Morgunblaðið - 05.08.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.08.2000, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný umferðarmerki tekin í iiotkim Varað við hættu- legum vegarköflum NY umferðarmerki sem vara öku- menn við þegar þeir aka inn á vegar- kafla þar sem slys hafa reynst tíð eða alvarleg voru kynnt í gær. Dóms- málaráðherra og samgönguráðherra afhjúpuðu fyrsta merkið, sem er við Hafnarmela undir Hafnarfjalli. Nýju merkin minna ökumenn á að þeir eru að aka inn á vegarkafla þar sem slys hafa reynst tíð eða alvarleg. Á skiltunum er jafnframt varað við því er framundan eru margar krapp- ar beygjur, einbreiðar brýr eða vara- söm vegamót. Það er þó ekki endi- lega vegurinn sjálfur eða aðstæður sem hafa reynst varasöm. Langflest umferðarslys má rekja til þess að ökumenn hafa ekki tekið nægjanlegt tillit til aðstæðna. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagði það staðreynd að flest alvarlegustu umferðarslysin verði í dreifbýli. Langflest banaslys verða á landsbyggðinni þar sem há- markshraði er 80 km/klst. eða meiri. í fyrra urðu 70% banaslysa í dreif- býli og 80% árið áður. Sólveig sagði að sýnt hefði verið fram á að í yfír- gnæfandi fjölda tilfella væri aðalor- sök banaslysa tengd ökumanninum sjálfum. Vegagerðin skráir hvar slys verða á þjóðvegunum. Með því finnast svokallaðir „svartir blettir" í vega- kerfinu. Yfirleitt er gripið til þess ráðs að bæta veginn, t.d. með því að breikka brýr og lagfæra beygjur og blindhæðir. Stundum nægir þó ekki að bæta veginn til að slysum fækki. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði að á endanum ylti það á ökumönnum að fækka slysum. A næstu 20 km hafa orðið mörg slys vegna hraðaksturs Morgunblaðið/Sverrir Dómsmálaráðherra og samgönguráðherra afhjúpuðu í gær nýja tegund umferðarskilta við Hafnarmela undir Hafnarfjalli. Með þeim á mynd- inni eru: (f.v.) Helgi Hallgrímsson vegamálasfjóri, Stefán Skarphéðins- son sýslumaður og Óli H. Þórðarson framkvæmdasfjóri Umferðarráðs. Hi Andi Einars á ferðinni Morgunblaðið/Guðlaugur pórðarson ÞAÐ var sem andi Einars miðils á Einarsstöðum í Reykjadal væri til staðar þegar ljósmyndari átti leið þjá á dögunum. Einar var þekktur um land allt fyrir hæfiieika sína sem miðill og sinnti þeim störfum jafnhliða búskapnum á Einarsstöð- um. Ævar H. Kvaran sagði um Ein- ar, að hann hefði verið „valinn af máttarvölduin til þess að geta hjálp- að fólki í hvers konar veikindum og erfiðleikum, þegar flest annað hafði verið reynt til bata án árangurs“. Einar Iést fyrir þrettán árum. Landssíminn kærir samning við Línu.Net LANDSSÍMINN hefur sent fjármálaráðuneyt- inu kæru þar sem farið er fram á að borgarráð staðfesti ekki samning sem fyrirhugað er að gera á milli Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og Línu.- Nets um ljósleiðaratengingu í grunnskóla Reykjavíkur. Er þess og krafist að verkið verði boðið út. Ólafur Þ. Stephensen, upplýsingafulltrúi Landssímans, sagði að ekki væri verið að krefjast þess að Landssíminn fengi verkið, heldur að fyr- irtækið fengi að sitja við sama borð og önnur fyr- irtæki. Neitaði hann þeirri fullyrðingu, sem heyrst hefur úr ranni borgaryfirvalda, að ekkert annað fyrirtæki en Lína.Net hefði upp á nægilega flutningsgetu að bjóða til að leysa þetta verkefni afhendi. Geta boðið þjónustuna strax Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs og varaformaður borgarráðs, kvaðst ekki óttast að möguleg kæra Landssímans vegna samningsins við Línu.Net gæti hamlað framkvæmd verksins. Landssíminn gæti ekki boðið þessa þjónustu núna, fyrst þyrfti hann að ráðast í miklar fram- kvæmdir. Lína.Net gæti hins vegar boðið upp á þessa þjónustu nú þegar. „Það er alla vega búið að sannfæra mig um yfirburði þessa kerfis og yf- irburði þess að geta selt okkur, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, þessa þjónustu nú.“ Guðbjörg A. Jónsdóttir, forstöðumaður þróun- arsviðs Fræðslumiðstöðvarinnar, segir að tillög- ur Landssímans hafi fyrst og fremst snúið að því að halda áfram leigulínunni með tveggja mega- bita samböndum í staðinn fyrir að lágmarki 10 megabita. Olafur Þ. Stephensen fullyrti hins vegar á mbl.is í gær að flutningsgeta Landssímans innan borgarinnar væri mikil. „Við erum með ljósleið- arakerfi sem getur flutt 2.500 megabit og erum með áform um að stækka það upp í að minnsta kosti 40.000 megabit, svo það er örugglega ekki nein hindrun í þessu máli.“ Krefst endurupptöku málsins Vilhjálmur Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og fulltrúi í stjórn Innkaupa- stofnunar, greiddi atkvæði með samningnum við Línu.Net en krefst þess nú að málið verði tekið upp að nýju. „Á fundi Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar síðastliðinn mánudag lýsti tölvuráðgjafi borgarinnar því yfir aðspurður að Landssíminn hefði allan tímann fylgst með þessu máli og að Landssíminn gæti ekki boðið þessa umræddu þjónustu. Einnig kemur fram á minnis- blaði frá honum og verkefnisstjóra tölvumála hjá Fræðslumiðstöð, að samkvæmt þeim upplýsing- um sem þeir hafi, hafi ekkert fyrirtæki annað en Lína.Net þegar komið upp ljósleiðaraneti um alla Reykjavíkurborg sem geti sinnt þessari þjónustu. Eg mun í framhaldi af viðbrögðum Landssím- ans fara fram á að málið verði tekið upp á nýjan leik í stjórn Innkaupastofnunar og kröfur og sjónarmið Landssímans skoðuð. Það er greinilegt að samskipti, eða fjarskipti, milli Landssímans og tölvuráðgjafa Reykjavíkurborgar eru með afar sérkennilegum hætti. Eg vil einnig nefna það í þessu sambandi, að ég er sammála því sem hefur komið fram hjá Ólafi Stephensen hjá Landssím- anum, að þar sem því verði við komið verði öll síma- og fjarskiptaþjónusta borgarinnar og fyrir- tækja henhar boðin út. Eg mun beita mér fyrir því að það verði gert. Ef Landssíminn stendur við fullyrðingar sínar, finnst mér sjálfgert að hann fái tækifæri til að bjóða í þessa þjónustu." Garðabær Bæjar- stjórastað- an líklega auglýst LÍKLEGT er að á fundi bæjar- ráðs Garðabæjar á þriðjudag verði tekin ákvörðun um það að auglýsa starf bæjarstjóra laust til umsóknar en sem kunnugt er mun Ingimundur Sigurpálsson, núverandi bæjarstjóri, taka við forstjórastarfi hjá Eimskip í haust þegar Hörður Sigurgests- son hættir að eigin ósk. Ingimundur, sem verið hefur oddviti sjálfstæðismanna í Garðabæ um leið og hann hefur sinnt bæjarstjórastarfinu, segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafi orðið sammála um að hyggilegt væri að standa svona að ráðningu bæjarstjóra. Hann sagði ekkert útséð með það að einhver bæjarfulltrúanna sjálfra sækti um og fengi starfið en rétt hefði þótt að auglýsa starfið laust til umsóknar. Þau vildu finna besta manninn í stöð- una og leiðin til að gera það værí að sjálfsögðu sú að athuga hverjir gæfu kost á sér. Sá mað- ur gæti vissulega verið innan bæjarstjórnarflokks Sjálfstæð- isflokksins en hann gæti líka verið að finna annars staðar. Sagði Ingimundur aðspurður að ekkert hefði enn verið rætt um það meðal bæjarfulltrúanna hvort einhver þein-a hefði hugs- anlega áhuga á starfinu. ÁLAUGARDOGUM 4 Þrjú lið berjast um Islands- meistaratitil kvenna/2 Magnus Sunesson liðsstjóri Svía í golfi/4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.