðarför
KRISTÍNAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR,
Suðurgötu 8,
Keflavfk.
Jón A. Snæland
og fjölskylda.