Morgunblaðið - 04.07.2000, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.07.2000, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Ákveðnir bíómiðar hækka um 50 krónur Bíómiðar hafa hækkað úr 650 krónum í 700 krónur á tvær sýningar sem standa nú yfir í bíóhúsum landsins; Me, myself and Irene og Gone in 60 seconds. Að sögn Þorvaldar Ámason- ar framkvæmdastjóra kvik- myndadeildar hjá Sambíóun- um eru þessar stóru myndir mjög dýrar í innkaupum auk þess sem dollarinn hefur verið að hækka og ákveðið var að mæta kostnaði með því að selja inn á þær á 700 krónur. Hann segir forsvarsmenn kvik- myndahúsa ekki hafa gert með sér samning um almennar hækkanir á aðgangseyri í kvik- myndahús og bendir á að eng- ar ákvarðanir hafi verið teknar um verðhækkanir á aðrar bíó- myndir sem verið er að sýna í bíóhúsum landsins um þessar mundir. 2-6% verð- lækkun á kaffi Um helgina lækkaði verð á kaffi um 2-6%. Að sögn Lárus- ar Óskarssonar framkvæmda- stjóra hjá Aðföngum, inn- kaupafélagi Baugs lækkaði Merrild kaffi um 6%, Geval- ia og Maxwell kaffi um 5%, bki um 2,2-6% og Bónuskaffi, Góð kaups kaffí og Mávastells kaffi um 3%. Ekki hafa enn borist verðlækkunartilkynningar frá innlendum kaffiframleiðend- um, en að sögn Lárusar er þess vænst að þeir muni svara þessum lækkunum á einhvern hátt. Hann segir að lækkunin sé komin til vegna lækkunar á kaffi frá erlendum framleið- endum. Hann segir óvíst hvað þessi lækkun helst lengi, en undan- farið hefur heimsmarkaðsverð lækkað á kaffi og því telur hann að lækkunin haldist a.m.k. fram eftir hausti. 97% sýna af ávöxtum og grænmeti án varnarefna eða með þau undir mörkum NeHoL^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Innréttingar Stuttur afgreibslufrestur Fríform IHÁTÚNI6A (í húsn. Foni^ SÍMI: 552 4420 m * i Lítið af varn- arefnum íslensku grænmeti Af 1730 sýnum sem tekin hafa verið úr ávöxtum og grænmeti hér á landi frá árinu 1994 hafa 3% eða 56 sýni mælst með leifar varnarefna yfír mörkum. Islensk fram- leiðsla kemur vel út í þessum mælingum en 7 sýni af 56 voru úr íslenskri framleiðslu. Mor^unblaðið/Arni Sæberg Algengast er að varnarefni sé að finna í berki sitrusávaxta. í gær voru kynntar niðurstöður mælinga sem gerðar voru á veg- um Hollustuverndar ríkisins á ár- unum 1991 til 1999 á varnarefn- um í íslenskum og innfluttum ávöxtum og grænmeti. Frá árinu 1994 hafa 1730 sýni verið tekin til mælinga vegna reglubundins eft- irlits. I 65% tilvika hafa engar leifar varnarefna greinst, tæp 32% sýna reyndust innihalda leif- ar varnarefna undir leyfilegum mörkum og 3%, eða 56 sýni, mældust með leifar varnarefna yfir mörkum. Af þessum 56 sýn- um voru 7 sýni af íslenskri rækt- un. Niðurstöður eru taldar hag- stæðar íslenskri framleiðslu. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra sagði niðurstöðurnar vera ánægjulegar og ekki gefa til- efni til annars en að ráðleggja fólki að borða vel af grænmeti og ávöxtum. Siv sagði jafnframt að niðurstöður úr eftirliti sýndu að varnarefni fyndust frekar í ávöxt- um en í grænmeti en í flestum til- vikum væri magn efnanna undir leyfilegum hámarksgildum. Á fundinum kom fram að mest- ur hluti varnarefnanna situr í berki sítrusávaxta, eins og til dæmis í berki appelsína, mandar- ína og sítróna, og mætti því minnka magn þeirra töluvert með því að afhýða ávextina. Þá væri góð regla að skola ávexti og grænmeti vel fyrir neyslu og fjar- lægja ysta lag þar sem við á. Neysla getur fyrirbyggt sjúkdóma í ársbyrjun árið 1994 tók gildi reglugerð um aðskotaefni í mat- vælum. Á fundinum kom fram að reglugerðin hefur verið í stöðugri endurnýjun og er meðal annars byggð á tilskipunum Evrópu- sambandsins. Úmhverfisráherra sagði að þau mörk sem væru sett fyrir vamarefni væru alla jafna lág og magn þeirra sem fyndist í matvælum ætti að vera vel undir því sem gæti verið varasamt heilsu manna. Niðurstöður fjölda rannsókna hafa sýnt að neysla grænmetis og ávaxta stuðlar að heilbrigði og getur verið þáttur í að fyrir- byggja alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Hollustuvernd ríkisins hefur annast eftirlit með varnarefnum í ávöxtum og grænmeti frá árinu 1991. í nýútkomnum bæklingi, Varnarefni í ávöxtum og græn- meti, sem greinir frá eftirliti og niðurstöðum frá árinu 1991 segir að eftirlitið sé tvíþætt. Annars vegar er reglubundin sýnataka og mælingar á bæði innlendum og innfluttum vörum og hins vegar eftirlitsverkefni. Þar segir jafn- framt að varnarefni séu notuð við ræktun matvæla svo sem ávaxta, grænmetis og kornvöru til að koma í veg fyrir eða draga úr skaða af völdum sveppa, illgresis, skordýra og annarra meindýra. Varnarefni sem nota má á íslandi eru innan við eitt hundrað talsins. Varnarefnum sem skimað er fyrir Morgunblaðið/Þorkell Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hvetur til aukinnar neyslu á ís- lensku grænmeti og ávöxtum. í eftirliti hefur fjölgað nokkuð frá því mælingar hófust og í dag er skimað eftir 40 efnum. Valið er reglulega endurskoðað og stefnt er að því að fjölga þeim varnar- efnum sem skimað er fyrir enn frekar á komandi árum. í bæklingnum kemur jafnframt fram að um þessar mundir er unnið að heildarendurskoðun á þeim varnarefnum sem verið hafa á markaði í Evrópu og um leið að gerð sameiginlegrar skrár yfir þau efni sem leyft verður að nota. Varnaðarmerkingar á úðabrúsum Snyrtivörur koma verst út SNYRTIVÖRUR komu verst út í merkingarátaki um vamaðarmerk- ingar á úðabrúsum. Verkefnið var unnið á vegum Hollustuverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og voru alls gerðar athugasemdir við 488 vörutegundir í úðabrúsum. „Við höfum haft vitneskju í nokkurn tíma um að úðabrúsar séu oft illa merktir og þess vegna fór þetta verkefni af stað,“ segir Ámi Davíðsson heilbrigðisfulltrúi. „Þá hafa orðið breytingar á kröfum um merkingu á úðabrúsum þannig að bæst hafa við sérstakar setningar, t.d. að hlífa skuli úðabrúsum við sólarljósi, hlífa skuli þeim við hita yfir 50 gráðum á celsíus og að ekki megi gera gat á brúsana jafnvel þótt þeir séu tómir.“ Vinnuhópar Hollustuverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna um efnavörur hafa undanfarin ár staðið fyrir sameiginlegum verkefnum þar sem kannaðar eru umbúðamerkingar hættulegra vörutegunda. Hættu- legar vörutegundir, sem eru skil- greindar í reglugerð nr. 236/1990 um hættuleg efni, ber að merkja með íslenskum varnaðarmerking- um, sem eru vamaðarmerki og hættu- og varnaðarsetningar. í verkefninu var vörutegundum á úðabrúsum skipt í fjóra flokka; Morgunblaðið /Arnaldur innanhússvörur, snyrtivörur, málningarvörar og svo bíla-, véla- og rafeindavörur. Að sögn Árna hefur vel verið unnið að merkingu úðabrúsa fyrir málningu, bifreiða- vörur og innanhússvörar þannig að þær vora þokkalega merktar. Þær vöramerkingar sem komu verst út vora á snyrtivörum eins og t.d. hárlakki og voru margar snyrtivör- utegundir án íslenskra vamaðar- merkinga. Ómerktir úðabrúsar teknir úr sölu Alls voru heimsóttar 53 verslanir og 6 heildsölur og gerðar athuga- semdir við 488 vörategundir. „A verkefninu er sá fyrirvari að tals- vert getur verið um tvítekningar því þetta hefur ekki verið lesið saman. Markmiðið með verkefninu var fyrst og fremst að virkja öll eftirlitsvæðin til eftirlits með þess- um málum og að framfylgja þeim á sínu svæði og þess vegna var úr- vinnslan svona lítil í þessu verk- efni. Við höfum ekki samanburð við önnur lönd en það er tiltölulega mikið af ómerktum vöram hjá okk- ur sem ræðst ef til vill af því að Is- land er fámennt land og markaður lítill þannig að innflytjendur sér- merkja ekki alltaf þótt það sé að aukast. Slóðina að reglugerðinni er að finna á heimasíðu Hollustu- verndar ríkisins; www.hollver.is.11 Sigurður V. Hallsson, efnaverk- fræðingur hjá Heilbriðiseftirliti Reykjavíkur, segir að lokafrestur til að merkja úðabrúsa á eftirlits- svæði Reykjavíkur sé útrunninn og nú séu allir ómerktir úðabrúsar sem finnast teknir úr sölu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.