Morgunblaðið - 04.07.2000, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 41
+ Ágústa Sigurðar-
dóttir Bögeskov
fæddist í Lágu-Kotey
í Meðallandi 7. ágúst
1909. Hún lést 26.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Kristín Guð-
mundsdóttir, f. 29.9.
1864, d. 28.2. 1920,
og Sigurður Sigurð-
arson, f. 20.4.1859, d.
30.4. 1919. Ágústa
var yngst fimmtán
systkina sem fædd
voru á árunum 1884-
1909 og eru þau öll
látin. Hún missti ung foreldra sína
með nokkurra mánaða millibili.
Hinn 6. janúar 1934 giftist
Ágústa Sören Bögeskov, f. 22.5.
1893, d. 17.1. 1979. Hann var
danskur búfræðingur og varð
bóndi með búskap rétt utan við
Reykjavíkurborg á Kringlumýr-
arbletti 19 frá 1938-1964, en þá
urðu þau að bregða búi vegna út-
þenslu borgarinnar. Síðan bjuggu
þau í Safamýri 56. Ágústa veiktist
fyrir sjö árum og flutti þá á Litlu-
Grund en síðustu mánuðina var
hún á sjúkradeild Grundar.
Þau hjónin eignuðust þrjár dæt-
ur, 10 barnabörn og 25 barna-
barnabörn. Dæturnar eru: 1) Mar-
ie, f. 12.6. 1934, gjaldkeri í
Kópavogi, gift Hilmari Björns-
syni, verkstjóra í ORA, og eiga
þau þrjú böm: a) Emilía María,
Iyljatæknir, gift Birni Eli'assyni,
kennara í Vestmannaeyjum. Þau
eiga tvo syni; Hilmar Ágúst og
Anton Örn. b) Björn Bögeskov,
garðyrkjustjóri Ilafnarfjarðar,
kvæntur Ólöfu Ævarsdóttur og
eiga þau tvær dætur; Rakel Rut
og Maríu Mjöll. c) Hjördís, há-
skólanemi, í sambúð með Tryggva
Rúnari Guðmundssyni. 2) Kristín,
f. 17.8.1935, djákni, gift Birni Sig-
urðssyni, lögregluvarðstjóra. Þau
eiga fimm börn: a) Ágústa, f. 22.6.
1955, stúdent, skrifstofumaður í
Kópavogi, gift Hallgrími Kristins-
syni frá Vífilsmýrum í Önundar-
firði. Hann lést 1.6. 1994. Þeirra
Sem persónugervingur á dauðinn
það til að vera kurteis. Öldruð kona
sat við veg og hafði látið hjá sér
hækjurnar sínar tvær: Dauðinn
leiddi ungmenni sitt til hvorrar
handar. Konan kallaði: „Taktu mig
með þér. Slepptu þeim.“ Dauðinn
svaraði: „Kona góð, þinn tími er ekki
kominn.“ Hvort það eru sannindi
veit ég ekki af skiljanlegum ástæð-
um, en sú kenning á nokkurn rétt á
sér að það sé sárt að fæðast og sárt
að deyja. Hitt er annað mál að tíma-
bil í ævi hverrar manneskju kunna
að vera sár. Það að missa foreldra
sína barn að aldri. Bíða síðan í hárri
elli undir vistaskiptin búinn. Kraftar
þrotnir en andinn skýr og minnið
óbrigðult. Öldruð kona hefir hlotið
frið dauðans og því er harmsefnið
söknuður hins liðna. Hjónanna sem
höfðu það stefnu sína að þar er væri
rúm í hjarta væru húsakynni næg.
Ágústu Sigurðardóttur Bögeskov
og bónda hennar Sören Bögeskov
kynntist ég fyrst sem tengdasonur
þeirra hjóna. Ungum manni var það
kær upprifjun að sitja sláttuvélina
og að stýra plógnum. Vera Böge-
skov á Islandi var nærri jafn gömul
hestaverkfæratímabilinu. Hann
tamdi og átti góða götuhesta. Um
miðjan dag 26. júní fékk tengdamóð-
ir mín þann rétt að sofna frá jarð-
vistinni.
Áföll bernskunnar, veikindi á
unglingsárunum og erfið vinna
höfðu sett mark sitt á þessa fín-
byggðu konu. Síðar varð breyting á
högum. I löngum hjúskap og barna-
láni. Á tíu ára veru sinni sem heimil-
ismaður á Grund var hún jafnan til-
tæk að muna alla hluti. Gat orðið
dálítið snögg uppá lagið er spurt var
um fæðingardag einhvers lang-
ömmubarnsins, slíkt átti spyrjandi
að vita.
Ágústa og Bögeskov náðu því að
synir eru: Kristinn
Logi, stúdent, og
Björn Þór. b) Sigurð-
ur, f. 28.7. 1957,
söðlasmíðameistari,
Rauðalæk, kvæntur
Ágústu Hjaltadóttur
frá Raftholti. Þeirra
sonur er Hjalti. Sig-
urður á soninn Pál
með Sigríði Páls-
dóttur frá Litlu-
Sandvík og dóttur-
ina Björgu með
Björgu Thorberg,
Reykjavík. c) Krist-
ján, f. 6.12. 1958,
sóknarprestur í Vestmannaeyj-
um, kvæntur Guðrúnu Helgu
Bjarnadóttur, Reykjavfk. Þeirra
synir eru: Bjarni Benedikt og Sig-
urður Stefán. Fyrri kona Krist-
jáns er Sigrún Vallaðsdóttir,
Reykjavík. Þeirra dætur eru:
Ólöf, í sambúð með Pétri Vil-
hjálmssyni, og Kristín Rut. d)
Björn Agúst, f. 23.1. 1963, pípu-
lagningameistari í Kópavogi,
kvæntur Elísu Nielsen Eiríksdótt-
ur, Kópavogi. Þeirra börn eru:
Þorsteinn Atli, Hákon Davíð, Kar-
en Ósk, Ágúst Kaj og Jóel Dan. e)
María Kristín, f. 15.9. 1968, há-
skólanemi í Kaupmannahöfn, gift
Robert Shrivers frá Chicago.
Þeirra sonur er Steven Björn
Lacy. 3) I.ilja, f. 15.12.1937, gjald-
keri í Garðabæ. Fyrri maður Lilju
var Sveinn Eggertsson. Sonur
þeirra er Smári Grétar, f. 26.8.
1959, íjármálastjóri, Garðabæ.
Sambýliskona hans er Ragnhildur
Sigurðardóttir. Þeirra börn eru
Sigurður Sveinn, Lilja Dís og
Brynja Lind. Smári á soninn
Baldvin Mar með Rut Baldvins-
dóttur. Seinni maður Lilju var
Pétur H. Pétursson, starfsmaður
ESSO. Sonur þeirra er Hafsteinn
Þór, f. 3.3.1971, rafvirkjameistari
í Garðabæ, kvæntur Kristbjörgu
Ágústsdóttur. Börn þeirra eru:
Laufey Lilja og Ágúst Þór.
títför Ágústu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
komast í bærileg efni af búskap sín-
um. Um bú þeirra mátti segja að þar
væru tvö höfuð á hverri skepnu.
Tvisvar varð bú þeirra að víkja fyrir
útþenslubyggð. _ Meðallandið er
skjaldarlaga. Á aðra hönd ar
Atlantshafið en Kúðafljót á hina.
Hið efra eru hraunin miklu, kunnar
eru þessar rúmlega 200 ára gömlu
hamfarir. Magnús, bróðir Ágústu,
sagði mér eitt sinn að þá hefðu orðið
eftir tvær ættir í Meðallandinu,
„mín ætt og Ormsættin“. Gegnum
tíðina höfðu Meðallendingar bjarg-
að skipbrotsmönnum og hlúð að
þeim. Áuðvitað voru heimamenn öf-
undaðir af ströndunum. Franskir
duggarar hafa farið langt með að éta
fátækt fólk á húsgang. Meðallend-
ingar voru skipaðir vörslumenn á
strandstað og hafa sjálfsagt fengið
einhverja umbun fyrir. Kannski var
vínáma og koníakskútur látinn
liggja milli hluta að ógleymdu hinu
fræga kexi.
Magnús vann eitt sinn að því að
bjarga áhöfn togara í strandi og síð-
an að koma skipinu á flot eftir að
tæknimenn höfðu horfið frá. Launin
fyrir mannhættuna og hugvitið var
skjal er barst síðar austur þangað.
Raunar frá Bretadrottningu. Björg-
unarlaunin munu hafa runnið til
Gæslunnar.
Því er þetta innskot sett að nokk-
uð lýsir aðstæðum þessa fólks og
viðhorfum. Hetjur hversdagsins
ganga fram án hávaða.
„Frelsi, jafnrétti og bræðralag"
hafa orðið kveikjan að byltingu
menningarþjóða. Orðin eru falleg á
prenti en þó er fegurra að lifa eftir
þeim án þess að hafa heyrt þeirra
getið.
Tvö börn gengu fjöru í Meðal-
landi, telpan móðurlausa og bróður-
sonur hennar. Drengurinn var þá
þegar farinn að halda ræður yfir
öðrum börnum, það var þeirra
kristnihald. Má vera að börnin hafi
beðið Himnaföðurinn um reka svo
ekki kæmu tómhent þeim. Mestur
reki á Islandi er hvalreki því hann
færði stundum heilu byggðarlagi
mat. Börnin hlutu bænheyi-slu en
með tilliti til aðstæðna. Þau gengu
fram á hnísu. Fenginn drógu þau
heim en þar var hann hlutaður í þrjá
parta, jafn mörg kot áttu fjöru-
gagnið.
Söguna þá arna hefi ég úr predik-
un konu minnar. Drengurinn í þess-
ari fjöruferð var sá sami er nú er
æðsti prestur þjóðar sinnar, dr. Sig-
urbjörn. Hann sagði frá uppruna
sínum, stöðu og störfum - í Vita - í
aprílmánuði 1959. Þar kom fram að í
hans byggðarlagi hefði verið fátt um
bækur. Meðallendingar fjölmenntu
þennan dag í Dómkirkjuna, þeirra
maður var vígður til biskups yfir ís-
landi. Þeir er fæðast uppi í sveit sem
varla getur talist búsældarleg bera
stundum annað svipmót en hinir er
alast upp á höfuðbólum þar sem fjöll
veita skjól. Kannski er skjólið mest í
manneskjunni sjálfri, að takast á við
erfiðleika og veita viðnám.
Ágústa var fremur lágvaxin kona
og áberandi holdgrönn. Átti sam-
kennd með öðrum, hlý og næm.
Skapið allmikið en án þótta. Hafði
stundum óþarfa áhyggjur af heilsu-
fari þessa stóra hóps sem börn
hennar voru orðin. Svo sem ekki
stórt á ferðinni þó að einhver fengi
innantöku.
Á ofanverðum dögum sínum út-
hlutaði Ágústa jólagjöfum, dálítið
myndarlegum. Fór þar upphæð eft-
ir ættliðum. Áætlanir hennar stóð-
ust. Hún vildi losna við það sem aðr-
ir kalla öryggi með innlögn í banka.
Sjálf lifði hún nærri meinlætum.
Innstæða hennar var fólgin í afkom-
endum sínum mörgum.
Okkur sem næst henni stóðu, af-
komendum og tengdafólki, flyt ég
frið og minni á þau dýrindi að hafa
notið samvista við þau hjón Ágústu
og Bögeskov. Þau eru okkur nærri
og við njótum öll af uppruna og
tengdum. Geymum öll minninguna
um telpuna úr Meðallandinu. Ætt-
móður ykkar, börnin góð. Uppruni
og ættartengsl verða með engu móti
frá okkur tekin.
ViðÞvergötunabjó
Bögeskó
danskurmaðurograk
ævintýrallralanda
einmittáþessum
stað:
Ijós með fáeinum kúm
ogkúamykju
advanda,
enhvaóumþað-
drengurinn undi sér
öllum stundum
í flór sem vai- miðdepill
mikilla tíðinda þá,
aðvísusoldiðáská
við skarkala heimsins og menning,
ánæstugrösum
við Þvergötu, þar sem hann
bjó
með foreldrum sínum og Finni
Einarssyni í sama húsi
og lék sér við h'tinn kálf
sem var því sem næst heilög þrenning
var veraldar uppsprettan sjálf:
Vatnsþró
þarsemsíðarvarsett
sandpokagötuvirki
og gasstöð með glæstum
vonum
og einkennilegur bfll frá Agli
Vilhjálmssyniogkó
og einstöku Ola sprottið
birki
hann fylgdist af forvitni bams
með fjósinu og Bögeskó
og fann sinn miðþyngdarstað
aðmestuleytiþjáhonum.
(Matthías Johannessen: Úr Morgni í maí)
Friður skilnings og sátta veri með
okkur öllum.
Björn Sigurðsson.
Hún Ágústa Bögeskov amma mín
er látin. Gústa amma eins og hún
var oft kölluð hafði ótal marga kosti
í fari sínu og ætla ég að nefna
nokkra þeirra hér á eftir. Sören
Bögeskov afi minn lést árið 1979 þá
var amma 69 ára gömul. Hún unni
honum ávallt vel og saknaði hans
sárt öll þessi ár, en núna eru þau
saman að nýju eftir tuttugu og eins
árs fjarveru, það er huggun harmi
gegn.
Eg minnist oft heimsókna minna
til ömmu í Safamýrina. Á þeim árum
var ég starfandi sem sölumaður og
það var alltaf gott að kíkja til Gústu
ömmu til að fá sér hressingu og
spjalla við hana. Alltaf var tekið á
móti manni opnum örmum og boðið
upp á bakkelsi og litla kók. Amma
sat alltaf í stólnum sínum og hafði
útvarpið sér við hlið og prjónaði. Ég
held að enginn hafi tölu á því hversu
margar peysur, sokka, vettlinga eða
húfur hún prjónaði á sinni lífstíð svo
mikill fjöldi var það. Hún var alla tíð
mjög mikil hannyrðakona og allt
sem hún prjónaði var fljótt að kom-
ast í réttar hendur. Ágústa var, eins
og áður sagði, alltaf með útvarpið
sér við hlið og fylgdist ávallt vel með
fréttum alveg fram á síðasta dag
þrátt fyrir háan aldur.
Aðfangadagskvöldin í Safamýr-
inni eru mér alveg ógleymanleg í
minningunni. Gústa amma var mjög
góð í matseldinni eins og allir vita er
til hennar þekktu. Það var ávallt
mikill spenningur að borða með fjöl-
skyldunni á aðfangadagskvöld í
Safamýiúnni. Hvílíkur jólamatur og
annan eins kvöldverð mun ég aldei
eiga eftir að bragða hvorki fyrr né
síðar. Amma var snillingur í að mat-
reiða svínasteik með puru ásamt
öðru góðgæti sem því fylgdi.
Þú varst alltaf svo blíð og góð við
mig og síðan Ólöfu konu mína og
dætur okkar og þín er sárt saknað af
okkur öllum. Með þessum orðum
kveð ég þig og veit að þér líður núna
vel með afa Bögeskov, sem tók á
móti þér opnum örmum. Hvíl í friði.
Björn Bögeskov Hilmarsson.
Hún amma litla er dáin, hún hefur
fengið langþráða hvíld. Hún hvílir
nú hjá honum afa, Guð geymi þau.
Amma var mjög lágvaxin og
grönn kona, ég var ekki nema svona
tíu ára þegar ég var orðin höfðinu
hærri en hún. Viðurnefnið amma
litla hentaði vel þegar talað var um
ömmu og þá var ekki einungis átt
við hæð hennar eða vaxtarlag, held-
ur einnig ýmislegt í fari hennar og
venjum, svo sem matarvenjur. Hún
borðaði alltaf alveg óskaplega lítið
fannst mér. Til gamans má nefna að
ein jógúrtdós eða skyrdós nægði
henni bæði í morgunmat og hádegis-
mat og kannski hálfur banani með,
þá var hún alveg pakksödd blessun-
in. Hún var hrifin af öllu litlu og
fíngerðu, ljósir og daufir litir þóttu
henni fallegastir. Ljósblár var henn-
ar uppáhaldslitur og hún vildi helst
klæðast fötum í þeim lit og hvítum.
Það var alltaf gott að koma til ömmu
í heimsókn í Safamýrina þar sem
hún bjó lengst af. Hún tók vel á móti
gestum og átti alltaf til sætindi og
litla kók í gleri í ísskápnum. Amma
var mikil prjónakona og lagði sjald-
an frá sér prjónadótið, það vantaði
ekki dugnaðinn í þeim efnum. Hún
prjónaði lopapeysur, ullarsokka,
húfur og vettlinga á alla fjölskyld-
una, það var nóg að leggja inn pönt-
un með svona viku fyrirvara og oft
var hún búin fyrir þann tíma. Hún
sat og prjónaði í körfustólnum sín-
um í eldhúsinu og hlustaði á útvarp-
ið og síðan við sjónvarpið á kvöldin.
Það var helst að hún tæki sér pásu
eftir hádegisskyrið þegar hún fékk
sér smáblund, það fannst henni
ósköp notalegt. Hún var árrisul,
ávallt komin á fætur um sjöleytið á
morgnana þannig að það var von að
hún væri orðin þreytt um hádegið.
Á jólunum var mikið um að vera í
Safamýrinni, þá kom öll fjölskyldan
saman á aðfangadag og borðaði
danskan svínahamborgarhrygg og
svínabógssteik með puru að hætti
ömmu. Mikill og góður matur eldað-
ur upp á danskan máta. Á undan var
grjónagrautur og möndlugjöf. Þá
var mikið fjör enda ansi fjölmennt
oft á tíðum og lætin eftir því. Fyrir
jólin hjálpaði ég ömmu mikið í seinni
tíð og við ákváðum saman jólagjafir
fyrir fjölskylduna. Við útbjuggum
innkaupalista og ég fór og verslaði.
Síðan pakkaði ég öllu inn og gekk
frá pökkunum, allt var mjög skipu-
lagt hjá okkur. Við tókum okkur
góðar pásur á milli og fengum okkur
blund eða spjölluðum og drukkum
ÁGÚSTA SIGURÐAR-
DÓTTIR BÖGESKOV
kók og ég borðaði sætindi. Amma
var ekki mikið fyrir sætindi, það var
helst að hún fengi sér After Eight úr
litla silfurvagninum sínum eða gulan
hálsbrjóstsykur sem hún átti alltaT
til, annars lét hún gestina um sæt-
indin.
Amma fylgdist vel með fréttum í
útvarpi, sjónvarpi og blöðum, hún
vissi alltaf hvað var að gerast hér á
landi og erlendis. Hún fylgdist einn-
ig vel með fjölskyldunni og vissi
hvenær allir áttu afmæli og hvað var
að gerast innan fjölskyldna. Það var
gott að geta spurt hana frétta og
hún hafði ávallt svör á reiðum hönd-
um. Hún var alltaf fyrst til að frétta
af væntanlegum giftingum, fæðing-
um og öðrum stórviðburðum innan
fjölskyldunnar og sá um að dreifii
slíkum fréttum og hafði gaman af.
Hún fylgdist grannt með sápuóper-
um í sjónvarpinu eins og Dallas og
Santa Barbara og var það okkar
sameiginlega áhugamál þegar ég
var yngri að missa ekki af neinum
þætti. Síðan spáðum við í þá og
spjölluðum tímunum saman þegar
ég kom í heimsókn, það voru miklar
pælingar hjá okkur vinkonunum.
Við áttum margar góðar stundii1
saman en ég var yngsta barnabarnið
hennar af tíu. Ég og mamma heim-
sóttum ömmu oftast annan hvern
dag og stundum á hverjum degi og
var þeim tíma vel varið. í seinni tíð
heimsótti ég ömmu reglulega á
Litlu-Grund og fylgdist vel með
henni í gegnum heimsóknir
mömmu. Það er margt sem kemur
upp í hugann þegar rifjaðir eru upp
gamlir tímar og margar góðar minn-
ingar. Blessuð sé minning þín, elsku
amma.
Hjördís Hilmarsdóttir.
í dag, þriðjudag, er elskuleg
amma mín, Ágústa Bögeskov, borin
til grafar. Ekki ætla ég að rekja ætt-
ir hennar né æviágrip, heldur reyna
að lýsa frá mínu eigin hjarta þeirfi
góðu konu sem hún svo sannarlega
var.
Ég var rétt á öðru ári þegar
amma og afi fluttu frá „gamla“ en
svo hefur æskuheimili móður minn-
ar í Kringlumýri verið kallað, svo
eðlilega fer ekki mikið fyrir heim-
sóknum þangað í minningunni. Þess
þá heldur minnist ég með söknuði
og hlýju heimsóknanna í Safamýri,
en móttökurnar voru ætíð höfðing-
legar, líkt og beðið hefði verið eftir
manni með spenningi.
Það var næsta öruggt að hún
amma kæmi sér fyrir í græna bast-
stólnum í eldhúskróknum, hlustaði
með öðru eyranu á útvarpið og léti
svona rétt syngja í prjónunum. Úfí-
lokað virtist að tæma smákökuboxið
og hún virtist halda lager af
konfektkössum, en þeir urðu ákaf-
lega vinsælir til gjafa, því gefandinn
var næsta öruggur um að fá að njóta
í engu minna en þiggjandinn.
Sumt breyttist aldrei í Safamýri
og mér virtist tíminn standa þar í
stað. Ekki veitti ég því minnsta
gaum þó amma bætti á sig einu og
einu ári, því allt hennar fas og svei
mér þá, útlit virtist alltaf eins.
Ef hægt er að tala um „ömmu-
hlutverk" og þá í bestu merkingu
þess orðs, er alveg ljóst að hún
amma mín rækti það hlutverk með
prýði. Aldrei varð ég var við bein af-
skipti hennar af uppeldi okkar
barnabarnanna, en þess þó heldur
fylgdist hún með af fullum áhuga og
athygli og tók þátt í gleði og sorg.
Élsku amma mín, þín mun ég
ávallt minnast með ást og hlýju. Guð
blessi þig og varðveiti.
Björn Ágríst Björnsson.
Elsku besta langamma. Við syst-
urnar söknum þín mjög mikið. Þú
varst alltaf svo góð við okkur og
gafst okkur kossa og nammi úr fal-
lega boxinu þínu. Við erum þakklát-
ar fyrir að hafa fengið að kynnaSt
þér og biðjum Guð að varðveita þig.
Við kveðjum þig með þessari litlu
bæn:
Leiddu mína litlu hendi
ljúfi Jesú þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu
blíði Jesú að mér gáðu.
Rakel Rut og María Mjöll.