Morgunblaðið - 04.07.2000, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 04.07.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 31 LISTIR Endursköp- un augans Nicolaj Stochholm er annar af tveimur fulltrúum danskra rithöfunda í Bók- menntahraðlestinni 2000. Hann er eitt fremsta ljóðskáld Dana af yngri kynslóð- inni. Eftir hann liggja þrjár ljóðabækur: „Biografi“, „Sammenfaid“ og „Rekon- struktion“ og eitt samansafn ljóða; „Sange ---------7--------------- fra et oph0r“. I haust kemur fímmta bók hans út hjá Gyldendal-forlaginu en titill þeirrar bókar er „Femogtyve digte og en dr0m.“ Einar Orn Gunnarsson rithöfundur ræddi við hann á leið frá Riga til Tallin. „FYRIR mér eru bylgjur hafsins og hljómfall þeirra allt í senn hjartslátt- ur, samfarir og andardráttur. Það er þetta hljómfall sem ég vinn með í ljóð- um mínum. Til er gömul tyrknesk saga um tvo menn sem báðir voru of- urástfangnir af prinsessu sem kærði sig ekkert um þá. Eftir að hún hafði hafnað þeim gekk annar þeirra á fjall, gróf þar skurði og veitti vatni í garð prinsessunnar. Hinn fór út í eyði- mörkina og eigraði þar um. Fuglar bjuggu sér til hreiður í hári hans, hann varð vitstola og dó. Eftir dauða hans tóku blómin í garði prinsessunn- ar að fínna ilminn af honum. Þessi saga er góð því hún segir okkur allt um þau öfl sem búa í Ijóðinu. Grikkir kalla þessa krafta Díonýsos og Apoll- ón,“ segir Nicolaj Stochholm. „Það sem vekur hughrif hjá mér er til að mynda þegar ég er einn með augnablikinu, einn með landslagi, einn með andliti. Ég leitast við að sigra málfræðina og reyni að finna þá punkta í tungu- málinu sem eru óskilgreinanlegir. Fátt er skemmtilegra en að glíma við tungumálið og ljóðformið. Ég fer mínar eigin leiðir. Mörg ljóða minna hanga saman, eru tengd innbyrðis þótt þau séu ekki sett fram með þeim hætti. Þegar ég sem ljóð skrifa ég mig oft út úr jjóðforminu og síðan aftur inn í það. Ég byrja tU dæmis með tíu ljóð- línur, vinn með ljóðið þar til það er orðið 30 til 40 ljóðlínur að lengd og þá sker ég textann niður og endursem. Þegar upp er staðið er ljóðið aftur komið í upprunalega lengd. Áhugi á að gerast rithöfundur vaknaði er ég var í menntaskóla en þá heUlaðist ég af Ijóðum Ivan Malin- owski. Ljóð hans voru mér slík opin- berun að ég fór heim og byrjaði að yrkja af fullu kappi. Ég hætti i skóla, gerðist hústökumaður á Nprrebro þar sem ég bjó í þrjá mánuði og orti. Arið eftir fór ég aftur í skóla og lauk stúdentsprófi á tveimur árum. I fram- haldi af því fór ég til Parísar tU að elta uppi rómantískan draum og lifa lista- lífi. Ég hafði víst lesið of mikið af Henry MUler og Hemingway. Mér fannst París vera stöðnuð og lifa á fornri frægð. Eftir tæp tvö ár í París fór ég tU Spánar og dvaldi á lítilli eyju sem ég hafði búið á ásamt fóður mín- um er ég var drengur. Eyjan heitir Formentera og þar samdi ég mína fyrstu ljóðabók. Stundum var ég al- gjörlega peningalaus. Þegar í nauð- imar rak þóttist ég vera múrari og féklc vinnu við að blanda sement. Ég hafði að sjálfsögðu engin réttindi en neyðin kennir mönnum margt. Á meðan ég dvaldi á þessari eyju varð ég stórundarlegur. Oft og iðu- lega þegar kvöldsett var fór ég út að lækna tré með handayfirlagningu. Eyjan var full af ókennilegri orku. Ég fékk þá hugmynd að litill djöfull kæmi í arininn hjá mér hvert kvöld og að hann byggi í glóðinni. Eitt kvöld þegar ég hafði skrifað nær hvUdar- laust í heilan mánuð lagðist ég út af og hvUdist. Ég hafði ofgert mér. Allt í einu sá ég árann koma út úr aminum líkastan sporðrekahala og hann stiUti sér fyrir framan mig. Eg vissi ekki mitt rjúkandi ráð þar tU ég glennti út fætuma og sagði við púkann: „AUt í lagi taktu mig eins og konu.“ Þá lét hann sig hverfa og ég heyrði rödd föð- ur míns sem sagði: „Nicolaj, nú skaltu sjá sjóndeildai’hringinn og vita að það ert þú sem vaggar en sjóndeildar- hringurinn stendur kyrr.“ Ég heyrði raddir og barðist við minn eigin púka. Ég fór til Danmerkur eftir þetta. Þar bjó ég í eitt ár, einn í litlum skógi nálægt Silkeborg og skrifaði af mikl- um krafti. Eftir þennan tíma fór ég til Kaupmannahafnar þar sem ég las bókmenntir og norræn mál við há- skólann. Á öðru ári mínu þar gaf ég út mína fyrstu bók sem fékk góðar við- tökur. Mér varð Ijóst að ég gæti lifað á skáldskaparskrifum svo ég hætti námi og helgaði mig ritstörfum. Á meðan ég nam við háskólan samdi ég í gríð og erg og tU dæmis skrifaði ég mína aðra ljóðabók á þeim tíma. Ég fann skrifum mínum farveg í per- sónulegu ljóðformi þar sem ég gat komið uppUfunum og tilfinningum mínum fyrir í tíu línum. Á tímabUi var ég afskaplega frið- laus og leitandi. Ég kynntist stúlku á þeim tíma og hélt að ég gæti öðlast sálarró með því að stofna fjölskyldu. Ég hélt að fjölskyldulíf myndi hjálpa mér í gegnum hvíldarleysi og vanh'ð- an. Við eignuðumst son og eftir nokkra mánuði fórum við tU Irlands þar sem ég hafði búið ári áður. Á Ir- landi komu upp margvísleg leiðindi sem leiddu til sldlnaðar. Mér leið öm- urlega einum á írlandi þannig að ég fór til Marokkó og bjó þar í tvo mán- uði. Líf mitt var algjörlega í rúst þannig að ég leitaði í örvæntingu til töfralæknis. Læknirinn var lágvaxinn öldungur en aðstoðarmaður hans var hávaxinn og ki-aftalegur með undar- lega tóm augu. Þeir kveiktu eld, lögðu á hann fót af asna og eyra sem skorið hafði verið af hesti. Aðstoðarmaður- inn hvatti mig með seiðandi röddu til að dansa á eldinum. Ég steig á eldinn og mér fannst allt hold mitt brenna. Skyndilega byrjaði ég að syngja með sjálfum mér sálm sem ég lærði í æsku og allt í einu vildi ég ekki gefa mig á vald þessum töfrum. Ég fann Guð, fegurð hans birtist mér. Ég veit að Guð er hjá okkur en hann hefur mörg andlit. Skáldið Rilke sagði eitthvað á þessa leið: „Þú skalt gefa sjálfum þér nafn og halda því leyndu fyrir öllum svo að Guð geti kallað til þín um næt- ur“.“ Kver um helstu at- riði kristn- innar „ÞETTA er ekki stór bók og hún gefur ekki tæmandi skýringar en með henni er leitast við að svara og benda til þeirrá átta þar sem svör er að finna um helstu þætti kristinnar trúar og trúarlífs," segir Karl Sigur- björnsson biskup um ritið „Lítið kver um kristna trú“ sem hann hefur skrifað og Skálholtsútgáfan gefur út. Kverið er 76 bls. og á forsíðu valdi biskup mynd Karólínu Lárus- dóttur sem nefnist „Engillinn sem hvarf fyrir hornið á kaupfélagshús- inu“. „Énn og aftur fer enginn hjá á vegi dagsins. Við krossgötur ævinn- ar mæta þér orð og atferli kristinn- ar trúar, kristinnar kirkju. Snerta þig ef til vill djúpt, en eru svo horf- in hjá. Og þér er orða vant að lýsa því og rökstyðja,“ segir biskup meðal annars í upphafskafla ritsins. „Mér fannst vanta yfirlit, svipað og var í kverunum gömlu,“ segir biskup. „Þar sem farið er yfir helstu atriði kristninnar, trúarjátn- inguna, faðir vor, boðorðin og þessi meginatriði og þess vegna tók ég saman þetta kver. Margir spyrja hver séu helstu einkenni þjóðkirkj- unnar sérstaklega og kristinnar trúar og trúarlífs almennt og hér er farið yfir helstu þætti og bent til ýmissa ritningarstaða þar sem lesa má nánar um þá,“ segir biskup enn- fremur og vekur jafnframt athygli á því að erfitt sé að lýsa veruleika trúarinnar með orðum. „Trú lærir maður með því að biðja, iðka trúna og leitast við að lifa samkvæmt henni." Tilefni útgáfunnar segir biskup einnig vera kristnihátíðina og er ritið til sölu í bókaverslunum. Skerpla annaðist hönnun og um- brot en Steindórsprent-Gutenberg prentaði. Verðið er 1.500 krónur. Ef þér leiðist farðu þá þangað sem veðrio hentar fötunum Léttar stuttbuxur úr 100% bómull með stórum vösum sem hægt er að geyma mikið í. Kr. 3.990.- ♦Columbia Sporlswear Companyj ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL -------- Skeifunni 19-S. 5681717 - ,—-”nr ÚTSALA - ÚTSALA Ótrúlega lágt verð ' ^ | 60-80% |L a ^ í , afsláttur W V 1 Hefst í dag ■i ;« Dæmi um verð Áður Nú Bouclépeysa 4300 900 Toppur með hlýrum 1900 500 m3 f Bolur m/hettu 1900 600 • % _ 1 - Taslam vesti 2700 900 ^ i j v<f: / Síður kjóll 4400 1700 Sumarkjóll 4100 900 Sg|ai sítt pils 3600 900 Dömubuxur 2700 900 S • É Herrabuxur 4400 1500 Herrapólóbolur í ' ' 2900 900 Og margt, margt fleira Einnig fatnaður í stærðum 44 - 52. Opið frá kl. 10.00 til 18.00 Arjr v M li fÍ'*4Sas8»SÖ M fj. X&MwaÍ** 11 -.-y Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavik. Opið mánud.- föstud. kl. 9 - 18, laugard. kl. 10 - 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.