Morgunblaðið - 04.07.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 04.07.2000, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tilraunastöðin á Keldum mikilvægur öryggishlekkur að mati landbúnaðarráðherra Mikil aukn- ing á rann- sóknum Morgunblaðið/Porkell Guðmundur Georgsson, forstöðumaður Tilraunastöðvarinnar kynnti Guðna Ágústssyni starfsemina. NÝIR sjúkdómar hafa valdið því að þörfin fyrir rannsóknir hjá Til- raunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum hefur stóraukist. Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra segir Tilraunastöðin einn mikilvæg- asti hlekkinn í öryggiskeðju íslensks landbúnaðar en hann heimsótti stöð- ina sl. miðvikudag. Guðni segir að vísindamenn á stöðinni hafí þegar sýnt fram á að þeir séu í fremstu röð en Guðni telur nauðsynlegt að Tilraunastöðin fái nægilegt fjármagn til rannsókna. „Það er mikilvægt hverri þjóð að sinna undirstöðurannsóknum og vís- indum,“ sagði Guðni. Á Tilraunastöðinni á Keldum vinna um 45 manns við ýmis rann- sóknarstörf sem öll lúta á einhvern hátt að landbúnaði. Tilraunastöðin vinnur m.a. ýmiskonar þjónustu- rannsóknir fyrir landbúnaðinn s.s. eftirlit með slátur- og mjólkurafurð- um. Slíkar rannsóknir verða sífellt umfangsmeiri en fjöldi þeirra hefur tvöfaldast á einu ári. Nýir sjúkdóm- ar s.s. salmonella og campylobacter hafa aukið mjög þörfína á eftirliti með sláturafurðum. Opinberar stofnanir og neytendur geri einnig auknar kröfur til matvæla. Mæðiveiki á sér langa sögu hér á landi en mæði- og visnuveiran barst til íslands með karakúlfé sem hing- að var flutt til kynbóta árið 1933. Vonuðust bændur eftir því að með kynblöndun íslensku sauðkindarinn- ar við karakúlfé mætti fá verðmæt- ari ull, en ull af karakúlfé var þá mjög í tísku. Islenskir visindamenn sem hafa lengi rannsakað veiruna hafa hlotið alþjóðlegar viðurkenn- ingar fyrir rannsóknir sínar. Mæði- veiran er af sama flokki og HIV- veiran sem veldur eyðni en rann- sóknir á mæðiveirunni haf nýst við rannsóknir á HIV-veirunm. Vís- indamönnum á Keldum hefur tekist að klóna mæðiveiruna en það auð- veldar mjög rannsóknir á því að rannsaka gerð og hlutverk hvers og eins gens í veirunni. Aukin þekking á uppbyggingu veirunnar eykur vonir um að hægt verði að finna sem flesta staði þar sem hægt er að rjúfa lífsferil hennar. Miklar vonir bundnar við rann- sókn á sumarexemi Umfangsmikil rannsókn á sumar- exemi í hrossum er nú hafm á Til- raunastöðinni. Stefnt er að því að innan þriggja ára megi hefja til- raunabólusetningar gegn sumarex- emi en sjúkdómurinn hefur herjað á íslensk hross sem hafa verið flutt erlendis. Vilhjálmur Svansson dýra- læknir segir að það sem einkum valdi því að menn séu bjartsýnir á árangur sé ný tegund bólusetning- ar, svokölluð DNA bólusetning. Sýnt hafí verið fram að slíkar bólu- setningar séu afar árangursríkar í baráttu við ofnæmi en sumarexem stafar af ofnæmi fyrir próteini sem berst í hross við bit mýflugna af ættkvíslinni Gulicoides. Vilhjálmur segir mikið verk fyrir höndum og ekki gefið að árangur náist á aðeins þremur árum. Hins vegar sé ljóst að rannsóknirnar verði til þess að menn öðlist mun meiri þekkingu á ofnæmi í hrossum. Um 82 milljónum verður varið til rannsóknarinnar. Riðuveiki stafar af smitandi próteini Á Tilraunastöðinni á Keldum hef- ur lengi verið unnið að rannsóknum á riðuveiki í sauðfé. Rannsóknirnar beinast m.a. að áhrifum erfða á riðu- smit en komið hefur í ljós að erfða- eiginleikar hafa mikið að segja um hvort sauðfé smitist af riðu eða ekki. Ástríður Pálsdóttir, lífefnafræðing- ur hjá Tilraunastofnuninni, segir það sé nú almennt viðurkennt að riða stafi af smitandi próteini en ekki af veirusýkingu. Hún vinnur nú að því að rannsaka svonefnt príon gen en það ræður því hversu næmt sauðfé er fyrir riðusmiti. Miklar framfarir hafa orðið í rann- sóknum á fisksjúkdómum hér á landi en á tíu árum hefur tekist að fækka laxadauða í eldisstöðvum úr 25% í 0,5-2%. Sigurður Helgason, fisksjúk- dómafræðingur segir að bóluefni hafi hér ráðið mestu en einnig hafi þekk- ing á fiskeldi aukist mjög hér á landi á síðustu árum. Sigurður segir að verkefni rannsóknardeildar fisksjúk- dóma felist einkum í eftirliti og þjón- ustu við fiskeldisstöðvar og rann- sóknum taki oft mið af þörfum fiskeldisins. Sigurður segir eftirtekt- arvert hve vel hafi tekist til við að rækta lúðuseyði en á síðasta ári hafi 300.000 lúðuseyði komið frá einni eld- isstöð sem sé afar góður árangur. Leitað að jurtum til lækninga Sigurður H. Richter dýrafræðing- ur sem flestir þekkja sem umsjónar- mann hinna sívinsælu sjónvarps- þátta, Nýjasta tækni og vísindi, hefur um langt skeið viðað að sér heimildum um sjúkdóma í íslensku sauðfé. Alls hefur Sigurður fundið um 300 greinar og rit sem spanna tímabilið frá árinu 1200 til dagsins í dag. Meðal þess sem Sigurður vinnur að er að safna upplýsingum um notk- un jurta sem samkvæmt þjóðtrúnni áttu að virka gegn ormasýkingum í mönnum og búfé. Sigurður segist vonast til að finna einhverjar jurtir sem geti komið að gagni þó vissulega megi búast við því að margar jurt- anna sem þjóðtrúin sagði geta lækn- að reynist gagnslausar eða jafnvel hættulegar. Sigurður telur miklu varða að reyna að finna náttúruleg lyf gegn ormasýkingum í sauðfé, ekki síst vegna þeirrar auknu áherslu sem nú sé lögð á lífrænan landbúnað. Undirbúa fræðsluátak í forvarnaskyni Morgunblaðið/Árni Sæberg René Lambert (t.v.) franskur prófessor í meltingarsjúkdómum og Ásgeir Theodórs, sér- fræðingur í meltingarsjúkdómum, telja að forvarnir séu þýðingarmiklar í baráttunni við sjúkdóma. UNNIÐ er að undirhúningi fræðsluátaks hér á landi um forvarnir gegn krabba- meini í ristli og endaþarmi og vélinda- bakfiæði. Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, er í forsvari fyrir átakinu fyrir hönd Félags sérfræðinga í meltingársjúkdómum og segir hann báða þessa sjúkdóma algenga meðal Islendinga. Hann segir að vaknað hafi áhugi meðal lækna og annarra í heilbrigðiskerfinu um að hrinda slíku átaki af stað og í því skyni fengu þeir hingað til lands franskan læknaprófessor til skrafs og ráðagerða, René Lambert. Prófessorinn starfar við alþjóðlegu krabbameinsstofnunina í Lyon í Frakk- landi og er ráðgjafi Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar í ýmsum málum er varða fyrirbyggjandi aðgerðir við sjúkdómum í meltingarvegi. Lambert er einnig vísinda- legur ráðgjafi fyrir samtök meltingar- sérfræðinga í Evrópu. Staðan áþekk víða í Evrópu „Staða heilbrigðismála í fiestum Evrópulöndum er nokkuð áþekk og víðast hvar greiða stjórnvöld stærstan hlut af kostnaði við hana eða á bilinu 70 til 100%,“ segir Lambert í samtali við Morgunblaðið. „Þessi útgjöld fara vaxandi og er ástæðan annars vegar að þjóðirnar eldast og kostn- aður er meiri við að veita hækkandi hlut- falli aldraðra heilbrigðisþjónustu og hins vegar vegna meiri fjárfestinga í rannsókn- um og þróun lyfja, sem stjórnvöld bera að lokum mestan kostnað af því þótt lyfjafyr- irtækin leggi stórfé í rannsóknir má segja að reikningurinn endi hjá stjórnvöldum þar sem þau bera stærstan hluta lyfja- kostnaðarins. Þess vegna eru þau sífellt að skoða hvernig draga megi úr kostnaði og eitt af því er að auka fræðslu og forvarnir þannig að síður komi til sjúkdóma og keppt er að því að alvarlegir sjúkdómar, eins og krabbamein, greinist sem fyrst til að meðferð þeirra verði ódýrari." Ásgeir Theodórs segir að Lambert hafi dvalið hér í nokkra daga og sett sig inn í íslensk heilbrigðismál. í framhaldi af þess- ari heimsókn er vonast til að koma megi á formlegu starfi í því skvni að auka al- menningsfræðslu sem Ásgeir segir Ijóst að inuni skila sér margfalt fyrir þjóðfélagið þegar litið sé til lengri tíma. Krabbamein í ristli og endaþarmi segir Ásgeir erfiðan sjúkdóm og því brýnt að greina það snemma og vélindabakfiæði segir hann skerða lífsgæði og starfsorku fólks. ísland hefur sérstöðu „í mörgum Evrópulöndum er erfitt að ná til almennings og þar er líka oft erfitt að fá almennilegar skrár um sjúkdóma. Ég get nefnt sem dæmi að krabbameins- skráin í Frakklandi tekur aðeins til um 4% sjúkdómanna og í Þýskalandi 2%,“ segir Lambert. „Þá er oft erfitt að gera víðtæk- ar rannsóknir hjá þessum stóru þjóðum sem eru samsettar úr mörgum þjóðarbrot- um og tölfræði er oft ekki nógu nákvæm þar sem í mörgum löndum er mikið um ólöglega innflytjendur sem komast livergi á skrá. Á íslandi cr staðan allt önnur og sér- staðan felst í því að þjóðin er fáinenn og einsleit, hér geta heilbrigðisyfirvöld náð til nánast allra landsmanna á cinu bretti og almenningur er vel upplýstur. Varð- andi þessa tilteknu sjúkdóma vitum við að margt getur haft áhrif á þá og þannig má til dæmis minnka líkur á krabbameini með því að ástunda hreyfingu, leggja áherslu á neyslu grænmetis og ávaxta en draga úr neyslu feitmetis. Þessum upplýsingum á að vera auðvelt að koma á framfæri og ég vil leggja mitt af mörkum til að hvetja stjórnvöld hér til að efna til víðtæks fræðsluátaks og ég mun líka nota ísland sem dæmi um hvernig haga megi slíku forvarnastarfi og hvetja önnur lönd til að leggja meiri áherslu á slíkt starf.“ Fræðslan brýn Lambert segir að þrátt fyrir mikla þró- un og rannsóknir í læknisfræði undan- farna áratugi og trúlega áfram verði áfram mjög brýnt að leggja aukna áherslu á fræðslu fyrir almenning í baráttu við sjúkdóma. „Þið hafið gott heilbrigðiskerfi, hæft starfsfólk sem hefur tengsl við er- lendar stofnanir og háskóla og þið getið verið fijót að koma á breytingum og upp- lýsingum til fiestra landsmanna. Þess vegna eru hér kjöraðstæður til að ráðast í svona átak og sýna öðrum þjóðum með því hversu árangursríkt það getur orðið.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.