Morgunblaðið - 18.07.2000, Side 53

Morgunblaðið - 18.07.2000, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 53 ------------------------r var hér í gær en ekki í dag. Hver dag- ur er gjöf. Þegar ég hugsa til baka til þess tíma sem við hittumst fyrst minnist ég þess að hafa fundið kraftinn sem var eins og undir niðri því framkom- an var látlaus og fáguð. Hann var tæplega tveimur áratugum eldri en ég þótt það væri ekki augljóst. Yfir honum var einhver æskuljómi og hann átti til að breiða bros yflr and- litið sem var ávísun á fjörið sem bjó með honum þó hann færi vel með það. Hann var gleðimaður - kunni að gleðjast á góðri stund. Og hann var hrifnæmur - bar skyn á tilfinningar fólks og setti sig gjama í spor ann- arra. Hann var afreksmaður í íþróttum því árum saman keppti hann í al- menningshlaupum og var á meðal fremstu manna í sínum aldursflokki. Hann var snarpur og skaust milli hæða eins og elding. Leitaði maður eftir nærveru hans stóð hann stund- um fyrir framan mann áður en færi gæfist á að leggja á símtólið þó að nokkrar hæðir væru á milli okkar. Við kynntumst við sérstakar aðstæð- ur. Eyddum saman löngum stundum í upphafi síðasta áratugar. Við vorum þá nýlega orðnir samstarfsmenn í uýjum banka, íslandsbanka. Hann átti mörg ár að baki í bankanum og hafði fjölbreytta reynslu, hafði feng- ist við margt. Örlögin höguðu því þannig að allt í einu vorum við orðnir samverkamenn í risaverkefni. Við stóðum í eldlínu sameiningar stærstu bankaútibúa hérlendra, úti- bús fyrrum Útvegsbanka í Austur- stræti og útibús fyrrum Iðnaðar- banka í Lækjargötu. Allt haustið og fyrri hluta vetrar 1990 stóð undir- búningurinn með ótal fundum og ráðstefnum. Ég fann fljótt að þama fór einn þeirra sem hugsa fyrst og tala svo. Undantekningarlítið hlust- aði hann vandlega og tók oftast ekki til máls fyrr en öllum hliðum hafði verið velt upp. Þá dró hann saman helstu staðreyndir og leiddi svo rök að niðurstöðunni sem þá var ein- hvem veginn svo augljós. Svona fundi áttum við marga. Úrlausnar- efnin vom líka óteljandi. Tæknileg mál, mál sem snertu viðskiptavini og mál sem snertu samstarfsmenn. I þeim síðastnefndu tókst honum hvað best upp. Og í samskiptum við starfs- menn hins nýja útibús var hann af- burða lipur og leysti margan vanda þótt ekki færi það hátt. En það var í gegnum þetta samstarf sem með okkur myndaðist vinátta og traust. Nokkmrn missemm síðar skildu leið- ir og hann fór til að stýra útibúi bank- ans í Garðabæ. Þar mætti viðskipta- vinum sama Ijúfmennskan og hann beitti í Lækjargötunni. Síðar tókst hann á hendur fjölbreyttari verkefni innan bankans og safnaði í reynslu- bmnninn. Við héldum vináttunni, þegar við hittumst rifjuðum við gjama upp umbrotatímana í Lækjar- götunni forðum. í daglegu amstri síð- ari árin lengdist í sambandinu á milli okkar þó að íslandsbanki væri hús- bóndi okkar beggja. Það er auðvelt gái menn ekki að sér. Og vegna kynna okkar Þorsteins kynntust líka konur okkar. Þor- steinn var vel kvæntur maður. Þau vom svo ólík en samt svo lík. Hann hægur og yfirvegaður - hún hrif- næm og opin. Fullkomið jafnvægi. Mér fannst samband þeirra Sigríðar fallegt. Gagnkvæm virðing og full- nægja. Margir em í stanslausri leit að hamingjunni sem ekki er langt undan ef þeir hætta að leita. En þau Sigga og Steini voru ekki að leita - þau höfðu það sem þau vildu og þurftu. Þau vom seint í sínu hjóna- bandi blessuð með barnaláni. Ég býst við að aðeins þeir sem þurft hafa að bíða eftir þeirri dýrð geri sér grein fyrir láninu sem þeir njóta þegar loksins gefst. Þetta vissi Þor- steinn og engum duldist að fjölskyld- an var honum allt. En nú er þátttöku hans lokið og svo skyndilega. Enn ein veðrabrigðin í tilvemnni. íslandsbanki sér á eftir traustum starfsmanni til 32 ára. Samstarfs- menn sakna góðs félaga. Börnin syrgja kæran föður og eiginkona harmar góðan mann. En hann skilur eftir minninguna. Og svo gleðina síðar meir. Jón Þórisson framkvæmdastjóri Íslandsbanka-FBA. t Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur, JÓNAS SIGURÐUR KONRÁÐSSON, frabakka 20, Reykjavík, sem lést á heimili sínu laugardaginn 8. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 20. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á SOS-barnaþorpin. Konráð Páll Ólafsson, Ingigerður St. Óskarsdóttir, Guðjón Árni Konráðsson, Jóna Ósk Konráðsdóttir, August Hákansson, Guðmundur Kristinn Konráðsson. t Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRSÆLL KARLSSON, sem lést á St. Jósefsspítala föstudaginn 14. júlí, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 19. júlí, kl. 13.30. Fyrir hönd vina og vandamanna, Einara Sigurðardóttir, Aðalheiður Ársælsdóttir, Flemming Hansen, Karl Ársælsson, Ragnhildur Vilhjálmsdóttir, Þröstur Ársælsson og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, ÞORSTEINN BRYNJÚLFSSON bankamaður, Meðalbraut 6, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, þriðjudaginn 18. júlí, kl. 13.30. Sigríður I. Magnúsdóttir, Brynjúlfur og Bergþóra, Ingrid Sigfússon, Aðalsteinn Brynjúlfsson, Bryndís Brynjúlfsdóttir, Hersteinn Brynjúlfsson. t Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA PÁLÍNA VIGFÚSDÓTTIR, Eskihlíð 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtu- daginn 20. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar, er bent á Geðhjálp eða aðrar líknar- stofnanir. Guðrún Erla Skúladóttir, Jóhannes Gíslason, Nanna Eiríksdóttir, Kristín Valdimarsdóttir, Halldór Kjartansson, Björn Valdimarsson, Mariska van der Meer, Margrét Birna Valdimarsdóttir, Valur Símonarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín og móðir okkar, UNNUR EINARSDÓTTIR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, þriðjudaginn 18. júlí, kl. 15.00. Ólafur Magnússon, Magnús Ólafsson, Ingigerður Ólafsdóttir og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRfÐAR PÉTURSDÓTTUR BLÖNDAL, síðast til heimilis í Seljahlíð. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Seljahlíðar fyrir góða umönnun. t Móðir okkar og tengdamóðir, ÞÓRDÍS JÓNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Litlu-Ávfk, Árneshreppi, sem lést mánudaginn 10. júlí, verður jarðsett frá Árneskirkju miðviku- daginn 19. júlí kl. 14.00. Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Sigursteinn Sveinbjörnsson, Lýður Sveinbjörnsson, Sigríður Sveinbjörnsdóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Jón Guðbjörn Guðjónsson og tengdabörn. t Við fráfall og útför OTTÓS A. MICHELSEN, Miðleiti 5, Reykjavík, viljum við af alhug þakka þeim fjölmörgu, sem sýndu minningu hans virðingu og fjölskyldunni samúð og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Gyða Jónsdóttir, Óttar Ottósson, Kjartan Ottósson, Helga R. Ottósdóttir, Stefán S. Guðjónsson, Geirlaug Ottósdóttir, Grímur Guðmundsson, Theodór Ottósson, Árný Elíasdóttir og barnabörn. Svanfríður H. Blöndal, Þorsteinn Pétursson, Pétur H. Blöndal, Kristín H. Blöndal, Karl Örn Karlsson, Hjörtur H. Blöndal, Lárus H. Blöndal, Valgerður Baldursdóttir, c barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega fyrir einstakan hlýhug og stuðning sem okkur var sýnd- ur við fráfall og útför STEINUNNAR ÁRNADÓTTUR, Bergþórugötu 6b, Reykjavík, og STEFÁNS ÓLA ÁRNASONAR, Marbakkabraut 16, Kópavogi. Jóhann Ásgeirsson, Rannveig Gísladóttir, Karólína Hreiðarsdóttir, Stella Stefánsdóttir, Guðrún Hreiðarsdóttir, Lára Stefánsdóttir, Birgir Þór Birgisson, Karólína Stefánsdóttir, Jón Einar Jóhannsson, Guðleif Þ. Stefánsdóttir, Hallfríður Jóhannsdóttir, Guðmundur Árnason, Guðbjörg Árnadóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.