Morgunblaðið - 18.07.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 13
Bjarni Siffurjónsson, bifvélavirki á Akureyri, kom að slysstaðnum við Hólsselskfl
Morgunblaðið/Kristján
Hinir slösuðu voru fluttir fluglciðis frá flugvellinum við Grímsstaði á Fjöllum á Landspítalann í Fossvogi.
Erlendu ferðalangarnir athuga með farangur sinn í húsnæði Rauða
krossins á Akureyri, eftir bænastund og fund með áfallahjálparteymi
FSA í gær. Með þeim á myndinni, annar f.v. er Svanur Eiríksson ræðis-
maður Þýskalands á Akureyri.
Bilstjórinn kom
í veg fyrir að
ekki fór verr
BJARNI Sigurjónsson, bifvélavirki
á Akureyri, kom ásamt konu sinni,
Sigríði M. Jóhannsdóttur, að
slysstaðnum við Hólsselskíl,
skammt frá Grímsstöðum á Fjöll-
um, sl. sunnudag. Bjarni sagðist £
samtali við Morgunblaðið þess
fullviss að bflstjóri rútunnar hefði
komið í veg fyrir að ekki fór verr er
rútan valt af brúnni. Bjarni, sem
hefur yfir 30 ára reynslu í fagi sínu,
taldi að bflstjórinn hefði misst vald
á rútunni eftir að fjaðrablað vinstra
megin að framan brotnaði en við
það hefðu framhjólin rifið í stýris-
ganginn. Hann taldi að rútan hefði
verið nánast kyrrstæð er hún valt
út af brúnni, þar sem afturendi
hennar hafnaði í ánni. Bjarni sagði
það líklegast að augablað fjaðrar-
innar hefði brotnað um það leyti
sem rútan fór inn á brúna eða rétt
áður og í kjölfarið hefði krókblað
fjaðrarinnar húkkast af festingum
með fyrrgreindum afleiðingum.
„Það er alls ekki óalgengt að fjaðrir
brotni á þessum íslensku vegum en
það var mikil óheppni að það skyldi
gerast einmitt á þessum stað.“
Bjarni og Sigríður voru að koma
austan af fjörðum á húsbíl sínum er
þau urðu vör við hvers kyns var.
Þau settu sig í samband við lög-
regluna á Húsavík, sem óskaði eftir
að þau færu á slysstaðinn, en bæði
starfa þau innan Rauðakrossdeild-
arinnar á Akureyri. Þau hlúðu að
hinum slösuðu í húsbfl sínum ásamt
fleira fólki sem þarna hafði komið
að.
Bjarni sagði að aðkoman hefði
ekki verið góð en skipulag á vett-
vangi verið í mjög góðu lagi.
„Þarna kom að mikið af læknum og
hjúkrunarfólki en fólkið í rútunni
var mikið skrámað og í talsverðu
sjokki.“
Bjarni sagði að fólkið í rútunni
hefði allt verið nokkuð fullorðið en
það hefði verið einstaklega yfiiveg-
að og elskulegt í alla staði. Hann
sagði jafnframt að aðgerðum á
vettvangi hefði verið stjórnað af
festu og fagmennsku en við nokkuð
erfiðar aðstæður, enda slysið nokk-
uð langt frá mannabyggðum.
Sigurður Sigurðsson, slökkviliðs-
og sjúkraflutningamaður á Akur-
eyri, var staddur í fríi á Húsavík
þegar hann frétti af slysinu og hélt
hann þegar á vettvang. Sigurður
sagði að aðkoman hefði verið
hörmuleg. Þarna hefði verið mikið
af slösuðu fólki en starfið á vett-
vangi hefði gengið mjög vel. „Það
var ferðafólk sem veitti fyrstu
hjálpina og m.a. var settur upp
tjaldvagn fyrir farþegana. Fólkið
var mikið skorið og nokkuð var um
beinbrot, enda hefur það kastast til
og hvað á annað við fallið af brúnni,
sem hefur vafalaust verið 4-5 metr-
ar.“
Höfum átt von á að
þessi staða kæmi upp
Sigurður sagði að þótt aðstæður
á vettvangi hefðu ekki verið mjög
þægilegar hefði björgunarstarf
gengið mjög vel fyrir sig. „Við sem
erum í þessu starfi höfum alltaf
mátt eiga von á að þessi staða
kæmi upp og höfum í raun búið
okkur undir það.“
Alls fóru tveir sjúkrabflar og níu
sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði
Akureyrar á staðinn, auk þess sem
viðbótarmannskapur var kallaður á
slökkvistöð vegna hugsanlegra
flutninga frá flugvelli á FSA.
Brúin var
byggð 1937
BRÚIN yfir Hólsselskíl var byggð
árið 1937 og samkvæmt upplýsing-
um Vegagerðarinnar er hún 3,30
metar á breidd. Vegurinn frá
Grímsstöðum á Fjöllum og niður að
Dettifossi er sumarvegur sem er
lokaður 7-8 mánuði á ári. Ofaní-
burður í veginum er víða lítill og
sumstaðar er vegurinn niðurgraf-
inn. Reynt hefur verið að hefla hann
yfir sumarmánuðina og var hann
sfðst heflaður þremur dögum fyrir
slysið.
Einar Hafliðason, verkfræðingur
hjá Vegagerðinni, sagði að Vega-
gerðin hefði sett í forgang að fækka
einbreiðum brúm á hringveginum,
en einnig hefði talsvert af gömlum
brúm utan hringvegarins verið sett í
ræsi. Markvisst væri unnið að fækk-
un á einbreiðum brúm. Einar hafði
ekki upplýsingar um að brúin yfir
Hólsselskfl hefði verið á áætlun
Vegagerðinnar um brýr sem yrðu
endurnýjaðar á næstu árum.
Ekki náðist í fulltrúa Vegagerðar-
innar á Norðurlandi sem hefur með
viðhald á veginum að gera.
Þakka
viðbrögð
hjálpar-
sveita
Varautanríkisráðherra Þýska-
lands, Dr. Christoph Zöpel,
sem dvelur á íslandi um þessar
mundh', átti í gær viðræður við
framkvæmdastjóra Almanna-
varna ríkisins, Sólveigu Þor-
valdsdóttur, og framkvæmda-
stjóra Rauða Krossins, Sigrúnu
Arnadóttur, þar sem hann, fyr-
ir hönd þýsku ríkisstjórnarinn-
ar, þakkaði skjót og mikilvæg
viðbrögð íslenskra hjálpar-
sveita við björgun hinna slös-
uðu úr bílslysinu við Hólssel.
Rannsókn á rútuslysinu við Holsselskfl í fullum gangi
Talið að rútan hafí
lent á brúarstólpa
LÖGREGLAN á Húsavík vann
áfram í gær að rannsókn á um-
ferðarslysinu á brúnni yfir Hóls-
selskíl en rannsókn á vettvangi
lauk í fyrrinótt. í gær voru teknar
skýrslur af farþegum og ökumanni
rútunnar og stóð sú vinna enn yfir
seinni partinn í gær.
Sigurður Brynjólfsson, yfirlög-
regluþjónn á Húsavík, sagði það
liggja nokkuð ljóst fyrir að rútan
hafi lent utan í öðrum brúarstólp-
anum, trúlega með afturhásingu,
er henni var ekið inn á brúna og
að það sé í rauninni orsök slyssins.
„Síðan er eitthvert orsakasam-
hengi á milli þess að bíllinn lendir
á stólpanum og fer svo út í gegn-
um handriðið."
Sigurður sagði að þótt það væri
ekki endanlega staðfest sé líkleg-
ast að frambitinn hafi brotnað
undan rútunni við það að fara út í
gegnum handrið brúarinnar.
Enn meiri afsláttur
áður en við flytjum
Opið á laugardögum frá kl. 10-14
mraanon
Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147