Morgunblaðið - 29.04.2000, Page 80
Netþjónar
og tölvur
JCOMPAQ.
JRffjgtmMfliMfe
Hefur þitt fyrirtæki
efni á aö eyða tíma
starfsfólksins í bið?
Það er dýrt að láta starfsfólkíð biða!
Tölvukerfi sem virkar
563 3000
M0RGUNBLAÐ1Ð, KRINGLUNNl 1,103REYKJAVÍK, SÍMI6691100, SÍMBRÉFS691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG:RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Veðurstofan dregur úr
þjónustu vegna skorts á
veðurfræðingum
Aðeins
-einn veður-
fræðingur
er á vakt
VEÐURSTOFA íslands þarf á
næstunni að draga úr þjónustu
vegna alvarlegs skorts á veður-
fraeðingum til að sinna almennri
veðurþjónustu.
Undanfarin ár hafa tveir veður-
fræðingar verið á vakt mestallan
daginn og einn á vakt að nætur-
lagi. Ekki verður nú lengur hægt
að manna tvöfalda vakt að degin-
og hefur því verið gripið til
^þess ún-æðis að hafa aðeins einn
veðurfræðing á vakt allan sólar-
hringinn.
Magnús Jónsson veðurstofu-
stjóri segir að þeir sem hafi mest
samskipti við Veðurstofuna í gegn-
um síma verði helst varir við minni
þjónustu og geti að jafnaði ekki
gert ráð fyrir að veðurfræðingur á
vakt hafi tíma til að veita viðbótar-
upplýsingar og persónulega ráð-
gjöf í síma. Hann mun þó svara í
.^aúna í neyðartilvikum.
Sami fjöldi veðurfræðinga
og var starfandi árið 1960
Að sögn Magnúsar eru margar
ástæður fyrir þessum skorti og
engin ein viðhlítandi skýring. Veð-
urfræðin hafi, líkt og fleiri náttúru-
fræðigreinar, þurft að búa við til-
tölulega lélega nýliðun og líklega
sé veðurfræðin verst sett í því
sambandi, en fjöldi veðurfræðinga
á Veðurstofunni er núna sá sami
og hann var í kringum 1960.
Vonir standa til að nokkuð ræt-
ist úr þessum vanda með haustinu
og þá verði hægt að taka upp tvö-
falda vakt að deginum.
Morgunblaðið/Kristj án
Sólskinsbros í blíðunni
KRAKKARNIR á leikskólanum Flúðum á Akureyri, þau sinni í gær. Veðrið lék við börnin, sem og aðra bæjar-
Þórey Lfsa, Júlfana og Aron, voru bara nokkuð ánægð búa, sól skein í heiði og þeim þótti þvf vel við hæfi að
með sig þar sem þau voru í garðvinnu á leikskólalóðinni sýna ljósmyndara Morgunblaðsins sitt sólskinsbros.
Flugvirkjar og flest
verkalýðsfélög sam-
þykkja kjarasamninga
Samningar
felldir í
Skagafirði
KJARASAMNINGUR Verka-
mannasambands íslands var felldur í
Skagafirði. Samningurinn var sam-
þykktur í öðrum félögum sem fréttir
höfðu borist af í gærkvöldi en niður-
staða lá ekki fyrir hjá öllum. Þá sam-
þykktu flugvirkjar hjá Flugleiðum
nýgerðan kjarasamning, 62 sögðu já
en 45 sögðu nei.
Atkvæðagreiðsla hefur farið fram
undanfaraa daga um kjarasamning
sem landsbyggðarfélögin innan
Verkamannasambands Islands gerðu
á dögunum við Samtök atvinnulífsins.
Atkvæði voru talin í gærkvöldi og
verða talin á fleiri stöðum í dag. Miðað
við þær upplýsingar sem lágu fyrir í
gærkvöldi virðast samningarnir hafa
verið samþykktir í flestum félögun-
um. Fyrir lá að 52,5% þeirra sem
greiddu atkvæði hjá Einingu-Iðju í
Eyjafirði höfðu samþykkt samning-
inn, liðlega 67% í Baldri á ísafirði og
um 65% samþykktu hann í Verkalýðs-
félagi Snæfellsbæjar og Verkalýðsfé-
lagi Akraness. Þá höfðu borist fréttir
um samþykkt samningsins í Verka-
lýðsfélagi Fáskrúðsfjarðar, Verka-
lýðsfélagi Húsavíkur og verkalýðsfé-
lögunum í Stykkishólmi, Hveragerði,
á Stokkseyri og Seyðisfirði.
Ekki höfðu í gærkvöldi borist frétt-
ir um að samningnum hefði verið
hafnað annars staðar en í Skagafirði.
Þar voru atkvæði talin sameiginlega í
Verkalýðsfélaginu Fram og Verka-
kvennafélaginu Öldunni. Rúm 60%
vildu fella samninginn en rúm 38%
staðfesta hann.
Utanríkisráðherra um óánægju bandarískra stjórnvalda
vegna tiltekinna atriða í frumvarpi um varnarliðsflutninga
Aimr
Bensín
lækkar á
verkalýðs-
daginn
OILÍUFÉLAGIÐ hf. lækkar
verð á bensíni frá og með
mánudeginum 1. maí, um 60
aura á lítra.
Astæðan fyrir lækkuninni er
lækkun á heimsmarkaðsverði á
bensíni, að því er fram kemur á
heimasíðu félagsins.
Hinn 1. apríl hækkaði bens-
ínverð um 2 krónur á lítra.
MITSUBISHI
=1JE
í/íjtnurjifiirjifiþuntiu
Staðið verði við samninga
sem þjóðirnar hafa gert
FJÖLMENN sendinefnd íslenskra
embættismanna hefur undanfama
daga átt fundi með bandarískum
embættismönnum í Washington þar
sem fjallað hefur verið um varnar-
samstarf þjóðanna. Bandarísk
stjómvöld hafa lýst óánægju sinni
með frumvarp um tiltekna þætti í
vamarsamstarfi Islands og Banda-
ríkjanna sem nú liggur fyrir Alþingi
og telja að það geti haft áhrif á fram-
kvæmd vamarsamningsins frá 1951.
IV
m
HEKLA
-ífarystu á nýrri öld !
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra segir að hér sé um misskilning
að ræða, sem íslensk stjórnvöld vilji
leitast við að eyða.
„Tilgangur þessara funda í Wash-
ington er að ræða vamarsamstarf
þjóðanna og inn í það hefur komið
það frumvarp sem liggur fyrir Al-
þingi. Þessu frumvarpi var ekki ætl-
að að breyta neinu í eðli varnar-
samstarfsins. Það hefur hins vegar
margt breyst síðan vamarsamning-
urinn var gerður. Það hafa fallið
hæstaréttardómar sem snerta kaup-
skrármálin. Það hafa komið til um-
fjöllunar mál hjá umboðsmanni Al-
þingis sem varða þessi samskipti. Við
höfum því talið nauðsynlegt að
treysta lagalegan grundvöll þessara
mála. Það hefur hins vegar komið
fram misskilningur af hálfu Banda-
ríkjamanna í þessu máli og við höfum
verið að fara yfir það.“
Aðspurður sagði Halldór að á
þessu stigi ætti hann ekki von á að
þessar viðræður við Bandaríkja-
menn leiddu til þess að frumvarpinu
yrði breytt.
Halldór sagðist ekki vilja tala um
ágreining milli landanna í þessu sam-
bandi. „Það er hins vegar Ijóst að
þama hefur komið fram mismunandi
túlkun og það er nauðsynlegt að fara
yfir það. Mönnum er aftur á móti
Ijóst að það er okkar íslendinga að
setja lög og reglur sem við teljum að
þurfi til að framfylgja okkar tvíhliða
og alþjóðlegum skuldbindingum. Við
emm á engan hátt að breyta þvi.
Þessi mál byggjast á okkar alþjóð-
legu samningum og við emm vanir
að setja lög í framhaldi af þeim al-
þjóðlegu skuldbindingum sem við
tökumst á hendur. Ef við breytum
okkar alþjóðlegu samningum emm
við vanir að breyta löggjöf okkar í
framhaldi af því, hvort sem það varð-
ar samstarf okkar við Evrópuríki eða
Bandaríkin eða á öðru sviði alþjóða-
mála. Það er að sjálfsögðu okkar inn-
anríkismál hvemig við gemm það
svo lengi sem við stöndum við okkar
skuldbindingar."
Hreinar línur fáist
Aðspurður sagði Halldór að um
alllangt skeið hefðu þjóðimar átt í
viðræðum um framkvæmd sjóflutn-
ingasamningsins frá árinu 1986 og
frumvarpið kæmi inn á það mál. „Við
teljum nauðsynlegt að fá hreinar lín-
ur í það mál á gmndvelli samningsins
sem gerður var milli þjóðanna 1986.
Islensk stjómvöld hafa óskað eftir að
flutningarnir verði boðnir út að nýju
á grundvelli sjóflutningasamnings-
ins. Við teljum að það hafi ekki átt
sér stað síðast þegar flutningarnir
vom boðnir út. Það eina sem við för-
um fram á er að það sé staðið við þá
samninga sem þjóðirnar hafa gert
sín á milli með sama hætti og Banda-
ríkjamenn fara þess á leit að við hög-
um okkar málum í samræmi við þá
samninga sem við höfum gert okkar
á milli. Það er ekld okkar ætlan að
taka neinar einhliða ákvarðanir í því,
eingöngu að treysta þann grandvöll
sem við teljum okkur þurfa til að
standa við skuldbindingar okkar.“
Halldór sagði að enn lægi ekki fyr-
ir hvort Bandaríkjamenn féllust á
kröfú íslenskra stjórnvalda um að
sjóflutningamir yrðu boðnir út að
nýju-
Halldór átti í fyrradag fund með
Harold W. Gehman, yfirmanni Atl-
antshafsherstjórnar Atlantshafs-
bandalagsins, þar sem sjóflutning-
arnir og framvarpið vom m.a. til
umræðu. Stefnt er að því að afgreiða
frumvarpið sem lög frá Aiþingi í
næstu viku.