Morgunblaðið - 04.07.2000, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 04.07.2000, Qupperneq 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens é6 SKREPP í HEIMSÓKN TLL MÖMMU. Ferdinand Ég trúi því ekki en í raun sakna ég þess að vera ekki í skólanum. I KNOU) UJHAT VOli MEAK., OF C0UR5E, IF UJE OJERE IN 5CH00LRI6HT N0U),Y0U'P PROBABLY BE A5LEEP... Ég veit hvað þú átt við. Ef við værum í skólanum einmitt núna þá værir þú líklega sofandi. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Klúður, klúður - Svona gera menn ekki Frá Arnari Pálssyni: SÓLBJARTUR laugardagur hinn 1. júlí ... Kristnitökuhátíð ... Um 15 þús. manns mætt fyrri dag há- tíðarhalda, til að staðfesta kristni- töku þjóðarinnar á helgasta stað þjóðarinnar, Þingvöllum. Fórnfúsir listamenn leggja fram framlag sitt til að fullkomna þessa hátíð, „þjóð- hátíð fólksins“ eins og hr. biskup orðaði það svo snyrtilega í út- varpsviðtali fyrr um daginn og gat eigi gert upp á milli atriða hátíðar- innar. „Gospel“-tónleikar á stóra sviði hátíðarinnar, haldnir kl. 20:30 í beinni útsendingu Ríkissjónvarp- sins. Fríður flokkur kvenradda leggur af stað frá Reykjavík, kl. 16:30 frá Háteigskirkju til að leggja fram sinn skerf til kristni- hátíðar með þá vissu eina í fartesk- inu að einungis sé tryggt far til helgasta staðar þjóðarinnar, Þing- valla, og með bros á vör til maka sinna, að þeir sjái til þess að þeir nálgist þessar elskur að athöfn lokinni. Engillinn kvaddur og síð- ast talast um að einkabíllinn verði notaður til að ná í viðkomandi elsku að athöfn lokinni vegna óvis- sunnar um far til baka. Kl. 20:30 er lagt af stað til að uppfylla óskir elskunnar og haldið sem leið liggur til Þingvalla. Við Þingvallaafleggjara við Mosfells- sveit. STOPP! „Svartstakkur" þjóðkirkjunnar þessa helgi (í dag- legu tali nefndur ríkislögregla) meinar alla umferð til Þingvalla. Aðspurð, fyrirskipun frá kristni- tökuhátíðarnefnd. Bendir kurteis- lega á, að símanúmer kristnitöku- hátíðarnefndar, 5752000, gefi leyfi til undanþágu fyrir þá sem þurfa að komast til Þingvalla. Hringt á staðnum, símsvari svarar að skrif- stofan sé opin frá kl. 9:00 til 12:00 og frá kl. 13:00 til 17:00. Vísað er á síma umferðarráðs varðandi um- ferð til og frá Þingvöllum. Svar hjá þeim að lokað sé til Þingvalla á öll- um leiðum frá kl. 16:00 til 23:00 þennan dag og eingöngu heimiluð umferð frá Þingvöllum þessar sex. Enginn fulltrúi kristnitökuhátíðar- nefndar til að svara um leyfi. Eng- inn til að gefa undanþágu um inn- komu á svæðið. Góð ráð dýr, engillinn ástsæli veglaus á kristni- tökuhátíð, hefur þá þegar lagt fram sinn skerf til „þjóðhátíðar" kristnitökuhátíðarefndar og hr. biskups þjóðkirkjunnar, en er veg- laus til baka. Makinn eirðarlaus yfir að geta ekki staðið við gefin loforð til elsk- unnar sinnar. Niðurbrotinn yfir því að hans elskaða land er allt í einu hertekið af kristnitökuhátíðar- nefnd og frelsi hans sem einstakl- ings til athafna og fijálsra ferða um sitt ástkæra þjóðland heft á hinn helgasta stað, þjóðarinnar, Þingvelli. Upp í hugann kemur orðið klúður! Svona gera menn ekki. Síðan bankar systir „reiði" upp á í huganum þegar hugleiddur er sá kostnaður sem hann og sam- borgarar hans munu þurfa að greiða af skattfé sínu. Yfir 300 mil- ljónir ... Klúður og aftur klúður ... er fyrsta hugsun við afneitun full- trúa kristnitökuhátíðarnefndar. Aðgöngumiðinn! Miðað við fyrstu gesti „þjóðhátíðar" hr. biskups og kristnitökuhátíðarnefndar 20.000 kr. að minnsta kosti. Dýr myndi Hafliði allur kveðinn vera. Var ein- hver að tala um hátt verð á tón- leika Eltons John á dögunum? Og svo getur kristnitökuhátíðamefnd ekki tryggt flytjendum „englar- adda kristnitökunnar" öruggt far til heimkynna sinna að afloknum flutningi. Klúður, dæmalaust klúð- ur er orðið, sem hægt er að við- hafa yfir þessa sjálfumdæmdu há- tíð kristinna manna á íslandi. Er nema von að þjóðarsálin hafi haft fyrirvara um að nema land þessa helgi á Þingvöllum og samfagna stjórnendum þjóðarinnar um stað- festu kristnitöku á íslandi. Það sem að ofan er ritað er lítil dæmi- saga samborgara sem hann upp- lifði, vegna loforðs sem hann hafði gefið elskunni sinni í góðri trú að geta uppfyllt. Þegar þessi grein er rituð nálægt miðnætti þessa ann- ars sólbjarta dags hefur elskan hans enn ekki gefið sig fram á heimilinu, en í tilbeiðslu til almætt- isins að vel muni enda framlag hennar og heimkoma vegna „þjóð- hátíðar" hr. biskups, leggst bréf- ritari til hvílu og biður systur „reiði" að hemja sig, fullviss að Guðs útvaldir fulltrúar þjóðkirkj- unnar hafi greinargóð svör sem og aðrir ábyrgir ráðamenn þessarar þjóðar. Bréfritari skorar á kristnitöku- hátíðarnefnd og ráðamenn að birt- ar verði opinberlega niðurstöður á kostnaðardreifingu þess fjár sem þjóðin og skattborgarar hafa lagt í þessa „þjóðhátíð" kristinna manna á íslandi. Guð fyrirgefi ykkur bruðlið, ráðamenn, ef rétt reynist með 300 milljónirnar. Efasemdir hvíla í huga bréfritara að þetta sé „Drottni, hinum hæsta“, þóknan- legt, meðan fréttir berast um neyð og bágindi minnihlutahópa, s.s. ör- yrkja og aldraðra, svo einhverjir séu nefndir. Sælir eru auðmjúkir, stendur í góðri bók. Mér hins veg- ar sárnaði að fá ekki uppfyllt lof- orð.er géfið var elskunni minni fyrr um daginn og upplifa heftingu á ferðafrelsi mínu sem borgari þessa lands. Ég mun auðmjúkur sætta mig við svör ráðamanna hirði þeir að svara opinberlega og mun ekki munnhöggvast frekar. Auðmjúkur sætti mig við orðinn hlut. Svona gera menn ekki. ARNAR PÁLSSON, Laufrima 16, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.