Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 46
MÓRGUNBLA&ÍÐ 46 LÁUGARDAGUR 29.ÁPRfr!- 2Ö0Ö MINNINGAR ÁSLAUG ÓLADÓTTIR * + Áslaug Óladóttir fæddist í Kefla- vík 6. ágúst 1980. Hún lést 15. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Elín Guð- jónsddttir, f. 23. sept- ember 1952, og Óli Þdr Valgeirsson, f. 6. júní 1951. Systkini Áslaugar eru: 1) Ásta Óladóttir Dorsett, f. 2. septem- ber 1968, maki David P. Dorsett, f. 12. Valgeirs og dóttir Sólveigar er Rósa María Óskarsdóttir, f. 30. nóvember 1983. 3) Elín María Óladdttir, f. 9. des- ember 1978, maki Örlygur Ö. Örlygs- son, f. 12. október 1977, þeirra sonur er Arnar Már, f. 18. september 1995. Áslaug lætur eftir sig unnusta, Alex- ander Mavropulo, f. 10. febrúar 1977. Ás- laug starfaði á Garð- ágúst 1970, þeirra synir: Arnar, f. 21. júní 1986, Daníel Þór, f. 3. október 1994.2) Valgeir Ólason, f. 6. októ- ber 1971, maki Sólveig B. Borgar- sdóttir, f. 2. júní 1968, fósturdóttir vanjgi. títför Áslaugar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Áslaug. Hún var fallegasta stúlka sem ég hef séð, sem naut lífs- ins. Hún naut lífsins til hins ítrasta. Hún var alltaf brosandi, brosið hennar var nóg til þess að gleyma vandamálum, vinnu og peningum. Brosið hennar var allt sem þurfti fyrir mína sál. Hún elskaði sína vini og neitaði engum um neitt. Hún var aldrei reið eða í vondu skapi, það átti ekki við hana. Lífið gengur sinn vanagang, him- inn og jörð eru það sama en samt er allt breytt núna. Það eina sem held- ur í mér hlýju núna eru myndir, minningar og hlýjan sem þú skildir eftir í okkar hjörtum. Aiexander. Elskulega dóttir. Ýmsar minngar koma upp í huga okkar nú. Það var alltaf svo mikill kraftur í þér frá fæðingu, tíu mánaða fórstu að ganga, eins og hálfs árs sastu úti á stétt að syngja, Sigga litla systir mín, afi minn og amma mín og fleiri söngva. Lítil varstu þegar þú horfð- ir á Ólympíuleikana og heimtaðir að fara í sundbol og fá sundgleraugu til þess að vera eins og þær sem voru að keppa. Eða þegar þú hélst að þú gætir haldið á og passað Ragnheiði frænku sem var aðeins þrem mán- uðum yngri. Þú varst svo mikil bamagæla, úti um allan bæ að leita að bömum til þess að passa, meira að segja á farfuglaheimilið sem var rekið hér í skólanum á sumrin. Einnig varstu mjög natin við eldra fólk. Þegar þú fórst að vinna á Garð- vangi spurðum við þig oft hvort þú værir ekki of ung til að takast á við vandann sem gæti komið upp þegar maður vinnur á öldmnarheimili, var svarið alltaf það sama, nei, ég elska þetta fólk. Elsku Áslaug. Við endum þessa kveðju á bæninni sem við lásum svo oft yfir þér. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Mamma og pabbi. Gaman er að ganga á fund við gleði þína oglátahanaásálusina sumarlangan daginn skína. Pú ert aðeins ofurlítil yngismeyja, en þeir, sem tímann hjá þér heyja, hugsa ekki til að deyja. Það er iíkt og ljósið streymi úr lófa finum, þegar þú hvítum höndum þínum hjúfrar upp að vanga mínum. Og þá glingrið grípur þú úr gullastokkum björt og sæl, í bláum sokkum, bragar af þínum siMokkum. Pegar ég horfi í þessi augu þýð og fógur, finnst mér eins og láð og lögur leysist upp í kvæði og sögur. Upp á hól þú hleypur þar og hoppar niður: kringum þig er frelsi og friður, fuglar, blóm og lækjamiður. Par er allt, sem illska minnar aldar smáði, allt, sem skáldsins andi dáði, allt, sem móðurhjartað þráði. Ríktu þar á rauðum kjól, mín rós og lilja, þar til allar þjóðir vilja þína veröld sjá og skilja. (Jóhannes úr Kötlum.) Með kveðju frá ömmu og afa á Dalbraut. Þegar ung sál er hrifin burt frá ástvinum svona snöggt og með þess- um hætti þá er öllum orða vant. Hún kvaddi afa og ömmu alltaf með faðmlagi þegar hún kom í heimsókn og síðast var hún svo glöð og ætlaði að fara að búa og það var tilviljun að við vorum ekki búin að fara til þeirra að skoða hvemig þau komu sér fyrir. Hún gaf mér mynd um daginn sem hún hafði látið stækka af mér ungri, ég mátti ekki borga, mig munar ekkert um það, amma sagði hún. Brosið, faðmlagið og glaðlyndi þitt yljar okkur um ókomin ár. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir, en minningarnar lifa. Amma og afi í Keflavík. Ættin grætur örlög þín elsku litla Áslaug mín semvarstalltafsvogóð. Nú þú gengur guðs um geim og gætir okkar björt og hrein og huggar hrellda sál. Minningamar lifa lengi Ijúfa bam sem guð oss gaf, brosið þitt nú snertir strengi og stendur í huga sérhvem dag. Þín amma. Elsku Áslaug systir. Ég á svo erf- itt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. Seinasta skiptið sem við hittumst var á föstudagskvöldið þegar ég var með kynningu heima hjá mér. Þú varst svo kát og hlakkaðir svo mikið til að fara út um kvöldið. Þú varst svo ánægð yfir því að vera búin að koma öllu í stand í íbúðinni þinni og Alexanders. Þið voruð búin að vera svo dugleg að mála og gera flott hjá ykkur. Já, íbúðin var svo falleg. Þegar ég lenti í vinnuslysinu fyrir tveimur árum varst þú svo góð við mig og dugleg að hjálpa mér, þegar Össi var í vinnu. Þú hugsaðir líka svo vel um Arnar Má. Þú varst svo góð við hann Össa minn og vildir alltaf lána okkur bílinn þinn. Það var alveg sama hvað ég bað þig um þú varst alltaf tilbúin að hjálpa. Þegar við vorum litlar vorum við svo samrýndar systur. Við gátum oft rifist en svo_ sættumst við alltaf fljótt aftur. Ég man líka alltaf á páskadagsmorgun þá vöknuðum við klukkan sjö til að borða páskaeggið okkar. Fyrir jólin þegar ég og Ossi vorum að flytja hjálpaðir þú og Flóra mér svo mikið, því Össi var á sjó. Þegar Össi var á sjónum vild- irðu oft gista heima svo mér myndi ekki leiðast. Kæravina ég saknaþín ég vildi að þú kæmist aftur til mín. En þú ert umvafin ljósi þar, eins og þú varst reyndar alstaðar. Sárt er að horfa á eftir þér, en ég veit að þú munt muna eftir mér. Því þitt hreina hjarta og bjarta sál, munu þerra okkar trega tár. (Sigríður V. Þórðardóttir) Elsku pabbi og mamma, megi Guð vera með ykkur og okkur öll- um. Þín systir og þinn mágur; Elín Man'a Oladóttir, Örlygur Örn Örlygsson. Elsku litla systir. Það nístir hjarta okkar að sjá á eftir þér nú, við áttum eftir að gera svo mikið saman. Af hverju þú? Af hverju nú? Ég býst við að þú að þú hafir mik- ilvægu hlutverki að gegna þar sem þú ert núna. Þú hefur hjarta úr gulli og perónuleiki þinn bræddi alla sem kynntust þér. Ég verð alltaf stoltur af að vera bróðir þinn. Þú varst allt- af svo góð við alla og sérstaklega við börn. Hvenær ætlið þið að koma með eitt lítið? spurðir þú okkur svo oft. Börnin, sem við eigum vonandi eftir að eignast, fara á mis við svo mikið að hafa ekki Áslaugu frænku til að dekra þau og kenna þeim það sem máli skiptir í lífinu. En ég mun sjá til þess að þau fái að vita allt um þig og vonandi fá þau eitthvað af þínum kostum í vöggugjöf. Ég treysti því að þú munir þrátt fyrir allt passa fyrir stóra bróður. Rósu Maríu tókst þú strax upp á þína arma og varst hennar vinkona. Ekki taldir þú það eftir þér að gæta hennar þegar við vorum í burtu þótt þú værir bara unglingur sjálf. Alltaf hafðir þú jafngaman af að hitta hana og varst alltaf svo góð við hana. Hún mun sakna þess sárt að hafa ekki hana Áslaugu sína. Elsku Áslaug mín, mér finnst ég svo lítill og vanmáttugur að hafa ekki getað verndað þig þegar hætta steðjaði að. Við munum aldrei sætta okkur við það sem gerðist en von- andi getum við lært að lifa við orð- inn hlut þegar frá líður og brosað þegar við hugsum til þín og séð Ijós- ið í lífinu, enda eigum við svo marg- ar góðar minningar. Þú sást alltaf eitthvað skemmti- legt við fólk og viðfangsefni sem urðu á vegi þínum, þess vegna varst þú alltaf svo lífsglöð og hress. Þú máttir hvergi aumt sjá án þess að þú þyrftir að standa upp og taka málstað þess sem minna mátti sín. Þótt þú hefðir vitað örlög þín, vitum við að þú hefðir ekki breytt öðruvísi. Þú varst svo ákveðin, sterk og full af orku þótt þú værir ekki há í loftinu. Elsku Aslaug okkar. Þessir at- burðir skilja okkur eftir svo ráð- þrota og sorgmædd en við stöndum saman. Við munum reyna að gera það sem við getum fyrir fjölskyld- una okkar og hann Alexander þinn. Þó við kveðjumst nú, þá vitum við að við munum hittast aftur og þá verða fagnaðarfundir. Þangað til. Guð geymi þig elsku Áslaug okkar. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Valgeir, Sólveig og Rósa María. Elsku Áslaug frænka. Mig langar að minnast þín með nokkrum orð- um. Það er sárt að vita til þess að þú ert/arin frá okkur svona snöggt. Ég átti aldrei von á því strax. Þú varst alltaf svo góð við mig og passaðir mig mjög oft. Þú varst besta frænka í heimi. Manstu, þú varst búin að leyfa mér að gista hjá þér í nýju íbúðinni þinni og Alexanders. Ég hlakkaði svo til, en það verður bara seinna. Það var svo gaman að hitta þig, þú varst alltaf brosandi og svo góð stelpa. Þú vildir alltaf hjálpa öllum hvað sem bjátaði á. Ég veit að þú ert í mjög góðum höndum núna og það er hugsað vel um þig. Elsku amma og afi, megi Guð vera með ykkur og veita ykkur góðan styrk í þessari miklu sorg. Þinn frændi, Arnar Már Örlygsson. Vorið er komið með loforð um vaknandi gróður og langa og bjarta sumardaga. Gróðurinn teygar líf- gefandi kraft til sín til að vaxa og til að fegra tilveru okkar mannanna og haustið er okkur mjög fjarlægt. Hugsunin um vorið kemur sterk- lega upp í huga okkar er við í dag kveðjum elskaða unga systurdóttur okkar, sem einmitt á vorskeiði ævi sinnar er frá okkur tekin. Okkur er missirinn sár og óbærilegur. Minningarnar leiftra um huga okkar og margar myndir af Áslaugu birtast okkur. Frá fyrstu stundu var hún full af lífskrafti, óhrædd, spurul og forvitin um að kynnast tilver- unni, íyrst á heimili foreldra og eldri systkina og síðar utan heimil- isins. Ér hún óx úr grasi tók hún virkan þátt í íþróttum og æskulýðs- starfi kirkjunnar og var vegna dugnaðar og áhuga send sem full- trúi til að taka þátt í Norðurlanda- móti kirkjunnar fyrir örfáum árum. Hún var alltaf svo hrein og bein og tók snemma afstöðu með minni- máttar og réttlætinu. Að það skyldi fella hana er ótrúlegt, en þó huggun í harmi. Áslaug var hress og gefandi í fjöl- skyldunni og við minnumst hennar í hlutverki jólasveinsins í jólasam- sætum stórfjölskyldunnar, í leik með börnunum, glöð og hress í spjalli við ættingjana og næm og til- litssöm við hina eldri. Bros hennar var einatt glaðlegt og þegar hún birtist var eins og hress andvari stryki við manni. Það var gott að vera í návist hennar. Orð okkar verða svo fátækleg og erfitt er að tjá það sem í huganum býr er við nú sjáum á eftir þessari góðu stúlku. Við viljum því fá að láni eina hend- ingu úr ljóði eins af ljóðskáldum okkar, en einmitt þar segir það sem einkenndi hana meira en nokkuð annað: Svoyndislega æskan úr augum þínum skein. Svo saklaus var þinn svipur og sál þín björt og hrein. (T.G.) Eitt fegursta og sterkasta blómið í fjölskyldugarðinum okkar hefur verið slitið upp á svo hörmulegan hátt. Við sem eftir erum stöndum hnípin og álút. Skarð hennar verður ekki fyllt og við finnum þörfina fyrir að þrýsta okkur saman til að næra og styrkja hvert annað. Elsku Al- exander, Ella, Óli, Ásta, Valgeir, El- ín María og fjölskyldur og aðrir ást- vinir, við syrgjum með ykkur. Megi Guð vera ykkur styrkur og huggun í harmi ykkar þar til morgunn endur- funda rennur upp. Ásta og Björgvin, Guðríður og Magnea, Anna Jóna og Þorbjörn. Laugardagsmorgun 15. apríl kl. 6.00 var hringt í mig frá lögreglu- stöðinni og ég var beðin að koma niður á lögreglustöð. Þegar þar var komið var mér sagt að Áslaug, besta vinkona mín, væri dáin. Heimurinn hrundi yfir mig og ég sat bara og fraus. Ég fór að hugsa um er ég var að lita á henni hárið upp á hársnyrti- stofu, föstudeginum áður, að ekki hvarflaði að mér að þetta væri síð- asta skiptið sem ég mundi lita og klippa á henni hárið. Hún var svo falleg og ánægð með lífið. Ætlaði að klára íbúðina um helgina og taka því svo rólega. Hún og Alexander voru svo ástfangin og áttu allt lífið fram- undan. Síðast þegar við kvöddumst á föstudeginum og ég kyssti þig bless sagði ég „sjáumst á morgun“, en þá ætluðum við vinkonurnar að hittast heima hjá mér og hafa það gott. En skrýtið er að lífið er svo dásamlegt, en allt í einu er bara klippt á það. Það eru svo margar minningar sem koma upp í huga mér núna. Viku áður en þú fórst frá okkur komu ég og Eva í heimsókn til þín í nýju íbúðina. Við sátum við eldhús- borðið og vorum að tala saman en þá tókum við eftir að eldhúsvaskur- inn var farinn að leka og þegar þú opnaðir skápinn fyrir neðan vaskinn kom bara gusa framan í þig og þú stóðst þarna með dropana á þínu fallega andliti og áttir ekki til orð. Þegar bráð dauðsföll dundu hérna yfir í Njarðvík í janúar vorum við vinkonurnar að tala um hvernig væri að missa svona náinn vin en það hvarflaði aldrei að okkur að það ætti eftir að gerast svo skjótt. Það var svo margt sem við gerð- um saman. Þegar við vorum að þykjast kyssast í skólanum og Erl- ingur kennari kom og hitti ekki á skráargatið þegar hann var að opna kennslustofuna. Og þegar ég, þú og Guðný settum upp dans með laginu „My name is Prince." Þegar ég renni huganum yfir uppátækin í þér þá fer ég bara að hlæja. Þú varst svo opin og hreinskilin og öllum líkaði vel við þig um leið og þú byrjaðir að tala eða hlæja. Ég er svo þakklát fyrir hjálpina þegar þú og Flóra hjálpuðuð mér og Óla að koma okkur fyrir í íbúðinni okkar. Þú og allar vinkonurnar vor- uð alltaf til staðar fyrir mig, líka þegar einhver var að gera grín að mér, þá voruð þið komnar og þú með munninn fyrir neðan nefið. Bara að vera í kringum þig var einstök upplifun. Alltaf gast þú komið mér í gott skap og þegar þú varst eitthvað fúl (sem var örsjald- an) var svo stutt í brosið og hlátur- inn. Þú varst svo dugleg í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þegar þú varst að mála íbúðina og á sama tíma varstu að vinna dag- og nætur- vaktir. Oft og iðulega er við vorum 15 og 16 ára fórum við í kraftgalla og fór- um út að leika, hentum okkur í snjó- inn og fórum í snjókast eins og litlir krakkar. Já, lífið er stundum svo ósann- gjarnt. Ég spyr oft; af hverju var guð svo vondur að taka þig frá okk- ur? En ég held að það hafi bara beð- ið þín eitthvert verk þarna fyrir handan. Það er svo erfitt að sætta sig við að engin kemur í þitt skarð. Ég veit að við munum hittast aft- ur þegar minn tími er kominn. Það er svo stutt á milli lífs og dauða. Svo munt þú vera fremst í flokki og sækja mig þegar ég kveð þennan heim. En ég mun alltaf muna eftir þér brosandi og glaða og vonandi fer vel um þig þar sem þú ert núna. Alexander, Oli Þór, Élla, systkini Áslaugar og aðstandendur, megi Guð vera með ykkur í þessari miklu sorg sem þið eruð að ganga í gegn- um. Innst inni veit hver maður að hún var einstök; aðeins einu sinni var hún til á þessari plánetu og aldrei aldrei mun slík stórkostleg vera, samansett á þennan guðdómlega hátt eins og hún, nokkum tíma fyrirfmnastaftur. (Friedrich Nietzsche.) Allar mínar minningar um bestu vinkonu mína mun ég geyma í hjarta mínu um ókomna tíð. Vinkonur að eilífu, Sigurrós Pálsdóttir og Ólafur R. Pétursson. Elsku besta vinkona mín, ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért far- in frá okkur. Fyrir tveimur vikum óraði mig ekki fyrir því að ég ætti eftir að setj- ast niður og skrifa minningargrein um þig. Á stundu sem þessari er margt sem brýst um í huga mínum. Við sem vorum búnar að vera vin- konur frá því við mundum eftir okk- ur. Já, það er alveg óhætt að segja að það eru ófáar stundirnar sem við áttum saman. Mér er það mjög minnistætt þegar við vorum litlar. Þegar mamma passaði þig og Elínu Maríu systur þína. Við lékum okkur á pallinum bakvið húsið heima, ým- ist í dúkkuleik, hjóla á þríhjólunum okkar, ásamt mörgum öðrum skemmtilegum leikjum. Oft komuð þið. systurnar líka á páskadags-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.