Morgunblaðið - 18.07.2000, Side 31

Morgunblaðið - 18.07.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 31 LISTIR Fjármálaævintýri barnanna Magnús Einarsson við litskyg'gnuvélina. Litskyggnusýn- ing á Húsavík MAGNÚS Einarsson heldur lit- skyggnusýningu (slide show) á Húsa- vík dagana 17.-22. júlí í húsakynnum Leikfélags Húsavíkur kl. 20:30 og 22. Sýningin felur í sér 420 htskyggn- ur af náttúru íslands á öllum árstíð- um sem sýndar eru með fjórum sam- tengdum slidesýningarvélum, auk þess sem tónverkið Pláneturnar eftir G. Holst stýrir því hvemig litskyggn- umai- birtast hver á fætur annarri. Pláneturnar em í sjö þáttum í þess- ari röð: Mars, Venus, Merkúr, Júpít- er, Satúrnus, Úranus og Neptúnus, en hverri plánetu fylgja litskyggnur af náttúm íslands. Sýningin stendur yfir í eina klukkustund og er aðgangseyrir kr. 1000. BÆKUR It a r n a b ó k FELIX OG KAUPHALL- ARÆVINTÝRIÐ eftir Nikolaus Piper. Islensk þýðing: Arthúr Björgvin Bollason. Æskan, 1999 -330 s. PENINGAR, hlutabréf, fjármál og vextir em mikið í umræðu allra vest- rænna landa í dag og því kannski ekki alveg út í hött að barnabókahöfundur flétti þessi mál inn í efni skemmti- legrar barna- og unglingabókar. Sag- an hefst á vonbrigðum þýska stráks- ins Felix þegar hætta verður við sumarferðalag vegna íjárhagsvanda foreldranna. Þótt hann sé ekki nema 12 ára tekur hann þá ákvörðun að hann skuli verða ríkur og með þessa staðfóstu ákvörðun hefjast þeir, hann og vinur hans Peter, handa við þetta ákveðna verkefni. Þeir reyna fyrir sér með ýmiss konar hugmyndum sem geti aflað þeim fjár og sífellt reikna þeir út hvað þeir geti fengið í vexti af þeim fjármunum sem þeim tekst að vinna sér inn. Þeir taka stelpuna Gi- anna í hópinn og em þar með búnir að fjölga hluthöfum. Þau slá garða, keyra út bollur úr bakaríinu og setja upp lítið hænsnabú og selja eggin, en það sem þau fá fyrir þetta em aðeins smápeningar. Þeir fá svo aðstoð frá gömlum vini þeirra sem selur forn- muni og brátt fara hjólin að snúast. Sagan er mjög spennandi og börn- in lenda í miklum ævintýmm þegar þau þurfa að glíma við aðila sem hafa svikið út úr þeim peninga. Einnig reynir mikið á vináttu þeirra þegai- bjátar á. Persónusköpunin er góð og bömin em venjulegar persónur með sín vandamál og viðfangsefni svo les- andi kynnist þeim vel. Þau reyna hvemig það er að lifa í samkeppnis- þjóðfélagi þar sem þau verða að bregðast við ýmiss konar uppákom- um, eins og t.d. þegar einn vinur þeirra fer að undirbjóða þjónustu þeirra. Fjallað er um ýmiss konar þjóðfélagsleg vandamál sem tengjast nútímanum, t.d. þrýsting sem blaða- maður, faðir eins af söguhetjunum, verður fyrir þegar hann vill fletta of- an af óvinsælu misferli þar sem valda- miklir menn eiga í hlut. Einnig er ýj- að að vandamálum úr sögu Þýskalands þegar bömin reyna að hafa upp á eiganda dýrmætra eigna sem fundust í fomsölu vinar þeirra. Viðbrögð nútíma þýskra unglinga við því að þurfa ef til vill að skila auð- ævum sem hafa verið ranglega höfð af mönnum í stríðinu verður viðfangs- efni sögunnar á mjög mannlegan hátt. Við fyrstu sýn kann þetta að þykja sérkennilegt viðfangsefni í bamabók, en höfundurinn vefur þekkingu um fjármál og hlutabréfamarkað inn í frásögnina og þessi fræðsla kemur fram sem svör við spumingum sem bömin bera sjálf upp og þurfa að fá svar við. Sá sem les þessa bók sem spennusögu getur gert það án þess að láta truflast af fjármálafræðslunni, en sá sem hefur áhuga á að skilja hluta- bréfamarkað og hvernig peningar em ávaxtaðir, ásamt þeirri áhættu sem fylgir fjárfestingunum, fær þama mikinn fróðleik og skemmti- lega fram settan. í bókarlok er orða- safn þar sem helstu hugtök era skýrð. Einnig era þar geíin orðatiltæki, um- mæli og jafnvel biblíutilvitnanir um peninga og í-íkidóm, og væntanlega hefur þýðandi bætt við tilvitnun úr Hávamálum um að auður sé valtastur vina. Þýðingin er á vönduðu og kjarn- miklu máli og þótt hér sé fjallað um efni sem bömum er ef til vill lítið kunnugt er málfarið aldrei þvingað né tilgerðarlegt. Það era heldur fáar þýskar barna- bækur sem koma út á íslensku og er þetta því vel þegin viðbót fyrir utan það að efni hennar á mjög svo vel er- indi til íslenskra barna og unglinga sem era að byrja að skilja þau við- fangsefni sem samfélög, eins og það íslenska, era svo gagntekin af. Sigrún Klara Hannesdóttir MAUVIEL Koparpottar og -pönnur Frönsk gæðavara (uppáhald fagmanna) PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 f Sími 562 3614 Sýningar- og reynsluakstursbílar Á STÓRLÆKKUÐU VERÐI FYRSTIR K0MA FYRSTIR FÁ Þeir sem hafa hraðar hendur geta nú tryggt sér bíl af bestu gerð á enn lægra verði. í nokkra daga seljum við með góðum afslætti nokkra bíla sem notaðir hafa verið á sýningum og í reynsluakstri. Fyrstir koma, fyrstir fá. Ekki missa af þessu tækifæri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.