Morgunblaðið - 04.07.2000, Síða 63

Morgunblaðið - 04.07.2000, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4, JÚLÍ 2000 63, FÓLK í FRÉTTUM Heimildarmyndin „Hvað leynist í Snæfellsjökli?“ sýnd í Sjónvarpinu í kvöld Undir áhrifum frá Snæfellsjökli Leyndardómar Snæfellsjökuls eru til um- fjöllunar í mynd Asgeirs hvítaskálds sem frumsýnd verður í Sjónvarpinu í kvöld. Sunna Ósk Logadóttir sló á þráðinn til Kaupmannahafnar þar sem hann hefur búið undanfarin ár. ÁLFAR og tröll, hetjur og leyndar- mál Snæfellsjökuls eru meðal þeirra viðfangsefna sem rithöfund- urinn og leikstjórinn Ásgeir Þór- hallsson, nefndur hvítaskáld,_hefur fjallað um í myndum sínum. Ásgeir er búsettur í Kaupmannahöfn og verður mynd hans „Hvað leynist í Snæfellsjökli?" frumsýnd í Sjón- varpinu í kvöld. I henni er þess freistað að leita svara við spurning- um um leyndarmál Snæfellsjökuls; hvers vegna er staðurinn sveipaður dulúð? og hvert er raunverulega leyndarmálið? Óvæntir atburðir „Ég reyndi að kafa ofan í jökulinn og finna lausnina og það sem kom í ljós kom mér á óvart. Þessu reyni ég svo að segja frá í kvikmyndinni," útskýrir Ásgeir. Snæfellsjökull er án efa eitt fræg- asta náttúruundur á íslandi og jafnvel þótt víðar væri leitað og hafa heimsþekktir rithöfundar á borð við Jules Verne og Halldór Laxness gert hann að yrkisefni sínu. Ásgeir er handritshöfundur myndarinnar og leikstjóri en auk þess er hann sögumaður. Annað slagið birtist hann því í myndinni á sögufrægum stað, sjálfum Garði þar sem m.a. Jón Sigurðsson og Fjölnis- menn bjuggu er þeir dvöldu í Kaup- mannahöfn. „Þar er nú bókasafn og þar ríkir mjög sérstakt andrúms- loft. „Það var rétt eins og Jón Sig- urðsson og Fjölnismenn hafi verið á staðnum. Mjög athyglisvert,“ rifjar Ásgeir upp. Það var árið 1997 sem fyrstu upp- tökurnar af heimildarmyndinni voru gerðar. Þá tóku við tvö ár í að klippa myndina og snurfusa. „Ég fékk styrk frá danska kvikmynda- sjóðnum og fór við þriðja mann til Islands. Við dvöldum svo í fjórtán daga við jökulinn og upplifðum margt mjög skrítið og trúum á furðuhluti og hvað eina eftir dvölina við jökulinn. Ljósmyndarinn sem var með í för er berdreyminn og hann dreymdi á hverri nóttu hvað Bárður Snæfellsás lifir góðu lífi í hugum manna. myndi gerast við upptökur næsta dag og það gekk allt saman eftir.“ Ásgeir segist ekki hafa þekkt alla sögu jökulsins áður en á staðinn var komið og þótti t.d. mikið til um sögu Bárðar Snæfellsás. „Ég var með ákveðna hugmynd um hvað ég ætl- aði að gera og er ég kom á staðinn tók hún að mótast og á hana kom mynd.“ Hvað leynist í Snæfellsjökli byggist mikið upp á viðtölum við fólk sem býr undir jökli og aðra að- ila sem segja söguna. „Það var mjög athyglisvert að tala við fólkið sem býr við jökulinn. Það er greinilega undir áhrifum frá honum. Bárðar- saga Snæfellsáss kemur síðan inn í myndina; hvernig hann kemur til sögunnar en samkvæmt þjóðtrúnni er hann enn sofandi í jöklinum. Mér fannst athyglisvert að finna að sú saga er vöknuð á ný, ég hafði ekki búist við því. Fólkið sem býr undir jöklinum trúir á mátt hans. Sjómað- Ásgeir hvítaskáld fetar í fótspor Fjölnismanna og segir sögu Snæfells- jökuls frá bókasafninu á Garði í Kaupmannahöfn. urinn skírir bátinn Bárð, heitir á jökulinn og aflar vel.“ Lausnin kom upp úr jöklinum Myndin var frumsýnd í kvik- myndahúsi í Kaupmannahöfn og einnig hefur hún verið sýnd í dönsku sjónvarpi. En af hverju ákvað Ásgeir að gera heimildar- mynd um Snæfellsjökul? „Ég er ekki viss,“ svarar hann og hlær. „Ég var að gramsa í gömlum bíómynd- um og bókum og rakst þar á Jules Verne. Ég las söguna og áhuginn kviknaði. Eg vissi alltaf að það væri kraftur í jöklinum en vissi ekki hvers kyns hann væri fyrr en ég fór að rannsaka málið. Þá kom ýmislegt í ljós sem ég vissi ekkert um. Lausnin kom bara upp úr jöklinum eins og gamall draugur. Því meira sem við vorum á svæðinu og því fleiri viðtöl sem við tókum við fólk, varð þetta ljósara. Bæði ég og danski ljósmyndarinn sem var með í för urðum fyrir miklum áhrifum og það er óhætt að segja að þessi dvöl þarna undir jökli hafi bæði breytt lífi mínu og hans. Því að bæði ljós- myndarinn og ég hétum á aflið í jöklinum og draumur hans er búinn að rætast og minn draumur er að rætast." Er gott að vera kvikmyndagerð- armaður í Kaupmannahöfn nú ti¥ dags? „Bæði og. Það eru margar krónur í umferð en margir sækjast eftir þeim. En ég er frá íslandi og skrifa öðruvísi handrit og þeir virð- ast hafa svolítinn áhuga á því.“ Nýverið var frumsýnd í Kaup- mannahöfn önnur heimildarmynd eftir Ásgeir sem ber heitið „Trúir þú á álfa?“ „Hún er nokkurs konar framhald af myndinni um jökulinn, fjallar um álfatrú á íslandi. Danir trúa nú fæstir á svona lagað. Það er allt malbikað í Kaupmannahöfn og því ekkert pláss fyrir álfana." Um þessar mundir vinnur Ásgeir að stuttmyndaseríu, „Natten er farlig“ sem fjalla á um glæpi. „Ég er'" búinn að framleiða fyrstu myndina af þremur. Það byggir að hluta til á smásögum eftir mig, „Morðinginn gengur laus“ og „Svarti hundur“.“ Einnig er Ásgeir að vinna að heimildarmynd um Jens Kangkniv sem var nokkurs konar Hrói Höttur á Jótlandi á miðöldum. En Ásgeir hefur langt frá því sagt skilið við ísland og langar mikið til að gera leikna mynd á íslandi. „Það er draumurinn í framtíðinni," segir Ásgeir að lokum. Kr. 1.795,- Slönguhjól Claher Málband Stanley 5 nietrar T779ÍL Sláttuvél Murray 20’’ 3.5 hp Skráðu þig %> í vefklúbbinn www.husa.is HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.