Morgunblaðið - 18.07.2000, Síða 41

Morgunblaðið - 18.07.2000, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR ÞRIÐ JUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 41 Heimsmeistaramótið í Austurríki 2001 Haldið í 200 ára gam- alli hestamiðstöð HEIMSMEISTARAMÓT íslenskra hesta verður haldið í Stadl Paura í Austurríki næsta sumar. George W. Fink, framkvæmdastjóri mótsins, kom hingað til lands fyrir skömmu til að kynna mótið. Stadl Paura hefur verið hestamið- stöð í um 200 ár og er þekktust fyrir hrossarækt og sýningar, en lengst af var þar stóðhestastöð í eigu ríkisins. Staðurinn var einkavæddur árið 1997 og hefur austurríska hestamiðstöðin Stadl Paura tekið við nýju hlutverld sem miðstöð fyrir þjálfun, sýningar, menningu og þjónustu. Gert er ráð íyrir að á mótið komi þátttakendur og áhorfendur frá um 20 þjóðum, en það fer fram dagana 12. til 19. ágúst2001. Heimsmeistaramótsnefndin leggur áherslu á að mótið verði ekki aðeins viðbui’ður á sviði hestaíþrótta heldur einnig menningarlegur og þar verði mikið og öflugt félagslíf mótsdagana, íslenski hesturinn og ísland verði kynnt sérstaklega þannig að dagskrá- in höfði ekki eingöngu til hestafólks, heldur einnig almenns ferðafólks. Að sögn er hestamiðstöðin í Stadl Paura vel í stakk búin til að halda mót á borð við heimsmeistaramótið. Þar eru margar byggingar sem hýsa stjómstöð, aðstöðu fyrir fréttamenn, dýralækna og jámingamenn. Þar em hesthús og aðstaða fyrir reiðskóla, bæði innan húss og utan, kappreiða- braut og fjölbreyttar útreiðaleiðir. Auk þessa verða tveir hringvellir og skeiðbraut lögð fyrir mótið. Þar að auki verður sett upp safn fyrir „Heim hestanna" og höggmynda- og lista- verkagarður er á svæðinu. Margt verður gert til að koma til móts við þarfir mótsgesta. Auk þess að geta fylgst með keppninni og kyn- bótadómum verður boðið upp á ýmis skemmtiatriði og uppákomur. Meðal annars opnunarhátíð í upphafi móts- ins og skrúðgöngu í lokin, galasýn- ingu, tónleika, diskótek ogýmsar sýn- ingar. Bamaland, dýragarður, sirkus og fleira er sérstaklega hugsað fyrir yngstu kynslóð áhorfenda. Nánari upplýsingar um heims- meistaramót íslenskra hesta í Aust- urríki 2001 er að finna á slóðinni http://www.pferdezentrum-stadlpau- ra.at/. Hestamiðstöð Islands opnar heimasíðu Hestamiðstöð íslands í Skagafirði hefur opnað heimasíðu á Netinu með greinargóðum upplýsingum um stofnunina, markmið hennar og verksvið, skipulagsskrá og verk- efnalista.Á verkefnalista Hesta- miðstöðvarinnar er tilgreint hvaða verkefni liggja fyrir. Með gæðaátaki á hrossaræktar- búum er ætlað að hjálpa þeim sem að slíkum búum standa að bæta framleiðslu og afkomu. Verður boð- in ráðgjöf um framleiðslu, markaðssetningu og sölu. I fyrstu verður unnið með sex til átta búum í Skagafirði áður en þjónustan verður boðin á landsvísu. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við Hólaskóla og Hrossaræktarsam- band Skagafjarðar. Þá er sagt frá því að í bígerð sé að reisa íslenska hestinum veglegt safn þar sem saga hestsins, notkun hans og eiginleikar verða sýnd á lif- andi hátt. Þar er einnig ráðgert að bjóða upp á aðstöðu til vísindarann- sókna á íslenska hestinum. Verk- efnið er í athugun hjá Hestamið- stöð íslands og er gert ráð fyrir að frumkönnun á því hversu umfangs- mikið verkið getur orðið, áætlanir um kostnað og tekjumöguleika ásamt staðarvali, verði lokið 15. ágúst nk. Greint er frá því að Hestamið- stöð íslands hefur keypt hlutafé í Flugu hf. sem ætlað er að byggja og reka reiðhöll á Sauðárkróki. Reiðhöllin er m.a. hugsuð til að skapa aðstöðu fyrir verklega kennslu í hestamennsku, en gerður hefur verið samstarfssamningur við Hólaskóla og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um tilrauna- kennslu í hestamennsku og reið- mennsku við FNV á vorönn 2001. Könnun á hestatengdri ferðaþjónustu Að síðustu er fjallað um könnun sem fer af stað í ár á gæðum hesta- tengdrar ferðaþjónustu og gert er ráð fyrir að ljúki haustið 2003. Einnig verður í haust farið af stað með tilraunaverkefni þar sem nokkrum aðilum í hestatengdri ferðaþjónustu verður safnað saman undir eitt merki í markaðssetningu. I skipulagsskrá er greint frá hlutverki og markmiðum Hesta- miðstöðvarinnar, hverjir eru stofn- endur, hvernig stjórn og fulltrúa- ráð skuli skipað o.s.frv. Heimasíðu Hestamiðstöðvar ís- lands er að finna á slóðinni www.horses.is. Spurningar og svör um íslenska hestinn Félag hrossabænda hefur gefið út bæklinginn The Icelandic Horse - The Answers to Your Questions. I bæklingnum eru birtar spumingar um hvaðeina sem snýr að íslenska hestinum og svör við þeim á ensku. Bæklingurinn hefur áður verið gef- inn út í Þýskalandi og er hann þýdd- ur af þeim James Joicey og Clive Phillips, en Hulda G. Geirsdóttir stjómaði verkefninu. Útgáfa bæk- lingsins á ensku er unnin í samvinnu við bresku Islandshestasamtökin. Spui’ningai’ í bæklingnum era mjög margvíslegar og þegar hann er skoðaður nánar má segja að svör fáist við flestum þeim spumingum sem gætu vaknað hjá þeim sem áhuga hafa á þessu hestakyni. Sem dæmi má nefha er spurt: Hvað era íslenskir hestar? í stuttu en ítarlegu svari kemur m.a. fram að þetta séu smávaxnir hestar, þó ekki af smá- hestakyni, vegna þess að þeir séu alvöra reiðhestar sem fullorðið fólk getur riðið. Einnig er spurt hvemig maður eigi að velja sér hest, hvort hægt sé að keppa á þeim og þá í hvaða keppnisgreinum, um sjúk- dóma, hvemig geðslag þeir hafi og gangtegundir svo eitthvað sé nefnt. Bæklingurinn er þegar farinn í dreifingu í Bretlandi og hafa bresku Islandshestasamtökin dreift honum til allra sinna félagsmanna auk ferðaþjónustufyrirtækja og fleiri. Einnig hefur bæklingnum verið dreift í Bandaríkjunum. Að sögn Huldu G. Geirsdóttur, markaðsfulltrúa Félags hrossa- bænda, lá bæklingurinn frammi á landsmótinu. Auk þess komu marg- ir erlendir landsmótsgestir við á skrifstofu Félags hrossabænda og tóku með sér bæklinga. Þá mun fé- lagið sjá um að bæklingurinn liggi frammi á öllum sýningum og sam- komum sem FH tekur þátt í í enskumælandi löndum. Hulda sagði að þeim sem mark- aðssetja hesta í þessum löndum væri velkomið að koma við á skrif- stofunni og fá bæklinga. Jarðarber Fyrír helgina kom til okkar hjóna góður gestur og færði okkur marga bakka af gómsætum jarðarberjum segir Kristín Gestsdóttir, og það var jarðarberjaveisla alla helgina. Það er ekki alltaf sem maður læt- ur eftir sér að braðla með jarð- arber, en þótt jarðarberin séu hvað best bara með rjóma og flór- sykri má búa til margt gott úr þeim og draga svolítið úr rjóman- um. Þegar ég fór að lesa mér til um jarðarber rakst ég á frásögn af fagurri frú með fallega húð sem baðaði sig í jarðarberjavatni, en í hvert baðvatn fóru 10 kg af mörð- um berjum - það má reyna. Efna- fræðingar miðalda töldu þau allra meina bót og að þau stuðluðu að langlífi. í þeim er mikið af C-víta- míni auk ýmissa steinefna. Vafa- laust hefur dregið eitthvað úr holl- ustu þeirra innfluttu berja, sem hér era algengust í búðum, en við kaupum þau aðallega vegna bragðsins og útlitsins því fátt er girnilegra en fagurrauð jarðar- ber. í Evrópu var farið að rækta jarðarber strax á 13. öld. 5-6 teg- undir þekktust þá og era þau jarð- arber sem nú eru ræktuð af þeim stofnum sem hafa verið kynbætt- ir. í byrjun 18. aldar voru góð og stórvaxin afbrigði jarðarberja flutt til Frakklands frá Bandaríkj- unum, Kanada og Chile. Á 19. öld vora jarðarber mjög vinsæl og meira en 600 afbrigði m-ðu til sem enn er verið að endur- bæta með víxlfrjóvgun. Mér er ekki kunnugt um hvenær fyrst var farið að rækta jarðarber hér á landi en á fimmta áratugnum voru þau ræktuð á Seyðisfirði. Stund- um hafa fengist íslensk ber yfir sumartímann, en þau ber sem hér eru seld eru yfirleitt innflutt. Margir rækta sín ber heima í garði með góðum árangri. Systir mín hefur gert það í mörg ár og fær mikla uppskera, en ég hefi aldrei lagt í slíka ræktun. Þótt land mitt sé stórt hentar það ekki vel til jarðarberjaræktunar. Ég bjó til stóra jarðarberja- tertu með rjóma og jógúrt. Tveggja ára ömmustrákur brosti út að eyrum þegar hann sá tert- una og hóf að syngja afmælissöng- inn. Hann gat ekki skilið að svona fín terta væri á borðum þegar ekkert væri afmælið. Jarðarberjaterta 75 g lint smjör eðo smjörlíki 100 g sykur __________3 eggjarauður__________ __________3 msk. nýmjólk_________ ___________125 g hveiti__________ ___________1 tsk. lyftiduft______ 3 eggjahvítur 100 g sykur saman við hvítumar ______1 peli jarðarberjaiógúrt 1 peli rjómi _________3 blöð matorlím_________ __________fersk jgrðarber________ 1. Hrærið lint smjör eða smjör- líki með sykri. Blandið saman eggjarauðum og nýmjólk, hellið smám saman út í og hrærið á milli. 2. Hrærið hveiti og lyftiduft út í. 3. Teiknið hring á bökunar- pappír, 22 sm í þvermál. Smyrjið deiginu jafnt á hringinn. 4. Þeytið eggjahvíturnar, blandið sykrinum smám saman út í og hrærið á milli, smyrjið þunnt lag af marengs ofan á botninn og sprautið háa toppa af honum allt í kring ofan á botninn svo að góður kantur myndist. 5. Hitið bakaraofn í 160°C, blástursofn í 140-150°C, og bakið neðarlega í ofninum í eina klst. Fylgist með svo að ekki brenni. Kælið og losið af pappírnum og setjið á fat. 6. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur, vindið upp og setjið í bolla og setjið ofan í sjóðandi vatn svo að bráðni. Hrærið síðan út í jógúrtina. Þeyt- ið rjómann og blandið saman við. Hellið inn í marengshringinn. 7. Þvoið jarðarberin, takið lauf- ið af og skerið í tvennt. Raðið þétt ofan á rjóma/jógúrtblönduna, skurðflötur snúi upp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.