Morgunblaðið - 04.07.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 04.07.2000, Síða 6
6 þriðjudaglír 4. j ui-ii isouu MORGUNBLABIÐ FRÉTTIR Forseti fslands opnar sýningu Vesturfarasetursins um ferðir mormóna til Utah Morgunblaðið/Júlíus „Hofsósveður“ var þegar fjöldi gesta frá Utah auk íslenskra fagnaði opnun sýningar á ferðum íslenskra mormóna til Utah í lok síðustu aldar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, nýtur aðstoðar J. Brent Haymond, heiðursræðis- manns íslands í Utah og Valgeirs Þorvaldssonar, framkvæmdastjóra Vesturfarasetursins. Hofsósi. Morgunblaðið. NÝJUM áfanga í uppbyggingu Vesturfarasetursins á Hofsósi var fagnað í gær, opnun sýningarinnar Fyrirheitna landið sem fjallar um ferðir íslenskra mormóna til Utah. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, opnaði sýninguna sem er í nýjum húsakynnum Vesturfaraset- ursins, Frændgarði, við höfnina á Hofsósi. Sýningin er samstarfsverkefni Vesturfarasetursins, Byggðasafns Skagfirðinga og íslendingafélags- ins í Utah. Auk ráðherra, þing- manna og annarra íslenskra gesta var viðstaddur opnun hennar tæp- lega 60 manna hópur fólks af ís- lenskum ættum frá Utah, þar á meðal forystumenn Islendingafé- lagsins, einnig forystumenn mor- mónakirkjunnar, trúboðar og hóp- ur íslenskra mormóna. Fram kom við athöfnina í gær að eftir að Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti íslands, var viðstaddur 100. íslendingadaginn í Spánska forki í Utah fýrir þremur árum hafi komist á samband milli Islend- ingafélagsins og Vesturfaraseturs- ins. Gat Valgeir Þorvaldsson, for- stöðumaður Vesturfarasetursins, þess að athöfnin væri ekki síður til að minnast nýrra sambanda vestur um haf en fagna nýjum áfanga í uppbyggingu setursins. Valgeir líkti samstarfinu yfir hafið við undirbúning sýningarinnar við brúargerð. Smíðin hafi hafist frá Konur féllu af hestbaki og slösuðust alvarlega TVÖ slys urðu um helgina þegar konur féllu af hestbaki og slösuðust mikið. Hið fyrra varð á laugardags- kvöld, skammt frá Blönduósi. Kona var flutt, höfuðkúpubrotin, með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Seinna slysið átti sér stað á sunnudagskvöld við bæinn Vorsabæjarhjáleigu í Gaulverja- hreppi. Konan sem féll af baki var flutt á Heilbrigðisstofnun Selfoss og síðan sótt af þyrlu Landhelgisgæsl- unnar og flutt á sjúkrahúsið í Foss- vogi. Á gjörgæsludeild fengust þær upplýsingar í gær að henni væri haldið sofandi í öndunarvél. á árunum 1852 til 1914 fluttu yfir 400 íslendingar til Utah. Rakin er sagan af erfiðu ferðalagi fyrstu ís- Iensku Utah-faranna yfir sjó og land og lífi þeirra og afkomenda þeirra vestra fram til þessa dags. Hönnuður sýningarinnar, Árni Páll Jóhannsson, vann að verkefn- inu í samvinnu við Sigríði Sigurð- ardóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga og fuiltrúa íslend- ingafélagsins í Utah. Ýmsar upp- lýsingar og munir koma frá Utah, meðal annars stór afsteypa af styttunni Kristur eftir Bertel Thorvaldsen en minni afsteypur sjást víða á heimilum mormóna. Þá er á sýningunni gyllt stytta af englinum Mormoni sem vitraðist Josep Smith en hún er tákn mor- mónakirkjunnar. I Frændgarði, hinu nýja húsi Vesturfarasetursins, verður auk sýningaraðstöðu ættfræðisetur, bókasafn og fjölnotasalur. báðum endum fyrir um það bil ári og nú hafi smiðirnir mæst í miðj- unni. Þakkaði hann samstarfs- mönnum sínum í Utah fyrir að- stoðina, svo og iðnaðarmönnum, listamönnum og öðrum sem að undirbúningnum komu. J. Brent Haymond, heiðursræð- ismaður Islands í Utah, sagði að tvennt hefði ávallt sameinað þá 410 íslendinga sem Iögðu í erfítt ferðalag frá fslandi til Utah undir lok síðustu aldar, trúin á Krist og ástin á Islandi. Það hafi afkomend- ur þeirra einnig gert. Rolfe Kerr, forseti norðaustursvæðis Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heil- ögu í Evrópu, David Asby, for- maður Islendingafélagsins í Utah og Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra fslands í Banda- ríkjunum, ávörpuðu samkomuna og Sigrún Magnúsdóttir, varafor- maður borgarráðs Reykjavíkur, afhenti Vesturfarasetrinu styttu Einars Jónssonar af Þorfinni karlsefni til varðveislu í eitt ár. Styttan hefur staðið fyrir utan Hrafnistu. Þorfinnur var frá Höfða á Höfðaströnd og lagði upp frá Hofs- ósi þegar hann fiutti til Amerfku og Snorri sonur hans var fyrsta evrópska barnið sem þar fæddist. Óskráður kafli Islandssögunnar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, sagði að sá kafli íslands- sögunnar sem tekinn væri fyrir á sýningunni hefði ekki enn verið skráður af íslenskum fræðimönn- um eða viðurkenndur af forystu- mönnum þjóðarinnar eða kirkjunni. Sagði hann það vel við hæfi að daginn eftir íslensku kristnihátíðina væri heiðruð minn- ing þess fólks sem yfírgaf Island af trúarástæðum, fólks sem lengi hafi verið gagnrýnt og fordæmt fyrir brottförina. Sagði forsetinn að sýningin væri fyrsta tilraunin til að sýna Islendingum þessa merku sögu. Á sýningunni Fyrirheitna landið er sagt frá ferðum Islendinga til Utah þar sem þeir námu land á slóðum mormóna. Fram kemur að Fyrsta tilraunin til að segja merka sögu Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson ÍSLAND Kortabók Máls og menningar er ómissandi í bílinn • Nákvæm landshlutakort • Hentug blaðskipting • Fjöldi þéttbýliskorta • Söfn og sundlaugar • ítarleg nafnaskrá Mál og menning j malogmonnlng.is I Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sfmi 510 2500 KORTABÓK ROAO ATtAS STRAÖIÍNATtAS ATIAS ROUTIER 1 : 500 000 Sumarbústaður brann til grunna í Húsafelli á sunnudag og voru eldsupptök rakin til óboðinna gesta. Olæti og ölvun í Húsafelli um helgina MIKIÐ var um að vera í Húsafelli um helgina og minnti ástandið á „venjulega stóra íslenska útisam- komu,“ eins og lögreglan í Borgar- nesi orðaði það. Að mati lögreglunn- ar voru gestir í það minnsta á sjötta þúsund en gert er ráð fyrir að svæð- ið ráði með góðu móti við 3-4.000 manns í sumarbústöðum og á fjöl- skyldutjaldsvæði. Tjaldað var niður með flugvellinum og golfvellinum auk hefðbundinna tjaldstæða. Fjöldi gesta kom lögreglu og að- standendum svæðisins í opna skjöldu. Fimm lögreglumenn voru á vakt og höfðu að sjálfsögðu í nógu að snúast en erfiðlega gekk að fá aðstoð úr öðrum lögregluumdæmum, þar sem umframlið hafði verið lánað til ríkislögreglustjóra vegna kristnihá- tíðar. Einhverjir björgunarsveita- menn voru þó kallaðir á vettvang. Ölvun var almenn og voru 14 öku- menn teknir fyrir meintan ölvunar- akstur. Lögreglan tók einnig bfllykla af mörgum ökumönnum. Mikið var um slagsmál og að sögn lögreglu var engu líkara en hópur unglinga stæði að skipulegum árásum á fólk. Ekki tókst að hafa hendur í hári þeirra. Bifreið fór út af veginum skammt frá Borgarnesi snemma á sunnu- dagsmorgun með þeim afleiðingum að farþegi kastaðist út og lærbrotn- aði. Töluvert var um önnur umferð- aróhöpp, mörg tengd ölvunarakstri. Sumarbústaður brann til kaldra kola Þá brann sumarbústaður í Húsa- felli til grunna á sunnudaginn. Að sögn lögreglu er talið að eldsupptök megi rekja til fólks sem dvaldi í bú- staðnum í óleyfi. Ekki liggur fyrir hvort íkveikjan var viljandi en lög- reglu vantar upplýsingar um máls- atvik. Slökkvilið kom fljótt á vett- vang en náði ekki að bjarga bústaðnum frá því að brenna til kaldra kola. Mannfjöldi safnaðist við brunann og hafði að sögn gaman af.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.