Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 29 LISTIR Partítur í Lista- safni Sigurjóns Christopher Czaja Sager píanóleikari. CHRISTOPHER Czaja Sager píanóleikari kemur fram á tónleikum í Lista- safni Sigurjóns Olafsson- ar sem helgaðir eru Johanni Sebastian Bach í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Christopher leikur verk úr Die Kla- vierúbung: Partíta I í b- dúr, BWV 825, Partíta II í c-moll, BWV 826 og Par- títa III í a-moll, BWV 827. Christopher Czaja Sag- er sem er af enskum og pólskum ættum er fædd- ur í New York. Hann hóf nám í píanóleik hjá Frances Moyer Kuhns sem hafði verið nemandi hjá hinum frægu píanó- leikurum Cortot og Matt- hay. Framhaldsnám stundaði hann meðal ann- ars hjá Emil Danenberg sem var aðstoðarmaður Arnolds Schoenberg. Ungur vann Christop- her Czaja Sager til fjölda verðlauna og hlaut meðal annars styrk, kenndan við Van Cliburn, til að stunda nám við Juilliard-skól- ann. Eftir vel heppnaða debut-tón- leika í Lincoln Center í New York fluttist Christopher til Vínarborg- ar en þar tók hann meðal annars þátt í námskeiðum hjá Paul Bad- ura-Skoda, Alfred Brendel og Jörg Demus sem leiddi til þess að hann hlaut styrki til að vinna að list sinni og vera í framhaldsnámi. Christopher hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Virtur þýskur gagnrýnandi, Gottfried Eberle, komst þannig að orði í Der Tages- spiegler. „Hinn óvenju gáfaði píanóleikari Christopher Czaja Sager sem kemur frá Bandaríkj- unum hlaut menntun sína þar sam- kvæmt bestu tónlistarhefðum og hjá honum sameinast öll þau gildi sem eru orðin sjaldgæf hjá hans kynslóð: Fullkomin tækni sem er eðlileg undirstaða fyrir leik hans en umfram allt frjóar hugmyndir um hið ljóðræna og sérkenni klass- ísku píanóverkanna frá 19. öld. Það þýðir að túlkun hans hefur margar víddir og að í leik sínum ræður hann yfir ótrúlegum sveigj- anleika sem leyfir tónlistinni að lifa og anda í stórum dráttum." Hann hefur leikið einleik undir stjórn þekktra stjórnenda, til dæmis James Levin, Leif Seger- stam og Dirk Vermeulen og hann hefur haldið einleikstónleika í öll- um helstu borgum Evrópu og Bandaríkjanna. A síðari árum hef- ur hann lagt sérstaka rækt við píanóverk J.S. Bach og upptökur hans á heildarútgáfum eins og „Die Klavierubung" komu út árið 1985 og hafa verið kynntar um alla Evrópu. í tilefni þess að 250 ár eru liðin frá því að J.S. Bach lést hefur Christopher Sager tekið þátt í Bach-hátíðum víða á meginlandi Evrópu, nú síðast í Búkarest og Enkhuizen í Hollandi. M-2000 Þriðjudagur 4. júlí Sólveig Birna Stefánsdóttir sýnir akrýlmyndir af hestum á Landsmóti hestamanna. HÁSKÓLABÍÓ KL. 20.30. STOMP STOMP er al- þjóðlegur hópur listamanna sem far- ið hefur vítt og breitt um heiminn. Þeir nota hvorki hljóðfæri né texta, dansa hvorki né syngja en halda þó uppi stans- lausu fjöri í tvær klukkustundir og slá aiisstaðar í gegn. Þau ieika á það sem hendi er næst, berja, blása og skapa ótrúlega hljóð- veislu úr pottum og pönnum, öskutun- num, hjólbörðum, slöngum, vöskum, vatnskönnum - eða hverju öðru sem hendi er næst. STOMP verður hér á landi til 9. júlí og verður með átta tón- leika á tímabilinu. Miðasala er í verslunum Skífunnar í Kringlunni og á Laugaveginum. www.stomponline.com VÍÐIVELLIR Landsmót 2000 Landsmót 2000 er alþjóðiegt hestamannamót sem verður nú í fyrsta sinn haldið á Víðivöllum í Reykjavík. Á hestasýningunni verð- ur teflt fram bestu kynbótahrossum landsins og fremstu gæðingar ís- lands etja kappi saman, farið verð- ur í tvöþúsund hesta hópreið og slegið upp dansleik. Það verða daglegar kappreiðar og hestvagnar á ferð í Elliðaárdal í samvinnu við Árbæjarsafn auk þess sem hægt verður að leigja hesta og fara í reiðtúra í nágrenni Reykjavíkur. Landsmótið stendur til 9. júlí. Að- gangur verður ókeypis fyrstu daga Landsmótsins. MÁLVERKASÝNING Á LANDSMÓTI / tengslum við Landsmótið opnar Sólveig Birna Stefánsdóttir frá Kagaðarhóli sýningu á tólf akrýlmál- verkum í veitingasal Reiðhallarinn- ar. Sólveig Birna stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands en lauk prófi í Noregi. Hún hefur haldið sýningar hér heima, í Noregi og Pétursborg. Hestar hafa ævinlega verið henni hugleikið myndefni og eru þessi myndverk tengd íslenska hestinum á ýmsan hátt. Sýningin stendur landsmótsdag- ana. www.landsmot.is SKAGAFJÖRÐUR - HÓP Búðirnar í Hópi - skagfirskt kvöld Skagfirðingar hafa reist tjaldbúðir sem ætlað er að sýna lifnaðar- hætti landkönnuðanna og bjóða upp á mat líkan þeim sem ætla má að hafi verið á borðum þeirra. í kvöld kl. 20.30 verða flutt ávörp, nikkan þanin og bragðað á íslensk- um skrínukosti við búðirnar. www.skagaQordur.is www.reykjavik2000.is, wap.olis.is Pétur Behrens opnar sýningu á vatnslita- myndum PÉTUR Behrens opnar sýn- ingu á vatnslitamyndum í kvöld kl. 20 í Galleríi Reykja- vík, Skólavörðustíg 16. Pétur nam myndlist í Meisterschule fur grafik í Berlín og lauk þaðan prófi árið 1960. Pétur fluttist til Islands ár- ið 1962 og hefur verið stunda- kennari við Myndlistarskól- ann í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla íslands. Pétur Behrens hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis. Síðasta einkasýning hans var í Stöðlakoti síðastliðið haust. Pétur hefur um árabil feng- ist við hestatamningar og hef- ur inntak verka hans oft haft skírskotun til hesta og þess landslags er fyrir augu hefur borið á ferðum hans. Röð af hestamyndum Að þessu sinni sýnir Pétur stórar vatnslitamyndir sem allar eru málaðar á þessu ári, margar hverjar í lok nýliðins vetrar er fannbreiður í hlíð- um sköpuðu sterkar andstæð- ur sem gera fjöllin „grafísk" og „dramatískari“ en ella. í tilefni Landsmóts hesta- manna í Víðidal sem haldið er nú í fyrsta sinn í Reykjavík sýnir Pétur röð af hesta- myndum og myndskreyting- ar. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18, laugardaga kl. 11-16 og sunnudaga kl. 14- 17. Auk þess verður opið þriðjudag, fimmtudag og sunnudag landsmótsvikuna 4.-9. júlí frá kl. 20-22. Verð nú aðeins 2290000 Sjálfskiptur - Bensín eða Dísil Einstakur fjölskyldu- og ferðabíll! KIA Carnival er sannkallaður Ijölnotabíll. Hann tekur allt að sjö manns ísæti. Að innan má sveigja hann að þörfum flestra, hvort sem þeir eru einirá ferð eða með stórfjöt- skylduna og allt hennar hafurtask. Sætunum ersnúið, rennt og raðað á hvem þann veg sem heppilegastur þykir hverju sinni. Það spillirsíðan ekki fyrir að rennihurðimar að aftan eru tvær. Stærð bílsins, kraftur vélarinnar og öryggisbúnaðurinn gerirKIA Carnival að ákaflega heillandi ferðabil, um leið og lipurð hans og fjöl- breyttur staðalbúnaðurinn búa hann kostum hins ríkulega fólksbíls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.