Morgunblaðið - 18.07.2000, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ
44 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000
nvau ci
dagskrá
i Netinu?
► Örgjörvi framtíðarinnar
Tæknifyrirtækið Intel fékk Sigríði Sigurjónsdóttur, hönnuð
hjá e-city í Hollandi, til þess að hanna örgjörva framtíðar-
innar, sem hefur vakið mikla athygli.
► Hringitónar
Hringitónar, myndir og tákn í GSM-síma er vinsæl
þjónusta. Á Netinu geta notendur fengið margar ólíkar
tegundir af tónum, myndum og táknum sem birtast á
valmynd símans.
► Myndsímar .
Myndsímar þykja þarfaþing fyrir heyrnarlausa, en með s
þeim geta þeir auðveldlega rætt sín á milli á táknmáli. 5
► Prentarar með Ijósmyndagæði j
Eftir því sem verð á prenturum, sem geta lesið minniskort *
starfrænna myndavéla, hefur lækkað verður auðveldara að *
kaupa sér prentara sem skila myndum í Ijósmyndagæðum. I
fttwgttsiMftfetfe
H
UMRÆÐAN
Félagsmálaráðherra
hefur ákveðið að Jafn-
réttisstofa skuli vera á
Akureyri. Upphaf
þessa máls má rekja til
ummæla í áliti félags-
málanefndar Alþingis í
vor um frumvarp að
lögum um jafna stöðu
og jafnan rétt kvenna
og karla. Ummælin
lúta að því að vegna nú-
tímatækni þurfi stofn-
anir ekki að vera
bundnar við ákveðinn
stað á landinu. Þarna
er einblínt á málið frá
tæknilegum sjónarhóli.
Litið er fram hjá fé-
lagslegum og hagrænum atriðum en
því hefur reyndar verið spáð að upp-
lýsingabyltingin leiði til þess að
byggð styrkist á höfuðborgarsvæð-
inu og auki flutninga fólks af lands-
byggðinni þangað, sbr. grein Sveins
Ólafssonar, bókasafns- og upplýs-
ingafræðings í Vísbendingu 16. júní
2000.
Hér verður þó hvorki fjallað um
félagslegan þátt málsins né svarað
dylgjum félagsmálaráðherra í garð
starfsmanna Skrifstofu jafnréttis-
mála; það hafa aðrir gert. Ekki skal
heldur tekin afstaða til stefnumörk-
unar um það hvar á
landinu ríkisstofnanir
skuli hafa aðsetur. Hér
á eftir mun ég víkja
nokkrum orðum að
þeirri réttmætu kröfu
starfsmanna að eðli-
lega - og löglega - sé
staðið að ákvörðunum
um aðsetur og flutning
ríkisstofnana.
Löggjafínn skal
ákveða aðsetur
ríkisstofnana
í dómi Hæstaréttar í
málinu um Landmæl-
ingar Islands frá 18.
desember 1998 segir að
„ákvörðun um aðsetur ríkisstofnun-
ar [sé] þess eðlis að um hana skuli
mælt í lögum.“ Af því leiðir að
löggjafanum er óheimilt að framselja
öðrum vald til þess að taka ákvörðun
um aðsetur ríkisstofnunar - rétt eins
og ekki má fela ráðherra að leggja á
skatta eða ákveða refsiramma.
Nefndarálit dugar ekki
Ummæli í þingnefndaráliti upp-
fylla ekki kröfur hæstaréttardóms-
ins um að ákvörðun um aðsetur ríkis-
stofnunar skuli tekin með lögum.
Nýleg ummæli félagsmálaráðherra
Ríkisstofnanir
Ummæli félagsmálaráð-
herra að Alþingi hafí
ákveðið að þessi stofnun
yrði ekki á höfuðborg-
arsvæðinu segir Gísli
Tryggvason ekki
standast.
um að Alþingi hafi ákveðið að þessi
stofnun yrði ekki á höfuðborgar;
svæðinu standast ekki heldur. I
fyrsta lagi er aðeins um að ræða al-
menna ábendingu í nefndaráliti um
að hin „nýja Jafnréttisstofa gæti
rækt hlutverk sitt jafnt á lands-
byggðinni sem á höfuðborgarsvæð-
inu. Með nútímatækni hafa mögu-
leikar á fjarvinnslu margfaldast og
fyrirtæki og stofnanir þurfa ekki að
vera bundin við ákveðinn stað á land-
inu.“ I öðru lagi felur álit þingnefnd-
ar ekki í sér afstöðu Alþingis nema í
tengslum við tiltekna breytingartil-
lögu enda tekur Alþingi einungis
ákvarðanir í heyranda hljóði.
Meiri kröfur við flutning
Meginröksemdir Hæstaréttar fyr-
ir niðurstöðu í Landmælingamálinu
voru þessar: „Ákvörðun um heimili
stofnunar og varnarþing er meðal
grundvallaratriða í skipulagi hennar.
Ljóst er að miklu skiptir fyrir starf-
rækslu stofnunar hvar henni er fyrir
komið strax í upphafi og ekki skipta
Flutningur
ríkisstofnana
Gísli
Tryggvason
Lögmál markaðarins
í stað fiskveiðilögreglu
AÐ undanförnu hafa
þær sögusagnir verið
háværari en oft áður
að þorski sé kastað
fyrir borð. Brýna
nauðsyn ber til að
stöðva þessa sóun. Til
þess er gott ráð, lög-
mál markaðarins.
Þær aðstæður geta
skapast að þorskafli
reynist meiri en for-
sendur fískifræðinga
gerðu ráð fyrir þegar
þorskkvótinn var
ákveðinn. Ástæðurnar
geta verið margvísleg-
ar; þorskurinn gefur
sig betur en í meðal-
ári, gæftir góðar eða meðafli við
aðrar veiðar mikill, þorskstofninn
vaxandi og því í betra ástandi en
hægt er að búast við í meðalárferði.
Við þessar aðstæður verður þorsk-
aflinn að meðtöldu brottkasti meiri
en þorskkvótinn og kvótaverð
hækkar.
Þorskkvóti er nú svo til ófáanleg-
ur á markaði og verðið hærra en á
undirmálsþorski og annars flokks
þorski. Enginn hvati er því fyrir út-
gerð eða sjómenn að koma með
þennan afla að landi. í mörgum til-
fellum þarf að borga með þessum
afla, því kvótinn er verðmætari en
landaður afli. Þá er það lögbrot að
landa afla án kvóta. Þetta leiðir til
þess að meðafla er kastað fyrir
borð.
Ekki eru til neinar áreiðanlegar
tölur um brottkast en ef það er á
bilinu 2% til 10% af aflaverðmætum
nema töpuð útflutningsverðmæti 2
til 10 milljörðum króna.
Sögur af brottkasti hafa leitt til
þess að fram hafa komið háværar
kröfur um aukið eftirlit með veið-
um. Þetta aukna eftirlit mun kosta
verulega fjármuni sem væri betur
varið í annað.
Hagræn lausn
í stað þess að löndun afla án
kvóta sé lögbrot á jafnan að vera
hægt að kaupa kvóta á verði sem
tryggir að hagkvæmara sé að landa
meðafla, undirmáls-
fiski og annars flokks
hráefni en kasta brott.
Á ofveiddum fiski-
stofnum þarf verðið þó
að vera það hátt að
ekki sé fýsilegt að
stunda rányrkju.
Hagnaðarvonin á að
vera meiri við veiðar á
öðrum fiskstofnum
með lægra kvótaverð.
Löggjafinn þarf að
setja lög sem skylda
sjávarútvegsráðuneyt-
ið til að selja viðbót-
araflakvóta á hæfilegu
verði, t.d. 60% af verð-
mæti landaðs afla,
þegar frjálst markaðsverð á kvóta
fyrir tiltekna fisktegund er orðið
það hátt að það hvetur sjómenn og
útgerðir til að kasta henni fyrir
borð.
Kvótinn
Nauðsynlegt er að stýra
verði á kvóta þannig,
segir Gunnlaugur H.
Jónsson, að löndun á
físki sé hagkvæmari en
brottkast.
Hvort sem hátt markaðsverð á
kvóta stafar af of mikilli sókn eða
því að stofninn er í uppsveiflu er
kvótasala sjávarútvegsráðuneytis-
ins rétt hagræn lausn. Ef stofninn
er í uppsveiflu virkar kvótasala í
stað aukningar á kvóta eins og
verðjöfnunarsjóður til útjöfnunar á
hagsveiflum innan sjávarútvegsins.
Ef sóknin er of mikil miðað við þol
fiskistofna vinnur kvótasalan gegn
offjárfestingu í greininni.
Hagræn lausn mun færa ríkis-
sjóði auknar tekjur í stað þess að
ríkissjóður þurfi að kosta auknum
fjármunum til lögreglustarfa á haf-
inu og í höfnum landsins. Hún mun
auka útflutning á sjávarafurðum
um milljarða og þess má vænta að
þjóðarframleiðslan aukist um tvö-
falda þá upphæð vegna margfeldis-
áhrifa útflutningsgreina á aðrar
greinar svo sem byggingariðnað og
þjónustu.
Til þess að forðast misskilning
verður að taka fram að ekki er ætl-
unin að veiðikvótar verði almennt
ákveðnir það litlir að ríkið þurfi á
hverju ári að selja verulegan kvóta
til að koma á jafnvægi. Mikilvægt
er að fiskifræðingar áætli fiskveiði-
kvóta í samræmi við bestu vísinda-
lega þekkingu og að sala á kvóta
verði aðeins ákvörðuð þegar kvóta-
verð tiltekinnar fisktegundar er
orðið það hátt að það hvetur til
brottkasts. Sala á viðbótarkvóta
getur verið nauðsynleg fyrir þorsk
og aðrar fisktegundir sem fást sem
meðafli með öðrum afla en á ekki
við um síld, loðnu, rækju, eða út-
hafskarfa enda fást þessar tegundir
aðeins að litlu leyti sem meðafli.
Tilbúið dæmi
Um þessar mundir er verð á
þorskkvóta 110 krónur á hvert kíló.
Grásleppukarlinum þykir því ekki
fýsilegt að kaupa þorskkvóta.
Þægilegra og hagkvæmara er fyrir
hann að kasta brott þorski sem vill-
ist í netin. Sjómenn og útgerðar-
menn með takmarkaðan þorsk-
kvóta freistast til að kasta verð-
minni þorski fyrir borð í stað þess
að landa honum, því þeir vita að í ár
er auðvelt að veiða upp í kvótann
þótt aðeins sé landað verðmætasta
fiskinum. Þeir hegða sér í samræmi
við hagræn lögmál og því er mikil-
vægt að kvótakerfið gefi vísbend-
ingar um það hvaða hegðun er hag-
kvæmust fyrir nýtingu auðlindar-
innar í heild.
Gefum okkur að fyrirfram hafi
verið ákveðið að sjávarútvegsráðu-
neytið selji þorskkvóta á 65 krónur
kílóið ef verðið fer yfir þau mörk
(hefði þótt óheyrilegt fyrir áratug
þegar kvótinn seldist á fáeinai-
krónur). Ennfremur að seldur væri
20.000 tonna viðbótarþorskkvóti,
sem bættist við landaðan afla í stað
Gunnlaugur H.
Jónsson
B