Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 6
6 PRIÐJUDAíiUH 18. J ÚLl iIUUU
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Varð að
millilenda
vegna
bilunar
BOEING 737-300 vél íslandsflugs
millilenti í Brussel á sunnudag
vegna bilunar, en vélin var á leið
frá Keflavík til Rimini með farþega
frá Samvinnuferðum-Landsýn.
Einar Björnsson, flugrekstrarstjóri
hjá íslandsflugi, segir að þrýsting-
ur í farþegarými hafi lækkað það
mikið að afráðið hafi verið að
lenda, þó svo að þrýsingsbreyting-
in hafi verið innan eðlilegra marka.
í vélinni á sunnudag hélst loft-
þrýstingur ekki stöðugur í farþega-
rýminu og var því afráðið að lenda
í Brussel til að athuga hvað ylli
þessu ójafnvægi í þrýstingnum. I
Ijós kom að um bilaðan einstefnu-
loka var að ræða, en slíkir lokar
virka sem þrýstijafnarar, og var
skipt um lokann. Eftir 6 tíma bið
hélt vélin áfram förinni til Rimini.
Að sögn Einars eru menn ekki
ennþá orðnir sáttir við viðgerðina
og því eru flugvirkjar íslandsflugs
nú að yfirfara vélina betur. Vélin
hefur verið notuð í fragtflug fyrir
DHL á næturnar og í farþegaflug
á daginn.
Matí á verstu skemmd-
um í Holta- og Land-
sveitarhreppi að Ijúka
Fundað
í vikunni
FUNDAÐ verður með þeim sem
verst urðu úti í Suðurlandsskjálftun-
um í Holta- og Landsveitarhreppi nú
í vikunni og þeim kynnt niðurstaða
tjónamatsmanna Viðlagatryggingar.
Hafa 6-8 íbúðir verið úrskurðaðar
óíbúðarhæfar í hreppnum.
Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
segir að fólk sé margt orðið frekar
þreytt á biðinni. „Það er svo sem
ekki furða að fólki finnist tjónamat
ganga hægt. Öll bið er erfið, en hafa
verður í huga að verkefnið er gríðar-
lega viðamikið og erfitt,“ segir hann.
Ferillinn gengur þannig fyrir sig
að þegar tjónamatsmenn hafa kom-
ist að niðurstöðu er kallað á fólk í
viðtal þar sem farið er yfir útreikn-
ingana. Þá gefst tækifæri til að gera
athugasemd við matið. Sveitarfélög-
in á skjálftasvæðinu hafa sameinast
um óháðan ráðgjafa, verkfræðistof-
una Línuhönnun, sem tjónþolar geta
leitað til. Línuhönnun mun fara yfir
niðurstöðu tjónamatsmanna fyrir þá
sem þess óska. Ef athugasemdir
koma fram verður málið skoðað enn
frekar hjá Viðlagatryggingu, en ell-
egar verður skrifað undir samning
um bótagreiðslur.
Það er svo
geggjað að
geta
hneggjað
FÁTT kætir klárinn meira en úti-
vist á fögru túni og ekki spillir
góð sprettan - græn og girnileg.
Þessi hópur sýndist alltént sáttur
við lífið og tilveruna þegar ljós-
myndari var á ferð um Strandir
nýverið. Hér forðum var sungið:
„Það er svo geggjað að geta
hneggjað - það er svo geggjað að
geta það,“ og víst er að klárinn a
tarna í forgrunni virðist glaðbeitt-
ur geta tekið undir það.
Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfírði er enn lokuð
Engin vinnsla í
nærri tvær vikur
EKKI hefur verið tekið á móti hrá-
efni í Loðnuvinnslunni á Fáskrúðs-
firði í rúmlega tvær vikur, eða síðan
Verkalýðs- og sjómannafélag Fá-
skrúðsfjarðar setti yfirvinnubann í
verksmiðjunni. Stjórn Loðnuvinnsl-
unnar setti verkbann viku seinna.
Deilan snýst um þá ráðstöfun
Loðnuvinnslunnar að keyra verk-
smiðjuna á fimm manna vöktum, í
stað sex manna vakta eins og áður
hafði verið. Búið var að ganga frá
kjarasamningum þegar ákvörðunin
var tilkynnt, en verkalýðsfélagið
sætti sig ekki við hana og setti yfir-
vinnubann sem áður sagði. Ekki var
skrifað undir samningana.
„Okkur fannst þetta óviðunandi,
þar sem búið var að reka verksmiðj-
una með sex mönnum í mörg ár. Það
hefur ekki orðið nein breyting í
verksmiðjunni; tækni er öll hin sama
Morgunblaðið/Friðþjófur
og ekkert sem réttlætir fækkunina,"
segir Eiríkur Stefánsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags Fá-
skrúðsfjarðar.
Eiríkur segir að árið 1997, við síð-
ustu kjarasamninga, hafi verið sett
ákvæði í samningana um að vakt-
menn yrðu ekki færri en sex til langs
tíma. „Ef stjóm Loðnuvinnslunnar
heldur því nú fram að fimm menn
dugi, hefur verksmiðjan verið of-
mönnuð í fimm ár,“ segir hann. Hann
segir að samstaða starfsmanna og
verkalýðsfélags sé algjör.
Deilunni hefur verið vísað til ríkis-
sáttasemjara, en ekki hefur verið
boðað til fundar. „Ég sé ekki fram á
að þéssi hnútur leysist í bráð,“ segir
Eiríkur. Hann segir að stjórnendui’
Loðnuvinnslunnar hefðu betur byrj-
að á því að spara í yfirbyggingu
fyrirtækisins en fjölda verkamanna.
Gísli Jónatansson, framkvæmda-
stjóri Loðnuvinnslunnar, segir að
það sé helgur réttur atvinnurekanda
að ákveða fjölda starfsmanna sinna.
„Þetta er ekki umsemjanlegt," segir
hann. „Reyndar hafa verið fimm
manns á annarri vaktinni síðan um
áramót,“ segir hann. Samkvæmt hin-
um óundirritaða samningi frá mán-
aðamótunum fái starfsmenn Loðnu-
vinnslunnar jafn mikla kjarabót og
starfsmenn annarra verksmiðja,
jafnvel meiri. Gísli segir ástandið
vera algjörlega óviðunandi, en segist
ekki vita hve lengi það geti varað án
þess að valda varanlegum skaða.
„Auðvitað hefur þetta valdið tölu-
verðu tjóni. Þetta er tiltölulega nýtt
fyi-irtæki sem má ekki við miklu. Þai'
ofan á bætist að markaðir fyrir lýsi
og mjöl eru mjög lélegir. Boltinn er
núna hjá verkalýðsfélaginu."
V egaframkvæmdir
á Skagastrandarvegi
Skagaströnd. Morgunblaðið.
MIKLAR framkvæmdir
standa nú yfir við lagfæring-
ar á Skagastrandarvegi.
Tvær einbreiðar brýr verða
aflagðar og sett ræsi í stað-
inn og þriðja einbreiða brúin
verður breikkuð.
Á vetrum hafa einkum
verið tveir vegarkaflar sem
valdið hafa erfiðleikum
vegna snjóa á leiðinni milli
Skagastrandar og Blöndu-
óss. Annars vegar brekka við
bæinn Hafurstaði og hins
vegar brekka við Vindhæli.
Báðar þessar brekkur verða
nú teknar af með fyllingum
og verður vegurinn við Haf-
urstaði jafnframt færður upp
á hæð ofan við bæinn til að
koma í veg fyrir að snjór
safnist í skafla á honum. Hér
er um 1,5 til 2 kílómetra
vegagerð að ræða sem felur í
sér 80 til 90 þúsund rúm-
metra efnisflutninga ef fyll-
ingamar að ræsunum eru
taldar með. Síðasta sumar
var steypt ræsi undir brú við
Vindhæli og nú verður keyrt
að ræsinu og gilið þannig
fyllt upp og vegurinn gerður
í fullri breidd. Brúin yfir
Hrafná við Skagaströnd
verður síðan breikkuð í tvö-
falda breidd en aðkeyrslan
að henni verður óbreytt.
Það er Steypustöð Blöndu-
óss sem sér um framkvæmd-
imar fyrir vegagerðina en
áætlaður kostnaður er rúm-
ar 40 milljónir. Verkinu á að
vera lokið 1. október í haust.
Eftir þessar framkvæmdir
verður aðeins ein einbreið
brú eftir á Skagastrandar-
vegi, brúin yfir Laxá í Refa-
sveit. Þar hafa oft orðið um-
ferðarslys enda aðkeyrsla að
henni sunnan frá blind og
Morgunblaðið/Ólafur
stórhættuleg, einkum fyiir
ókunnuga. Ekki er þó kunn-
ugt um nein áform um breyt-
ingar á þeirri brú né að-
keyrslunni að henni.
Nauðsynleg
áhugafólki
um garðrækt
• Jafnt fyrir
byrjendur sem vana
garðyrkjumenn.
• 550 blaðsíður í
stóru broti.
• 3.000 litmyndir og
skýringarteikningar.
Sannkölluð aifræði
garðeigandans
4>
FORLAGIÐ
Alver í Reyðarfírði, Fjarðabyggð
Tillaga að matsáætl-
un liggur frammi
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Siðumúla 7 • Simi 510 2500
SKIPULAGSSTOFNUN hefur til-
kynnt að tillaga að matsáætlun
vegna mats á umhverfisáhrifum ál-
vers í Reyðarfirði, Fjarðabyggð,
liggi fyrir. Allir geta kynnt sér til-
löguna og lagt fram athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skrif-
legar og berast eigi síðar en 31. júlí
2000 til Skipulagsstofnunar,
Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar
fást ennfremur nánari upplýsingar
um mat á umhverfisáhrifum.
Skipulagsstofnun hefur leitað
umsagnar Fjarðabyggðar, Austur-
Héraðs, Náttúruverndar ríkisins,
Byggðastofnunar, Ferðamálaráðs,
Hafrannsóknastofnunar, Heilbrigð-
iseftirlits Austurlands, Hollustu-
verndar ríkisins, Landgræðslu rík-
isins, Náttúrufræðistofnunar
íslands, Siglingastofnunar, Skóg-
ræktar ríkisins, Veðurstofu Is-
lands, Vegagerðarinnar, Veiði-
málastjóra, Veiðistjóraembættisins,
Þjóðhagsstofnunar og Þjóðminja-
safns Islands. Einnig hefur mats-
áætlunin verið kynnt Fellahreppi
og Norður-Héraði.
Áætlunin fáanleg
Hægt er að óska eftir eintökum
af tillögunni hjá Reyðaráli hf.,
Síðumúla 28 í Reykjavík, og hjá
Skipulagsstofnun í Reykjavík, sem
og á bæjarskrifstofum Fjarða-
byggðar. Tillagan er einnig að-
gengileg á heimasíðu Reyðaráls hf:
http://www.reydaral.is.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar
um tillögu framkvæmdaraðila að
matsáætlun mun liggja fyrir í síð-
asta lagi 4. ágúst 2000.