Morgunblaðið - 18.07.2000, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 51
------------------------V
UNNUR
EINARSDÓTTIR
+ Unnur Einars-
dóttir fæddist á
Berustöðura í Ása-
hreppi, Rangárvalla-
sýslu, 15. október
1922. Hún lést á
heimili sínu Sól-
vangsvegi 1 í Hafnar-
firði 5. júlí síðastlið-
inn. Foreldar hennar
voru Ingigerður Þor-
steinsdóttir frá Beru-
stöðum, húsfreyja í
Skaftafelli og Hafn-
arfirði, f. 14. júní
1896, d. 1. janúar
1973, og Einar Eyj-
ólfsson frá Hvammi á Landi,
kaupmaður í Reykjavik, f. 23.
september 1897, d. 2. september
1959. Systkini Unnar eru: 1) Bald-
ur Óskarsson, f. 28. mars 1932. 2)
Elsa Einarsdóttir, f. 16. júlí 1935.
3) Eyjólfur Einarsson, f. 17. ágúst
1940. 4) Árni Einarsson, f. 13. júlí
1943. 5) Hilmar Einarsson, f. 31.
maí 1949.6) Ingvi Sævar Oddsson,
f. 3. janúar 1942.
Unnur giftist 9.
desember 1950 Ólafi
M. Magnússyni húsa-
smíðameistara úr
Hafnarfirði og
bjuggu þau alla tíð í
Hafnarfirði, lengst
af í Birkihvammi 2.
Þau eignuðust tvö
börn: 1) Magnús, f.
13. desember 1952,
jarðfræðingur,
kvæntur Björgu Ei-
ríksdóttur og eiga
þau tvær dætur,
Gerði, f. 18. nóvem-
ber 1978, hún á soninn Þórberg, f.
14. júlí 1999 og Unni, f. 2. mars
1983. 2) Ingigerður, f. 4. desem-
ber 1954, hjúkrunarfræðingur,
gift Haraldi Ágústssyni og eiga
þau tvö börn, Maríu, f. 16. mars
1979, og Ólaf, f. 9. maí 1985.
Útför Unnar fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Unnur Einarsdóttir verður jarð-
sett í dag. Hún kvaddi þennan heim
fyrirvaralaust á heimili sínu í Hafn-
arfirði hinn 5. júlí sl. Þótt ég hafi und-
anfarin ár átt heima fjarri ættland-
inu höguðu örlögin því svo til að ég
hitti þessa ágætu frænku mína fáein-
um dögum fyrir andlátið, glaða og
hressa að vanda.
Unnur bar alveg sérstaka um-
hyggju fyrir vinum og vandamönn-
um. Þessa naut ég og fjölskylda mín í
ríkum mæli allt frá því ég man fyrst
eftir henni til hinstu stundar. Úm-
hyggja hennar og ræktarsemi við
móður mína aldraða var aðeins eitt af
dæmunum. Hún og eiginmaður
hennar Ólafur Magnússon tóku líka
ýmsum, sem í erfiðleikum áttu, opn-
um örmum, opnuðu þeim heimili sitt
og veittu stuðning með öðrum hætti.
Einstæðingar áttu þar athvarf, svo
oggestir og gangandi. Eitt sinn
rýmdu þau aðalhæðina í húsi sínu,
fluttu sig á hina neðri og buðu mér og
fjölskyldu minni til dvalar yfir jóla-
hátíðir. Þannig gátu afi og amma,
sem bjuggu í Sviss, verið með fjöl-
skyldu dótturinnar, sem bjó í Banda-
ríkjunum, og haldið sameiginleg jól í
sínu „rétta“ umhverfi í Hafnarfirði.
Þetta eru örfá dæmi um gjafmildi og
umhyggju fyrir öðrum, sem komu
fram í öllu, jafnt í smáu sem stóru.
Unnur og Ólafur voru miklir unn-
endur íslenzkrar náttúru. Þau ferð-
uðust um landið og þekktu nánast
hverja þúfu, hvort sem var í byggð
eða óbyggðum. Kannski var ekki að
undra að Unnur nyti vel fegurðar
landsins þar sem hún var að mestu
leyti alin upp í einni fallegustu nátt-
úruperlu landsins, Skaftafelli í ðræf-
um. Það er e.t.v. ekki úr vegi að
minna á að Skaftafell þess tíma var í
sveit afgirtri óbrúuðum stórfljótum á
báða vegu, til austurs jafnt sem vest-
urs og engin jökulánna innan sveitar
hafði verið brúuð. Samt var gest-
kvæmt á Böltanum í Skaftafelli.
Þangað bar að erlenda sem innlenda
gesti, sem komu ríðandi undir leið-
Erfisdrykkjur
h
P E R L A N
Sími 562 0200
H
«*
H
H
H
H
H
H
H
H
iiiiiiiiiiiiiii:
sögn stjúpa Unnar, Odds bónda
Magnússonar, yfir Skeiðará ef hún
var væð, eða yfir Skeiðarárjökul.
Seinna komu þeir einnig úr austri
eftir flug að Fagurhólsmýri, oftast
ríðandi, yfir allar jökulámar að
Skaftafelli og þá leið kom ég reyndar
sjálfur til sumardvalar í Skaftafelli,
tólf ára gamall. Ekki veit ég hvaða
leið Ólafur fór að Skaftafelli, en þar
fann hann frænku mína Unni og þar
tókust með þeim ástir.
Ferðalög Unnar og Ólafs um
óbyggðir landsins voru ævintýri, sem
þau lýstu með litskyggnum á dásam-
legum stundum á heimili sínu, sem
festust mér í minni á unglingsárun-
um. Þau voru meðal frumherjanna í
óbyggðaferðum og ótrúlegt hvað þau
komust á Skódanum sínum, áður en
þau skiptu yfir í jeppa. En Únnur og
Ólafur heimsóttu ekki bara öræfi ís-
lands. Hin byggðu ból urðu ekki út-
undan og vina- og kunningjafjöldinn
um land allt er ótrúlegur. Fyrir
bragðið var þekkingin á fólkinu í
landinu meiri en títt er um flesta.
Unnur var rammíslenzk. Hún kunni
til allra búskaparverka upp á íslenzk-
an máta og samkvæmt íslenzkri hefð.
Allt sem hún tók sér fyrir hendur
gerði hún af alúð og allt blómstraði í
kringum hana. Vorið var tími sáning-
ar og haustið tími uppskeru og slát-
urgerðar. En auk hinna sterku ís-
lensku róta var Unnur líka sigld, eins
og það hét á þeim tíma. Rúmlega
tvítug varð hún samferða móður
minni með okkur systkinunum til
Svíþjóðar. Þetta var trúlega annað
eða þriðja ár reglulegra flugferða til
meginlands Evrópu. Ferðin sjálf var
mikið ævintýri. Að flugi loknu til
Kaupmannahafnar tók við járn-
brautarferð, sem hófst með því að
lestin ók upp í skip. Þetta voru nýj-
ungar fyrir ungmeyna úr Öræfum og
kaupstaðarstrákinn níu ára gamlan.
Um sumarið gekk Unnur í lýðhá-
skóla í Svíþjóð þar sem kennd voru
SOLSrElNAK
Legsteinar
í Lundi
við Nýbýlaveg, Kópavogi
Sími 564 4566
GARÐH EIMAR
B'LÓMABÚÐ • STEKKJARBAKKA 6
X SÍMI 540 3320
V
tfisdrykkjur í Veislusalnum
Sóltúni 3, Akógeshúsinu,
fyrir allt aó300 manns.
EINNIG LETTUR HADEGISMATUR
ru AE
MFUKAFFI OG TERTU A EFTIR - SAMA VERÐ
VEISLAN
G3
. slo8í3
,rra'réSa
7«kkut
" "atinu I
Glœsilegar veitingar frá Veislunni
AusturslrSnd 12 «170 Selljarnarnes • Simi: 561 2031 • Fax: 561 2008^
VEITINGAELDHÚS
www.veislan.is _ _
— cg
bókleg fög jafnt og handmennt. Þar
lærði hún að vefa. Mörgum stundum
varði hún síðan við vefstólinn og óf
jafnt nýtilega sem fallega hluti.
Unnur og Ólafur bjuggu sér fagurt
og gott heimili. Þangað var gaman og
gott að koma. Þar ólu þau upp börnin
sín, Magnús og Ingigerði, í góðu um-
hverfi og við gott og umhyggjusamt
atlæti. Systkinin tvö komu oft við hjá
foreldrum mínum, því við vorum
grannar allt frá æsku minni og nú,
áratugum seinna, eru þau bestu vinir
okkar hjónanna.
Unnur var perla af manni. Vinátta
hennar og hjálpsemi og stuðningur
við okkur hjónin var okkur ómetan-
legur allt frá því við settum niður bú
okkar í Hafnarfirði. Við Irma þökk-
um henni þetta allt. Við söknum
hennar nú. Hún hverfur á braut þeg-
ar við erum rétt um það bil að koma
heim. Ég flyt Ólafi, Magnúsi og Ingi-
gerði og fjölskyldum þeirra innilegar
þakklætis- og samúðarkveðjur frá
mér og Irmu og fjölskyldu okkar.
Vertu sæl Unnur.
Kjartan Jóhannsson.
Elsku Unnur, það var erfitt að
trúa því að þú værir farin. Ég var að
tala við þig deginum áður og þú sagð-
ir mér að Astrid hefði fengið hvíld-
ina. Svo ferð þú fjórum dögum á eftir
henni, ótrúlegt en satt. Þú sem varst
alltaf svo virk og hraust. Svo varstu
búin að fara austur, í heimsókn til
fólksins þíns og í sveitina til Óla
bamabarnsins þíns, það var allt svo
gaman.
Mig langar að þakka þér fyrir allt.
Ég kom inn í þína fjölskyldu mjög
ung, þú tókst mér svo vel og vildir
allt fyrir mig gera.
Þú kenndir mér svo margt, að búa
til slátur, kæfu, súrmat, baka úr geri,
prjóna fallegar flíkur og allt um
garðrækt. Þú varst svo vel að þér í
þessu öllu og mörgu fleiru.
Það voru margar ferðimar sem þú
fórst fyrir jólin til að gleðja gamalt
fólk og einstaklinga, það tilheyrði jól-
unum.
Ég gleymi því ekki þegar þið Óli
voruð að fara í tjaldútilegu á Skódan-
um með litlu börnin ykkar, það voru
ekki margir sem gerðu það í þá daga.
Það var alltaf gott að koma til ykk-
ar Óla, ég þakka þér fyrir allt.
Elsku Óli, Guð blessi þig og þín
yndislegu börn og barnabörn.
Þurý.
Þegar það rann upp fyrir okkur að
Unnur amma væri dáin varð okkur
fljótlega hugsað til þess hvað við er-
um í raun heppnar að hafa fengið að
Varanleg
minnlng
er meitluð
ístein.
m S. HELGAS0NHF
STEINSMIÐJA
Skemmuvegi 48, 200 Kóp.
Sími: 557-6677 Fax: 557-8410
Netfang: sh.stone@Vortex.is
kynnast henni. Það eru svo margir á
okkar aldri sem hafa ekki átt þess
kost að kynnast ömmum sínum og öf-
umjafnnáið og við.
Unnur amma hefur alla okkar ævi
verið stór hluti af okkar lífi. Hún hef-
ur fylgst með okkur í námi og leik.
Þeir eru ófáir kórtónleikamir sem
hún hefur komið á til að hlusta á okk-
ur systumar og alltaf var jafn gaman
að sjá hana sitja í salnum.
Við systumar dvöldum oft hjá
ömmu og afa í Birkihvamminum,
ekki síst þegar við vorum komnar í
skóla. Það var alltaf gott að koma til
ömmu í hádeginu, borða með henni
og afa og spila jafnvel eftir hádegis-
matinn eða fylgjast með henni vefa.
Ekki síður á Unnur góðar minningar
frá því að hafa spilað félagsvist með
eldri borgurum í Álfaskeiðinu en
amma sá um þá starfsemi. Það þótti
nokkuð merkilegt að Unnur var að-
eins sex eða sjö ára og bara nokkuð
slungin við spilamennskuna.
Amma var mikið náttúrubam og
alltaf var jafn gaman að ferðast með
henni og ekki síðri eru minningarnar
um „Apastaði" eða sumarbústað
hafnfirskra iðnaðarmanna við Apa-
vatn. Þangað fórum við oft Ö0 fjögur
frændsystkinin og þá var ýmislegt
sér til gamans gert eins og að veiða,
fara í göngutúra og ef ekki viðraði
var spilað eða lesið innan dyra.
Þegar við vorum yfir nótt í Birki-
hvamminum sem annars staðar var
alltaf farið með bænimar fyrir svefn-
inn og það var amma sem fyrst fór
með Gerði í sunnudagaskólann að-
eins þriggja ára. Seinna fylgdi Unn-
ur litla svo með.
Þó að amma væri í raun sveita-
stelpa var hún líka svolítil heimskona^
því að hún hafði mjög gaman af því
að ferðast jafnt innanlands sem utan.
Við áttum þess kost að vera með
þeim afa og ömmu í tveimur utan-
landsferðum. Annars vegar þegar
við fómm með Norrænu til Færeyja
og hins vegar þegar þau heimsóttu
okkur í Glasgow. í þessum ferðum
var gaman að vera á gangi með henni
því að hún var alltaf jafn áhugasöm
um umhverfi sitt.
Einna kærastar em okkur þó
minningarnar um jóladagsboðið í
Birkihvamminum og svo síðar í
Höfn. Þar hittumst við alltaf öll í há>
deginu á jóladag, borðuðum jóla-
steikina og ekki vomm við háar í loft-
inu þegar við urðum fullgildir
púkkspilarar. Eitt emm við mjög
þakklátar fyrir. Við öll hátíðleg sem
önnur tækifæri sem fjölskyldan kom
saman vomm við krakkarnir alltaf
fullgildir þátttakendur. Amma talaði
alltaf við börn á sama hátt og hún tal-
aði við fullorðið fólk. Þegar við voram
litlar ræddi maður oft málin við
ömmu í eldhúsinu á meðan afi lagði
sig eftir hádegismatinn og fékk svo
far með honum aftur í skólann í hvítu
Lödunni þeirra.
Þessar minningar munu lifa með
okkur og við munum seint þreytast á
því að rifja þær upp. .
Gerður og Unnur.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Ferjubakka,
síðast til heimilis á Miðbraut 1,
Seltjarnarnesi,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi föstudaginn
14. júlí síðastliðinn. ___________________
Jarðarförin fer fram frá Borgarneskirkju föstudaginn 21. júlí kl. 14.00
Ragnhildur Jónsdóttir, Rúnar E. Geirsson,
Þórhildur B. Einarsdóttir, Sæmundur Guðmundsson,
Elsa G. Friedlander,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elsku litli sonur okkar og bróðir,
ARON OTTÓ ALEXANDERSSON,
lést á Landspítalanum mánudaginn 3. júlí.
Hann var jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 14. júlí.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug.
Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Alexander Þórsson,
Thea Líf Alexandersdóttir.
t
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐNIÞÓRÐARSON
gullsmiður,
til heimilis að Egilsgötu 22,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum, Fossvogi aðfara-
nótt sunnudagsins 16. júlí.
Jónína Jónsdóttir,
Kristín Guðnadóttir, Einar Hermannsson,
Guðni Einarsson,
Árni Einarsson.
t
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
ÞRÚÐUR JÓNfNA SIGURÐARDÓTTIR,
síðast til heimiiis
á Egilsbraut 7,
Neskaupsstað,
lést föstudaginn 30. júní sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Rafn Bjarnason,
Ólafur Þór Bjarnason,
Guðrún Ólafsdóttir,
Birna Geirmundsdóttir.