Morgunblaðið - 04.07.2000, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐ JUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 11
FRÉTTIR
Sj óvá-Almennar hækka iðgjöld á bifreiðatryggingum um 29% að meðaltali
SJÓVÁ-Almennar hækkuðu í gær
iðgjöld lögboðinna ökutækjatrygg-
inga um að meðaltali 29% og iðgjöld
vegna kaskótrygginga hækkuðu um
15%. Hækkanirnar eru nokkuð mis-
munandi eftir landsvæðum en um
mánaðamótin var áhættusvæðum
vegna ökutækjatrygginga breytt og
áhættusvæðum fjölgað úr tveimur í
þrjú. Á Austurlandi og í dreifbýli
hækka iðgjöldin ekki. Iðgjöld þeirra
sem búa á þeim svæðum sem færast
úr áhættuflokk tvö yfir í hæsta
áhættuflokk hækka mun meira en
meðaltalið gefur til kynna eða um
60%. Hærri iðgjöld munu skila Sjó-
vá-AImennum um 600-700 milljón-
um króna í auknum tekjum. Önnur
tryggingafélög boða einnig hækkan-
ir á næstunni.
Neytendasamtökin og FÍB undr-
ast þessar hækkanir og telja fulla
ástæðu til þess að Fjármálaeftirlitið
og Samkeppnisstofnun kanni málið.
Hækkanir
nauðsynlegar
Einar Sveinsson, framkvæmda-
stjóri Sjóvá-Almennra, segir fyrir-
tækið knúið til að hækka iðgjöldin.
„Tjónum hefur fjölgað umfram
fjölgun bifreiða í umferðinni en auk
þess hefur annar tjónakostnaður
hækkað til muna,“ segir Einar.
Hann segir hvert tjón nú dýrara en
áður. Góðærið eigi m.a. þátt í því.
, Alhir tilkostnaður hefur aukist. Bíl-
ar eru nýrri í umferðinni og þeir eru
dýrari og um leið hækkar viðgerðar-
kostnaður. Slysabætur hafa einnig
hækkað, m.a. vegna kaupmáttar-
aukningar," segir Einar. Hann
bendir á að bætur vegna örorku hafi
líka hækkað án þess að slysin hafi
endilega orðið alvarlegri. „Stærstur
hluti þeirra tjóna sem við greiðum
eru bætur vegna slysa á fólki. Þegar
örorkustigið hækkar leiðir það að
sjálfsögðu til hærri tjónabóta.“ Allt
valdi þetta vaxandi kostnaði sem nú
sé verið að bregðast við.
Iðgjöldin hækkuðu
um 35% í fyrra
Á síðasta ári hækkuðu trygginga-
félögin iðgjöldin um 35%. Einar seg-
ir að þær hækkanir hafi einkum ver-
ið til þess að mæta breytingum á
skaðabótalögum. Hækkanirnar
núna stafi af aukinni tjónatíðni og
hærri tjónakostnaði. Sjóvá-Almenn-
ar létu nýlega vinna fyrir sig grein-
argerð á kostnaði vegna ökutækja-
trygginga. Einar segir hana sýna
greinilega fjölgun á tjónum og
hækkun á tjónakostnaði. „Lögboðn-
ar ökutækjatryggingar hefðu þurft
að hækka um 40%. Við stígum skref-
ið upp í 29% og teljum að það megi
ekki styttra vera,“ segir Einar.
„Þetta má ekki vera minni hækkun
að okkar mati. Auðvitað vonum við
að ástandið batni og það dragi úr
hækkunum á tjónakostnaði. Við
munum að sjálfsögðu endurskoða
okkar iðgjöld með reglulegu milli-
bili,“ segir Einar.
Breytt áhættusvæði
Jafnframt því sem iðgjald var
hækkað var áhættusvæðum í lög-
boðnum ökutryggingum einkabíla
breytt og í stað tveggja áhættu-
svæða eru þau nú þrjú. Áhættu-
hér á landi sé hins vegar ekki eðli-
legt. „Svo virðist sem þessi félög
sem hafa um 95% af markaðnum tali
oftar en ekki einum rómi,“ segir
Runólfur og telur forsendur fyrir
því að Fjármálaeftirlitið rannsaki
samráð á tryggingamarkaðnum.
Runólfur segir eðlilegt að áhættu-
svæðum og flokkum sé fjölgað. Slag-
orð FÍB „Iðgjöld í samræmi við
áhættu" sé í fullu gildi. Menn eigi að
njóta þess ef þeir valda ekki tjónum
en Runólfur telur að það muni fær-
ast í vöxt að iðgjöld séu miðuð við
hve mikla áhættu tryggingafélögin
séu í raun að taka.
Samvinna trygginga-
fyrirtækja hefur lengi
verið til athugunar
Ásgeir Einarsson yfirlögfræðing-
ur Samkeppnisstofnunnar segir að
samstarf tryggingafélaga hafi lengi
verið til athugunar. Engin niður-
staða sé hins vegar komin úr þeirri
rannsókn. „Það er ekki hlutverk
okkar að hafa skoðun á ákvörðunum
einstakra fyrirtækja um verð,“ segir
Ásgeir. Þó eitt tryggingafélag til-
kynni hækkun hringi það engum
viðvörunarbjöllum. Ef vísbendingar
koma fram um að fyrirtækin hafi
haft einhverskonar samráð um verð-
hækkanir eða önnur viðskiptakjör
muni Samkeppnisstofnun rannsaka
málið. Ásgeir segir að of snemmt sé
að segja til um viðbrögð Samkeppn-
isstofnunnar á þessu stigi.
Frekari hækkanir
fyrirhugaðar
Gunnar Felixson, forstjóri Trygg-
ingamiðstöðvarinnar, segir að ið-
gjöld muni hækka á næstunni en
hann segir að enn sé ekki ljóst hve
miklar hækkanirnar verði. Trygg-
ingamiðstöðin muni hins vegar
breyta áhættusvæðum sínum til
samræmis við þær breytingar sem
verða á þeim hjá Sjóvá-Álmennum.
Eggert Þór Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri einstaklingstrygg-
ingasviðs Vátryggingarfélags Is-
lands, segir að búast megi við
hækkun iðgjalda VÍS á næstu vik-
um. Fyrirtækið hafi verið að vinna
að endurskoðun iðgjalda en of
snemmt sé að fullyrða um hve mikl-
ar hækkanirnar verði. Eggert gerir
ráð fyrir því að VÍS muni breyta sín-
um áhættusvæðum.
Baldvin Hafsteinsson, fram-
kvæmdastjóri tjónaskoðunarsviðs
FÍB-trygginga, vildi ekki tjá sig um
hækkanir einstakra tryggingafélög-
um. „Ef þau telja að þau þurfi þessi
iðgjöld til að reka sína starfsemi
hafa þau örugglega sínar forsendur
fyrir því,“ sagði Baldvin. „Ég geri
hins vegar fastlega ráð fyrir því að
iðgjöld FÍB-trygginga verði hækkuð
en hver hækkunin verður liggur
ekki fyrir.“ Hann á þó ekki von á því
að þær verði jafn miklar og hjá Sjó-
vá-Almennum. „Viðræður standa yf-
ir við okkar vátryggjendur erlendis.
Við erum ekki tryggingafélag sem
slíkt heldur tryggingamiðlarar og
okkur ber skylda til að láta vá-
tryggjendur okkar erlendis vita af
þeim hreyfingum sem verða hér á
markaðnum. Þeir skoða síðan málin
í ljósi þeirra hreyfinga,“ segir
Baldvin.
Aukin tíðni tjóna
ein helsta skýringin
Önnur tryggingafélög boða hækkanir á næstunni
aa
Dæmi um ársiðgjöld meðalstórs einkabíls með fullan bónus og
Stofn-afslátt hjá Sjóvá-Almennum. Tryggingataki er 25 ára eða eldri.
Var Verður Hækkun
Áhættusvæði 1: kr. 41.300 kr. 53.236 kr. 11.936 28,9%
Áhættusvæði 2: 33.178 42.701 9.523 28,7%
Áhættusvæði 3: 33.178 33.189 11 -
Kaskótrygging:
Dæmi um ársiðgjöld fyrir nýlegan meðalstóran einkabíl með fullan bónus
og kr. 95.700 sjálfsábyrgð.
Verður
Hækkun
Áhættusvæði 2: kr. 22.600 kr. 25.316 kr. 2.716 12%
Áhættusvæði 1: 22.600 27.341 4.741 21%
svæði eitt er dýrast en fyrir breyt-
inguna var suðvesturhornið og
Akureyri innan þess. Nú bætast við
Akranes, Hveragerði, Selfoss,
Stokkseyri, Eyrarbakki og Þorláks-
höfn. Minni þéttbýlisstaðir falla yfir-
leitt í áhættusvæði tvö en það vekur
athygli að ekkert bæjarfélag á Aust-
urlandi er í þeim flokki. Á áhættu-
svæði eitt og tvö hækka iðgjöld en í
dreifðustu byggðunum og á Austur-
landi standa þau í stað. „Það er auð-
vitað réttlætismál að iðgjöldin séu
látin endurspegla slysatíðni á hverju
svæði,“ segir Einar. í greinargerð-
inni sem var unnin fyrir Sjóvá-Al-
mennar kemur einnig fram að ungir
ökumenn valda hlutfallslega lang-
flestum tjónum. Einar segir erfitt að
bregðast við því. Ungir ökumenn
greiði þegar hærri iðgjöld en brögð
séu að því að bíllinn sé einfaldlega
skráður á nafn foreldra til að sleppa
undan hærri greiðslum. „Við náum
hreinlega ekki að koma þeim ið-
gjöldum á unga ökumenn sem við
þurfum,“ segir Einar.
Kallar á rannsókn
Fjármálaeftirlits og Sam-
keppnisstofnunnar
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, segir hækk-
anir Sjóvár-Almennra koma sér
spánskt fyrir sjónir, sérstaklega í
ljósi þess að skammt sé liðið frá síð-
ustu hækkunum sem hafi verið mjög
miklar. „Mig grunar að það muni
fleiri hækkanir koma í kjölfarið. Ég
minni á að hér er fákeppnismarkað-
Morgunblaðið/Ingólfur
Umferðarslysum hefur fjölgað
að undanlornu og því verður að
hækka iðgjöldin, segir Einar
Sveinsson framkvæmdastjóri
Sjóvá-Almennra.
ur sem krefst mikils eftirlits af hálfu
Fjármálaeftirlits og samkeppnisyf-
irvalda," segir Jóhannes. „Ef ekki
koma viðbrögð frá þessum aðilum,
til hvers eru þeir þá?“ spyr Jóhann-
es. „Því miður virðist hvorugur þess-
ara aðila sjá ástæðu til þess að skoða
þennan fákeppnismarkað. Það er
hins vegar ljóst að afkoma trygg-
ingafélaganna er með þeim hætti að
þau eru síst á flæðiskeri stödd,“ seg-
ir Jóhannes og spyr hvort hækkanir
á bifreiðaiðgjöldum skapi ekki svigr-
úm til að lækka önnur tryggingaið-
gjöld.
Uppgjöf hjá
Sj ó vá-Almennum
„Hækkunin er mjög mikil og langt
umfram það sem við áttum von á,“
segir Runólfur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri FÍB. „Ég tel að það
þurfi að skoða allt ferlið og grund-
völl þess að fara út í þessar gífurlegu
hækkanir í kjölfar þess að trygging-
arnar hækkuðu um 40% íyrir ári síð-
an. Þessar hækkanir eru mikið áfall
fyrir neytendur," segir Runólfur.
„Maður spyr sig hvort þetta sé
ákveðin uppgjöf hjá Sjóvá-Almenn-
um og skilaboð til markaðarins um
að þeir vilji ekki lengur þessa teg;
und trygginga," segir Runólfur. „í
eðlilegu markaðsumhverfi væru nú
komin sóknarfæri fyrir aðra aðila á
markaðnum." Markaðsumhverfið
Miklar annir í innanlandsflugi hjá Flugfélagi Islands
Urðu eftir vegna yfírbókana
NOKKRIR viðskiptavinir Flugfé-
lags íslands sem ætluðu að fljúga til
Akureyrar á sunnudagskvöldið urðu
fyrir þeim óþægindum að verða eftir
í Reykjavík þar sem vélin var yfir-
bókuð. Gerist slíkt einstaka sinnum
en miklar annir hafa verið í innan-
landsflugi að undanförnu.
Um var að ræða síðustu ferð til
Akureyrar þann dag og neyddust
ferðalangarnir því til að útvega sér
gistingu og bíða næsta morguns til
að komast á áfangastað. Þeir komust
til Akureyrar með fyrsta flugi í gær-
morgun, en þar sem sú vél var einnig
fullbókuð þurftu enn aðrir að bíða
næstu vélar.
Að sögn Árna Gunnarssonar, sölu-
og markaðsstjóra Flugfélags ís-
lands, var um að ræða fimm einstak-
linga sem þurftu að verða eftir. Þar
sem þetta var síðasta vél urðu þeir
að bíða næsta dags.
Ástæðu yfirbókana segir Árni þá
að gjarnan sé fjöldi sæta frátekinn
fyrir stóra hópa, m.a. á vegum ferða-
skrifstofa. Oft er ekki alveg ljóst hve
mörg sætanna verði nýtt. Nýtingar-
hlutfall af slíkum bókunum er reikn-
að út miðað við ákveðnar reynslutöl-
m-. Það geti komið fyrir að þær gangi
ekki alveg eftir. Arni segir það í
sjálfu sér ekki á ábyrgð flugfélagsins
að útvega fólkinu gistingu. Hins veg-
ar hafi verið komið til móts við alla
þá sem urðu fyrir óþægindunum
með einhvers konar skaðabótum.
Sumir farþeganna fljúgi oft með
Flugfélagi íslands og buðust þeim
bætur, m.a. í formi fargjalda.
Að sögn Árna kemur það einstaka
sinnum fyrir að farþegar þurfi að
sitja eftir. Þar sem þetta var síðasta
vélin þennan dag var þetta óvenju
slæmt dæmi.
Morgunblaðið/Kristinn
Fimm farþegar urðu eftir þar sem vélin til Akureyrar var yfirbókuð.