Morgunblaðið - 04.07.2000, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 23
ÚRVERINU
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Ahöfnin á Júlíusi Geirmundssyni við komuna til ísafjarðar á sunnudaginn.
ON
Fimm milljónir á dag
Júlíus Geirmunds-
son fiskaði fyrir
133 milljónir í júní
ÁHOFN Júlíusar Geirmundssonar,
frystitogara Hraðfrystihússins
Gunnvarar hf., fékk hlýjar móttökur
við komuna til ísafjarðar á sunnu-
dag. Skipið hefur aldrei aflað eins
mikilla verðmæta á einum mánuði,
þrátt fyrir bilun í miðjum túr.
Aflaverðmætið úr tveimur túrum í
júnímánuði var um 133 milljónir
króna á 27 úthaldsdögum eða um 5
miiljónir á dag að meðaltali. Stjórn-
endur útgerðarinnar fóru á báti á
móti togaranum við heimkomuna og
færðu áhöfninni kampavín, gos-
drykki og tertu með áletruninni „Til
hamingju með metmánuð".
Ómar Ellertsson var skipstjóri í
fyrri túrnum en Gunnar Amórsson í
seinni túrnum.
Júlíus fór út eftir sjómannadag og
var við veiðar á svokölluðu „Hamp-
iðjutorgi“ djúpt vestur af Látra-
bjargi. Þar veiddi hann nánast ein-
göngu grálúðu. Þrettánda júní bilaði
spilmótor og togarinn varð að koma í
land til að fá annan mótor. Fjórtánda
júní var landað úr skipinu og var afl-
inn um 186 tonn upp úr sjó eða um
146 tonn af afurðum, að verðmæti
um 40 milljónir.
Sama kvöld hélt skipið aftur til
veiða og byrjaði túrinn á Hampiðju-
torginu en endaði á Vestfjarðamið-
um. Júlíus kom til hafnar á ísafirði
um þrjúleytið á sunnudag og var
landað úr skipinu á mánudag og
þriðjudag. Aflinn úr seinni túrnum
er um 430 tonn upp úr sjó eða um 315
tonn af afurðum að verðmæti um 93
milljónir. Uppistaðan er grálúða og
um 120 tonn upp úr sjó af þorski.
Alls gerir þetta um 133 milljónir
króna á 27 úthaldsdögum í júnímán-
uði eða um 5 milljónir á úthaldsdag.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjöms
Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, og skipstjórarnir Óm-
ar Ellertsson og Gunnar Arnórsson við heiðurstertuna við skipshlið.
Arsfundur Alþj óðahvalveiðiráðsins
Deilt um verndar-
svæði fyrir hvali
Tillaga um veiðar innan 200 milna
lögsögu liggur fyrir fundinum
DEILURNAR um hvalveiðar halda
áfram á ársfundi Alþjóðahvalveiði-
ráðsins, sem hófst í Adelaide í
Astralíu í gær. Japönum mistókst að
úthýsa Grænfriðungum á fundinum,
en fyrir honum liggja meðal annars
tillögur um vemdarsvæði fyrir hvali
í Suðurhöfum og um hvalveiðar und-
ir eftiliti innan 200 mflna lögsögu
viðkomandi ríkja. Talin er hætta á
því að náist ekki samkomulag um
takmarkaðar veiðar á hvölum, liðist
hvalveiðiráðið í sundur. Nauðsyn-
legt sé að brúa bilið milli hvalveiði-
þjóða og þeirra sem vilji friða hvali
til að ráðið verði starfhæft og njóti
trausts og trúnaðar í störfum sínum.
Mistókst að
útiloka Grænfriðunga
Japanir reyndu í gær að útiloka
Grænfriðunga sem áheyrnarfull-
trúar frá fundinum á þeim forsend-
um að tilraunir þeirra til að stöðva
veiðar Japana í Suðurhöfum væru
bæði ólöglegar og hefðu stofnað lífi
veiðimanna og vísindamanna í
hættu. Tillaga Japana um að vísa
Grænfriðungum út af fundinum var
felld, enda voru Bandaríkin, Bret-
land og aðrar Iykilþjóðir á móti
henni.
Japanir hafa stundað veiðar á
hrefnu í vísindaskyni í Suðurhöfum
og veiddu þeir alls um 500 dýr á síð-
asta ári. Vísindanefnd Alþjóða hval-
veiðiráðsins telur sig nú ekki búa yf-
ir upplýsingum til að meta fjölda
hrefna á þessum hafsvæðum. Hann
geti í raun verið mun minni en 76.000
eins og Japanir hafa haldið fram til
að réttlæta veiðar sínar. Því gæti
framvinda þessara veiða verið óljós.
Ástralir sakaðir
um tvöfeldni
Japanir snerust gegn tillögu Ástr-
ala og Nýsjálendinga um verndar-
svæði fyrir hvali í Suðurhöfum.
Sögðu þeir tillöguna alls ekki byggj-
ast á vísindalegum forsendum. Talið
er ólíklegt að tillagan verði sam-
*
Hrefnan skutluð við Noreg.
þykkt, enda þarf 75% atkvæða til að
hún öðlist gildi.
Japanir ásökuðu Ástrali einnig
um tvöfeldni. Þeir vildu banna hval-
veiðar, en leyfðu veiðar á milljónum
kengúra á hverju ári. Minoru
Morimoto, fulltrú Japana, sagði að
líklega myndu Ástralir fallast á sjálf-
bæra nýtingu hrefnunnar, ef hún
yrði kölluð kengúra hafsins. Hann
naut stuðnings Norðurskautssam-
takanna, High North Alliance, Nor-
egs, Kanada, íslands og Færeyja,
þegar hann sagði að Átrölum væri
nær að yfirgefa hvalveiðiráðið í stað
þess að reyna að breyta stöðu þess
úr því að stjórna hvalveiðum í hvala-
friðunarsamtök. „Þetta er ráð til að
stjórna hvalveiðum, ekki til að
skipuleggja hvalaskoðun," segir
Rune Frovik, framkvæmdastjóri
HHA.
Robert Hill, umhverfisráðherra
Ástralíu, segir að vissulega geti orð-
ið erfitt að afla tillögunni um hvala-
verndarsvæði í Suðurhöfum fylgis.
„Hvalveiðiráðið verður í framtíðinni
að endurspegla mikla hnattræna
andstöðu gegn hvalveiðum. Ljóst er
að baráttan milli þeirra sem leggja
áherzlu á hvalveiðar og hinna sem
vilja friða þá mun standa í nokkur ár
enn,“ sagði Hill. Japanir drógu
þessa fullyrðingu Hills í efa og sögðu
vaxandi skilning á hvalveiðum um
allan heim, meðal annars í Banda-
ríkjunum og Ástralíu.
#
m&m
a betra
verði
BT
Horft á
sjónvarp
Morgun-
matinn
Unnið
Slappaö af
Sofið
Lesið
Einnig fylgir öllum einbreiðum,
stillanlegum rúmum 20” sjónvarp frá BT í júlí.
Þú eyðir 1/3 hluta
ævinnar í rúminu!
Með því einu að snerta takka getur þú
stillt rúmið í hvaða stellingu sem er.
Með öðrum takka færð þú nudd sem
þú getur stillt eftir eigin þörfum og látið
þreytuna eftir eril dagsins líða úr þér.
Með stillanlegu rúmunum frá Betra Bak er
allt gert til þess að hjálpa þér að ná hámarks
slökun og þannig dýpri og betri svefni.
...gerðu kröfur um
heilsu & þægindi
Betra
£*frffv $nma *$
Faxafeni S • 108 Reykjavík • Simi S88 8477
Opíð; Mán. - fös kl. 10-18