Morgunblaðið - 18.07.2000, Side 25

Morgunblaðið - 18.07.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 25 ÚRVERINU Hildur Pctursdóttir, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, slakar hér út háfi sem ætlaður er í það að safna dýrasvifi. sem verið er að rannsaka á hverjum tíma. Til að sjá hvað er að gerast í flot- trollinu erum við með höfuðlínusón- ar sem er tæki sem tengt er við skip- ið með kapli. Hann sýnir okkur hvort trollið er klárt í sjónum og eins opið á trollinu. Hann gefur líka möguleika á því að horfa fram þann- ig að við sjáum hvort fiskur er að ganga inn í trollið eða hvort hann er að fara framhjá og þá getum við brugðist við því.“ Aðspurður hvort Árni Friðriksson standi ekki jafnfætis öðrum nýleg- um hafrannsóknarskipum segist Árni telja svo vera. „Nú hafa Skotar og Frakkar byggt nýlega mjög full- komin rannsóknarskip og þau eru mjög vel tækjum búin en ég veit ekki til þess að þetta skip standi þeim að baki. Þetta skip hefur búnað til að stunda veiðarfærarannsóknir sem er mun betri heldur en hjá þeim og auk þess hafa þau engan búnað til að geyma þann afla sem veiðist. Skipið er einstaklega vel hannað, bæði til gangs og togs, og það þarf mjög lítið afl til að koma því vel áfram. Sknifa skipsins er drifin áfram af rafmótor og er því ákfalega lítið vélarhljóð í skipinu sem er mik- ilvægt þegar við erum að mæla við- kvæm dýr sem eru ofarlega í sjón- um. Skrokkur skipsins er mjög falleg- ur í laginu og minnir meira á frei- gátu en togara enda gengur skipið mjög vel eða um 16 mílur. Skrokkur- inn er smíðaður með það að mark- miði að fá sem best aðstreymi að skrúfunni til að það myndist sem minnst af hvirflum þegar við siglum á mælingarferð sem er um 11 mflur. Eins hefur tekist vel til með hönnun skrúfunnar þar sem það er erfitt að hanna skrúfu sem hentar bæði til að knýja skipið hratt áfram og eins til að toga vel.“ Ámi kveðst vera mjög ánægður með prufutúrinn og segir að allt sem að honum sneri hafi virkað vel. „Ég er mjög ánægður með hvernig tókst að afgreiða trollin, toga og hífa, og eins lætur skipið vel að stjórn. Ég er því ánægður með hvernig til tókst í þessum túr. Auðvitað koma alltaf fram einhverjir agnúar á búnaði svona flókins skips og við þurfum einhvern tíma til að lagfæra þessi smáatriði. Tilgangur þessa prufuleiðangurs var að prófa vindukerfi skipsins, veiðarfæri og þau fiskileitartæki sem í skipinu eru. Með í för voru ís- lenskir umboðsmenn og sérfræðing- ar í þessu spilkerfi og eins sérfræð- ingar í fiskileitartækjum og þetta hefur allt staðist allar væntingar." Rafdrifin skrúfa Eins og áður sagði er vélin í Árna Friðrikssyni ákaflega hljóðlát og segir Atli Jörundsson vélstjóri að það stafi af því að fjórar díselvélar framleiði orku fyrir rafdrifinn skrúfumótor. „Fjórar 1.080 kfló- watta díselvélar framleiða rafmagn fyrir allt skipið og skrúfumótorinn sem er knúinn áfram af rafmagni. Skrúfumótorinn skilar 3,3 mega- watta afli sem skilar skipinu 16 mfl- ur. Þetta er frekar óvenjulegt fyrir- komulag um borð í skipi en það hentar vel þegar skip þurfa að vera lágvær út í sjóinn og er þetta því fyrst og fremst notað í rannsóknar- skipum og farþegaskipum. Díselvél- arnar fjórar eru tengdar sjálfvirku kerfi þannig að þær eru ekki í gangi frekar en þörf er og koma því inn eftir þörfum." Atli segir að til að minnka titring og hávaða í skipinu séu allar vélar á tvöföldu púðakerfi og jafnframt eru allar dælur á púðum þannig að hvergi er járn í járn. Atli segir að í stórum dráttum hafi búnaðurinn virkað mjög vel. „Afivélarnar sjálfar og skrúfubúnaðurinn hafa virkað vel en það hefur ýmis aukabúnaður ver- ið að stríða okkur eins og gengur í nýju skipi en þetta hefur í megin- dráttum virkað mjög vel.“ Guðmundur Svavar Jónsson er líklega sá starfsmaður Hafrann- sóknastofnunar sem hefur fylgt skipinu hvað lengst eftir. Hann var ritari byggingarnefndar skipsins og var í forsvari fyrir eftirliti byggingar skipsins úti í Chile en hann var einn- ig eftirlitsmaður með smíði Bjarna Sæmundssonar þegar hann var smíðaður í Þýskalandi fyrir 30 árum. „Það má segja að ég hafi fylgt þessu alla leið og það er gaman að sjá hann loksins kominn heim. Mér líst vel á skipið þó svo að eitt og annað þurfi að lagfæra eins og gengur með nýja hluti. Þetta er vel útbúið skip sem á eftir að gagnast okkur vel.“ Guðmundur hefur unnið hjá Haf- rannsóknastofnun í tæp 40 ár og hef- ur verið í forsvari fyrir breytingum á skipum auk þess að vera rannsókn- armaður. Hann segir að rannsókn- araðstaðan sé mjög góð í nýja skip- inu og mun stærri og betri heldur en í þeim eldri. „I skipinu er að finna rannsókn- arrými á þremur þilförum. Þegar fiskur hefur verið veiddur er hon- um komið niður í vinnslusal sem er ekki aðeins aðgerðarsalur heldur er fiskurinn mældur, vigtaður og viðeigandi sýni tekin. Þegar búið er að taka sýni og blóðga fiskinn er hann settur ofan í lest.“ Inn af vinnslusalnum koma þrjár rann- sóknarstofur sem hver hefur sitt hlutverk. I fiskirannsóknarstofu segir Guðmundur að unnin sé for- vinnsla á sýnum sem tekin voru í vinnslusalnum. Þá er einnig smá- sjárherbergi og efnafræðistofa til vinnslu á þeim sýnum sem tekin eru. „Hér verður unnið úr sýnum í smásjá sem ýmist koma frá fiski- rannsóknarstofunni eða annars staðar frá. Frammi í vinnslusal og í fiskirannsóknarstofunni erum við í svokölluðu blautrými en smásjár- stofan er á þurru svæði. Einnig er sérstök efnafræðistofa í skipinu þar sem hægt er að vinna með öll þau efni sem við koma rann- sóknum sem fara fram um borð í skipinu." Meira um rafeindatæki nú en áður I skipinu er að finna litla kompu sem aðeins er ætluð til seltugrein- ingar og segir Guðmundur að kompan sé hitastýrð vegna þess að þau mælitæki sem þar eru notuð séu mjög næm fyrir hita. í rann- sóknarrými skipsins er einnig að finna verkstæði fyrir tæknimenn Hafrannsóknastofnunar og segir Guðmundur að nauðsynlegt sé að geta gert minniháttar viðgerðir um borð. „Þetta hefur breyst geysilega mikið undanfarin ár. Áður var mest um hefðbundin tæki eins og hita- mæla og slíkt en nú er mest allt komið yfir í rafeindatæki og því nauðsynlegt að hafa aðstöðu til að gera minniháttar viðgerðir á tækj- um ef með þarf.“ Rannsóknarrýmið er að mestum hlutu á tveimur þilförum og er lyfta á milli þeirra til að flytja sýni. Guð- mundur segir að rannsóknarrýmið á efra þilfarinu sé meira fyrir innsöfn- un sýna á meðan hið neðra er meira fyrir úrvinnslu. Rannsóknarstofa sem liggur beint inn af þilfarinu er ætluð undir rannsóknir á dýrasvifi en þar inn er flest það tekið sem kemur til rannsókna inn af þilfari. Á efra þilfarinu er einnig að finna hita- og birtustýrt herbergi og er ætlunin að vera með stórt kar þar til að hafa lifandi sýni í. Þar er einnig að finna stórt herbergi til sjótöku en stórar dyr eru á stjórnborðssíðu skipsins til að hægt sé að slaka þar út þeim útbúnaði sem til þarf. Inn af sjótökuherberginu er síðan ein rannsóknarstofa til sem notuð er í ýmiss konar frumvinnslu. Árni Friðriksson leggur af stað í sína fyrstu rannsóknarferð í dag en ætlunin er að rannsaka sfld, loðnu og kolmunna í þeirri ferð sem reiknað er með að taki rúman hálfan mánuð. útbor, Fyrsta greiðslál nóvember 2000 Lán í allt að 60 mánuði A notuðum bílum frá Ingvari Helgasyni hf. og Bílheimum ehf. Útsölulok fimmtudaginn 20. júlí £3 on Oj\nn]Lj\Oj.\Lj\^\ úir3n=5fi3'’/3‘]i 1 1 - -Sírni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.