Morgunblaðið - 04.07.2000, Síða 64
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000
FOLKI FRETTUM
MORGUNBLAÐIÐ
■ ■
'
.
níjartað
^ i I i
i vdkí
' í kvöld sýnir Stomp-hópurinn fyrstu sýn-
/ ••
ingu sína af átta hér á Islandi. Birgir Orn
Steinarsson hitti þau Konrad Kendrick,
John Sawicki og Donishu Brown og frædd-
ist heilmikið um Stompið.
þess að sjá sýninguna. Til dæmis
hefur móðir mín séð sýninguna
u.þ.b. fimm sinnum og hún segist
alltaf upplifa eitthvað nýtt. Þetta er
mjög gott mál því það heldur sýning-
unni ferskri að við fáum að koma
með eitthvað nýtt inn á hverju
kvöldi.“
Konrad: „Það er nægilegt pláss í
sýningunni fyrir sjálfstjáningu. Til
dæmis ef hópurinn hefur átt sérstak-
lega skemmtilegan dag þá rennur
það beint inn í sýningu kvöldsins. Ég
hef aldrei tekið þátt í sömu sýning-
unni.“
Þátttaka áhorfenda
Skipta áhorfendurnir miklu máli?
Konrad: „Þeir hafa mjög mikið að
segja.“
John: „Áhorfendurnir geta haft
áhrif á skap þitt. Þau eru orkan sem
við nærumst á. Ef við erum með góð-
an áhorfendahóp verður sýningin
betri.“
Pið treystið mikið á að áhorfendur
taki þátt ísýningunni, er það ekki?
Konrad: „Það eru stöðug sam-
skipti í báðar áttir á sýning- t
unum. En það getur verið Iv
mjög mismunandi stemmn-
ing. Sumir eru lengur en aðrir að
taka við sér. Stemmingin er mismun-
andi eftir hverri borg sem við heim-
sækjum.“
Donisha: „Það er einmitt mjög
skemmtilegt að fylgjast með því. Til
dæmis er það mjög misjafnt eftir
löndum hvað áhorfendurnir eru
fljótir að tengja sig við taktinn. Ann-
ars staðar er auðveldara að fá áhorf-
endur til þess að brosa. Síðan eru
áhorfendahóparnir sem sýna engin
viðbrögð á meðan sýningunni stend-
ur og okkur fínnst eins og þeim fínn-
ist þetta ekkert áhugavert. Síðan
þegar sýningin er búin rís fólk hróp-
andi upp úr sætunum og þá var mál-
ið það að meðan á sýningunni stóð
var einbeiting svo mikil við það að
hlusta og fylgjast með því sem var að
gerast á sviðinu. Svo springa þeir af
fögnuði í lpkin."
John: „í kvöld verður hópur fólks
sem hefur aldrei séð sýninguna áður
þannig að þetta verður líklega einn
af þeim áhorfendahópum sem mun
vera að fylgjast vel með allan
tímann. Við höfum hlakkað til þess
að spila fyrir Islendinga í langan
tíma.“
Einn af fímm
Samanstendur hópurinn alltaf af
sömu einstaklingunum eða er hann
síbreytilegur?
Donisha: „Það eru tveir hópar að
ferðast nú um Evrópu. Einn hópur
ferðast um Bandaríkin, svo erum við
með fasta hópa í New York, San
Fransisco og svo er upprunalegi
hópurinn sem kemur alltaf saman
annað slagið til þess að sýna. I hverj-
um hóp eru tólf manns sem skiptast
á að sýna því það eru átta manns á
sviðinu á sýningu.“
Konrad: „Við hoppum á milli hópa
þannig að við erum alltaf að vinna
með mismunandi fólki.“
Þetta eru þá í rauninni ein stór
Stomp-samtök?
Öll saman: „Við erum ein stór fjöl-
Morgunblaðið/Jim Smart
Þau Donisha Brown, John
Sawicki og Konrad Kendrick
eru meðal þeirra sem Stompa á
fslandi.
skylda."
John: „Við hugsum ekki um þetta
sem samtök. Við borðum saman,
höldum veislur saman, förum í
skemmtigarðinn saman, þannig að
þetta er ein risastór fjölskylda."
Donisha: „Ef tveir hópar eru frek-
ar nálægt hvor öðrum þá eru farnar
sérstakar ferðir til þess að sjá sýn-
ingu hvors annars. Ég man þegar
hópurinn minn kom til Evrópu í
fyrra, þá hafði enginn Bandaríkja-
hópur hitt evrópskan áður og það
var eins og að hitta skyldmenni sín.“
Stompari í Stjörnustríði
Ég las að sá sem leikur Jar Jar
Binks í Star Wars sé stompari.
Donisha: „Já, hann heitir Ahmed
Best og hann er stompari. Hann
kemur inn í hópinn annað slagið en
ég held reyndar að núna hafi hann
verið að byrja tökur á Episode 2.
Þannig að hann er ekki með okkur
núna. Hann er gjörsamlega yndis-
legur stompari. Hann hefur verið
hluti af sýningunni í langan tíma og
við erum afar heppin að hafa hann
með okkur. Hann er sérstaklega
orkumikill og er afar hvetjandi fyrir
hina.“
John: „Hann kemur samt ekki
fram í búningnum. (hópurinn hlær)
Hann er ekki Jar Jar, hann er
Ahrned."
Stompið þið mikið í frítíma ykkar?
Konrad: (hlær) „A hverri einustu
sekúndu dagsins. Maður er alltaf að
heyra einhverja takta í umhverfinu.
Þú heyrir rútu keyi-a framhjá og þú
heyrir takt í dekkjunum. Við heyrum
stöðugt einhver umhverfishljóð og
við reynum alltaf að finna nýja hluti
út úr þeim. Svo deilum við nýjum
hugmyndum og pikkum út þær
bestu. Við erum alltaf að reyna að
halda sýningunni sem ferskastri."
John: „Blikkljósin í bílnum þínum
slá í takt, rúðuþurrkurnar þínar líka.
Allt í einu stendur þú þig að því að á
sama tíma og þú ert að sjúga úr gos-
dós ertu að berja í takt við blikkljósið
þitt og á meðan eru rúðuþurrkurnar
á. Allt í einu fellur þetta allt saman
ogþá ertu komin með lag.“
Donisha: „Við þjálfuðum öll sam-
an. Og þar sem ég var ekki trommari
eða neitt slíkt áður en ég byrjaði
varð ég allt í einu mjög vör við takta í
umhverfi mínu. Við þjálfuðum í New
York sem er ein háværasta borg í
heimi og allt í einu t.d. þegar ég beið
á neðanjarðarlestarstöðinni var ég
byrjuð að skynja takta frá lestar-
sporunum. Margir sem fara á sýn-
inguna verða miklu varari við um-
hverfishljóðin. Oft eftir sýningar
þegar áhorfendurnir eru komnir aft-
ur í bílana sína fara þeir að slá takt
með bílflautunum, svo kemur önnur
flauta inn í og allir spila saman út af
bílastæðinu."
Er Stompið þá afsprengi stór-
borgarlífsins?
Konrad: „Nei, það kemur því í
rauninni ekkert við. Stompið getur
verið alls staðar, því taktur er alls
staðar."
John: „Þegar þú ert kominn upp í
rúm í nótt hlustaðu þá á hjartsláttinn
þinn. Það er grunneining Stompsins.
Hlustaðu svo eftir því hvort það sé
vindur að blása inn um gluggann
þinn, blandaðu þessum hljóðum
saman í huganum og byggðu upp frá
því. Við tölum í takt, syngjum í takt,
göngum í takt, allt umhverfi þitt er
gert úr töktum. Ef þú gefur þér tíma
til þess að hlusta áttar þú þig á því.“
Og þið komið áhorfendum í skiln-
ingum þetta?
Konrad: „Já, þetta er besta starf í
heimi. I leiðinni fáum við að ferðast
mikið og kynnast fullt af fólki.“
Hvernigfínniðþiðnýja stompara?
T.d. ef þið sjáið einhvern taktfastan,
er þá kallað „þarna er stompari,
grípið hann!“?
Konrad: (hlátur) „Nei, nei fólk
þarf að fara í inntökupróf. Það eru
alltaf öðru hvoru auglýstar stöður
svo fólk þarf bara að hafa augu og
eyru opin ef það vill komast inn.“
Er hættulegt að framkvæma ein-
hver atriði í sýningunni?
Donisha: „Það eru atriði í sýning-
unni sem hafa valdið meiðslum. Það
er bara hluti af sýningunni og það
gerir hana skemmtilegri. Þó svo að
sum atriðin séu þannig að áhorfend-
ur óttist um fólkið á sviðinu eru líka
aðrar stundir sem eru eins og vöggu-
vísur. Við förum með ykkur í rússí-
banareið tilfinninga og svo sendum
við ykkur heim.“ (hlær)
Trúið þið því að enginn sé takt-
laus?
Konrad: „Það hafa allir einhvern
takt, allir! Heimurinn snýst í takt,
hver sekúnda slær í takt.“
Stomp í Háskólabíói
ÞAÐ ER erfitt að lýsa
Stompinu í örfáum orð-
um,“ segir Donisha
Brown úr Stomp-hópn-
um sem ætlar að slá í
gegn í víðasta skilningi í kvöld og
(jaæstu sex kvöld, auk tveggja dags-
sýninga um helgina. „Sýningin er
samruni nokkurra listgreina. Hún
samanstendur af áslætti, dansi og
gamansemi og við notum óhefð-
bundnar aðferðir til þess að túlka
þessa þætti. Hún stendur yfir í einn
klukkutíma og 45 mínútur án hlés og
við reynum að koma þeim skilaboð-
um til skila að taktur er sameiginlegt
tungumál allra þjóða og það sé hægt
að sameina hann við alla hluti ef
maður hefur sköpunargáfu."
Þannig að Stomp er alþjóðleg list-
Qsrein án tungumáls?
Konrad Kendrick: „Öll menning-
arsvæði hafa sinn takt. Við brjótum
strax niður alla tungumálaþröskulda
því það geta allir tengt sig við takt-
inn. I Stompinu notum við þó ýmiss
konar hversdagshluti sem koma
mörgum á óvart.“
Er þá ekkert talað né sungið mál í
sýningunni?
John Sawicki: „Það er ekki sagt
eitt einasta orð í allri sýningunni.
Það sem er svo flott við þetta og
ástæðan íyrir því að þetta gengur
upp er sú að allar lifandi verur í
heiminum deila sama taktinum, þ.e.
hjartslættinum. Því skilja allir hvað
er á seyði, hjartað slær í vissan takt
j)g þegar fólk kemur á sýninguna
attar það sig á því að þetta er sam-
eiginlegur hlutur allra.“
Furðuhlutir og fjölbreytileiki
Þið spilið á furðulegustu hluti er
það ekki?
Konrad: „Við spilum á ruslatunn-
ur, sópa, vaska og ýmsa hluti."
Donisha: „Við viljum ekki segja
fólki of mikið um það því t.d. þegar
ég sá sýninguna í fyrsta skiptið var
einmitt svo spennandi að sjá hvað
yrði notað næst. Við erum orðin
þekkt fyrir að spila á ruslatunnur
þannig að það liggur í augum uppi en
það eru einnig ýmsir aðrir hlutir sem
við notum sem eiga eftir að koma á
óvart. Jafnvel hlutir sem fólk notar
heima hjá sér rétt áður en það kem-
ur á sýninguna.“
John: „Þessi sýning er gjörsam-
lega stórkostleg og hún á eftir að
hafa sterk áhrif á áhorfendur.“
Komið þið með öll „hljóðfærin“
eða fínnið þið einhver ný á hverjum
stað?
Konrad: (hlær) „Það kemur fyrir
að við hirðum einhverja hluti frá
stöðum sem við heimsækjum en yfir-
leitt notum við bara okkar eigið dót.“
Ersýningin alltafeins eða breytið
þið henni á hverju kvöldi?
^ John: „Við höfum vissa uppbygg-
ingu á sýningunni en skiljum eftir
mikið pláss til þess að spinna þannig
að sýningin breytist á hverju kvöldi.
Það fer mikið eftir þeim hópi sem er
á sviðinu og skapi þeirra. Það er allt-
af sama spilagleðin og sama sköpun-
argáfan sem keyrir okkur áfram en
heildarútkoman er síbreytileg."
"V Donisha: „Mörg okkar eiga vini og
ijölskyldur sem koma reglulega til