Morgunblaðið - 18.07.2000, Page 48
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ANNA ÞORBJÖRG
KRIS TJÁNSDÓTTIR
Við lát manns síns hélt Anna Þor-
björg sonum sínum heimili uns allir
voru þeir embættaðir, kvæntir og
flognir. Þá kvaddi hún sitt gamla
heimili, Lynghaga 18, og fluttist í
hvítan turn við sundin, þaðan sem
hún gat séð og fylgst með sonum sín-
um, tengdadætrum og barnabörnum
og þakkað guði bamalánið; og lagt
undir sig heiminn.
Anna Þorbjörg lést að morgni 6.
júlí.
Við sendum syrgjendum fyllstu
samúðarkveðjur og þakkir.
Þorgrímur Jónsson.
Minningargreinar eru margra
gerða. En öllum er þeim ætlað að
kveðja og varpa nokkru Ijósi á þann
sem kvaddur er. í dag er kvödd Anna
Þorbjörg Kristjánsdóttir, góður full-
trúi 20. aldarinnar, fædd stuttu eftir
að landið varð fullveldi og lifði þær
miklu breytingar sem orðið hafa.
Hún var sívökul og hræddist ekki að
feta nýjar slóðir þótt árunum fjölgaði
og heilsan setti strik í reikninginn.
Hana kveðja fjórir synir og fjölmenn-
ur flokkur afkomenda ásamt frænd-
fólki og vinum. Geta aðrir eitthvað af
lífi hennar lært? Hvað getur nútíma-
fólk af henni lært og hvers konar
minningar skilur hún eftir í huga
þeirra sem hana þekktu? Hver er
hennar minnisvarði í hugskoti mínu?
Hvers vegna langar mig að kveðja
hana ekki aðeins á hljóðlátan hátt
með sjálfri mér heldur í augsýnd ann-
arra? Við vorum því sem næst alnöfn-
ur. Sú sama Anna, sem við hétum eft-
ir, var móðuramma okkar beggja,
fædd í Danmörku, átti sitt fyrsta
hjónaband í Bandaríkjunum og hið
síðara sem læknisfrú í Flatey á
Breiðafirði. Feður okkar voru ná-
frændur og báðir heitnir í höfðuðið á
föðurafa mínum Kristjáni sem var
bóndi og skipstjóri í Meðaldal í Dýra-
firði og rak einnig sjómannaskóla á
heimili sínu áður en kom til formlegra
skóla af því tagi. Vegna þessa sam-
bands fannst mér líklega strax sem
unglingi að ég væri kannske enn
skyldari henni en nokkurri annarri
frænku minni. En samt var hún af
annarri kynslóð, þeirri næstu á und-
an minni, og í jólaboðum og öðrum
fjölskylduveislum áttum við ekki
beint samleið framan af.
Eftir því sem árin liðu kynntist ég
henni betur. Það var ekki með tíðum
samskiptum heldur með því að fylgj-
ast með því hvemig hún lifði lífi sínu
og leysti vanda er steðjaði að. Þó
dýpkuðu kynnin ekki síst við að taka
eftir því hvemig hún ræddi mál og
hvaða mál hún ræddi um þegar við
hittumst. Við þau hægvaxandi kynni
þótti mér hún sífellt áhugaverðari
persóna og um leið vænna um hana
með hveiju árinu.
Hún var svo skemmtilega hafin yf-
ir smámuni og umkvartanir. Ekki
vegna þess að lífið hlífði henni við
ástæðum til þess heldur vegna þess
að slíkt virtist ekki rúmast í hennar
lundemi. Glettnislegt brosið, jafnvel
örlítið sposkt, og athugasemdir sem
hún sló fram og lyfti um leið höfðinu á
sinn sérstaka hátt eins og hún vildi
segja: „Þú átt næsta leik, mig langar
að heyra hvað þú segir.“ Frásagnir af
ferðum hennar til framandi landa á
síðustu áram og stöðug fróðleiksfýsn.
Áhugi hennar á því hvað nafna og
frænka væri að glíma við og vitneskja
um málefni mín sem ég hafði ekki
hugmynd um að hún hefði fylgst með.
Sameiginlegu stundimar vora fáar
en í þeim einhver sérkennileg dýpt
sem skerpir myndina af henni og
minninguna.
Ég kveð frænku mína með sökn-
uði, en ekki hryggð. Hún var lengi
búin að berjast við grimman sjúkdóm
og ugglaust var líkaminn sneyddur
þeirri orku sem andinn bjó yfir. Hún
gat litið yfír farinn veg og glaðst af
lífsstarfi sínu og framlagi. Framlagi
sem víðar var að finna en hún vissi
kannske um. Undir kveðjur mínar
taka allir mínir nánustu og fjölskyld-
ur okkar. Hvíl þú í friði, frænka mín,
og megi minning þín lifa.
Anna Kristjánsdóttir.
Hlutskipti allra er að lokum að
kveðja þennan heim. Nú er hún Anna
amma mín farin frá okkur en hún
skilur eftir sig svo ótal margt, minn-
ingar sem ég mun varðveita alla mína
ævi.
Amma var glæsileg kona sem vakti
eftirtekt hvar sem hún kom. Þó var
það ekki síður framkoma hennar og
lífsviðhorf sem fólk dáðist að. Hún
átti engan sinn líka. Hún stóð alla tíð
fast á sínu og duldist engum að þar
sem Anna var stödd fór kona sem lét
engan vaða yfir sig. Ég lærði
snemma að best var að vera sammála
henni í sem flestu. Hún beitti gjarnan
stríðni og kímni til að koma skoðun-
um sínum á framfæri og gagnrýna
óréttlæti. Ég brosi er mér verður
hugsað tii hversu vel hún amma
kunni að koma fyrir sig orði.
Elsku amma, það er erfitt að þurfa
að kveðja þig og sárt að hugsa til þess
að samverastundir okkar verða ekki
fleiri í þessu lífi. Þú fylgdist alltaf vel
með okkur bamabömunum þínum og
mér þykir svo vænt um hve mikinn
áhuga þú sýndir því sem við tókum
okkur fyrir hendur. Þú kallaðir mig
alltaf „brúneyga bamabamið“ og
fannst mér alltaf jafnfallegt að heyra
þig segja það. Þú kunnir svo vel að
láta fólki finnast það einstakt og hrós-
aðir mér alltaf svo vel fyrir það sem
ég gerði. Ég er þér ævinlega þakklát
íyrir það. Þú minntist oft á það hve
stolt þú værir af fjölskyldu þinni en
ég er einnig stolt. Ég er stolt af að
hafa átt þig sem ömmu og þakklát
fyrir að hafa haft tækifæri á að
þekkja þig í tuttugu ár. Ég þakka þér
fýrir stundirnar sem við áttum saman
og minningamar sem ég nú varðveiti.
Vonandi tekst mér að hafa lífsviðhorf
þín að leiðarljósi í framtíðinni. Ég
yrði betri manneskja íyrir vikið.
Þín sonardóttir,
Þóra Pálsdóttir.
í dag kveðjum við elskulega föður-
ömmu okkar, Önnu Þorbjörgu. Anna
amma var einstök kona og engum lík.
Hún var greind og fróð um marga
hluti. Hún var mikill bókmenntaunn-
andi, ljóðelsk og kunni ógrynni vísna
og kvæða.
Jafnframt var hún fróð um höf-
unda þeirra. Hún hafði einstakt
minni og fór oft með ljóð fyrfr okkur
systumar. Hún hvatti okkur líka til
þess að lesa bókmenntir og læra ljóð.
Áhugi ömmu á listum var mikill. Hún
sótti mikið leikhús og margvísleg
söfn.
Anna amma hafði yndi af því að
ferðast. Áður en hún lagði af stað í
ferðalag kynnti hún sér allt sem hún
komst yfir um áfangastaðinn, jafnt
landafræði sem upprana þjóðarinnar,
menningu hennar og sögu. Hún lét
það ekki aftra sér þótt hvorki vinkon-
ur hennar né neinn úr fjölskyldunni
kæmist með og ferðaðist oft ein.
Veikindi hennar síðustu árin hindr-
uðu hana ekki í því að ferðast og fór
hún a.m.k. einu sinni á ári til útlanda í
menningarferðir af ýmsu tagi. Á ferð-
um sínum safnaði hún minningum og
keypti vandaða og skemmtilega
minjagripi frá hveijum áfangastað.
Anna amma var ættrækin, fylgdist
stolt með frændgarði sínum og lét sig
mál hans varða. Þegar við hittum
ömmu fengum við nýjustu fréttir af
öllum í fjölskyldunni. Hún þreyttist
ekki á því að miðla til afkomenda
sinna upplýsingum um það sem dreif
á daga annarra í fjölskyldunni. Við
systurnar erum ömmu sérstaklega
þakklátar fyrir þær hlýju móttökur
sem makar okkar fengu hjá henni
strax frá fyrstu kynnum.
Amma var gestrisin og lagði sig í
líma við að hafa á boðstólum það sem
hún vissi að viðkomandi gestum þótti
best. Hún var ótrúlega hugmyndarík
þegar kom að því að gefa öðrum gjaf-
ir. Hún var smekkleg og útsjónarsöm
og gjafímar frá henni hittu alltaf í
mark. Öll fengu bamabörnin sálma-
bók þegar þau voru skírð, síðan
Vísnabókina, þá bók með jólasöngv-
um, orðabækur þegar þau þurftu
þeirra við og biblíu þegar þau giftu
sig. Á seinni áram lét hún iðulega
+ Anna Þorbjörg
Kristjánsdóttir
fæddist í Reykjavík
6. desember 1923 og
lést á Landspítalan-
um 6. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Alice Bergs-
son, fædd Hansen, f.
1895, d. 1942, og
Kristján Friðrik
Bergsson, f. 1884 d.
—ei949. Systur Önnu
eru Hallfríður
(Halla) Nielsen, f.
1917 ogRagna Coop-
er f. 1919.
Anna Þorbjörg giftist árið 1942
Stefáni Jónssyni, f. 30. des. 1920,
d. 23. ágúst 1971. Synir þeirra
eru: 1) Jón B., f. 1942, kvæntur
Guðrúnu Sveinsdóttur, f. 1944.
Dætur þeirra eru: a. Helga, f.
1967, gift Sigurði Sturlu Páls-
syni, f.1966 og eiga þau tvö börn,
Guðrúnu, f. 1993 og Stefán Pál, f.
1995. b. Anna Þorbjörg, f. 1976,
gift Páli Óskari Gíslasyni, f. 1976
og c. Ragnhildur, f.1979. 2) Krist-
ján, f. 1945, kvæntur Steinunni
“-“Margréti Lárusdóttur, f. 1951.
Synir þeirra eru: a. Stefán Karl, f.
1980, b. Páll, f. 1984, c. Jón
Bjarni, f. 1985 og d.
Gunnar, f. 1987. 3)
Þorgrímur, f. 1946,
var kvæntur Önnu Ós-
valdsdóttur, f. 1946,
þau slitu samvistir.
Þeirra börn eru: a.
Ósvaldur, f. 1967, b.
Anna Þorbjörg, f.
1969, gift Þórarni
Guðnasyni, f. 1964 og
eiga þau þrjú börn,
Ragnhildi, f. 1990,
Þorgrím, f. 1992 og
Eirík Guðna, f. 2000.
c. Stefán, f. 1977. Þor-
grímur er kvæntur
Gretu Sigurjónsdóttur, f. 1947. 4)
Páll, f. 1952, kvæntur Ingibjörgu
Haraldsdóttur, f. 1953. Þeirra börn
eru: a. Stefán, f. 1975 og b. Þóra, f.
1980.
Anna Þorbjörg lauk námi frá
Verzlunarskóla Islands 1941. Hún
vann við verslun fram að giftingu.
Húsmóðir var hún eftir það og eftir
lát Stefáns hóf hún störf á skrif-
stofu SÍF og vann þar í liðlega 20
ár. Sfðustu árin bjó hún að Skúla-
götu 20 í Reykjavík.
títför Önnu Þorbjargar fer fram
frá Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin kl. 13.30.
Anna Þorbjörg Kristjánsdóttir var
mágkona mín, gift Stefáni eldri bróður
mínum 1942. Þau fundust í Verslunar-
skólanum en vora sem næst í kallfæri
aUt til þess, hún, ein þriggja systra, í
Valhöll við Suðurgötu en hann í kvisti í
húsalengju við Ljósvallagötu. Á milli
stóð kirkjugarðurinn.
Bjami hringjari hringdi líkklukk-
unni og veikburða sálmasöngur barst
tir garðinum. Sáust syrgjendur rýna í
grafskriftir steina og krossa. Garður-
inn var skráður vettvangur dulmagn-
aðra sagna og aðeins þeir ljónhuguðu
voguðu sér að ganga um eftir að
rökkva tók. Ummyndaður ilmaði
garðurinn af grösum og þrestir
sungu. Strákar börðust í tilbúnum
virkjum legsteina og grafhýsa með
hina dauðu að bandamönnum eða
með öllu gleymda.
Valhöll var í hópi tignarlegri húsa
bæjarins. Þar kom ég fyrst þegar
framburður hjónanna Ónnu og Stef-
áns var skírður. í veislunni sá ég afa
hans, Kristján Bergsson, mikinn
mann að vallarsýn. í kristalsgliti
sakramentis skírnarinnar þótti mér
%ann hamramur á að líta sem dofri í
höll sinni, Valhöll. Kona hans, móðir
Önnu, Alice Hansen Bergsson, var þá
látin.
Ljósvallagata er gata víðáttunnar
undir vesturgafli kirkjugarðsins. Þar
áttum við heima. Stefán vildi kynna
unnustu sína, Önnu Þorbjörgu, fyrir
fjölskyldu sinni. Við stóðum hljóð og
feimin í skjóli móður okkar, Önnu
Þorgrímsdóttur, ekkju Jóns Bjama-
sonar læknis, og undraðumst. Þau
vora bæði kornung. Hún var fögur og
hrífandi. Ég áttaði mig á því, að ég
hafði nýverið átt í útistöðum við bróð-
ur minn vegna þess að hann hafði
hnuplað frá mér hnakkpútu. Nú
sýndi hann mér konuefnið sitt ófor-
íi^andis. Önnu Þorbjörgu var vel
fagnað.
Anna Þorbjörg var snarvelgefin.
Einstök. Lundemið litskrúðugt og
hart þegar því var að skipta. Hún var
gædd húmor á stórdanska vísu, vafa-
laust vöggugjöf frá móður sinni sem
hún unni heitt en missti ung stúlka.
Við yngri bróðir minn, Bjami, átt-
um að fjórar fjölskyldur: systur okk-
ar þijár, allar harðgiftar auk fjöl-
skyldu Stefáns og Önnu. Heimili
þeirra allra vora uppeldisstöðvar
okkar. Eindrægni og glaðværð ein-
kenndi samstöðu þessara fjölskyldna
enda þótt lífsskilningur þeirra væri
um margt ólíkur. Tvær vora kapítal-
istískar, ein kommúnistísk og sú
fjórða kratísk. Allar vora þær and-
ríkar og skáldlega þenkjandi nema
ein og kunnu allar á bíl nema ein. Ég,
vingull á námsbraut, lærði til stúd-
ents af kynnum mínum og umgengni
við heimÚi fjölskyldna minna með að-
gangi að MÁ til vara.
Stórt og festulegt varð brátt heim-
ili þeirra Önnu og Stefáns.
Þau hófu búskap í kjallaraholu sem
ungu fólki var ætlað að gera í þá daga
og eftir millilendingar, með viðkomu í
Valhöll, fluttu þau á Lynghaga 18
sem varð heimili þeirra á þriðja tug
ára. Hús þeirra var í senn hús og sal-
ur, opinn fyrir sældarfólki, ættjarð-
aríhaldsskónum, anarkistum, lýð-
ræðislegum hermdarverkamönnum,
hröfnum, frændum og frænkum.
Umræður heitar og hnitmiðaðar og
oftast dáindis skemmtilegar.
Hér leið bemska drengjanna.
Ljóst var að synimir fjórir vora vel
skaptir og hugðust sækja til mennta.
Faðir þeirra var fjölhæfur reikni-
meistari í stjómaliði útflutningsfyrir-
tækis með aðsetur í miðhöll borgar-
innar. Hann eldaði ekki en jafnvægi
og jafnræði var með þeim hjónum um
uppeldi drengjanna og Ánna Þor-
björg gaf dagtóninn. Vinnan varð
sjúku hjarta Stefáns ofviða, læknar
fengu ekki við gert. Hann dó 1971,51
árs gamall.
>
Vcsturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
^jwvw.utfor.is
t
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
r
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
%\WJ
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
Ga^ðskom
v/ Fossvogskii'kjugarð
S(mh 554 0500
fjölfalda gamlar myndir og dreifði
þeim til afkomenda sinna.
Anna amma var fremur róttæk í
eðli sínu og hafði ákveðnar skoðanir.
Hún virti skoðanir annarra þótt þær
stönguðust stundum á við hennar lífs-
sýn. Hún bjó yfir skemmtilegri lífs-
speki og gaf okkur systram oft ýmis
heilræði, sem vora þannig að enginn
hefði gefið þau nema hún, enda vora
þau oft gefin meira í gamni en alvöra.
Hún kenndi okkur rétta forgangsröð-
un og sagði til dæmis að ef við væram
að halda boð og væram seinar fyrir
væri best að hafa sjálfa sig til fyrst,
fara í fínu fötin og punta sig, því fal-
legri húsmóður fyrirgæfist allt. Anna
amma var stórglæsileg kona. Hún
var falleg og kvenleg og alltaf klædd
samkvæmt nýjustu tísku. Hún hafði
gaman af því að líta vel út og að eftir
henni væri tekið. Minnisstæð er saga
af henni úr brúðkaupi nöfnu hennar
fyrir tveimur áram þegar ömmu var
hrósað fyrir glæsilegt útlit og hún
hváði og sagðist ekki hafa heyrt í við-
komandi. Þegar hrósið var endurtek-
ið svolítið hærra hvíslaði hún með
stríðnisbrosi að hún hefði reyndar
heyrt þetta í fyrra skiptið en þegar
maður væri kominn á hennar aldur
fengi maður ekki oft hrós af þessu
tagi og því væri um að gera að láta
sem flesta heyra.
Við gleymum Önnu ömmu okkar
aldrei. Hún var kona sem tekið var
eftir, en fyrst og fremst var hún góð
kona. Minningin liftr um góða ömmu
sem kenndi okkur að líta á hlutina í
víðara samhengi. Fyrir það eram við
þakklátar.
Blessuð veri
minning hennar.
Helga,
AnnaÞorbjörg
og Ragnhildur
Jónsdætur.
Hún situr við borðið undir lampan-
um með gleraugun á nefbroddinum.
Bogin í baki, grönn með grátt, þunnt
krallað hár. Hún er að leggja kapal
og við hlið hennar er heill hellingur af
útfylltum krossgátum og orðabókum.
Hún tyggur í sífellu. Svona er hægt
að lýsa ömmu Önnu. Ömmu skorti
aldrei áhugamál og man ég þegar við
bræðumir komum í okkar fóstudags-
heimsóknir og hún sagði okkur frá
því sem hún hafði gert í vikunni. Hún
hafði farið á málverkasýningar, í leik-
hús, út að borða eða lesið góða bók.
Amma var mjög fróð enda las hún
mikið og kunni mikið af ljóðum. Hún
hafði mjög gott minni og sagði okkur
margar sögur. Amma átti rosalega
mikið af fötum og henni leiddist ekki
að punta sig enda sagði pabbi líka að
hún væri svoddan jólatré. Á hverju
föstudagskvöldi bauð amma okkur
bræðrunum í heimsókn. Alltaf var
þar eitthvað gott að fá eins og kók,
kökur og ís. Þessi kvöld verða mér
ógleymanleg. Allar gjafir sem amma
gaf okkur vora vandaðar og nytsam-
legar en ekki leikföng. Hún gaf orða-
bækur, sálmabækur, vísnabækur og
margt annað. Síðasta gjöfin var ein-
mitt bók um hinn sanna herramann.
Bókin „Gentleman. A timeless Fash-
ion“.
Nú situr hún amma mín ekki leng-
ur við borðið sitt og leggur kapal. En
ég á minningar um hana, góðar minn-
ingar og þær mun ég varðveita. Ég
mun sakna ömmu minnar og það er
gott, því það sýnir að mér þótti vænt
um hana. Elsku amma, Guð blessi þig
og varðveiti. Við munum hittast aft-
ur. Takk fyrir allt.
Þitt barnabarn,
Páll Kristjánsson
(Palli).
Amma mín, Anna Þorbjörg Krist-
jánsdóttir, er lögð í sína síðustu ferð
eftir langa baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Við sem eftir sitjum söknum og
minnumst óvenjulegrar konu í þess
orðs bestu merkingu. Konu sem með
glæsileik og smekkvísi en enn frekar
með mannviti kom til skila til sam-
ferðamanna sinna lífsviðhorfi sínu,
gildum og siðum. Að flíka tilfinning-
um sínum heyrði ekki þar undir held-
ur bar meira á virðuleika, jákvæði og
virðingu fyrir sjálfum sér og öðram,
allt vel kryddað með kaldhæðni og
lífsgleði.
Amma mín lifði lífinu fram á síð-