Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 33 LISTIR Bukhara endurreist GESTIR oggangandi ráfa hér um milli súlna í borginni Bukhara í Úsbekistan. Borgin er illa farin enda hafa sól, vindur og regn farið um hana óblíðum höndum í nokkrar aldir. Yfírvöld í tísbekistan hafa nú fullan hug á að veita varðveislu Bukhara meiri athygli en borgin var eitt sinn miðstöð íslamskra lista og fræða. Þúsundir af moskum er að finna í Bukhara, sem og íslamska skóla, markaði og aðra sögufræga staði sem allir þurfa á mis- mikilli aðhlynningu að halda. Blasið til bardaga TOJVLIST Hallgrímskirkja ORGELTÓNLEIKAR Spænsk orgelverk eftir Cabezón, Bruna, Cabanillas, Guridi, Juliá o.fl. José L. Gonzáles Uriol frá Santiago de Compostela, orgel. Sunnudaginn 16. júlíkl. 20. TÓNLEIKARÖÐ Hallgríms- kirkju, Sumarkvöld við orgelið, ber á þessu menningarborgarári svipmót af systurmenningarborgunum níu, sem hver á frátekið kvöld á þessu sumri. Á sunnudaginn var komið að Santiago de Compostela á NV-horni Spánar, sem hingað sendi José L. Gonzáles Uriol, orgel- og sembalprófessor í tónlistarháskólan- um í Zaragoza. Organistinn mun sérfræðingur í fomtónlist Iberíu- skaga og bar dagskráin samsvarandi keim af því með verkum frá endur- reisnar-, snemm- og miðbarokktíma, auk tveggja frá 20. öld í lokin. Óhætt er að segja að fengur hafi verið að þessum spænsku verkum, enda spænsk orgeltónlist ekki oft á boð- Frá heiðni til kristni BÆKUR Trúarbrögð KRISTNITAKAN Á ÞINGVÖLLUM Aðdragandi og afleiðingar eftir Gunnar Kristjánsson. 72 bls. Mál og menning. Prentun: Oddi hf., Reykjavík, 2000. HÖFUNDUR ber í upphafi fram þessar tvær spurningar: »Hvemig gat þjóðin tekið svo mikla og afdiifa- ríka ákvörðun á þann friðsama og skynsamlega hátt sem heimildir lýsa? Hvaða þættir málsins skiptu mestu í þeirri atburðarás?« Hvomgri spurn- ingunni er unnt að svara beint og af- dráttarlaust. Til þess skortir heimild- ir. En með því að styðjast við íslendingabók Ára fróða, önnur forn- rit sem ekki geta talist jafnáreiðanleg og geta síðan í eyðumar leitast höf- undur við að bregða upp heildarmynd af því sem raunverulega gerðist. Eftir að hafa vegið og metið heimildir sínar rekur hann sögu landnámsins og fer jafnframt ofan í grunnhugmyndir ásatrúarinnar. Þá sýnir hann fram á hvemig trúariðkun heiðinna manna tengdist goðaveldinu á söguöld. Al- þing á Þingvelli var þá allt í senn, þjóðþing, dómstóll, lagaskóli og al- menn samkoma. »Þar hafðist fólk við í búðum sem vom hlaðnar úr grjóti og torfi en yfir þær var síðan tjaldað með vaðmálsdúk,« segir höfundur. Svo víða er þinghalds getið í fornum ritum að ætla mætti að heimildir greini frá hverju einu sem þar fór fram. Því fer þó fjarri. Fornir sagnaritarar sögðu frá því einu sem þeir töldu vera í frá- sögur færandi. Þar með horfðu þeir oftast framhjá smáatriðum hvers- dagslífsins. Til dæmis er ekki vitað með vissu hvemig búðimar vora gerðar. Sagnfræðingar hafa haft á því mismunandi skoðanir. Allt hefur það verið reist á getgátum. Grasi grónar búðatóftir, sem enn sér merki, era frá síðari öldum þegar þing var fámennt ogþjóðin örsnauð. Itarlegast segir höfundur frá kristnitökunni sjálfri, og þá ekki hvað síst þætti Þorgeirs Ljósvetningagoða við lausn málsins. Máttu þá undur heita að takast skyldi að forða frá ófriði. í íslendingabók segir að Síðu- Hallur »keypti að Þorgeiri lögsögu- manni, að hann skyldi upp segja, en hann vas enn þá heiðinn«. Um þetta segir höfundur: »Með því er þó ekki sagt að Hallur hafi greitt Þorgeiri fyrir að hafa ákveðna skoðun á málinu þótt sumir fræðimenn líti svo á. Hugsanlegt er að þama hafi verið um viðtekna venju að ræða, honum er einfaldlega greitt fyiir embættis- verk.« Þeir ónefndu fræðimenn, sem höfundur skírskotar þarna til, hafa misskilið sögnina að kaupa. Hún merkir þama að semja. Síðu-Hallur samdi við Þorgeir. Það er að vísu rétt að lögsögumanni - eina embættis- manni þjóðaiinnar - vora greidd nokkur laun, það er að segja hluti af lögréttufé og sakeyri. Hvort einhver hefur þægt Þorgehi íýiir þetta extra- verk hans skal ósagt látið. Svo mikið er þó víst að orð Ara gefa enga vís- bending í þá áttina. Höfundur veltir fýrir sér hví Þorgeir skyldi leggjast undir feld áður en hann kvað upp úrskurð sinn. Hallast hann að skoðun Jóns Hnefils Aðalsteinssonar að til þess hafi legið trúarlegar ástæður. Þetta hafi með öðram orðum verið »trúarathöfn sem gaf goðanum guð- legt umboð til að taka ákvörðun sem heiðnfr menn urðu að sætta sig við«. Fávíslegt væri að bera brigður á þessa kenning nú - þúsund áram síð- ar. En goðinn hefur fráleitlega dorm- að í neins konar dáleiðslu undir feld- inum. Hann hlaut að hugsa ráð sitt og þjóðarinnar. Fyrst og fremst hefur hann þó verið að bíða meðan öldumar lægði. Bjöm M. Olsen sagði eitt sinn í gamni að auðvitað hafi Þorgefr notað næðið til að yrkja Völuspá! Hvað sem því líður má benda á óteljandi dæmi þess í veraldarsögunni að valdamenn hafi farið líkt að þegar svipaðan vanda bar að höndum. Þótt ekki hafi þeir lagst undir feld að vísu! Gunnar Kristjánsson bendir á, og endurtekur það nokkram sinnum í bók sinni, að ásatrúin hafi þegar verið tekin að veikjast áður en kristni var lögtekin. Því hafi trúarskiptin ekki verið það tilfinningamál sem ella hefði orðið. Sú er að sönnu skoðun flestra ef ekki allra sagnfræðinga. Kristin trú var að færast norður á bóginn, jafnt og þétt. Islendingar máttu vita að þefr yrðu að taka við henni fyrr eða síðar. Gætnir menn hafa litið svo á að úr því sem komið var ættu þeir ekki annars úrkosta. Eftir valdatöku Ólafs konungs Tryggvasonar var málið orð- ið brýnt. Höfundur rekur allítarlega þátt hans í framvindunni, gíslatöku hans í Noregi og loforð það sem Gizur og Hjalti gáfu honum áður en þeir héldu til íslands. Aðstæður hér og í Noregi vora þó með ýmsum hætti ólíkar. Þar var jafnframt verið að beijast um völd. Héraðshöfðingjar hlutu að óttast um vald sitt og spyrna við fæti. Hingað náði annur konungs ekki með sama hætti. Konungur gat ekki beinlínis hlutast til um íslensk málefni. En hann gat hótað íslend- ingum einangran. Og það hreif. Höfundur bendir réttilega á að það hafi tekið kirkjuna ærinn tíma að koma sér fyrir hér í landinu. Sigurður Nordal taldi að með kristnitökunni hafi Islendingar fremur verið að af- sala sér ásatrú en að taka við hinum nýja sið. Jafnfiramt tók hann dæmi af því tiltæki Þorgeirs að varpa skurð- goðunum úr hofi sínu í Goðafoss. Gunnar Kristjánsson minnir á að sag- an sé þjóðsaga, Nordal taldi að hún mundi upphaflega til orðin sem skýr- ing á ömefninu. En þjóðsögur búa einnig yfir sínum vísdómi þó þær séu ekki sannar í bókstaflegum skilningi. Svo mikið er víst að hugmyndaheim- ur heiðninnar hvarf ekki í einu vet- fangi með kristnitökunni. Höfundur hafnar ekki þeirri tilgátu að hofunum, sumum hverjum, hafi verið breytt i kirkjur. Það er ekki útilokað, en ekki beinlínis sennilegt. Mikið er til í því sem höfundur segir að »kristnin tók upp margt það besta úr menningu fomþjóðanna, t.d. Rómverja og Grikkja og því er ekki fjarri lagi að svipað hafi gerst hér«. Því má þá bæta við að með mörgu því besta fylgdi sitthvað verra. Vígamenn kon- unganna, Ólafs Tryggvasonar og Ól- afs Haraldssonar, vora enginn hjálp- ræðisher! í síðustu köflunum segir höfundur frá stofnun biskupsstólanna, fyrstu biskupunum og tilkomu klaustranna. Hann minnir á að kristnitökunni hafi ekki fylgt nein tilfærsla valds í land- inu. Goðarnir, sem áður stýrðu blót- um, reistu fýrstu kirkjumar og sáu um helgihaldið. Ogfyrstu biskupamir vora af grónum höfðingjaættum. Árið 1096 voru samþykkt tíundarlög. Þar með vora kfrkjunni tryggðar fastar tekjur. Gunnar Kristjánsson telur at- hyglisvert að sú lagasetning skyldi ekki valda hér ófriði sem í öðram löndum. Skýiingin er þó nærtæk. Kirkjan naut friðai- meðan ekki var raskað við ættaveldinu. Smámsaman tók að hilla undir nýja tíma. Eða eins og höfundur orðar það: »Með kirkj- unni komu skólar og bækur, vísindi ogfræði.« Höfundur vitnar að lokum í ónefnd- an sagnfræðing sem sagt hafi »að kirkjan hafi flutt siðmenninguna til íslands«. Ennfremur skírskotar hann til ummæla Njáls sem taldi að »hinn nýi átrúnaður muni vera miklu betri«. Njáll var bæði vitur og forspár. Ef horft er til kærleiksboðskapar kfrkj- unnar má ætla að hann hafi skjótt getað tileinkað sér kristilegt hugar- far. En fleiri söguhetjur snerast á sömu sveif, þeirra á meðal Mörður Valgarðsson. Hann var líka vitur og forsjáll, en varla að sama skapi kristi- legur. íslendingum mátti vera full- Ijóst að kirkjuvaldið mundi flytja með sér fleira en miskunn og hjálpræði. Kirkjan var orðin alþjóðleg valda- stofnun. Það áttu íslendingar sem aðrir eftir að reyna. Af langri heimildaskrá má ráða að höfundur hafi víða leitað fanga. Prentvillur era fáar en nokkuð um endurtekningar. Textinn er alþýðleg- ur en sums staðar óþarflega orðmarg- ur. Endurritun hefði orðið til bóta. Frá útgefandans hendi hefur fátt ver- ið til sparað að þessi litla kilja mætti verða hin ásjálegasta. Erlendur Jónsson stólum hérlendis, þar sem norður- þýzki skólinn hefur lengst af verið í forgranni þegar eldri orgelverk era annars vegar. Það er af sömu sökum ekki ýkja útbreidd vitneskja hér um slóðir að Spánn var meðal fýrstu landa álfunn- ar til að leggja fram orgelbókmennt- ir. Þótt ekki hafi góðmálmar Suður- Ameríku orðið til langvarandi auð- sköpunar á Spáni í klingjandi mynt - einhverra hluta vegna virðast nyi-ðri siglingarþjóðir Evrópu hafa hagnazt meir á þeim en sjálfir frumöflunar- mennirnir - þá skilaði auður landa- fundanna sér varanlega að einu leyti, með fjölda vandaðra orgela sem víða vora smíðuð á Spáni allt frá önd- verðri 16. öld. Og tónsmíðar Spán- veija urðu snemma blómlegar að sama skapi. Þekktastur framherja er Antonio de Cabezón (1510-66), eftir hvem Uriol lék Pavana con su glosa. í verkinu skiptust á þýðar tréflautu- raddir og hvæsandi regal-kenndar tunguraddir í ósviknum endur- reisnaranda, þó að hrynjandi virtist ekki sérlega taktföst í flutningi mið- að við að um dans var að ræða, þótt hægferðugur væri. I tveim stykkjum eftir Pablo Brana (1611-79), Tiento de bajo de primer tono, þar sem laglína var í bassa, og Tiento sobre la letania de la virgine, mátti heyra spænskan mið- barokkstíl, sem flíkaði m.a. snemm- bærari sekvenzanotkun en norðar í álfu, auk þess sem stíllinn mótaðist af sérkennilegri samsköran eldri spænskra orgela á bassa og diskant í eitt hljómborð. Upphafstónar „Heil dir im Siegeskranz/God save the King“ (eða því sem næst) festu annað miðbarokkverk í minni, Pasacalles de primo tono eftfr Juan Cabanillas (1644-1712), helzta tónskáld Spán- veija á 17. öld. Tilbrigðaverk eins og titillinn segir, en að virtist heldur lausara í formi en álíka N-Evrópu- smíðar frá sama tíma. Tveir ókunnir höfundar vora næstir á dagskrá. Eftir rólegt og íhugult verk frá 17. öld kom krass- andi „bardagalýsing“ í punkteraðri mars-hrynjandi í upphafí með mikilli skotfimi í formi stakkató-bassa- hljóma á spænsku trompetum Klais- orgelsins. Það vantaði eiginlega bara svartapúðursreykinn. Verkið, „La grand batalla de Marengo“, kvað frá því kringum aldamótin 1800, og ef marka má heitið er vísað til Mar- engofundar 14.6. 1800, þar sem Desaix hershöfðingi lét hin frægu orð falla við Napóleon: „Orrustan er töpuð, en tími gefst til að vinna nýja“. Eftir þetta hressilega verk, sem oftlega kitlaði brosvöðvana, ekki sizt með kostulegum „lírakassapolka" undir lokin í skemmtilega litríkri og dýnamískri registran, kvað við ann- an og bljúgari tón í Variaciones sobre un tema Vasco eftir einn fremsta tónhöfund Spánverja á öld- inni sem senn er úti, Jesús Guridi (1886-1962). Tónmálið stóð greini- lega í þó nokkurri þakkarskuld við frönsku impressjónistana, en sjálft stef hinna fjölbreyttu tilbrigða hljómaði í mínum eyram nánast sem dæmigert sænskt þjóðlag. Hvorki þar né í síðasta verki dag- skrár, Tocata eftir Bernando Juliá (f. 1922), skorti organistann hugvits- semi í nýtingu á raddvalsdýrð Hall- grímsorgels. Þó var tokkatan sýnu hvassar registrað; afar fersk og orkufrek tónsmíð sem var ljómandi vel leikin. Að svo miklu leyti sem heyra mátti fyrir víst í gímaldsheyrð guðshússins á Skólavörðuholti. Ríkarður Ö. Pálsson MEISTARAEFNI Viðinn skal vanda, Timbursala í takt við tímann í það sem lengi á að standa. Sími 577 1770 og 895 5882 Meistaraefni er ný timburverslun í Gufunesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.