Morgunblaðið - 04.07.2000, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Hafín framleiðsla á lífrænum eggjum á Sólheimabúinu
Hænurnar eru
hamingj usamari
„RANNSÓKNIR erlendis sýna að
hænsni í lífrænni ræktun gefa frá
sér öðruvísi hljóð og það er talið
tákn um meiri hamingju. En maður
sér líka að fuglunum líður betur og
minna er um slagsmál,“ segir Cees
Meyles, bústjóri Sólheimabúsins
og umsjónarmaður umhverfismála
í byggðahverfmu Sólheimum, þeg-
ar hann er spurður að því hvort
hænurnar á búinu séu hamingju-
samari en búrhænur.
Vottunarstofan Tún ehf. hefur
vottað að afurðir Sólheimabúsins
séu lífrænt ræktaðar. A vegum
búsins er frekar lítil framleiðsla
enn sem komið er, aðallega egg og
nautgripakjöt. Gunnar Agúst
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Vottunarstofunnar Túns, segir að
eggin frá Sólheimum séu þau einu
sem framleidd eru hér á landi með
lífrænt vottuðum aðferðum.
Sólheimabúið hefur verið með
búskap frá stofnun heimilisins fyr-
ir sjötíu árum og umhverfisvænar
framleiðsluaðferðir verið notaðar.
Búskapurinn á vegum búsins sjálfs
hefur verið lítill um tíma. Hins veg-
ar hafa tvær gróðrarstöðvar á Sól-
heimum lífræna vottun, trjáplöntu-
stöðin sem er sú eina á landinu og
garðyrkjustöðin sem framleiðir
mikið af grænmeti, bæði inni og
úti.
Verði sjálfbært þorp
Eggjaframleiðslan á Sólheimum
er fremur lítil enn sem komið er,
hænurnar eru aðeins 75. Óðinn
Helgi Jónsson, framkvæmdastjóri
sjálfseignarstofnunarinnar Sól-
heima, segir að ákveðið hafi verið
að byrja smátt og fá lífræna vottun
fyrir framleiðsluaðferðirnar. A Sól-
heimum er um 100 manna vistvænt
byggðhverfi og er markmið búsins
í upphafi að sjá hverfinu fyrir eggj-
um og hafa lífræn egg til sölu í
versluninni. Hann segir að byrjað
sé að selja egg í verslunum í ná-
grenninu og komið hafi í ljós að
mikil eftirspurn sé eftir þeim.
Auk hænsnanna er Sólheimabúið
með nokkra kálfa til kjötfram-
leiðslu og er sú framleiðsla einnig
vottuð lífræn. Óðinn Helgi segir að
þau langtímamarkmið hafi verið
sett að auka búskapinn, þannig að
Sólheimar verði sjálfbært þorp
með helstu matvæli. Þorpið sé það
nú þegar með grænmeti og egg en
auka þurfi kjötframleiðslu og hefja
mjólkurframleiðslu og úrvinnslu
mjólkur þegar meira landrými
fáist.
Til þess að fá vottun hefur þurft
að breyta framleiðsluaðferðum,
meðal annars að hætta að bera til-
búinn áburð á tún og kornakra. Óð-
inn Helgi segir að skepnuhald sé
mikilvægt í hringrás náttúrunnar á
þessum stað. Húsdýraáburðurinn
sé nýttur til frekari ræktunar. Þá
eru afgangar úr eldhúsi og
skemmdar afurðir úr garðyrkju-
stöð notaðar sem hænsnafóður,
auk lífræns ræktaðs korns af ökr-
unum. Eru hænurnar því að mestu
leyti aldar á heimafengnu fóðri. í
lífrænni hænsnarækt felst einnig
að fuglarnir hafí meira pláss og
geti hreyft sig greiðlega inni og
komist út undir bert loft.
Undirhiti í
hænsnahúsinu
Cees segir að afar strangar
reglur gildi um eggjaframleiðsl-
una, meðal annars vegna hættu á
matarsýkingum. Hann leysti þau
mál með því að vera með undirhita
í hænsnahúsinu, lagði snjóbræðslu-
rör undir gólfið. Sagi er síðan stráð
yfir gólfið. Við það þornar hænsna-
skíturinn strax og hænunum líður
Hitabylgja á Héraði
Norður-Héraði - Hitabylgja hefur
gengið yfir Norður-Hérað undan-
farna daga og hefur hiti farið í allt
að 27 gráður í forsælu þegar best
lætur. Ibúarnir kunna vel að meta
þessi hlýindi eftir langvarandi
kuldatíð þar sem hiti komst ekki
upp í 10 gráður yfir daginn og fór
niður í 0 gráður á nóttunni.
Sundlaugin á Skjöldólfsstöðum
hefur verið mikið notuð þessa daga
þar sem ungir og aldnir hafa flat-
magað í sundlauginni í góða veðr-
inu.
betur. Skíturinn er síðan notaður
sem áburður á tún og skóg.
Stefnt er að fjölgun hænsna á
Sólheimum upp í 200 á næsta ári
og halda síðan hægt og rólega
áfram þar til þau verða um 1000.
Verður þá að byggja yfir búið, að
sögn Cees. Samkvæmt þeim
reglum sem unnið er eftir er ekki
leyfilegt að kaupa að nema
takmarkaðan fjölda af ungum og
verður búið því að unga út sínum
fuglum sjálft. Cees segir að það sé
miklu skemmtilegra en kosti tölu-
verða yfirlegu og þarfnist þekking-
ar.
Hamingjusamar hænur skila
mun minni framleiðslu en búrhæn-
ur, eða fjórum eggjum á viku í stað
sex. Cees segir að það byggist á
fóðruninni og síðan fari meiri orka
í það hjá þeim hamingjusömu að
hreyfa sig og leita að fóðri.
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
Cees Meyles, búsljóri á Sólheimum, telur að hænurnar þar séu ham-
ingjusamari en venjulegar búrhænur.
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
Varphænurnar í Sólheimum ganga frjálsar inn og út úr varpkössunum
og inn og út úr hænsnahúsinu.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Börn og foreldrar í skrúðgöngu að Leikskólanum Sólvöllum á Neskaupstað.
Leikskólinn Sólvellir 30 ára
Neskaupstað - Leikskólinn Sólvellir
hélt upp á 30 ára afmæli sitt laugar-
daginn 1. júlí sl. Afmælisdagskráin
hófst með skrúðgögnu barnanna á
leikskólanum og foreldra þeirra frá
Nesskóla og var gengið sem leið lá að
leikskólanum þar sem var opið hús og
gestir gátuð skoðað húsið og kynnt
sér starfsemina. Þá voru ýmis atriði
þar sem bömin voru í aðalhlutverki.
Geta má þess að í ár eru fimmtíu ár
síðan dagheimilisgæsla var hafin í
Neskaupstað og var hún þá til húsa í
bamaskólanum og einungis starf-
rækt í þijá mánuði á ári.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson.
Það er ekki amalegt að láta sig fljóta á sundlauginni og njóta veðurblíðunnar meðan beðið er eftir að brúnkan
seljist á kroppinn, og ræða landsins gagn og nauðsynjar í leiðinni.
Kirkjan í
Langholti
lagfærð
Hnausum í Meðallandi - Sú kirkja
sem nú er í Langholti í Meðallandi
var byggð 1863. Er nú verið að end-
umýja ytra byrðið á göflum og
veggjum kirkjunnar. Járnið er nær
allt 100 ára gamalt og borðviðurinn
frá því fyrst er kirkjan var smíðuð.
Framkvæmd þessi er undir stjóm
Þorgeirs Jónssonar arkitekts en
Valdimar Erlingsson, trésmiður á
Grand, sér um smíðina og honum til
aðstoðar er Guðmundur Guðjónsson,
bóndi á Eystra-Hrauni. Er allt
óvenju vel af henti leyst hjá þessari
þrenningu enda hefur Valdimar gert
mikið af því að endurnýja gömul hús.
Unglingavinna hefur verið hér í
Meðallandi á vegum sóknarinnar
þótt slíkt muni ekki vera algengt. Er
það við að slá og snyrta kringum
kirkjuna og hefur árgangurinn frá
1986 séð um það. Kemur þetta sér
vel því oft hefur reynst erfitt að fá
fólk í starfið á hentugum tíma. Ung-
lingavinna er á vegum hreppsins á
Morgunblaðið/Vilhjálmur
Unnið við lagfæringar á
kirkjunni í Langholti í Meðal-
landi.
Klaustri en vegna ófremdarástands í
vegamálum hér er ekki aðgengilegt
að stunda hana.
Meðallandið var um langan aldur
mesti strandstaður landsins og inni
ber kirkjan keim af því. Ljóstækin
að mestu á St. Páli og maríulíkneskið
á altarinu úr sama skipi, lengu í eigu
Sigríðar Sveinsdóttur á Syðri-Fljót-
um. St. Páll var franskt spítalaskip
sem strandaði við Kúðaós 1899.
Skipsklukka er á kirkjuloftinu úr
Mörtu, þýsku flutningaskipi sem
strandaði á Koteyrarfjöra um 1920.