Morgunblaðið - 04.07.2000, Page 16

Morgunblaðið - 04.07.2000, Page 16
16 ÞRIÐ JUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristj án Sverrir Haukur Gunnlaugsson ráðuneytisstjtíri í utanríkisráðuneytinu t.h. heilsar upp á Sigurð Steinar Ketilsson skipherra á Tý. Morgunblaðið/Kristján Veðrið lék við erlendu gestina í Eyjafirði í gær en hér eru þeir komnir um borð í varðskipið Tý á Akureyri en skipið sigldi með hópinn til Hríseyjar og Dalvíkur. Fulltrúar erlendra ríkja í heimsókn í Eyjafírði TÆPLEGA 50 erlendir sendiherr- ar og sendifulltrúar, makar og aðr- ir gestir, alls rúmlega 80 manns, heimsóttu Eyjaljörð í gærmorgun í blíðskaparveðri. Sverrir Haukur Gunnlaugsson ráðuneytisstjóri í ut- anríkisráðuneytinu fór fyrir hópn- um en á Akureyri kynntu gestirnir sér starfsemi nokkurra fyrirtækja og Háskólans á Akureyri. Frá Akureyri var haldið upp úr hádeginu til Hríseyjar með varð- skipinu Tý, þar sem gestimir skoð- uðu sig um. Frá Hrísey var haldið til Dalvíkur þar sem fýrirtæki vom heimsótt auk þess sem gestimir þáðu kaffi bæjarstjómar Dalvíkur- byggðar áður en haldið var aftur til Akureyrar. Þar bauð bæjar- stjórn Akureyrar gestum til kvöld- verðar á Hótel KEA en hópurinn hélt svo aftur til Reykjavíkur í gærkvöld. Að sögn Guðna Bragasonar protókollstjóra í utanrfldsráðu- neytinu em tíu sendiráð í Reykja- vík, þannig að flestir sendiherrar og sendifulltrúar erlendra ríkja á íslandi sem hér eru á ferð, em með aðsetur í öðmm löndum. Guðni sagði að heimsóknin að þessu sinni tengdist kristnitökuhátíðinni. Á laugardag var dagskrá fyrir gest- ina í Reykjavík en á sunnudag fóru þeir til Þingvalla. Á morgun mun svo hluti hópsins verða við setn- ingu Iandsmóts hestamanna í Víði- dal í Reykjavík og sagði Guðni að breski sendiherrann á íslandi, James McCulloch, myndi taka þátt í hópreið við setningu mótsins. Stressið burtí Nauðsynlegt í nuddpottinní Éjheilsuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunni og Smáratofgi Fjölmenntí Vaglaskógi MIKIL mannfjöldi var saman kom- inn í Vaglaskógi í Fnjóskadal um nýliðna helgi. Að sögn Ketils Tryggvasonar umsjónarmanns svæðisins vom 1000-1200 manns í skóginum þegar mest var um helg- ina. Veðrið lék við gesti svo um munaði og vom þeir flestir mjög léttklæddir frá morgni og fram á kvöld. Kctill sagði að allt hafi farið vel fram og gestir verið til fyrir- myndar en þó hafi lögreglan þurfti að hafa einhver afskipti af ung- lingum á svæðinu. Morgunblaðið/Kristján Fagnrtón- leikar í Deiglunni FAGURTÓNLEIKAR verða í Deiglunni á Akureyri þriðjudaginn 4. júlí kl. 20. Jóna Fanney Svavars- dóttir syngur við undirleik Láru S. Rafnsdóttur. Dagskráin sem þær flytja er blönduð og þar má nefna þýsk ljóð, íslenskar og skandinavískar perlur, aríur og söngleikjalög. Aðgangseyrir 1.000 kr. Rólegt hja lögreglu HELGIN var með rólegasta móti í umdæmi lögreglunnar á Akureyri og áfallalaus en þó voru nokkuð margir teknir fyrir að stíga of fast á bensíngjöfina, eða á milli 50 og 60 ökumenn frá því á föstudag. Lögreglan var með hert eftirlit á þjóðvegum við Akureyri og því voru óvenju margir teknir fyrir hraðakstur á svæðinu. Mikil um- ferð var til og frá Akureyri um helgina. Morgunblaðið/Kristján Saga Jónsdóttir í hlutverki sínu í sýningunni um Skækjuna Rósu. „Skækjan Rósa“ til Færeyja AÐSTANDENDUR leiksýning- arinnar Skækjan Rósa, eftir José Luis Martín Descalzo, hafa þegið boð um sýna verkið í Norður- landahúsinu í Færeyjum og verð- ur sýningin í Þórshöfn þann 18. júlí nk. Verkið er einleikur og fer Saga Jónsdóttir með hlutverk skækj- unnar Rósu. Sýningin fékk mikið lof gagnrýnenda og áhorfenda en frumsýning var í febrúar sl. í Samkomuhúsinu á Akureyri. Leikstjóri er Helga E. Jónsdóttir, leikmynd og búninga gerði Edward Fuglö sem er einn af þekktustu myndlistarmönnum Færeyinga af yngri kynslóðinni. Ömólfur Árnason þýddi leikritið úr spænsku. Lýsingu hannaði Ingvar Bjömsson og hljóðmynd Kristján Edelstein. Þetta er sam- starfssýning leikhópsins Norðan- ljósa og Leikfélags Akureyrar. Sækjan Rósa segir frá vændis- konu sem býr ein á háalofti í gömlu hórahúsi sem búið er að loka. Rósa hefur stóra styttu af Kristi inni hjá sér og segir stytt- unni frá draumum sínum, sorgum og ástinni í lífi sínu. Rósa talar einnig tæpitungulaust um prest- ana og nunnunar sem hún hefur ekki mikið állit á. Þrátt fyrir erf- iða ævi er Rósa lífsglöð og kraft- mikil og gamansemin er ekki langt undan. Höfundurinn var prestlærður en vann sem ritstjóri stærsta blaðsins í Madrid í mörg ár. Einn- ig var hann heimspekingur og vel þekktur í heimalandi sínu, Spáni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.