Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 71
MÖRGÚNBLAÐIÐ LAUGÁRDAGUR 29. APRÍL 2000 71 FÓLK í FRÉTTUM Tónlistarhátíðin í Reykjavík Komin forneskja Mikil tónlistarhátíð verður haldin hér á landi í júníbyrjun og þar kemur meðal ann- ars fram hljómsveit íslensk sem ekkert hef- ur heyrst frá í tæpa tvo áratugi. Árni Matthíasson rekur sögu Hins íslenska Þursaflokks sem heldur fyrstu tónleika sína frá 1982 10. júní næstkomandi. ÞAÐ HEFUR væntanlega farið framhjá fáum að mikil tónlistarhátíð stendur fyrir dyrum í Laugardalnum í júníbyrjun. Þar koma fram erlendar hljómsveitir og allmargar íslenskar, þar á með- al ein goðsagnarkennd sem ekki hefur heyrst í í tæpa tvo áratugi; Hinn íslenski Þursaflokkur. Síðla árs 1978 sagði Egill Ólafs- son skilið við Spilverk þjóðanna, en aðrir liðsmenn þess voru Valgeir Guðjónsson, Sigurður Bjóla og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Spilverkið hafði þá starfað í rúm þrjú ár, en Egill fékkst við ýmislegt annað meðfram, meðal annars leiklist. Hann hefur sagt að þegar hér var komið hafi hann velt lengi fyrir sér að stofna hljómsveit sem myndi flytja íslensk þjóðlög í nýjum bún- ingi, en hann kynntist íslenskum þjóðlögum í gegnum tónlistar- skólakennara sinn Engel Lund á árunum 1970 til 1976 og langaði að rokka þau eitthvað upp. Forneskjuleg lög Hann kallaði til Tómas Tómas- son bassaleikara, Þórð Árnason gítarleikara, Ásgeir Óskarsson trommuleikara og Rúnar Vilbergs- son fagottleikara og síðar Karl Sighvatsson hljómborðsleikara, en Lárus Grímsson lék með um tíma. Hljómsveitin fékk heitið Hinn ís- lenski Þursaflokkur, hóf æfingar áramótin 1977/78 og hélt fyrstu tónleikana í febrúar 1978. Á dag- skránni voru ýmis lög úr Þjóð- lagasafni Bjarna Þorsteinssonar útsett upp á nýtt. Einnig bættu þeir við lögin frá eigin brjósti eða sömdu ný lög við þjóðvísur í bland, aðallega Egill, og reyndu yfirleitt að hafa lögin forneskjuleg í takt við textann. Þegar fram leið tóku þeir félagar að semja eigin texta líka og smám saman fækkaði þjóð- lögunum á dagskránni. Fyrsta platan, Hinn íslenski Þursaflokkur, kom út 1978 og uppistaðan á henni var íslensk þjóðlög. Á Þursabiti, sem kom út 1979, voru lög Þursanna við gaml- ar vísur, en á tónleikaplötu sem kom út árið 1980 voru ljóðin sam- tímakveðskapur eftir Sigurð Páls- son, Ara Jósepsson og fleiri og tónlistin öllu nútímalegri. Á síðustu plötu Þursanna, Gæti eins verið, sem kom út 1982, voru síðan textar eftir hljómsveitarmeðlimi, utan að ljóðið Myndin í speglinum gæti eins verið er eftir Einar Má Guð- mundsson. Nærfellt öll tónlistin var úr smiðju Egils, en þegar hér var komið voru Þursarnir orðnir fjórir. Lítill hljómgrunnur framan af Þó að Þursaflokkurinn sé jafnan talinn með merkustu rokksveitum átti hann lítinn hljómgrunn framan af og tónleikagestir fáir. Smám saman fann sveitin starfsvettvang í útvarpi, sjónvarpi og leikhúsi. Meðal annars gerðu Þursarnir ballett með íslenska dansflokknum sem sýndur var víða á hinum Norðurlöndunum og í framhaldi héldu þeir Þursar í fjögurra mán- aða tónleikaferð um Danmörku, Finnland, Svíþjóð og Holland og hljóðrituðu meðal annars fyrir út- varp í Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð. Nóg var fyrir þá félaga að gera þegar heim var komið og meðal annars settu þeir saman söngleikinn Gretti fyrir Leikfélag Reykjavíkur 1980/81. Hann var gefinn út á plötu sem mætti kalla fjórðu plötu Þursaflokksins og kemur þá á undan Gæti eins verið. Áður en Þursamir hættu hljóð- rituðu þeir efni á breiðskífu sem aldrei var gefin út. Gæti eins verið kom út í byrjun árs 1982 og það haust átti að koma út önnur plata og heita Ókomin forneskja, en segja má að þá hafi þeir Egill og Tómas verið nánast einir eftir í sveitinni, því þótt Ásgeir og Þórð- ur hafi enn verið Þursar voru þeir uppteknir í öðrum verkefnum. Upprisa hugarfarsins? SJONVARP A LAUGARDEGI Dagskrá sjónvarpa var svona upp og ofan um páskahelgina og sætti engum tíðindum hvað ís- lenskt efni snerti, enda búið að sýna í kvikmyndahúsum þær tvær kvikmyndir, sem sýndar voru í ríkiskassanum. Kvikmynd Ágústs, Dansinn, fékk æðstu verðlaun í Moskvu á alþjóðlegri sýningu og hefði það átt að gleðja einhverja hér heima, svo nát- engdir voru margir Moskvu til síðasta dags. Þarf ekkert að fjölyrða um þá ágætu mynd, en Agúst hefur yfirleitt þurft að sækja á brattann hér heima, vegna þess að gáfumenn um kvikmyndir hafa komið sér upp einskonar öxli - Friðriks / Hrafns öxli - sem á fyrsta rétt til opinberra fjármuna til kvik- mydagerðar. Aðrir minni spá- menn hanga svo utan á „kon- ungsveldinu" öllum til armæðu og lítils gengis í kvikmyndum. Myndin, Sporlaust, var sýnd á annan í páskum, þar sem glímt var við gúmmídúkku, sem átti að hafa verið drepin. Svona hroka- full epísóða er gerð af ungling- um. Vegna hátíðardaganna og úti- vistar í páskasólinni var svolítið tilviljunum háð á hvað var horft í sjónvörpum landsmanna. Á laug- ardag náðist þó að horfa á Ragnarök á ríkisrásinni, þar sem garpurinn frá Brooklyn, Bruce Willis, bjargaði heiminum með því að sprengja upp loftstein, sem stefndi á jörðina og var á stærð við Texas. Talið er að jörð- in hafi orðið fyrir gríðarlega stórum loftsteini, þegar dinósár- arnir dóu út og öll kvikindi með þeim, svo mikið var nú í lagt. Vissi áhorf- andinn ekki lengi vel hvort loftsteinninn fengi sigrað hetjustæla Willis, en leikarar eins og hann eru hinir einu og sönnu dinósárar nútímans. Allt fór þetta vel að lokum, en Banda- ríkjamenn gera sér mikinn mat úr allskonar helvítisspám, því fyrir utan stórar kvikmyndir um allskonar voða stundar fjöldi fólks þá atvinnu að messa yfir samborgurunum og boða þeim helvíti og kvalirnar snúist þeir ekki hið snarasta á vald almætt- isins. Það er þó einhver munur að búa í kristiiegu landi eins og íslandi og fá ekki nema stöku sinnum tilfelli, eins og á stór- hátíðum eða á síðnæturmessum, þegar von er á páskasólinni. Helstu tíðindi liðinnar páska- dagskrár í sjónvarpi má hiklaust telja flutninginn á Ormstungu á Stöð 2 og fóru Halldóra Geir- harðsdóttir og Benedikt Erlings- son með hlutverkin í sýningunni. Sýningin var í tveimur hlutum og var sá síðari sýndur á föstudag- inn langa. Þegar sýningin byrjaði kom fyrst í hugann hverskonar vitleysa ætlar þetta að verða. En ekki leið á löngu þangað til flutn- ingurinn og fábrotin uppsetning- in og innskotin gripu áhorfand- ann svo, að hann spurði einskis frekar. Ormstunga, er eins og búast mátti við, leikgerð um átök þeirra Gunnlaugs ormstungu og Hrafns út af Helgu sonardóttur Egils á Borg. Það er mikil og dramatísk saga og það þarf varla minni kjark en Egill hafði alla jafna til að bera, til að búa sögu sonardótturinnar til leikflutnings með jafnmiklum ágætum. Áf- burða leikur og látbragð hjá báð- um leikurunum og að auki smekkvís innskot kvikmynda, sem tekin hafa verið vegna sýn- ingarinnar, gera sýninguna að listviðburði, sem brýtur blað. Héðan í frá er fátt það til í rituðu máli, sem snillingar á sviði geta ekki fært í stílinn og gert að stórkostlegu leikverki. Indriði G. Þorsteinsson Hinn íslenski Þursaflokkur f árdagá. Þeim tókst því aldrei að ljúka við plötuna, þótt nokkrar atlögur hafi verið gerðar að verkinu á næstu árum, síðast 1987, en eitt lag af þessum upptökum, Fjandsamleg návist II, rataði síðan á sólóskífu Egils Tifa, tifa, sem kom út 1991, en ári síðar sendi Egill frá sér aðra sólóskífu, Blátt, blátt. Síðan hefur hann sungið inn á óteljandi plötur, meðal annars plötu með norræna kvartettinum Norr 4 sem kom út fyrir skemmstu. Bráðgóð hugmynd Eins og getið er í upphafi kemur Hinn íslenski Þursaflokkur saman að nýju öðrum þræði til að kynna væntanlega sólóskífu Egils sem kemur út í haust. Egill segir að mönnum hafi þótt það skemmtileg hugmynd að kalla Þursana saman. „Þetta var hugmynd Steinars og mér fannst hún bráðgóð, að spila nýju lögin í bland við eldri lög og þá tilvalið að gera það með Þurs- unum.“ Á dagskrá Þursanna verður upp- legg af plötunni væntanlegu til jafns við lög af plötum Þursa- flokksins, en að sögn Egils velja þeir lög af öllum plötum flokksins. Hann leggur þó áherslu á að Þurs- arnir séu ekki að taka upp þráðinn, aðeins verði þessir einu tónleikar með Þursaflokknum, en hann er síðan með hljómsveit á sínum snærum sem mun kynna plötuna betur þegar hún kemur út í haust. „Við aétlum að reyna að koma sem víðast við á þessum fjórum plötum sem við gáfum út, en það verður líka að velja lög sem fara vel í þessu stóra húsi sem við spil- um í, lög sem fylla vel upp í rýmið og það eru þau lög sem voru í stærri kantinum.“ Ættarsvipur á nýju lögunum Á tónleikunum 10. júní verða all- ir upprunalegir meðlimir Þursa- flokksins nema Karl Sighvatsson, sem lést sviplega fyrir nokkrum árum. í hans stað kemur Eyþór Gunnarsson píanóleikari sem hefuts komist yfir Hammond-orgel og leikur á það á tónleikunum. Aðrir liðsmenn verða Tómas Tómasson, Þórður Árnason, Ásgeir Óskarsson og Rúnar Vilbergsson auk Egils. Þeir félagar hafa ekki tekið neinar æfingar enn, enda menn önnum kafnir, Egill til að mynda staddur í Kanada þegar þetta birtist og verður þar næstu vikur. Hann seg- ist þó ekki hafa miklar áhyggjur af undirbúningnum, allir séu þeir starfandi tónlistarmenn og verði . fljótir að setja sig inn í efnið, auk þess sem allir nema Eyþór og Rúnar eigi að kunna lögin utan að hvort eð er. Eins og getið er söng Egill inn á nýútkomna plötu Norr 4 og sendir frá sér sólóskífuna títtnefndu síðar á árinu, en hann er með þriðju plötuna í smíðum sem á verður úr- val af þeirri leikhústónlist sem hann hefur samið í gegnum árin og kemur líkast til út í haust. Lögin á plötunni nýju eru öll samin síðasta árið, en eitt lag er af plötunni óútgefnu, Ókominni forn- eskju, en í nýjum búningi. Eins og fram hefur komið átti Egill flest lög Þursanna og hann segir að þau lög og nýju lögin hafi á sér ættar- !<, svip. „Ég hefði alveg eins getað gert plötu með Þursaflokknum ef út í það er farið, margt af því sem ég geri á nýju plötunni hefði mátt gera með Þursaflokknum eins og hann var undir það síðasta." fNasturgati ^ ( kvðld sjá LETTIR S mn simi 587 6080 SPRETTIR um f jörið 5 HARMONIKUBALL I - nnHA:MN j..hh. jau li oo nn í L..nU í ^ Dansinn dunar dátt frá kl. 22.00 í kvöld i ASGARÐI, Glæsibæ, við Álfheima. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi og Ragnheiður Hauksdóttir syngur. flllir velkomnir, ungir sem aldnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.