Morgunblaðið - 04.07.2000, Side 37

Morgunblaðið - 04.07.2000, Side 37
36 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 37 * STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁFALLALAUS OG GÓÐ KRISTNIHÁTÍÐ Það má segja með sanni að Kristnihátíðin um helgina hafi verið sannkölluð sólarhátíð. Það var fallegur blær yfir hinum helga stað á Þingvöllum og fólkið undi sér vel þar sem það safnaðist saman enda var skipulagið ágætt og allir komust leiðar sinnar án slysa eða óhappa, það skiptir höfuðmáli þegar upp er staðið. Því miður verður ekki hið sama sagt um samkomuna í Húsafelli þangað sem ungt fólk flykktist þúsundum saman og margir með Bakkus í far- teskinu. Af þessu hlutust slagsmál og pústrar og önnur ótíðindi sem hátíðin á Þingvöllum var laus við enda datt engum í hug að koma þangað í fylgd með Bakkusi, heldur Kristi. Það er óhætt að fullyrða að öll umgjörð Kristnihátíðar hafi verið til hins mesta sóma og ýttu höfuðskepnurnar undir það með eindæma veðurblíðu um allt landið. Það er gleðilegt til þess að vita að slíkar þjóðhátíðir hafa ávallt farið vel fram á Þingvöllum þótt veður hafi ver- ið með ýmsu móti og fólksfjöldi þar á staðnum einnig, nokkrar þúsundir eða tugþúsundir. Það skiptir ekki höfuðmáli. Hitt er meginatriði að allt fari vel fram og sé þjóðinni og þeim sem að standa til sóma og vegsauka. Kristni- hátíðin var það og dagskráratriði vin- sæl af þeim sem þau sóttu. Þetta var að sjálfsögðu einkum trúarleg hátíð, enda til hennar stofnað í því skyni að minnast eins helzta atburðar í sögu ís- lenzku þjóðarinnar, kristnitökunnar. Það verður vart endurtekið næstu þúsund ár með svipuðum hætti. Engum blöðum er um það að fletta að þessi sögulegi atburður er eitt mesta gæfuspor sem stigið hefur verið hér á landi og því mikið í húfi að vel tækist til. Margt í dagskránni var á háu menningarlegu plani og bar vitni um að lágmenningin er ekki alls ráð- andi á íslandi — ekki enn, eins og Auden sagði í frægu kvæði. En mesta aðdráttaraflið voru Þingvellir sjálfir, þessi ægifagra umgjörð um þjóðarsög- una og þá viðburði sem mestir hafa orðið hér úti á hjara veraldar. Þrátt fyrir það er augljóst að fara þarf varlega í að safna fólki saman til þjóðhátíða á Þingvöllum, staðurinn þolir það illa auk þess sem hann kallar einungis á fáar undantekningar, en ekki endurtekningar. Og umfram allt ber að hafa í huga að enginn hefði horft ógrátandi uppá þá aðkomu á Þingvöllum eftir þjóðhátíð sem blasti við mönnum í Húsafellsskógi, öllum til viðvörunar og óhugnaðar. Þingvöllum var skilað eins og efni stóðu til og þeir lifa áfram í þjóðarvit- undinni óflekkaðir af því dýrslega eðli sem grípur mannskepnuna, þegar hún hefur ekki aðra betri fylgd en Bakkus. Það er gömul saga og ný. Hvað sem líður Þingvöllum á Húsa- fellsskógur ekki þá útreið skilið, jafn stórkostlegt umhverfí og hann býður uppá, eins og þær lýsingar sem þaðan berast - jafnvel svo hrikalegar að menn tala um það fullum fetum að banna tjaldstæði þar um slóðir frekar en efnt verði til samskonar ófagnaðar og um síðustu helgi. ATVINNULÍF OG MENNING Tengsl menningar og atvinnulífs hafa aukist talsvert hérlendis á síðustu árum eins og fram kom í grein um kost- un í listum hér í Morgunblaðinu á sunnu- dag. Ljóst má þó vera að í þeim efnum eru ýmsir möguleikar van- eða ónýttir Það samstarf sem verið hefur á milli atvinnulífs og menningar hérlendis hef- ur einkum falist í beinni kostun einstak- ra yerkefna eða á rekstri einstakra fyrirtækja eða stofnana. Þetta samstarf hefur gefíst vel eins og fram kom í sam- tölum við forsvarsmenn nokkurra fyrir- tækja á sunnudaginn. Greinilegt er að fyrirtæki telja sig geta haft hag af slíku samstarfí eins og menningarlífíð, en jafnljóst er að á því eru ýmsir vankantar sem sníða þyrfti af. Stærsti og djúpstæðasti vandinn virð- ist felast í sambandsleysi á milli þessara aðila og jafnvel ótta. Almennum þekk- ingarskorti á því sem er að gerast í list- um samtímans er um að kenna að nokkru leyti en hann endurspeglast meðal annars í því að fyrirtæki sem fjár- festa í myndlist hafa fyrst og fremst horft til viðurkenndra listamanna frá fyrri tíð þar sem þau treysta sér ekki til að taka afstöðu til verka samtímalista- manna. Það er vissulega bagalegt að þekking á samtímalist skuli vera lítil en það er einnig skiljanlegt í ljósi þeirrar miklu sérhæfíngar sem átt hefur sér stað á öllum sviðum, einnig innan lista. Eins og fram kom í áðurnefndri grein felst einn mikilvægasti þátturinn í fram- þróun á sviði kostunar því ef til vill í því að leita til þeirra fjölmörgu sérfræðinga á sviði ólíkra listgreina sem komið hafa inn í atvinnulífið á undanförnum árum. Telja má víst að æ fleiri fyrirtæki telji hag sínum best borgið með því að ráða þetta fagfólk til umsagnar og ráðstöfun- ar þeirra fjármuna sem þau hyggjast verja til menningar. A hinn bóginn hafa starfandi lista- menn óttast markaðsvæðingu listarinn- ar og einnig þá hugmynd að þeir væru einhvers konar ölmusumenn. Þeirri hugsun þarf að útrýma. A undanförnum árum hafa orðið þær breytingar á samstarfí atvinnulífs og menningar víða erlendis að fyrirtæki eru ekki einungis að leggja fram bein- harða peninga til menningarstarfsemi heldur er um markvissara samstarf að ræða þar sem fagleg þekking beggja að- ila er nýtt báðum til framdráttar. Lista- mönnum og öðrum sem stunda menning- arstarfsemi af einhverju tagi er til að mynda boðið inn í fyrirtækin til að miðla af sinni þekkingu. Útfæra mætti sam- starf þessara aðila á ýmsan hátt en aðal- atriðið er að gagnkvæmur skilningur ríki á milli þeirra og báðir hafi hag af. Skemmtilegt dæmi um samstarf fyrir- tækja og aðila menningarlífsins er fram- ganga Olafs B. Thors, annars forstjóra Sjóvár-Almennra, í því að fyrirtækið fól Hans Jóhannssyni, fiðlusmið, að smíða strengjakvartett, sem var afhentur Tónlistarskólanum í Reykjavík til af- nota. Vafalaust eiga eftir að verða talsverð- ar breytingar á samstarfí atvinnulífs og menningar á næstu árum hérlendis enda er þetta samstarf skynsamlegt á allan hátt. 1000 ára afmæli kristnitökunnar á Islandi var fagnað í blíðskaparveðri á Þingvöllum Morgunblaðið/Jim Smart Ánægja með hve framkvæmd hátíðarinnar gekk vel Aðstandendur Kristnihátíðarinnar eru almennt ánægðir með framkvæmd hátíð- arinnar og telja aðsóknina hafa verið viðunandi. Trausti Hafliðason ræddi við Karl Sigurbjörnsson biskup Islands, Harald Johannessen ríkislögreglustjóra og Júlíus Hafstein, framkvæmdastj óra Kristnihátíðarnefndar um framkvæmd hátíðarinnar. Haraldur Júlíus Karl Johannessen Hafstein Sigurbjörnsson KARL Sigurbjömsson, biskup íslands, sagðist í samtali við Morgun- blaðið vera mjög ánægður með það hvernig tekist hefði til með framkvæmd kristnihá- tíðarinnar um helgina. „Þetta tókst ákaflega vel, þetta var yndisleg hátíð og stórkostleg lífsreynsla,“ sagði Karl. „Ég hef aldrei fundið eins mikla og almenna gleði eins og maður merkti í fólkinu sem þarna var. Veðrið var dásam- legt og eina umkvörtunarefnið var hitinn og það er nú óvenjulegt á ís- landi.“ Karl sagði að allt skipulag og all- ur aðbúnaður á svæðinu hefði verið til hreinnar fyrirmyndar. „Umhverfið var náttúrlega óvið- jafnanlegt og það hvemig arkitekt- ar og hönnuðir höfðu skipulagt há- tíðarsvæðið var ákaflega vel úr hendi leyst. Mér fannst allt ganga ákaflega vel og ég varð ekki var við neina hnökra enda gííurlega margir sem lögðu mikla vinnu í undirbúning- inn.“ Ánægður með aðsóknina Karl sagðist vera ánægður með aðsóknina á hátíðina. „Mér fannst aðsóknin afar góð og þeir sem þama vom nutu sín vel og það er aðalmálið, einnig veit ég að margir nutu þess að horfa á hátíð- ina í sjónvarpinu." Skipulagning hátíðarinnar gerði ráð fyrir að hægt yrði að taka á móti 50 til 70 þúsund gestum, en um 30 þúsund gestir mættu. „Sannarlega hefði verið hægt að taka á móti fleirum. Skipulagning gerði ráð fyrir ákveðnum hámarks- fjölda en ég veit ekki hvemig mönnum datt sú tala í hug og mér finnst menn gera alltof mikið úr þessum þætti. Það sem stendur upp úr er að þetta tókst vel og þeir sem vom þarna vom ánægðir." Kostnaður vegna kristnihátíðar- innar er talinn nema um 900 millj- ónum króna þegar allt er talið með, svo sem vegaframkvæmdir. Karl sagði að vissulega væri kostnaður- inn mikill enda kostaði mikið að taka á móti fjölda fólks og efna til fjölþættrar og metnaðarfullrar dagskrár. „Það kostar mikið að búa í hag- inn þannig að mannfjöldinn geti notið góðrar aðstöðu og komist klakklaust til og frá hátíðarstaðn- um. Hitt er annað mál að ég held að þetta sé fjárfesting sem skili sér í betra lífi og komi ótal mörgum til góða og hafi gefið stórum hluta þjóðarinnar reynslu, upplifun og gleði sem hún muni búa að til fram- búðar. Það urðu engin óhöpp á staðnum og ég tel að menn verði líka að meta það. Þá sást hvergi rusl og umgengnin var til fyrir- myndar.“ Birtan og hlýjan minnisstæðust, Karl sagði að líklega myndi sú birta og hlýja sem hefði verið á Þingvöllum þá daga sem hátíðin hefði staðið yfir og sú birta og hlýja sem stafað hefði af fólkinu sem þar hefði verið, vera það sem menn myndu helst muna eftir þegar fram liðu stundir. „Það sem stendur upp úr í mín- um huga er þessi gleði og þessi mikla þátttaka sem maður varð vitni að. Fólkið sem þama var tók svo virkan þátt í því sem var að ger- ast. Þetta fann ég vel í bamaguðs- þjónustunni og einnig í messunni og iðranargöngunni, sem var mjög áhrifaríkur dagskrárliður. Mér finnst einnig mjög mikil- vægt að þama var mjög virk og góð þátttaka fulltrúa erlendra kirkna og kirknasamtaka. Þarna var ekki aðeins hægri hönd páfans, heldur líka fulltrúar patríarkans í Moskvu og heimsráðskirkna. Þama vora fulltrúar lúterska heimssambands- ins og ýmissa kirkjudeilda bæði á Norðurlöndum, í Bretlandi og í Ameríku, sem og fulltrúar krist- inna trúfélaga á Islandi. Þannig að litróf kristninnar í samtímanum innan lands og utan kom mjög greinilega fram á hátíðinni." Greið umferð um allt land - án óhappa Haraldur Johannessen, ríkis- lögreglustjóri og formaður umferð- arnefndar kristnihátíðar, sagði að umferðarskipulag hefði gengið samkvæmt óskum um helgina. Hann sagði að skipulagið hefði gert ráð fyrir að gestir gætu orðið 50 til 75 þúsund og hlutverk um- ferðarnefndarinnar hefði verið að samræma aðgerðir allra þeirra sem að málinu hefðu komið. „Það er mat umferðarnefndar að það skipulag sem í gildi var hefði vel getað annað því að taka á móti þessum gestafjölda, enda gekk um- ferð til og frá Þingvöllum og um land allt mjög greiðlega fyrir sig og áfallalaust," sagði Haraldur. „Um- ferðarskipulag náði ekki aðeins til Þingvallasvæðisins heldur landsins alls og þannig var greiðfært fyrir allan þann fjölda sem var á ferð um þjóðvegi landsins þessa helgi en hann skipti tugum þúsunda." Haraldur sagði að þetta hefði verið ómetanleg reynsla fyrir lög- regluna og allir þeir sem hann hefði rætt við og komið hefðu að undir- búningnum væra sammála um það. „Það sem mér finnst skipta höf- uðmáli er ánægjulegt og gott sam- starf allra þeirra sem komu að und- irbúningi hátíðarhaldanna, en lögreglan hafði sérstakan viðbúnað á Þingvöllum - og skilaði það sér vel. Reyndi hún að þjónusta fólk eftir mætti. Umferðamefndin hélt að mestu við upphaflega áætlun, þótt ein- hverjum hafi e.t.v. þótt ástæða til, vegna minni umferðar til og frá Þingvöllum en áætlað var, að slaka á skápulaginu. Við mátum það svo, eftir mikla umhugsun, að slík óvænt breyting, þvert á fyrri kynn- ingar, hefði getað kallað á slys eða óhöpp og því var afráðið að taka enga áhættu í þeim efnum. Aðalatriðið er að umferðin var greiðfær um allt land og það, sem mest er um vert, án slysa og óhappa. Það vil ég ekki síst þakka góðum undirbúningi fyrir allt land- ið, en ekki einungis á Þingvallaleið, og markvissri umferðarstjómun. Hún var nauðsynleg og kemur of- stjóm ekkert við.“ Hefði gjarnan viljað sjá fleiri Júlíus Hafstein, framkvæmda- stjóri Kristnihátíðamefndar, var sammála biskupi og sagði að hátíð- in hefði tekist Ijómandi vel. „Miðað við það hvernig til tókst með skipulag og dagskrá hátíðar- innar hlýt ég að vera mjög ánægður með þetta allt saman,“ sagði Júlíus. „Eflaust hefði mátt gera eitthvað betur en á heildina litið þá tókst há- tíðin alveg einstaklega vel.“ Júlíus sagðist vera sáttur við að- sóknina. „Ég hefði gjaman viljað sjá fleiri. Þegar menn skipuleggja hátið eins og þessa þá verður að gera ráð fyrir því að taka á móti ákveðnum fjölda þvi ef maður gerir það ekki þá get- ur maður lent í vandræðum. Það kostar jafnmikið að skipuleggja há- tíð íyrir 50 til 75 þúsund gesti og 30 til 40 þúsund manns.“ Líkt og biskup sagði Júlíus að þegar hann liti til baka þá væri það fyrst og fremst gleði og ánægja fólksins sem sótt hefði Þingvelli heim um helgina, sem stæði upp úr og sér þætti minnistæðust. „Ég held að þessarar hátíðar verði minnst sem vel skipulagðrar hátíðar sem staðist hefði gæðakröf- ur sem hverri þjóð væra til sóma.“ Hyggst stækka heimarafstöð og selja RARIK umframorkuna Morgunblaðið/Helgi Bjamason Björgólfur Eyjólfsson í Lækjarhvammi hefur óvenjulega góðar aðstæður til raforkuframleiðslu og hyggst nýta þær vel. Hér er hann við stífluna í Grafará. Fundið fé þar sem aðstæður eru góðar Björgólfur Eyjólfsson í Lækjarhvammi í Laug- ardal hyggst stækka heimarafstöð sína þannig að hún skili 230 kflówatta afli og hefur fengið leyfí til að selja umframorkuna inn á dreifikerfi RARIK. Helgi Bjarnason heim- sótti orkubóndann. Vélamar í virkjunarhúsinu í Lækjarhvammi eru smíðaðar 1935 en eiga eftir að mala gull fyrir eigandann í mörg ár til viðbótar. ETTA er fundið fé hjá mönnum sem hafa góðar aðstæður. Hér er vatnið öraggt, veitan fellur aldrei út og vélamar geta gengið áratugum saman með sáralitlu við- haldi,“ segir Björgólfur Eyjólfsson bóndi í Lækjarhvammi í Laugardal. Hann er með litla virkjun sem hann hyggst stækka upp í 230 kílówött og hefur fengið vilyrði um að Raf- magnsveitur rfldsins kaupi umfra- morkuna. Yrði það önnur smávir- kjunin í landinu sem tengdist dreifikerfi RARIK. Aldrei tengst ríkisveitu Rafstöð hefur verið í Lækjar- hvammi í sjötíu ár, að sögn Björg- ólfs, og rflásveita hefur aldrei verið lögð að bænum. Þekktur rafstöðva- smiður, Bjami í Hólmi, setti fyrstu stöðina upp árið 1930. Skilaði hún sex kflówöttum og var rafmagnið leitt í íbúðarhús. Stöðin var endur- byggð og stækkuð árið 1948 af Bræðranum Ormsson og var af- kastageta hennar eftir það 20 kW. Þá hafði orkuþörf býhsins aukist, komnar vora mjaltavélar og meiri raforkunotkun í útihúsum. Björgólfur byggði virkjunina upp að nýju fyrir nokkrum áram og var hún gangsett vorið 1992. Keypti hann vélar úr aflagðri virkjun á Eiðum og fékk Gunnar Hafsteins- son rafvélavirkja til að aðstoða sig við að gera þær upp. Vélamar eru smíðaðar í Þýskalandi árið 1935 og standa enn vel fyrir sínu. Afkasta- geta vélanna í rafstöðinni er 100 kW, nema rafalsins sem skilar ekki nema 88 kflówöttum. „Ég ætla að fá mér stærri rafal til að fullnýta stöð- ina,“ segir Björgólfur. Raforkan er notuð á bænum auk þess sem Björgólfur selur nokkram sumar- bústaðaeigendum í nágrenninu raf- orku. „Ég var með heilmikinn bú- skap og notaði mikið rafmagn, meðal annars til að hita upp og lýsa tvö íbúðarhús, við súgþurrkun í þremur hlöðum og mikla lýsingu úti og inni. Ég er orðinn svo slitinn að ég varð að hætta búskap fyrir tveimur árum. Þá ákvað ég að ráð- ast í stækkun virkjunarinnar og reyna að selja umframorkuna inn á dreifikerfi RARIK,“ segir Björgólf- ur. Alltaf haft áhugann „Ég hef verið spenntur fyrir þessu frá því ég man eftir mér. Fyrsta stöðin var sett upp áður en ég fæddist en ég fór að fylgjast með starfrækslu hennar þegar ég var smástrákur," segir Björgólfur. Hann fór að hugsa um virkjunina og fást við rafmagn á unga aldri. Hefur til dæmis lagt allt rafmagn á bæn- um og fékk til þess leyfi, svokallað lágspennuleyfi, þótt hann hafi aldrei gengið í iðnskóla. ,Áhuginn hefur ekki dvínað, hann hefur firekar aukist með ár- unum. Ég hef skoðað margar stöðv- ar víðsvegar um landið og er í félagi raforkubænda," segir hann. Fundið fé þar sem aðstæður eru góðar Aðstæður era mjög góðar til raf- orkuframleiðslu í Lækjarhvammi. Grafaráin rennur niður fjallið fyrir ofan bæinn. I ánni era um 1100 sek- úndulítrar. Segir Björgólfur að vatnið sé stutt að komið og aldrei verði rekstrartraflanir vegna krapa og áin ryðji sig vel. „Það er góð reynsla af rekstri þessarar virkjun- ar, stíflan var byggð árið 1948 og ég hækkaði hana um einn metra fyrir tólf árum til að fá meira fall. Núna er fallið 14 metrar. Reynslan sýnir að svona virkjun þarf sáralítið við- hald. Aurburður er enginn og geta vélamar gengið áratugum saman,“ segir Björgólfur. Eins og áður segir hefur hann ákveðið að kaupa nýjan rafal svo afkastageta virkjunarinnar nýtist að fullu og skilar hún 100 kílówatta afli eftir breytingamar. Leggur hann áherslu á að koma stækkun- inni í gagnið í haust. í framhaldinu, væntanlega á næsta ári, ætlar hann síðan að byggja aðra virkjun ofar í ánni til að nýta 18 metra fall. Hún á að geta skilað 130 megawöttum. Eftir það reiknar hann með að umframorkan verði um 200 kílówött og að hún verði seld inn á dreifikerfi RARIK. Hefur hann fengið sam- þykki yfirvalda til sölunnar. Telur Björgólfur að hagkvæmt sé að stækka virkjunina og selja umframorkuna. Hann er nú að leita tilboða erlendis í vélar. Þegar þau gögn liggja fyrir og ákvörðun hefur verið tekin um það hvaða vélar verða notaðar verður gerð arðsemisathugun á fjárfestingunni hjá Atvinnuþróunarsjóði Suður- lands og sótt um lán hjá Lánasjóði landbúnaðarins. Ljóst er að fjár- festingin er umtalsverð en Björgólf- ur segir of snemmt að gefa upp töl- ur um það og segir að miðað við áætlanir sínar borgi fjárfestingin sig upp á tiltölulega skömmum , tíma. „Þetta er fundið fé hjá mönn- um sem hafa góðar aðstæður," seg- irhann. Góð aukabúgrein Björgólfur telur að víða um land séu ágætir möguleikar til raforku- framleiðslu í smáum stfl. Ein slík stöð hefur í mörg ár selt umfram- orkuna til RARIK, virkjunin á Sleitustöðum í Skagafirði. Víða um land era minni stöðvar starfræktar og Landssamband raforkubænda er í viðræðum við RARIK um að fá menn tengda inn á netið. Þannig var virkjunin á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum tengd í nokkra daga í tilraunaskyni í vor. Björgólfur segir . að víðast hvar hátti svo til að bæim- ir séu með rfldsveitu og kaupi hluta af rafmagni sínu hjá RARIK. Flóknara sé að tengja þannig veitur og þurfi margir að kaupa sér nýja rafala. „Hér erum við sjálfum okkur nóg og höfum aldrei keypt rafmagn af rfldsveitum. Rafalamir era þann- ig að ég hef eigin segulmögnun og verð aldrei rafmagnslaus þótt kerf- ið hjá RARIK detti út,“ segir Björgólfur. Hann segir að uppbygging smá- virkjana úti um landið og tenging við landsnetið sé byggðamál.j Bændur gætu haft orkuna sem aukabúgrein. „Orkubúskapurinn er ekki síðri búskapur en hinn hefð- bundni. Það styrkir byggðimar ef menn geta skapað sér tekjur af orkuframleiðslu," segir Björgólfur Eyjólfsson raforkubóndi og bætir því við að það styrki línur dreifi- kerfisins ef hægt er að dreifa smá- . stöðvumáþær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.