Morgunblaðið - 18.07.2000, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Arni Friðriksson RE 200 í tvegjaja daga prufuferð í Grindavrkurdjúpi
V el útbúið
skip sem á
eftir að
gagnast vel
Hið nýja rannsóknarskip Hafrannsókna-
/
stofnunar, Arni Friðriksson RE 200, heldur
-
í sína fyrstu rannsóknarferð í dag. Aður fór
skipið í tveggja daga prufutúr en með í
för var Björn Gíslason og ræddi hann við
mennina um borð um kosti hins nýja rann-
sóknarskips og nýjungar sem það hefur
upp á að bjóða.
UNDIRBÚNINGUR að
smíði Áma Friðriksson-
ar RE 200 hófst árið 1997
og lagðist skipið að höfn í
fyrsta skipti í Reykjavík 18. maí síð-
astliðinn. Talsverð vinna var þá
óunnin um borð í skipinu og hefur
verið unnið að því ötulum höndum að
koma skipinu í stand fyrir sína
fyrstu rannsóknarferð sem skipið
lagði upp í í dag.
Til að prófa allan þann útbúnað
sem um borð er, sem og veiðarfæri
og tæki sem bætt var um borð í skip-
ið hér heima, var farinn tveggja
daga ferð út á Grindarvíkurdjúp til
prófana. Þar voru víravindur og
veiðarfæri prófuð ásamt öllum þeim
aragrúa af rafeindatækjum sem um
borð eru. Prófanimar gengu að von-
um vel þó svo að smávægilegir van-
kantar hafi komið upp hér og þar
eins og við er að búast.
Árni Sverrirsson, skipstjóri, segir
að prófanirnar hafi gengið vel og
skipið og útbúnaður þess lofi góðu.
„Hvað tækin varðar sem snúa að
okkur í brúnni þá er skipið búið
þeim fullkomnustu fiskileitartækj-
um sem völ er á í dag. í skipinu er
Fumno radar sem er mjög góður og
er meðal annars kallaður undri. Síð-
an eram við með radara sem gefa
okkur aukna möguleika í lang-
drægni og upplausn. Staðsetningar-
tækin um borð era af fullkomnustu
gerð og eins era öll fjarskiptatæki
mjög fullkomin.
Fjölgeislamælir
í skipinu eru Simrad- og Elak-
dýptarmælar sem hvor um sig er
mjög öflugur. Fjölgeislamælir var
settur undir skipið í slippnum í
Hafnarfirði, en það er eins konar
dýptarmælir sem hefur mun stærra
mælisvið heldur en venjulegur dýpt-
armælir. Venjulegur dýptarmælir
mælir aðeins um 15° undir skípinu
en þessi mælir um 150° undir skip-
inu þannig að það er talsvert breitt
belti sem við getum fengið upplýs-
ingar um. Fjölgeislamælirinn getur
einnig kortlagt hafsbotninn mjög
nákvæmlega á skömmum tíma og
getur tækið gefið þrívíddarmynd að
allt að 6 km löngu belti sem undir
skipinu er. Auk þess gefur mælirinn
upplýsingar um botnlag, botnhörku
og hann greinir á milli ólíkra botn-
gerða.“
Mikilvægt er fyrir rannsóknar-
skip að hafa útbúnað sem gerir því
kleift að halda sig á tilteknum stað
og segir Árni að slíkur búnaður sé í
skipinu. „Skipið er búið tveimur
hliðarskrúfum sem eru eins konar
dælur, sem era neðan á skipinu, sem
taka inn sjó og dæla honum út aftur.
Þetta gerir okkur kleift að halda
okkur nokkurn veginn á þeim mæli-
punkti sem beðið er um.“
Gífurlega mikið er af rafeindabún-
aði um borð og segir Árni að mikil
framþróun hafi orðið undanfarin ár
á slíkum búnaði. „Tveir sónarar era
um borð og vinna þeir á ólíkri tíðni.
Annar vinnur á lágri tíðni og gerir
okkur kleift að leita að lóðningum á
löngum vegalengdum en hinn er á
hærri tíðni til að skoða lóðningar í
návígi og gerir hann okkur mögulegt
að henda reiður á ryklóðningum og
smærri lífveram.
Undanfarin ár hefur verið gríðar-
lega mikil þróun í fiskileitartækjum.
Allt byggist þetta á því að nema
hljóð, mæla bergmál frá botni eða
lífveram sem verða á vegi hljóðsins
og meta endurvarpið. Það hefur orð-
ið gríðarleg þróun í tölvubúnaðinum
sem greinir merkin og þessi tæki
era mun fullkomnari heldur en þau
sem við höfðum um borð í Bjarna og
gamla Árna. Tækin sem við höfum
hér bjóða upp á mun fleiri möguleika
auk þess sem þau era með mikið
hreinni mynd heldur en gömlu tæk-
in. Það voru engin hátíðnitæki
hvorki í Bjarna eða Árna og það er
mikil bylting að vera komin með
þau.“
Fellikjölur
Mikilvægasta nýjungin sem um
borð er í Árna Friðrikssyni er tví-
mælalaust fellikjölurinn svokallaði
en það er botnstykki fyrir bergmáls-
mæla sem hægt er að slaka niður úr
kilinum. „Það hefur verið veralegt
vandamál á gömlu skipunum okkar
að við höfum þurft að hætta berg-
málsmælingum þegar vindhraðinn
hefur náð sjö vindstigum með við-
komandi sjó. Þá fara að myndast
loftbólur undir skipinu sem ragla
mælana og valda því að ekki er hægt
að greina hvað er fiskur og hvað er
truflanir. Til að gera okkur kleift að
mæla í verri veðrum er undir skip-
inu fellikjölur en samskonar kjölur
hefur gefið góða raun hjá Norð-
mönnum. Fellikjölurinn er straum-
línulagað stykki sem hægt er að
slaka 3,20 metra niður fyrir kjöl
skipsins og við geram okkur vonir
um að geta verið við mælingar í mun
verri veðrum en áður vegna þessa
felhkjalar og eins vegna þess að við
eram á stærra skipi.“
í fellikilinum er botnstykki fyrir
dýptar- og bergmálsmæla auk þess
sem þar era nemar sem nema þráð-
lausar sendingar frá mælitækjum
sem fest eru á veiðarfæri skipsins.
Það eru upplýsingar eins og hiti,
dýpi, hve mikið af fiski er að ganga
inn í veiðarfærin og fjarlægð milli
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
Stórar dyr eru á stjórnborðshlið skipsins til að slaka út tækjum til hafrannsókna en hér er verið að slaka út
sondunni og fylgist Guðmundur Svavar Jónsson (t.v.) spenntur með ásamt öðrum.
Mikið mæddi á áhöfn Árna í þessum túr og því mikilvægt að taka sér
pásu og ræða málin þegar tími gefst til.
Árni Sverrisson skipstjóri, Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur og
Bjarni Valsson fylgjast með upplýsingum, sem berast frá höfuðlínusón-
arnum, uppi í brú.
vængenda veiðarfæranna. Árni seg-
ir að skipið sé þannig búið að það
geti haft tvö troll úti samtímis sem
bjóði upp á mikla rannsóknarmögu-
leika. „Skipið er mjög vel úr garði
gert til samanburðarmælinga á veið-
arfæram. Skipið getur dregið tvær
botnvörpur samhliða sem gefur
möguleika á því að meta mismun
milli veiðarfæra. Til dæmis mætti
hugsa sér tilraunir með veiðihæfni
veiðarfæris eftir mismunandi
möskvastærð eða mismunandi höf-
uðlínuhæð. Það era ótal möguleikar
sem er freistandi að skoða með þess-
um hætti en svona skip er dýrt í út-
haldi og því veltur þetta á því hve
mikið fjármagn verður sett í slíkar
rannsóknir. I kjölfar umræðu á
brottkasti á srnærri físki hljóta allir
að binda vonir við það að hægt sé að
hanna einhvem búnað við veiðarfæri
sem hefur þá virkni að smáfiskurinn
veiðist ekki. Ég bind miklar vonir
við að hægt verði að skoða þetta á
komandi áram.“
Árni segir að skipið láti vel í sjó þó
auðvitað hreyfist öll skip eitthvað. í
skipinu er veltitankur sem hægt er
að fylla eftir aðstæðum og eins era
sjótankar í hvorri síðu sem hægt er
að fylla til að rétta skipið af ef slag-
síða er í annað borðið.
Góð aðstaða til hafrannsókna
Á stjórnborðshlið skipsins er
hægt að opna stóra hurð til að slaka
út háfum, sondum og öðram tækjum
til hafrannsókna. „Sonda er tæki
sem slakað er lóðrétt niður á hvaða
dýpi sem við kjósum og þetta tæki er
með nema sem getur sent upplýs-
ingar um sjávarhita, seltu, ljósnæmi
auk fleiri þátta. Á sonduna er síðan
hægt að festa sjótanka sem taka þá
sjósýni á fyrirfram ákveðnu dýpi og
er mögulegt að slaka henni allt niður
á þriggja kílómetra dýpi. Aðstaðan á
þessu skipi til að framkvæma þessar
mælingar er öll önnur en í gömlu
skipunum. Áður vora mennimir sem
slökuðu þessu niður úti og það var
oft kalsamt í vondum veðrum og
mennirnir með lífið í lúkunum við
þetta. Hér gjörbreytist þessi að-
staða þar sem það eru gríðarlega
miklardyr á stjórnborðssíðu skips-
ins þar sem sondunni er slakað út.
Þegar þetta er gert getum við notað
hliðarskrúfumar til að halda stjórn-
borðssíðunni til hlés meðan þeir era
að setja þetta út og taka það inn aft-
ur en á gömlu skipunum þurftum við
alltaf að hafa þá síðuna sem verið
var að vinna á til kuls því annars rak
skipið yfir vírinn sem viðkomandi
tæki hangir í. Nú era menn hins veg-
ar í skjóli þegar þeir era að vinna við
þetta og því er það mun öraggara en
áður við slæmar aðstæður. I þessu
rými er einnig annað spil sem notað
verður til þess að taka inn háfa og
ýmis önnur tæki til sjómælinga."
Árni segir að öll vinnuaðstaða
batni til muna þar sem þetta skip er
mun stærra en eldri skip Hafrann-
sóknastofnunar og veltur þar af leið-
andi minna og fer mun betur um fólk
íþví.
Búið er að setja vinnslulínu frá
Marel um borð í skipið sem nýtist
bæði til rannsókna sem og til að
koma afla niður í lest. Árni segir að
það sé stefna stofnunarinnar að
henda ekki fiski ef því verður komið
við og því hafi línan verið sett um
borð. „Þar sem þetta skip er mjög
vel búið til veiðarfærarannsókna er
óhjákvæmilegt að veiða eitthvað. Því
er í skipinu 140 rúmmetra lest sem
tekur um það bil 100 tonn af fiski í
körum.“
Skipinu er ætlað að leysa eitt skip
af hólmi í hinu árlega vorralli en
hingað til hefur stofnunin þurft að
leigja skip til þessa. Eins kemur
skipið til með að leysa af hólmi skip í
haustrallinu en í það verkefni hefur
alltaf verið leigður togari til að fara á
djúpslóðina með Bjarna Sæmunds-
syni. „Vegna þátttöku í röllunum var
óhjákvæmilegt annað en að setja
vinnslulínu í skipið til að koma fisk-
inum frá fiskmóttöku niður í lest. Á
þeirri leið þarf ýmislegt að krukka í
hann, mæla hann og taka ýmis sýni.
Síðan er fiskurinn blóðgaður, slægð-
ur og þveginn og niður í lest. Hins
vegar í lengri túrum, þar sem því
verður ekki komið við að ísa fisk, er
gert ráð fyrir því að heilfrysta fisk-
inn í tveimur plötufrystum en hægt
er að keyra lestina á 28° frosti ef svo
ber við.“
Einstaklega vel hannað skip
Um borð í Árna Friðrikssyni eru
tvo botntroll og tvo flottroll þannig
að hægt er með lítilli fyrirhöfn að
skipta um troll ef aðstæður kalla á
það. „Það er talsverð breyting að
vera með tvo troll um borð því þá
gerist þess ekki þörf að fara í land
og skipta um ef eitthvað kemur upp
á eins og þurfti áður. Þessi troll eru
ætluð til að ná sýnum af þeim fiskum