Morgunblaðið - 04.07.2000, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 57
ÞJONUSTA/FRETTIR
Sveinfríður Olga Vemharðsdóttir umsjónakennari 7B, Sigurður
Tryggvi Tryggvason og Helgi Ámason skólastjóri Rimaskóla.
Hjólar frá Akureyri til Reykiavíkur
Æfing fyrir áheita-
ferðina verður í dag
STUÐLAR, Meðferðarstöð fyrir unglinga, Fossaleyni 17,
uppl. og ráðgjöf s. 567-8055.
VÍMULAUS ÆSKA, foreldrahópurinn, Vonarstræti 4b.
Foreldrasími opinn allan sólarhringinn 581-1799. For-
eldrahúsið opið alla virka daga kl. 9-17, sími 511-6160 og
511-6161. Fax: 511-6162.
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561-6464 og grænt nr. 800-
6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að
tala við. Svarað kl. 20-23.
ÞUNGLYNDI; sjálfshjálparhópur fólks með þunglyndi
hittist alla mánudaga kl. 21 í húsnæði Geðhjálpar að
Túngötu 7. ________________________________
SJÚKRAHÚS heimsóknartímar
SKJÓL HJÚKRUNARHEIMILI. Fijáls aUa daga.
SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR. 7
FOSSVOGUR: Alla daga kl. 15-16 og 19-20 og e. samkl. A
öldrunarlækningadeild er frjáls heimsóknartími e.
samkl. Heimsóknartími bamadeildar er frá 15-16 og
frjáls viðvera foreldra allan sólarhringinn. Heimsóknar-
tíini á geðdeild er frjáls. _______________
GRENSÁSDEILD: Mánud.-fóstud. kl. 16-19.30, laugard.
og sunnud. kl. 14-19.30 og e. samkl.
LANDAKOT: A öldrunarsviði er frjáls heimsóknartími.
Móttökudeild öldrunarsviðs, ráðgjöf og tímapantanir í s.
525-1914._____________________________________
ARNARHOLT, Kjalarnesi: Fijáls heimsóknartími.
LANDSPÍTALINN: Kl. 18.30-20.
BARNA- OG UNGLINGAGEÐDEILD, Dalbraut 12: Eftir
samkomulagi við deildarstjóra.
BARNASPÍTALIHRINGSINS: Kl. 15-16 eða e. samkl.
GEÐDEILD LANDSPÍTALANS KLEPPI: Eftir sam-
komulagi við deildarstjóra.
GEÐDEILD LANDSPÍTALANS Vífilsstöðum: Eftir sam-
komulagi við deildarstjóra.
KVENNADEILD, KVENLÆKNINGADEILD: Kl. 18.30-
20.
SÆNGURKVENNADEILD: Kl. 14-21 (feður, systkini,
ömmur og afar).
VÍFILSSTAÐASPÍTALI: Kl. 18.30-20.
SUNNUHLÍÐ hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heimsóknar-
tími kl. 14-20 og eftír samkomulagi.
ST. JÓSEFSSPÍTALIHAFN.: Alla daga kl. 15-16 og 19-
19.30.
SJÚKRAHÚS SUÐURNESJA, KEFLAVÍK: Heimsóknar-
tími a.d. kl. 15-16 og kl. 18.30-19.30. A stórhátíðum kl. 14-
21. Símanr. sjúkrahússins og Heilsugæslustöðvar Suð-
umesjaer 422-0500.
AKUREYRI - SJÚKItAHýSIÐ: Heimsóknartími aUa daga
ld. 15.30-16 og 19-20. A bamadeild og hjúkrunardeild
aldraðra Sel 1: kl. 14-19. Slysavarðstofusími frá kl. 22-8,
s. 462-2209._______________________________
BILANAVAKT____________________________________
VAKTÞJÓNUSTA. Vegna bUana á veitukerfí vatns og
hitaveitu, s. 552-7311, kl 17 tíl kl. 8. Sami sími á helgi-
dögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 568-6230. Kópavog-
ur: Vegna bilana á vatnsveitu s. 892-8215. Rafveita Hafn-
arfjarðar bilanavakt 565-2936 _______________
SÖFN
ÁRBÆJARSAFN: Safnið er opið í júní, júlí og ágúst sem
hér segir: laug-sun ld. 10-18, þri-fóst kJ. 9-17. A mánu-
dögum em aðeins Árbær og kirkja opin frá kl 11-16.
Nánari upplýsingar í síma 577-1111.
BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR: Aðalsafn, Þing-
holtsstræti 29a, s. 552-7155. Opið mán.-fím. kl. 10-20,
fóstud. kl. 11-19.
BORGARBÓKASAFNIÐ í GERÐUBERGI3-5, mán.-fim.
kl. 10-20, fóst 11-19. S. 557-9122.___________
BÚSTAÐASAFN, Bústaðakirkju, mán.-fim. 10-20, fóst. 11-
19. S. 553-6270.___________________________
SÓLHEIMASAFN, SóUieimum 27, s. 553-6814. Opið mán.-
fím. 10-19, fóstud. 11-19.
GRANDASAFN, Grandavegi 47, s. 552-7640. Opið mán. kl.
11-19, þrið.-fóstkl. 15-19.
SEUASAFN, HólmaseU 4-6, s. 587-3320. Opið mán. kl. 11-
19, þrið.-fóstkl. 11-17.
FOLDASAFN, Grafaivogskirkju, s. 567-5320. Opið mán.-
fím. kl. 10-20, fóst kl. 11-19.
BÓKABÍLAR, s. 553-6270. Viðkomustaðir víðsvegar um
borgina.
BÓKASAFN DAGSBRÚNAR: Skipholti 50D. Safnið verð-
ur lokað fyrst um sinn vegna breytinga.
BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR: Opið mán.-fóst 10-
20. Opið laugd. 10-16 yfir vetrarmánuði.
BÓKASAFN KÓPAVOGS, Fannborg 2-5: Mánud.-fímm-
tud. kL 10-21, fóstud. kl. 10-17, laugard. (1. okt-30. ap-
rfl)kl. 13-17.
BÓKASAFN SAMTAKANNA ’78, Laugavegi 3: Opið
mán.-fím. kl. 20-23. Laugard: kl. 14-16.
BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR, Tryggvagötu
15: Opið mánudaga til fóstudaga kl. 9-12 og íd. 13-16.
Sími 563-1770. Sýningin .Jdundu mig, ég man þig“ á 6.
hæð Tryggvagötu 15 er opin alla daga kl. 13-17 og á
fimmtudögum kl 13-21. Aðgangur ókeypis.
BYGGÐASAFN ÁRNESINGA, Húsinu á Eyrarbakka:
Húsinu á Eyrarbakka: Opið apríl, maí, september og
október frá kl. 14-17 laugardaga og sunnudaga. Júní, júlí
og ágúst frá kl. 9-12 og 13-18 alla daga vikunnar. Á öðr-
um tímum er opið eftir samkomulagi. Uppl. í s: 4831504
og8917766. Fax: 4831082. www.south.is/husid.__
BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR: Sívertsen-hús,
Vesturgötu 6,1. júní - 30. ágúst er opið alla daga frá kl.
13-17, s: 555-4700. Smiðjan, Strandgötu 60,16. júní - 30.
september er opið alla daga frá kl. 13-17, s: 565-5420.
Siggubær, Kirkjuvegi 10,1. júní - 30. ágúst er opið laug-
ard.-sunnud. kl. 13-17. Skrifstofur safnsins verða opnar
alla virka daga kl. 9-17.
BYGGÐASAFNIÐ í GÖRÐUM, AKRANESI: Opið kl.
13.30-16.30 virka daga. Sími 431-11255.
FJ ARSKIPT AS AFN LANDSSÍMANS, Loftskeytastöðinni
v/Suðurgötu: Opið á þriðjud., fimmtud. og sunnud. frá kl.
13-17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir sam-
komulagi.
FRÆÐASETRIÐ f SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði,
sími 423-7551. Bréfsími 423-7809. Opið alla daga kl. 13-
17 og eftir samkomulagi.
GAMLA PAKKHÚSIÐ í Ólafsvík er opið alla daga í sumar
frákl.9-19.________________________________
GOETHE-ZENTRUM: Lindargötu 46, Reykjavík. Lokað
vegna sumarleyfa til og með 14. ágúst Sími 651-6061.
Fax: 552-7570.
HAFNARBORG, menningar og listastofnun Haínarfjarðar
opin alla daga nema þriðjud. frá kl. 12-18.
LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKA-
SAFN: Opið mán.-fóst kl. 9-17. Laugd. 10-14. Lokað á
sunnud. Þjóðdeild og handritadeild eru lokaðar á laug-
ard. S: 525-6600. Bréfs: 525-5615.
LISTASAFN AHNESINGA, Tiyggvagötu 28, Sclfossi:
Opið eftir samkomulagi. S. 482-2703.
LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: SatniS er opið aUa
daga nema mánudaga frá kl. 14-17. Höggmyndagarður-
inn er opinn alla daga.
LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir,
kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11-17, lokað
mánudaga. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leið-
sögn: Opið alla virka daga kl. 8-16. Bókasafn: Opið þriðj-
ud.-fóstud. kl. 13-16. Aðgangur er ókeypis á miðvikudög-
um. Uppl. um dagskrá á intemetinu:
http/Avww.natgall.is
LISTASAFN KÓPAVOGS - GERÐARSAFN: Opið dag-
lega kl. 11-17 nema mánud. A fimmtud. er opið til kl. 19.
LISTASAFN REYKJAVÍKUR -Kjarvalsslaðin Opið dag-
lega frá kl. 10-17, miðvikudaga kl. 10-19. Safnaleiðsögn
Ú. 16 á sunnudögum.
LISTASAFN REYKJAVÍKUR - Hafnarhúsið við
Tryggvagötu: Opið daglega kl. 11-18, fimmtud. kl. 11-19.
LISTASAFN REYKJAVÍKUR -
Ásmundarsafn í Sigtúni: Opið daglega kl. 10-16. Leiðsögn
er veitt um öll söftiin fyrir hópa. Bókanir í síma 552-6131.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið
daglega kl. 14-17 nema mánudaga Upplýsingar í síma
553-2906.
LISTASAFNIÐ á Akureyri: Opið þriðjud-fímmtud. kl. 14-
18, fóstud. og laugard. kl. 14-22. Sunnud. kl. 14-18.
UÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Borgartúni 1. Opið
afla daga frá kl. 13-16. Sími 563-2530.
LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjamamesi. Opið
laug., sun., bri. og fim. kL 13-17. Hópar geta skoðað safn-
ið eftír samkomulagi.
MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri, Að-
alstrætí 58, Akureyri. S. 462-4162. Ópið frá 16.9.-31.5. á
sunnudögum milli kl. 14-16. Einnig eftir samkomulagi
fyrir hópa. Skrifstofur opnar virka daga kl. 8-16.
MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum
1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-
17 tíl 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má
reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn
eldri borgara. Safhbúð með minjagripum og handverks-
munum. Kaffi, kandís og kleinur. Sími 471-1412, netfang
minaust@eldhomjs.
MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/
Elliðaár. Opið á sunnudögum kl. 15-17 og eftir sam-
komulagi.S. 567-9009.
MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor-
steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Saftiið er opið maí-sept.
kl. 13-17 alla daga. Hægt er að panta hjá safnverði á öðr-
um tímum í síma 422-7253.
IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá
1. júní til 31. ágúst kl. 14-18, en lokað á mánudögum.
Sími 462-3550 og 897-0206.
MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein-
holti 4, sími 569-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðr-
um tíma eftir samkomulagi.
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi
12. Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630.
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu
116 em opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugara. kl.
13.30-16.__________________________________
NESSTOFUSAFN er opið á þriðjud., fimmtud., laugard. og
sunnud. kl. 13-17.
NORRÆNA HÚSH). Bókasafnið opið mán.-sun. 12-17.
Sýningarsalur opinn þri.-sun. kL 12—17, lokað mán. Kaff-
istofan opin mán.-laug. kl. 8-17, sun. kl. 12-17. Skrifstof-
an opin mán.-fóst kl. 9-16, lokað 20.-24.4. Sími 551-7030,
bréfas: 552-6476. Tölvupóstun nh@nordice.is - heima-
síða: hhtpv/www.nordicais.
RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum v/Stokkseyri: Opið frá kl.
13-18 laugardaga og sunnudaga á tímabilinu 1. júlí til
ágústloka. UppL í s: 486 3369.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s.
551-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum.
Stendur til marsloka. Opin laugard. og sunnud. kl. 13.30-
16.
SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafharfirði, er
opið alla daga frá kl. 13-17, fram til 30. september. Símik
sýningar: 565-4242. Skrifstofa Lyngási 7, Garðabæ, s:
530-2200, netfang: aog@natmus.is.
SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS-
SONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. frá kl. 13-
17. S. 5814677.
SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Opið aprfl, maí,
september og október frá kl. 14-17 laugardaga og sunnu-
daga. Júníjúh' og ágúst frá kl. 9-12 og 13-18 alla daga
vikunnar. A öðrum tímum er opið eftir samkomulagi.
Uppl. í s: 483 1165 og 861 8678. Fax: 483 1145. www.ar-
borg.is/sjominjasafn._______________________
ÞURÍÐARBÚÐ á Stokkseyri: Opið aUa daga. Uppl. eru
veittar hjá Sjómiiyasaftiinu á Eyrarbakka. S: 483 1165
og 8618678. ____________________________
SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10-18.
Sírni 435-1490.________________________________
STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Ámagarði v/Suður-
götu. Handritasýning er opin 1. júní til 31. ágúst daglega
kl. 13-17.
STEINARÍKIÍSLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga kl.
13-18 nema mánudaga. Sími 431-5566.
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Sýningarhúsnæði saftisins
er lokað vegna endurbóta.
ÞJÓÐMENNINGAHÚSIÐ Hverfisgötu 15, Reykjavík.
Menningasögulegar sýningar. Veitingastofa. Verslun.
Fundarstofur tilleigu. Opið alla daga frá kl. 11-17. Sími
545-1400.
AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga til fóstu-
daga kl. 10-19. Laugard. 10-15.
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið áUa daga frá kl. 14-
18. Lokað mánudaga.
NATTÚRUGRIPASAFNIÐ á Akureyri, Hafoarstræti 81.
Opið alla daga frá kl. 10-17. Sími 462 2983.
NONNAHÚS, Aðalstrætí 54. Opið a.d. kL 10-17 frá 1. júní -
1. sept Uppl. í síma 462-3555.
NORSKA HÚSIÐ í STYKKISHÓLMl: Opitl daglcga f sum-
ar frá kl. 11-17.
ORÐ PAGSINS__________________________________
Rcylgavík sírai 551-0000.
Akureyri s. 462-1840.
SUNPSTAÐIR
SUNDSTAÐIR í REYKJAVÍK: Sundhöllin er opin v.d. kl.
6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Vesturbæjarlaug er opin v.d.
6.30- 22, helgar 8-20. Laugardalslaug er opin v.d. 6.50-22,
helgar 8-20. Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.50-22, helg-
ar kl. 8-20. Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30,
helgar kl. 8-22. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30,
helgpr kl. 8-22. Kjalarneslaug opin v.d. 15-21, helgar 11-
17. A frídögum og hátíðisdögum verður opið eftir nánari
ákvörðun hveiju sinni. Upplýsingasími sunstaða í
Reykjavíker 570-7711.
SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin virka daga 6.30-22.
Laugd. og sud. 8-18 (vetur) 8-19 (sumar).
GARÐABÆR: Sundlaugin opin mán.-fost 7-20.30. Laugd.
og sud. 8-17. Sölu hætt hilftima fyrir lokun.
HAFNARFJÖRDUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-fósL 7-21.
Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll Hafnaríjarðar: Mád.-
föst 6.30-21. Laugd. og sunnud. 8-12.
VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl.
6R0-7.45 og kl. 16-21. Um helgar M. 9-18._
SUNDLAUGIN f GRINDAVÍK:Opið alla virka daga kl. 7-
21 og kl. 11-15 um helgar. Sími 426-7555.
SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-8.30 og 14-22,
helgar 11-18.
SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mánud.-föstud. kl.
7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16.
SUNDLAUGIN f GARÐI: Opin mán.-fóst kl. 7-9 og 15.30-
21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300.
SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard.
og sunnud. kL 8-18. Sími 461-2532.
SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mán.-föst 7-
20.30. Laugard. og sunnud. kl. 8-17.30.
JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mán.-fóst 7-
21, laugd. og sud. 9-18. S: 431-2643.
BLÁA LÓNID: Opið v.d. kl 11-20, helgar kl. 10-21.
UTIVISTARSVÆÐI_______________________________
FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐURINN er opinn
alla daga kl. 10-18. Kaffihúsið opið á sama tíma. Sími
5757-800.
VIÐ skólaslit í Rimaskóla 31. maí
sl. vakti Helgi Árnason skólastjóri
athygli nemenda á framtaki Sig-
urðar Tryggva nemanda í 7.B að
hjóla frá Akureyri til Reylgavíkur
og safna áheitum til styrktar MS fé-
lagi íslands.
Skólasfjóri sagðist vera stoltur af
þessum nemanda skólans og kenn-
arar og nemendur myndu að sjálf-
sögðu fylgjast af áhuga með ferða-
lagi Sigurðar þegar að ferðinni
kæmi.
I tilefni af þessu vildi skólinn
heita á hann og MS félagið 25.000
krónum og sýna þar með í verki að
skólinn stæði með sínum nemend-
um ef það mætti verða þeim til
hvatningar. Það var umsjónar-
kennari Sigurðar til fjögurra ára,
Sveinfríður Olga Vemharðsdóttir,
sem afhenti honum skjal þessu
áheiti til staðfestingar. Þess má
geta að þetta er fyrsta áheitið. Það
er Mjólkurbú Flóamanna sem er
aðalstyrktaraðilinn að þess fram-
taki og íslensk erfðagreining
styrkti Sigurð með hjóli og þjálfun
fyrir ferðina.
í dag, þriðjudaginn 4. júlf, hjólar
Sigurður í æfmgaferð til Selfoss frá
Reykjavík til að þakka Mjólkurbúi
Flóamanna fyrir sig. Ferðin hefst
siðan sunnudaginn 9. júlí frá Akur-
eyri þar sem félagar í MS félaginu
fyrir norðan munu fylgja úr hlaði
og endar við Perluna í Reykjavík
kl. 12 á hádegi föstudaginn 14. júlí.
Aðalfundur
Félags áhuga-
manna um
heimspeki
AÐALFUNDUR Félags áhuga-
manna um heimspeki fer fram í stofu
301 í Nýja-Garði miðvikudaginn 5.
júlíkL 20.
Á aðalfundinum verða venjuleg
aðalfundarstörf auk þess sem um-
ræða verður um næsta starfsár. Allir
í Félagi áhugamanna um heimspeki
eru velkomnir.
Opin æfíng hjá
Drengjakór
Laugarnes-
kirkju
DRENGJAKÓR Laugarneskirkju
er nú á sínu 10 starfsári. Kórfélag-
ar eru 31, á aldrinum 8-14 ára auk
9 drengja, á aldrinum 17-20 ára,
sem eru í deild eldri félaga.
Stjórnandi kórsins er Friðrik S.
Kristinsson. Björk Jónsdóttir
söngkona sér um raddþjálfun og
Peter Máté er undirleikari kórs-
ins.
Hinn 6. júlí nk. er kórinn á leið í «
söngferðalag til Austurríkis þar
sem kórinn tekur þátt í mikilli
tónlistarhátíð í Vín. Einnig mun
kórinn koma fram í Graz og Salz-
burg. Af þessu tilefni mun
Drengjakórinn hafa opna æfingu í
Laugarneskirkju miðvikudaginn 5.
júlí kl. 20. Allir eru velkomnir að
koma og hlýða á lokaæfingu kórs-
ins fyrir Austurríkisferðina.
LEIÐRÉTT
Röng endurbirting
Minningargrein eftir veiðifélaga
og vini um Bjarna Viðar Magnússon,
sem birtist á blaðsíðu 38 í Morgun- >
blaðinu 25. júní, var endurbirt fyrir
mistök á blaðsíðu 41 í blaðinu 2. júlí
undir röngu höfundarnafni. Hlutað-
eigendur eru beðnir afsökunar á
þessum mistökum.
Harður heimur tískunnar
Við vinnslu á greininni „Harður
heimur tískunnar“ eftir Bergljótu
Ingólfsdóttur, sem birtist í Morgun-
blaðinu laugardaginn 24. júní síðast-
liðinn, urðu þau mistök að orðið
„ekki“ féll úr síðustu málsgreininni
sem gjörbreytti merkingunni. Rétt -
er málsgreinin svohljóðandi:
„Eftir sjö mánaða rannsókn á
ýmsum sviðum innan tískugeirans,
viðtöl við mikinn fjölda fólks, þar á
meðal við þriðja tug fyrirsætna, kom
margt í ljós sem ekki þótti til fyrir-
myndar.“
Er beðist velvirðingar á þessum
mistökum.
Dagbók lögreglunnar
Róleg helgi í Reykjavík
UM FREKAR rólega helgi var að
ræða hjá lögreglu hvað varðar lög-
gæslu í borginni. Mikill viðbúnaður
var í tengslum við Kristnitökuhá-
tíðina og gekjk umferðarskipulag
vel fyrir sig. Á föstudagskvöld fór
að bera á mikilli umferð út úr borg-
inni bæði á Suðurlandsvegi og
Vesturlandsvegi. Menn virðast
einnig hafa notið veðurblíðunnar í
borginni því á sunnudag var svo
mikil umferð um Nauthólsvík að
loka þurfti fyrir umferð að svæðinu
í klukkustund vegna umferðaröng-
þveitis. Nokkuð bar á ölvun síðdeg-
is á föstudag í miðborg Reykjavík-
ur og voru sjö aðilar sem allir eru
góðkunningjar lögreglu handtekn-
ir sökum ölvunarástands og fluttir
á lögreglustöð þar sem þeir gistu
fangageymslur.
Eignaspjöll
Á föstudag sást til manns er
hafði hent blómapotti í framrúðu
bifreiðar í vesturbænum, þrátt fyr-
ir leit um nágrennið fannst maður-
inn ekki. Á sunnudagsmorgun var
maðm’ handtekinn eftir að hafa
unnið skemmdir á fólksbifreiðum í
Laugardal. Á laugardag var til-
kynnt um mann er gengi berserks-
gang í söluturni í miðbænum. Hafði
hann meðal annars brotið gler í af-
greiðsluborði. Var maðurinn hand-
tekinn og fluttur á lögreglustöð þar
sem hann var vistaður í fanga-
geymslu. Góðkunningi lögreglunn-
ar var handtekinn á Eiðistorgi á að-
faránótt sunnudags eftir að hafa
30. júnítil 2. júlí
verið staðinn að því að hleypa lofti
úr hjólbörðum bifreiða. Var hann
fluttur á lögreglustöð og vistaður í
fangageymslu.
Ofbeldisbrot
Á föstudagskvöld var tilkynnt
um líkamsárás í Breiðholti, hafði
maður verið sleginn og var hann
fluttur á slysadeild Landspítala
með sjúkrabifreið. Á laugardags-
morgni barst tilkynning um mann
sem hafði orðið fyrir líkamsárás í
miðborginni, hafði hann verið skall-
aður í andlitið og laminn með
flösku. Maðurinn var fluttur á
slysadeild. Maður var handtekinn á
laugardagsmorgni eftir að hafa
ógnað fólki með hníf á Lækjar-
torgi, maðurinn var vistaður í
fangageymslu.
Fíkniefnamál
Bifreið var stöðvuð í hefðbundnu
eftirliti á föstudagskvöld, við leit í
bifreiðinni fundust ætluð fíkniefni.
Var aðili í bifreiðinni handtekinn
vegna málsins og fluttur á lög-
reglustöð til skýrslutöku.
Umferðarmál
38 ökumenn voru um helgina
kærðir fyrh’ of hraðan akstur. í
mörgum tilvikum var um að ræða
ofsaakstur innan borgarinnar.
Þannig var mjög mikill ökuhraði
áberandi í þeim verkefnum lög-
reglu er lúta að eftirliti með hrað-
akstri. Á föstudagskvöld var öku-
maður stöðvaður eftir að hafa ekáð
um Kringlumýrarbraut á 135 km
hraða en á þeim vegarkafla sem
hann ók eru 70 km hámarkshraði.
Einn var stöðvaður eftir akstur bif-
reiðar um Breiðholtsbraut á 150
km hraða á klukkustund^ en
hámarkshraði þar er 70 km. Á að-
faranótt laugardags var ökumaður
stöðvaður eftir að hafa mælst aka á
128 km hraða um Gullinbrú en þar
er leyfilegur hraði 50 km. Ellefu
ökumenn voru kærðir vegna gruns
um ölvun við akstur.
Annað
Á föstudagskvöld slasaðist flug-
maður á vélknúnum svifdreka á
Sandskeiði. Slysið átti sér með
þeim hætti að drekinn steyptist eft-
ir flugtak og rakst annar vængur-
inn í jörðina og við það hrapaði svif-
drekinn. Aðfaranótt laugardags
voru höfð afskipti af þremur stúlk-
um sem ekki höfðu aldur til vistar á
vínveitingahúsi, þeim var ekið heim
og rætt var við foreldra. Ungur
maður sem var ósáttur við þessi af-
skipti réðst að lögreglumönnum og
lögreglubifreið með þehn afleiðing-
um að beygla kom á lögreglubif-
reiðina. Hann var fluttur á lög-
reglustöð og sóttur þangað af
foreldrum.Tveir 15 ára piltar voru
færðir á lögreglustöðina aðfaranött
sunnudags en þeir höfðu undir
höndum um lítra af landa. Dreng-
irnir voru sóttir af forráðamönnum.