Morgunblaðið - 04.07.2000, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 4. JIJLÍ 2000
MORGUNF.LAÐIÐ
LISTIR
Smálandavillurnar
Morgunblaðið/Halldór B Runólfsson
Garðhýsi þýska arkitektsins Josef Paul Kleihues á sýningunni Garð-
húsabær. Húsið er reglulegur kubbur, 2,75 m. á alla vegu. Seglið á þak-
inu sýnir alltaf rétta vindátt.
MYNDLIST
Kjarvalsstaðir
HÚSAGERÐARLIST
20 ARKITEKTAR
Til 23. júlí. Opið daglega frá kl. 10-
18. Aðgangur 400 kr.
GARÐLENDUR eða „koloni-
have“ eins og fyrirbærið nefnist á
dönsku eru afsprengi borgarmenn-
ingar og iðnaðarsamfélags nítjándu
aldarinnar. Undir lok þeirrar aldar
neyddust yfirvöld í Kaupmannahöfn
og fleiri ört vaxandi borgum Evrópu
til að bjóða almenningi, einkum
verkamönnum, litla skika til leigu
utan við skarkala og þrengsli dag-
legs lífs. Lóðirnar voru afgirtar í
þyrpingu, hundrað til tvö hundruð
fermetrar hver og þar risu litlir
skúrar þar sem hver fjölskylda fann
sér afdrep að loknum vinnudegi við
ræktun matjurta úti í guðsgrænni
náttúrunni.
Þessi hefð barst alla leið hingað
eins og sjá má á ljósmynd sem tekin
var í stríðslok úr turni Sjómanna-
skólans yfir Kringlumýrina.
Hvarvetna blöstu við kartöflu-
skúramir, misstórir og misjafnir að
lit og lögun. Síðar mynduðust svip-
aðar byggðir austan við Elliðaár
sem voru í daglegu tali kallaðar
Smálönd. Sú byggð hvarf ekki fyrr
en með skipulagi iðnaðarhverfisins
á Höfða og Hálsi. Reyndar eru
margar sumarbústaðabyggðir í ná-
grenni stórra þéttbýliskjarna leifar
af gömlum garðhúsabyggðum og
eins eru sum íslensk úthverfi sprott-
in af garðlendum fyrri tíðar.
Það er þó fyrst þegar ferðast er
um sveitir evrópskra landa - eink-
um Hollands og Belgíu - að mönn-
um verður Ijós sú þýðing sem garð-
húsin höfðu fyrir íbúa hinna
fjölmörgu iðnaðarborga álfunnar.
Enn má sjá þessar blómlegu kofa-
byggðir í útjaðri borganna þar sem
menn una sér við útiveru í faðmi
fjölskyldunnar og ná garðlendurnar
stundum borga á milli.
Þá hugmynd að fá röð af heims-
kunnum húsameisturum til að
spreyta sig á þessari rúmlega
hundrað ára gömlu hefð fékk danski
arkitektinn Kirsten Kiser árið 1994
en hún er jafnframt sýningarstjóri.
I þakkarávarpi hennar í lítilli en
einkar haganlegri og innihaldsríkri
sýningarskrá - henni fylgir að auki
upplýsandi tölvudisklingur - kemur
fram að Pétur H. Armannsson, fyrr-
verandi deildarstjóri byggingarlist-
ardeildar Listasafns Reykjavíkur
átti drjúgan þátt í mótun sýningar-
innar á Kjarvalsstöðum. Sýningunni
var hleypt af stokkunum í Kaup-
mannahöfn - menningarborg Evr-
ópu árið 1996. Tveimur árum síðar
var hún færð upp í Stokkhólmi, þá-
verandi menningarborg Evrópu.
Nú bætist við sýninguna sigurtil-
laga þeirra Hjördísar Sigurgísla-
dóttur og Dennis Jóhannessonar úr
samkeppni sem Arkitektafélag ís-
lands efndi til síðastliðið haust og
tillaga bandaríska arkitektsins
Frank O. Gehry að svonefndu
Norton Simon-tehúsi. Um þá tillögu
segir Gehry að hún líkist ekki neinu
húsi en gefi sér þó glögga hugmynd
um það sem hann muni gera næst.
Eins og flestir vita telst Gehry til
stórstjarnanna, ekki síst eftir Chiat-
Day-bygginguna í Feneyjum, Kali-
forníu, og Guggenheim-safnið marg-
umtalaða í Bilbao sem er að vísu
meingallað sem listasafn en snilld-
arverk sem arkitektúr, reyndar eins
og gamla Guggenheim-safnið eftir
Wright, dýrðarperlan sú arna sem
virkar samt aldrei almennilega sem
safn utan um myndlist.
Sigurtillaga Hjördísar og Dennis
virðist aftur á móti ganga mun betur
upp enda ekki gerð fyrir myndlist
heldur fólk á íslandi sem býr við
tvenna tíma, bjarta og svarta. Garð-
hýsið er með öðrum orðum helgað
árstíðunum. Það er vissulega ramm-
gerðara en fiestar aðrar tillögur á
sýningunni enda ætlað til vetrar-
dvalar á jarðhæð þar sem dveljend-
ur njóta hita úr funheitum kakal-
ofni. Hringstigi leiðir upp á efri hæð
hýsisins þar sem glerhvolf vísar
beina leið til stjarnanna.
Þótt formið sé agað við ferning -
þó með eilitlum útúrdúrum - og
virki því dulítið sem geimstöð býr
garðhýsi Hjördísar og Dennis yfir
hárómantískum eigindum þegar inn
er komið. Ekki dregur úr ágæti þess
að það skuli varið með okkar ást-
sæla bárujárni, þessu dæmigerða
byggingarefni sem er skjaldarmerki
íslenskrar timburhúsagerðar. Eina
syndin er að garðhýsi þessara
ágætu arkitekta skuli ekki ná út fyr-
ir gang Kjarvalsstaða og standa á
skjólflötinni utandyra. En þegar
þess er gætt hve ómögulega lítinn
tíma þau fengu til að hugsa upp verk
sitt, teikna það og smíða, hlýtur að
teljast býsna gott að það skuli vera í
jafnprýðilega sýningarhæfu ástandi
á stóra ganginum milli álmanna og
raun ber vitni.
í vestursal Kjarvalsstaða má svo
sjá hina raunverulegu garðhúsasýn-
ingu eins og hún kemur frá hendi
Kerstin Kaser. Nyrst er skipan Kar-
inu Tengberg, fulltrúa framtíðar-
innar, en hún lauk MA-prófi í arki-
tektúr árið 1996 frá Listakademí-
unni í Kaupmannahöfn.
Sjónvarpsskjárinn og garðhús-
gögnin á grænum dreglunum brjóta
vissulega upp formfestu sýningar-
innar og blása hversdagslegum
anda inn í annars lítið eitt hátíðlegt
umhverfið.
Það er þó ekkert að hræðast því
hátíðleikinn stafar af hálfrökkrinu
og punktljósunum sem beint er að
módelum og umfjöllunartextum. Við
það öðlast salurinn rólegt og sefandi
yfirbragð sem sogar alla athygli að
litlu módelunum. Þau standa eins og
gimsteinar á stöplum, hvert með
sínum hætti og yfírbragði. Hér er
ekki teflt saman neinum aukvisum
því meðal þeirra sem þátt taka í sýn-
ingunni er að minnsta kosti tugur
fremstu arkitekta viðs vegar að í
heiminum. Nýmanéristarnir post-
módernísku Miehael Graves frá
Bandaríkjunum, Josef Paul Kleihu-
es frá Þýskalandi, Leon Krier frá
Lúxemborg, Aldo Rossi frá Ítalíu og
Alvaro Siza frá Portúgal halda
tryggð við paviljon-hefðina eins og
hún birtist í skrúðhúsum og smáhof-
um fyrri tíma. Að vísu eru kofar
Kleihues og Krier eilítið sér á parti
því þeir eru líkt og sloppnir út úr
ævintýrum Grimm-bræðra enda
byggðir á hugmyndum barna og
ætlaðir þeim sem vistarverur.
Andstæður þessa klassíska við-
horfs má sjá í byltingarkenndum
framtíðarhugmyndum Bretans
Richard Rogers, leiksviðskenndu
glerskýli Frakkans Dominique
Perrault og skúlptúrkenndri um-
gjörð Spánverjans Enrie Miralles.
Allir þvinga þeir hugmyndina til
hins ýtrasta í efni, formi og
fúnksjón. Mitt á milli koma svo
Norðurlandabúarnir Henning Lar-
sen, Soren Robert Lund og Karina
Tengberg frá Danmörku, Ralph
Erskine frá Svíþjóð - þótt enskur sé
að uppruna - og Finnarnir Heikkin-
en og Komonen. Náttúran endur-
speglast í vali allra þessara arki-
tekta á efniviði og formgerð. Hið
sama gildir einnig um frábæran ein-
setumannskofa japanska arkitekts-
ins Arata Isozaki sem stendur á
stultum.
Vissulega tengdir náttúrunni en
einnig mjög svo mótaðir af mód-
ernískri formhefð og tilfinningu fyr-
ir umhverfinu eru svissneski arki-
tektinn Mario Botta og Richard
Meier frá Bandaríkjunum. Þessir
frábæru listamenn virðast huga að
öllu, innra sem ytra. I Vallensbæk
utan við Kaupmannahöfn er nú
smám saman verið að reisa allar til-
lögurnar á sýningunni í fullri stærð.
Þar mun sýningin „Garðhúsabær-
inn“ með öðrum orðum rísa í öllu
sínu veldi og varanleika til minning-
ar um þessa alþýðlegu, aldargömlu
hugmynd.
A útleiðinni geta sýningargestir
séð módel eftir unga nemendur úr
einum af grunnskólum borgarinnar
þar sem hugmyndarík notkun efni-
viðarins er sérlega athyglisverð.
Halldór Björn Runólfsson
Húsið allt, inn-
an sem utan
MYJVDLIST
Gula húsid,
Lindargiitu 48b
BLÖNDUÐ TÆKNI
ÁSMUNDURÁSMUNDS-
SON, BIRGIR ANDRÉS-
SON & RÁÐHILDUR
INGADÓTTIR
Til 9. júlí. Opið fimmtudaga til
sunnudaga frá kl. 15-18.
TÆKIFÆRISLIST gerist æ há-
værari enda lifum við á tímum þar
sem minni fólks hrakar svo ört að
enginn man það sem gert var í
fyrra eða hvort það sem gert var í
fyrra var gert í hittifyrra eða árið
þar áður. Reyndar hefur þessi þró-
un átt sér mun lengri aðdraganda
en virðist við fyrstu sýn. Þegar á
átjándu öld var hverfulleiki farinn
að setja svip sinn á listina en þró-
unin á þeirri nítjándu keyrði um
þverbak. Impressjónisminn er til
marks um uppgjöf myndlistarinnar
fyrir þeirri kröfu tímans að höf-
undar hennar hangi ekki við vinnu
sína heldur láti hendur standa
fram úr ermum. Það sem impressj-
ónistarnir afrekuðu á einum degi
tók forvera þeirra mun lengri tíma
að framkvæma. Einkennin eru
auðvitað augljós þegar risskennd
og laussmurð málverk Monet eru
borin saman við eggsléttar og gljá-
fægðar myndir Ingres.
Einungis þeir sem halda að hér
sé um fullkomna slökun á kröfum
að ræða taka tækifærislist samtíð-
arinnar fyrir ómerkilegt léttmeti.
Þeir gleyma að þróunin er hvar-
vetna á eina lund. Þótt skyndibita-
staðir séu auðvitað flokkaðir sem
lágkúra við hliðina á stjörnuprýdd-
um matsölustöðum Michelin-vega-
handbókarinnar fækkar þeim ekki
- öðru nær. Þeir sækja í sig veðrið
á kostnað finu staðanna. Krafan
um aukna virkni og meiri hraða
gerir yfirleguna að hreinum vinnu-
svikum. Tónlist samtíðarinnar er
mun taktfastari og skyndilegri en
langar sónötur fyrri alda. En hún
er ekki verri fyrir það þvi hún er í
takt við tíðina og þar af leiðandi
ekkert fals heldur hjartsláttur og
andakt þeirrar líðandi stundar sem
okkur er heilög af því að við upp-
lifum hana.
Þegar Birgir Andrésson málar
Gula húsið í þjóðlegum sjattering-
um, af því að litirnir sem hann not-
ar eru ekta íslenskir, er hann að
bregðast við tækifærinu með því að
tengja það hefðinni órjúfanlegum
böndum. Þannig hegðar listamaður
sér sem vill vera samtíðinni og
sjálfum sér trúr. Annað dugar
ekki. Og af því að Birgir er svona
þjóðlegur vill Ráðhildur vera
óþjóðleg í litavali sínu innan dyra.
Meðan Birgir sá um ytra byrðið
réðst hún á veggina innan dyra, frá
kjallara og upp á loft og málaði þá í
fagurljósbláum lit. Samsetningin
er auðvitað tengd blámanum sem
er litur víðernisins fyrir utan.
Segja má að Ráðhildur reyni að
leysa húsið upp að innanverðu með
því að ráðast á veggi þess með lit
heiðríkjunnar. Birgir njörvar það
aftur á móti niður við umhverfið
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson
Gula húsið málað af Birgi Andréssyni í þjúðlegum, mosagrænum lit.
Eldhús Gula hússins í loftkennd-
um ljúsbláum lit Ráðhildar Inga-
dúttur.
Notaleg hrosshúð og hlýlegnr
sjúnvarpseldur Ásmundar Ás-
mundssonar.
með því að fá útveggjum þess
mosagrænan lit jarðarinnar. Þann-
ig standa verk þeirra sem gagn-
kvæmur vitnisburður þess sem er
eitt og órjúfanlegt en þó byggt á
andstæðum kröftum áþreifanleika
og efnisleysis. Og hvort skyldi nú
vera sannleikanum samkvæmara,
hið jarðbundna eða hið loftkennda?
Ásmundur Ásmundsson virðist
vera þriðja frumefnið sem samein-
ar andstæður hinna tveggja í skip-
an sinni á efstaloftinu. Þetta gerir
Ásmundur með sinni alkunnu
klikklímstækni - þýðing undirrit-
aðs á heitinu „crazy glue“.
Hann fær til liðs við sig þá Lár-
us H. List með fallega málaða
mynd af ísbirni og Eggert Guð-
mundsson með málverk af hrafni.
Á gólfinu í stofunni liggur hross-
húð en framan við hana er sjón-
varpsskjár með stöðugri upptöku
af bálkesti.
Handan við hornið á stofunni er
rúsínan í pylsuendanum; innvolsið
úr ísskáp, fagurlagað eins og mód-
ernísk höggmynd. Hún er hlaðin
hvítum klaka sem gefur vírnum
fyllingu sem minnir á gifs. Ofan og
aftan við skín blátt og rautt kol-
bogaljós eins og Pólstjarnan í
fjarska. I skjóli við þilið gengur
vifta og annar sjónvarpsskjár birt-
ir upp rökkrið með því sem kölluð
er snjókoma.
Vissulega má sjá í þessum hluta
skipunar Ásmundar töluverð
tengsl við ítalska „arte povera“ -
list sjöunda og áttunda áratugar-
ins; einkum frost- og funaverk
Calzolari. Eins er hægt að væna
hann um að fara í smiðju til Paik í
skjáleikjum sínum. En það sem er
frábært í allri framsetningunni á
lofti Gula hússins er spánný og
leikræn notkun Ásmundar á flux-
us- og arte povera-minnum liðinna
áratuga í þeim tilgangi að vekja
upp alþýðlega og eilítið smekkrýra
árstíðastemmningu.
Árstíðirnar fjórar eru alþekkt og
ævafornt allegoríuminni í listum.
Ásmundi tekst að vísa til þessar-
ar hefðar með svo lunknum og
lausbundnum hætti að unun er á að
horfa. Honum tekst að láta líta út
fyrir að allt sé gert með átakalitlu
hugsunarleysi. Svo verður sýning-
argesti allt í einu ljóst að ekkert í
þessari tækifærislegu samsetningu
var sett fram hlutlaust eða van-
hugsað. Ásmundi tekst þannig með
ágætum að fella jarðbindingu Birg-
is og loftkennd Ráðhildar að sinni
eigin allegorísku árstíðasýn.
Halldór Björn Runólfsson