Morgunblaðið - 05.08.2000, Side 6

Morgunblaðið - 05.08.2000, Side 6
6 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 13 sæmdir fálkaorðunni FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi í gær þrettán einstaklinga af íslenskum ættum riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn í Winnipeg í Manitoba. Þau sem fálkaorðuna hlutu hafa verið frumkvöðlar og forystufólk í samfélagi Vestur-íslendinga í Kan- ada. Þau hafa unnið mikið og fórn- fúst starf við að efla tengsl við ísl- and og rækta hina íslensku arfleifð, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá forseta ís- lands. Eftirtaldir voru sæmdir riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu: Neil Ofeigur Barrdal, aðalræðis- maður íslands í Gimli, David Gisla- son, bóndi í Geysi, Janis Johnson öldungadeildarþingmaður, John Harvard, þingmaður á kanadíska þinginu, dr. Baldur R. Stefansson, vísindamaður við háskólann í Manitoba, dr. Kenneth Thorlaks- son læknir, dr. Irvin Olafsson, verkfræðingur, tannlæknir og listaverkasali, Sigrid Johnson, for- seti íslenska þjóðræknisfélagsins, Heather Alda Ireland, tónlistar- maður og ræðismaður íslands í Vancouver, Gail Einarsson- McCleery, þáttagerðarkona hjá kanadíska sjónvarpinu, J. Timothy Samson, lögfræðingur og formaður Kanada-íslandsstofnunarinnar, og Bjarni Tryggvason geimfari. Hátíðarhöld í Winnipeg í opinberri heimsökn forseta fslands morgun kl. 10 að staðartíma með hátíðlegri athöfn í Winnipeg. Adri- enne Clarkson og eiginmaður hennar, John Ralston Saul, tóku á móti forsetanum fyrir framan þinghús Manitoba-fylkis í Winni- peg. Að því búnu kannaði forsetinn heiðursvörð þjóðvarðliðs fyrir framan þinghúsið. Þjóðsöngvar landanna voru leiknir og hleypt af fallbyssuskotum. Mikill mannfjöldi var samankominn fyrir utan þing- húsið í blíðviðri og 28 stiga hita. Þar á meðal var fjöldi Kanada- manna af íslenskum ættum. Félag- ar í Karlakór Reykjavíkur voru viðstaddir athöfnina en kórinn er á söngferðalagi um íslendingaslóðir í Kanada. í ræðu sinni sagði Adri- enne Clarkson að ísland og Kan- ada tengdust sterkum og marg- háttuðum böndum og lýsti hún mikilli aðdáun á framlagi íslensku landnemanna í Kanada og Vestur- íslendinga til uppbyggingar lands- ins. Clarkson sagði einnig að Kan- ada og ísland ættu sameiginlegi'a öryggishagsmuna að gæta í NATO og lýsti sérstöku þakklæti Kanada- stjórnar fyrir þann stuðning sem ísland hefði veitt Kanada við ósk landsins um að fá sæti í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna. íslandi sýndur mikill heiður „íslandi er sýndur mikill heiður hér í Winnipeg og greinilegt af öll- um viðtökum og samræðum við ríkisstjórann og forsætisráðherr- ann í Manitoba að þeim er mikið kappsmál að rækta íslensku arf- leifðina í Kanada og nýta hana til að treysta samböndin á nýrri öld, sagði Ólafur Ragnar í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að í við- ræðunum við Adrienne Clarkson hefði komið fram mikill áhugi hennar á að efla samstarf ríkja á norðurslóðum og styrkja samvinn- una í umhverfis-, efnahags- og fé- lagsmálum og auka þekkingu fólks á búsetunni í norðri. Dorrit Moussaieff, heitkona Ólafs Ragnars, er ekki með honum í ferð hans um Kanada. Ólafur Ragnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að Dorrit væri upptekin við störf og skylduverkefni. Klemmdist milli gáma ÁTJÁN ára gamall piltur lenti á milli tveggja gáma á endurvinnslustöð Sorpu við Ánanaust um klukkan hálftíu í gærmorgun. Við slysið hlaut pilturinn sprungu í mjaðmarlið og inn- vortis blæðingar. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Ökumaður á gámabíl var að taka gám af bíl sínum þegar óhappið varð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, kannaði heiðursvörð þjóðvarðliða fyrir utan þinghúsið í Winnipeg. Ahugi ábeinu flugi til Islands a UnrminhlfldiA Manitoba. Morgunblaðið. FYLKISSTJÓRN Manitoba-fylkis í Kanada hefur mikinn áhuga á að efla tengslin við ísland, m.a. að komið verði á beinum flugsam- göngum milli Islands og Winnipeg. Hefur fylkisstjórnin beint þeim til- mælum til sambandsstjórnarinnar í Ottawa að reynt verði að semja við Island um beint flug á milli þessara staða. Þetta kom fram í máli Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba, þegar forsætisráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Islands, ræddu við fréttamenn að loknum viðræðufundi þeirra á fyrsta degi opinberrar heimsóknar forseta íslands til Kanada í gær. Sagðist Gary Doer vera reiðubúinn að beita áhrifum sínum gagnvart alríkisstjórn Kanada til að slík leyfí verði veitt sýni flugfélög því áhuga. Ólafur Ragnar sagði að sú hug- mynd hefði einnig komið upp í við- ræðum þeirra að stjórnvöld í Manitoba reyni á skipulagðan hátt að tryggja að allar minjar um byggð Islendinga í Manitoba verði skráðar og flokkaðar, s.s. hús, borgarhlutar, einstakir sveitabæir íslensku landnemanna, kirkjur og fleira sem tengist íslenska land- náminu í Kanada. íslenska arfleifð- in verði þannig kortlögð og helguð með ákveðnum hætti þannig að minjarnar um íslenska landnámið í Kanada verði ekki eyðilagðar. Lýsti Gary Doer miklum áhuga á að ráðist yrði í þetta verkefni. Opinber heimsókn Ólafs Ragn- ars til Kanada í boði landsstjórans Adrienne Clarkson hófst í gær- Ljósleiðaranet Línu.Nets opnar mikla möguleika í skólastarfí í Reykjavík Hundraðföld flutningsgeta Skólanet Reykjavíkur Fræðslumiðstöð Reykjavíkur Austurbæjarskóli Vesturbæjarskóli— Grandaskóli Hagaskóli 10/100 Mbps 1 Gbps Laugarnesskóli Hlíðaskóli-------- Breiðagerðisskóli- Réttarholtsskóli— Fossvogsskóli— Meiaskóli 10/100 Mbps r 1 Gbps Hvassaleitisskóli HgL. Álftamýrarskóli Langholtsskóli Vogaskóli Seljaskóli Laugalækjarskóli Háteigsskóli Húsaskóli Korpuskóli Borgaskóli Rimaskóli Hamraskóli Foldaskóli Ártunsskóli Klébergsskóli Árbæjarskóli Selásskóli Ölduselsskóli Breiðholtsskóli Hólabrekkuskóli Fellaskóli FRÆÐSLUMIÐSTOÐ Reykjavík- ur kynnti í gær áætlanir um hundr- aðföldun á flutningsgetu víðnets grunnskólanna í kjölfar samnings Reykjavíkurborgar við Línu.Net hf., sem til stendur að borgarráð stað- festi. Kom fram á blaðamannafundi hennar að ljósleiðaratengingin, sem Lína.Net mun bjóða upp á, mun hafa lágmarksflutningsgetu upp á 10 megabit á sekúndu. Hámarks- flutningsgetan verður eitt gígabit. Samanborið við núverandi flutn- ingsgetu víðnetsins er þetta gríðar- leg framfór en nú ræður netið við að flytja 64-256 kílóbit á sekúndu. Þjónusta á heimsmælikvarða „Við teljum að við séum hér að setja í gang nokkuð, sem er á heims- mælikvarða. Það er að segja, að mér er til efs að nokkur borg í heiminum bjóðí grunnskólum sínum upp á þá jijónustu, sem við erum að. fara af stað með, eftir þeim samningi, sem við gerðum við Línu.Net um ljós- leiðaratengingu allra grunnskóla borgarinnar," sagði Sigrún Magnús- dóttir formaður fræðsluráðs. Að sögn Sigrúnar hafa fræðsluráð og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur lagt það fram í drögum að stefnu fræðsluráðs í tölvumálum grunn- skólanna, sem búið er að kynna í borgarráði, að ein tölva verði fyrir hverja fímm nemendur og að hver kennari hafí eigin tölvu. Samtengingarmöguleikar gífurlegir Að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur fræðslustjóra er þegar hafið til- raunaverkefni, þar sem tveir skólar eru tengdir Ijósleiðarakerfi Línu.- Nets. Mun hið nýja víðnet, að henn- ar sögn skapa gífurlega möguleika á samtengingu milli skóla og breyta algjörlega rekstrargrundvelli tölvu- kerfanna. Unnt verður að stórauka viðlagaþjónustu og liðsinna nem- endur að stórum hluta frá einu sam- eiginlegu þjónustuveri. Ætlunin er stofna vinnuhóp kenn- ara og tölvuumsjónarmanna úr skól- unum ásamt starfsfólki Fræðslu- miðstöðvarinnar til að koma með hugmyndir að nýtingu netsins í skólastarfinu. Ótvíræðir kostir í öllu tilliti Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, for- stöðumaður þróunarsviðs, kynnti möguleika netsins og kosti þess í skólastarfi. Nefndi hún í fyrsta lagi að tal- og myndgæði myndu batna til mikilla muna og að fjarkennsla yrði mun einfaldari. Mikil burðar- geta netsins gæti leitt til aukins námsframboðs, þar sem nemendur gætu fyrir tilstilli netsins tekið þátt í námskeiðum, sem haldin væru í öðr- um skólum en þeirra eigin. Einnig gæti netið nýst í félagslífi nemenda að sögn Andreu. Skólasjónvarp og útvarp, sem nemendur sæju um og myndu senda út á netinu væri t.d. einn möguleiki. Fyrir kennara mun netið þýða mun greiðari aðgang að upplýsing- um í gegnum netið en verið hefur. Erlent efni, sem komið getur að góðum notum í tungumálanámi, svo sem erlendar útvarpsstöðvar, næst ekki vel á því neti, sem nú er í skól- unum, en slíkt yrði hægðarleikur á nýja netinu. Ljósleiðaranetið gæti einnig gert ferðalög óþörf og þannig sparað kennurum mikinn tíma og fyrirhöfn, þegar kennarar í ákveðnum fögum halda fundi. „Við sjáum fyrir okkur að það yrði miklu meiri samvinna og samnýting á verkefnum og í prófa- gerð,“ sagði Guðbjörg. Hvað stjórnunarþáttinn varðar, er gert ráð fyrir að netið muni auð- velda alla vinnslu launagagna, bók- haldskerfið verði skilvirkara og hægt verði að hafa nákvæmt eftirlit með rekstri tölvukerfisins frá mið- lægri stjórnstöð. Eftirlit með orku- notkun í skólunum verður og auð- veldara og betra. Nefndi Guðbjörg ýmsa kosti aðra, sem of langt mál yrði að telja upp hér. Burðarkerfið í gagnið í haust Kerfið er byggt þannig upp, að fimm skólar ásamt Fræðslurmðstoð- inni mynda sex pósta ljósleiðaranet með burðargetu upp á eitt gígabit a sekúndu. Út frá hverjum pósti bui o- arnetsins ganga síðan tengingar' ti annarra skóla í borginni með 10-100 megabita flutningsgetu. Stefnt er að því, að koma burðarnetinu upp þeg- ar í september og að kerfið í heild sinni verði tilbúið á vormánuðum. ' m

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.