Morgunblaðið - 18.07.2000, Page 40

Morgunblaðið - 18.07.2000, Page 40
,40 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Rósir og þyrnar Vinsælasta sjónvarpsefnið er drykkju- venjur Islendinga, varla erhaldið opnunar- eða einkasamkvœmi svo að tökumenn séu ekki mættir til að leyfa hífuðum að tjá sig við þjóðina. > ISLENSK fjölmiðlaflóra dafnar og blómstrar eins og annar gróður. Sumt eru flflar og hundasúrur, eins og gengur, en ef vel er að gáð má koma auga á rósir og hressilegar kryddjurtir í garðinum góða. Nýir afleggjarar skjóta reglulega rótum og þannig er reynt að halda áhorfendum, hlust- endum og lesendum við efnið. En það er einhver óróleiki í garðinum. Fram hjá þvi verður ekki litið að í flóru íslenskra fjöl- •» ’ miðla kraumar vaxandi mótþrói. Nýjar rásir og rit virðast hafa það að markmiði að koma á óvart, helst að hneyksla; í stuttu máli að ganga á svig við flest þau viðmið sem tíðkast hafa í geiranum hingað til. VIÐHORF Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur Ekki ein- asta að hand- heldar mynda- vélar hafi tekið við af þrífæti í sjónvarpi og handritum kastað fyrir róða í út- varpi. Um er að ræða uppbrot hefðarinnar í mun víðari skilningi. Uppreisnin virðist hvorki meira né minna miðast við að grafa undan uppeldisgildum og siðferðisviðmið- um sem hingað til hafa ráðið ríkj- um í útvarpi, sjónvarpi og prent- miðlum. Það er líkt og ofvöxtur sé hlaupinn í allt það sem áður var álitið illgresi í íslenskri fjölmiðlun. Einu sinni var samasemmerki milli tungutaks í fjölmiðlum og þess sem kallaðist „vandað mál“. Málfarsráðunautur Ríkisútvarps- ins og prófarkalesarar prentmiðl- anna yfirfóru það sem sent var út til fólksins, enda skyldu miðlamir setja gott fordæmi í málnotkun. Nú er aftur á móti hægt að lesa í blöðunum um „megabeibs" og „iiberkúl gæja“, auk þess sem næstum þarf að texta dagskrárliði í sjónvarpi, þar sem ungir tungu- fossar koma við sögu. Nafn einnar yngstu sjónvarpsstöðvarinnar, Popp TiVí, hnykkir á þessari mál- farsbyltingu og sýnir svo ekki verður um villst að hreintungu- stefna á ekki lengur upp á pall- borðið. Einu sinni var einbeiting höfuð- kostur útvarpsþula. Þættir sam- anstóðu af ómenguðum röddum, tónlist og vönduðum áhrifshljóðum - annað var klippt burt. Nú er ekki aðeins leyfilegt að geispa og flissa í útsendingu, heldurvirðastum- sjónarmenn frjálslegustu þáttanna keppast við að tyggja, ropa, rífast, rymja, leysa vind og bölva í hljóð- veri. Og ef svo illa vill til að hljóð- nemamir grípa ekki herlegheitin gera umsjónarmennimir hlé á annars óskipulögðu máli sínu til þess að lýsa því sem á gengur. Einu sinni báru Ijósvíkingar virðingu fyrir viðmælendum sín- um, sýndu þeim í það minnsta lágmarkskurteisi. Nú er í tísku að gera lítið úr þeim sem hringja í hressustu þættina. Helst ber að hafa hlustendur að fíflum með ólík- indatali eða - og þetta er ein vin- sælasta aðferðin á nýjustu út- varpsstöðinni - bíða ekki eftir því að hlustendur hringi heldur hringja endurtekið í grunlaust fólk út í bæ og bulla þar til í fólkið fyk- ur. Ekki þykir síður snjallt að taka nafntogað fólk í sjónvarpsviðtal og reyna á þolinmæði þess með nýmóðins spumingum. Sniðugast af öllu þykir þó að tala illa um fjarstadda í beinni út- sendingu, fara niðrandi orðum um hinar ýmsu stofnanir og hvetja fólk jafnvel til þess að hrækja framan í ákveðna embættismenn, eins og gert var í útvarpsþætti á sunnudaginn. Þannig er nú komið fyrir kurteisinni. Og myndmiðlar virðast hafa tek- ið síbyljusvima útvarpsins til fyrir- myndar. Vinsælasta sjónvarpsefn- ið er drykkjuvenjur íslendinga, varla er haldið opnunarhóf eða einkasamkvæmi svo að tökumenn séu ekki mættir til að leyfa hífuð- um að tjá sig við þjóðina. Á Sýn er tónninn gefinn strax í sjónvarps- sal, þáttastjómendur með höfiið- verk sitja þar með bjór í hönd og bjóða áhorfendum svo í partí að þætti loknum. Það athyglisverðasta er að bak- við meint kæruleysi virðist mót- þrói miðlanna afar meðvitaður, eins og slagorðin sýna. Boðorð Popp TíVí „Ekki gera eins og mamma þín segir“ gengur í ber- högg við boðorðið „Heiðra skaltu foður þinn og móður“ og auglýs- ingin „Það er gott að glápa - tón- list allan sólarhringinn" ögrar við- teknu viðhorfi um að mikið sjónvarpsáhorf sé óhollt ungu fólki. Annars er það útvarpsstöðin Radíó sem einna skýrast áréttar uppreisnina gegn oíd hefðarinnar með yfirlýsingunni „Radíó - anti- útvarp“. Þar á bæ er markvisst leikið á gamlar hefðir um leið og farið er yfir það sem einu sinni töldust velsæmismörk. I liðinni viku vom tveir þáttastjómendur ósáttir við hlut sinn á heimasíðu stöðvarinnar og höfðu þá þetta að segja í útsendingu: D: „Nú fer ég og drep þessar kellingarsem sjá um þessa helvítis heimasíðu!" P: „Nei, nei, við erum íútvarpi hér; það er bannað að segja „drepa" og það er bannað að segja „keÚingar". D: Stúta þessum konum, þá... P: Já, þetta ermun betra. Þannig gera fjölmiðlamenn nýma tíma djörfung sína og dug sí- fellt að umræðuefni. Þeir hlífa eng- um, era aldrei tepralegir, blóta ef þeim sýnist... Þeir smjatta á öllu því sem einu sinni þótti tabú að tala um í fjölmiðlum og skapa þar með ný viðmið í geiranum. Og kannski er þetta óhjákvæmi- leg þróun. Nauðsynleg útrás. Kannski er æskilegt að villigerðið vaxi saman við rósimar og myndi nýja sprota í garðinum. Gott ef það mun ekki meira að segja vera hlut- verk frjálsra fjölmiðla að ögra, skapa og ryðja nýjar brautir. Fyrst eftir að fjölmiðlun var gefin frjáls á Islandi varð margt til þess að hneyksla: sjónvarp á fimmtu- dögum, popplög allar nætur, fréttamenn sem yrtu hvor á annan í beinni útsendingu! Nú er sjónvarpið ekki bara öll kvöld held- ur á morgnana líka, popplög leikin á jóladag og fréttatímamir fullir af tilsvöram. Og yfir þvi era allir hættir að kvarta. Upp í hugann koma Orð kvölds- ins, Reykjavíkurbréf, Deiglan... Verða hátíðleiki, yfirvegun og kurteisi flokkuð með illgresi eða rósum, næst þegar íslenska fjöl- miðlaflóran verður tekin út? Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Afrek Þulu frá Hólum hafa engin áhrif á folaldið hennar sem gengur undir annarri hryssu á Hólum. Nýorðnar mæður á fullu á landsmóti Hvernig má það vera að hryssur sem voru í fremstu röð á nýafstöðnu landsmóti hesta- manna eignuðust folald í vor? Ásdís Haraldsdóttir komst að því að þannig er því háttað með þær Þulu frá Hólum og Þotu frá Hólum. Þær eignuðust báðar folald í vor án þess að ganga með það sjálfar. Þula og Þota gengust báðar undir fósturvísaflutning í fyrravor. Fóst- urvísar úr þeim voru fluttir í aðrar hryssur sem gengu með folöldin og köstuðu þeim í vor. Þessar úr- valshryssur hafa því verið í fullri þjálfun sjálfar í vetur. Þær stóðu sig vel á landsmótinu og vöktu mikla athygli. Kastaði fyrsta af þremur folöldum sjálf Þula er átta vetra, undan Kol- finni frá Kjarnholtum og Þóru frá Hólum. Hún stóð efst í flokki hryssna sjö vetra og eldri auk þess sem hún kom fram sem afkvæmi Kolfinns sem fékk heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á mótinu. Þota er fimm vetra, einnig und- an Kolfinni, en móðir hennar er heiðursverðlaunahryssan Þrá frá Hólum, sem er jafnframt amma Þulu. Þota kom fram sem afkvæmi beggja foreldra sinna á mótinu. Þula hefur átt þrjú folöld. Fyrsta folaldið gekk hún með sjálf. Það er fjögurra vetra gömul hryssa, Gerpla, undan Jó frá Kjartansstöðum. Tvö seinni folöld- in voru flutt sem fósturvísar í aðr- ar hryssur. Það eldra er tveggja vetra hestur, Gýmir frá Hólum, undan Loga frá Skarði, og það yngra fæddist í vor og er undan Kraflari. Heiðursverðlauna- forfeður í röðum Folald Þotu sem fæddist í vor er hennar fyrsta afkvæmi. Það er undan Markúsi frá Langholtsparti sem er undan Orra frá Þúfu. Óneitanlega hljóta miklar vonir að vera bundnar við þetta folald ef miðað er við afköst foreldranna á mótinu, Þotu og Markúsar sem sigraði með yfirburðum í B-flokki gæðinga, afanna Orra og Kolfinns, sem báðir fengu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og ömmunnar Þrá- ar, sem einnig fékk heiðursverð- laun fyrir afkvæmi. Ekki má gleyma því að Þrá er undan heiðursverðlaunahestinum Þætti frá Kirkjubæ og Kolfinnur undan heiðursverðlaunahestinum Hrafni frá Holtsmúla sem fengu reyndar báðir heiðursverðlaun fyr- ir afkvæmi á sama landsmótinu, árið 1982 á Vindheimamelum. Beðið með fósturvísaflutninga í ár Víkingur Gunnarsson, deildar- stjóri hrossabrautar við Hólaskóla, sagði í samtali við Morgunblaðið að engir fósturvísaflutningar hefðu verið gerðir í vor. Þrátt fyrir að margir sýndu áhuga á því að taka þátt í verkefninu hentaði tímasetn- ingin ekki þar sem margir voru að sýna hryssur sínar í kynbótadómi og síðan á landsmótinu. Víkingur sagði að þónokkrir hefðu aftur á móti sýnt áhuga á að koma með hryssurnar frekar næsta vor, enda ætti það ekki að trufla þjálfun þeirra fyrir næsta landsmót, sem verður eftir tvö ár, ef eigendurnir hefðu áhuga á að sýna þær þar. Félag tammngamanna gefur út kynningarrit Félag tamningamanna hefur gefið út kynningarrit í tilefni 30 ára af- mælis félagsins og landsmótsins. í ritinu er meðal annars gerð ít- arleg grein fyrir samstarfi FT og Hólaskóla um þróun náms í hestamennsku.í greininni er rak- in saga þessa samstarfs en jafn- framt er gerð grein fyrir nýju námsskipulagi sem tekið verður upp á Hólaskóla næsta haust. Verður boðið upp á allt að 5 anna nám á þremur áram. Farið er yfir námslýsingu, hvernig námsgrein- ar skiptast á annir og markmið námsins. Stjórn FT fjallar í grein sinni m.a um félagið sjálft, félagafjölda, tilgang félagsins, markmið og helstu verkefni félagsins. Þau eru m.a. fólgin í að samræma mennta- og prófgráðakerfi fyrir íslands- hestamennsku á Norðurlöndun- um, vinna að stigun reiðkennslu frá fyrstu stigum byrjenda til efsta stigs atvinnumanna og þátt- taka í átaksverkefni landbúnaðar- ráðherra og samtaka hestamenns- kunnar um gæðastefnu í ræktun, tamningu, þjálfun sölu, kynningu og notkun íslenska hestsins. Auk þess er m.a. birt í ritinu ávarp núverandi formanns FT, Ólafs H. Einarssonar, rætt er við Friðþjóf Þorkelsson um félags- búning FT, birt er félagatal FT og fyrsti formaður félagsins, Sig- urjón Gestsson, ávarpar lesendur. Félögum í FT hefur fjölgað mjög á undanförnum 10 árum. Þeir voru 94 árið 1990 en eru nú 380.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.