Morgunblaðið - 05.08.2000, Side 12

Morgunblaðið - 05.08.2000, Side 12
12 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Indverjar sóttu um pólitískt hæli í Bretlandi eftir viðkomu á fslandi Komu á fölskum forsendum með kvikmyndagerðarmönnum INDVERJARNIR sem sóttu um pólitískt hæli í Bretlandi um miðjan síðasta mánuð komu hingað til lands með hópi kvikmyndagerðarmanna sem hér voru við tökur í byrjun júlí. Ljóst er í dag að það var tilgangur fararinnar hjá þeim, segir ís- lenskur umboðsaðili Indverjanna. I Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að 20 manna hópur Indverja hefði sótt um pólitískt hæli á leið frá íslandi. Georg Kr. Lárusson, for- stjóri Útlendingaeftirlitsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að búið hefði verið að gefa fleiri Indverjum tímabundnar vegabréfsáritanir til að koma hingað til lands þegar upp kom að þessi hópur hefði sótt um pólitískt hæli í Bret- landi. Þessar áritanir hefðu verið afturkallaðar tímabundið í kjölfar þessa og verður sú ákvörðun ekki endurskoðuð fyrr en skýrist hvað gerist í Bretlandi. En vegna reglu um fyrsta griðland gæti verið að Indverjarnir sem nú eru í Bretlandi verði sendir aftur til Islands. Georg segir að Indverjamir sem sótt hafa um vegabréfsáritanir til Islands komi frá mismun- andi kvikmyndagerðarfyrirtækjum. Ekki sé gert ráð fyrir að allir hafi í hyggju að sækja um póli- tískt hæli en meðan verið sé að rannsaka málin hafi vegabréfsáritanir verið afturkallaðar. Að sögn umboðsaðila Indverjanna hér á landi er ekki óalgengt að hópar frá sama landi komi saman til Islands til að vinna sína vinnu, með það í huga að notast við sama tæknilið og spara þar með ferðakostnað. Það hafi verið raunin í þessu tilviki. Indverski Jramleiðandinn, sem hafði milli- göngu um málið, hafí í kjölfar þess að áritun hafði fengist fyrir 22 manna hópinn sem vann að myndbandi, fengið fjölda beiðna í Indlandi frá hópum sem vildu fljóta með til íslands til að vinna að kvikmyndagerð. Hálfgerð tilviljun hafi valdið því að nákvæmlega þessi hópur var valinn. Hópurinn sendur úr landi eftir þriggja daga dvöl Umboðsmaðurinn segir að eftir þriggja daga dvöl hér á landi, hafi hann fengið hringingu frá indverska aðilanum sem tjáði honum að 20 manna hópurinn hefði ekki greitt honum tilskilin gjöld og sagði hann umboðsaðilanum að senda hópinn úr landi. Það var gert en á leiðinni til Ind- lands sótti hópurinn um pólitískt hæli í Bretlandi. Umboðsmaðurinn segir að sá hópur hafi ekki unnið neitt að kvikmyndagerð þessa daga sem hann dvaldi hér, en vegna þess að hóparnir komu saman og samið hafði verið um að þeir notuðu sama íslenska leikstjórann þá hafi ekki verið velt vöngum yfir því. Tilgangur fararinnar hjá hópn- um hafi hins vegar allan tímann verið að sækja um pólitískt hæli á Bretlandi, það sé ljóst í dag. Umboðsmaðurinn segir svona atvik vera mjög miður fyrir alla aðila sem að því standa, hér á landi sem og á Indlandi. Tuttugu manna hópur- inn hafi í rauninni flotið hingað með hópi sem allt í lagi var með og var talið að hefði verið búið að kanna málin í þaula. Umboðsmaðurinn segir að sá hópur sem von var á í byrjun ágúst hafi ætlað að vinna að kvikmynd og var leikstjóri hennar staddur hér á landi í júní. Eftir að leyfi þessa hóps var afturkallað vegna atburðanna í London, hafi þeir farið til Nepal í staðinn, sem sé miður vegna þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem hafi verið í húfi. Hann segir hins vegar mjög skiljanlegt að áritunin hafi verið afturkölluð vegna atvikanna. Til að koma í veg fyrir að svona nokkuð gerist þurfi að setja skýrari forsendur fyrir því að ein- staklingur fái áritun. Ef indverskar umsóknir eru til skoðunar sé til dæmis hægt að skoða hvort viðkomandi sé í stéttarfélagi kvikmyndagerðar- manna á Indlandi en mjög strangar reglur séu um aðgang að því þar í landi. Komst framhjá öryggiseftirliti Komst inn í flugvél við Leifs- stöð KARLMANNI á fertugsaldri tókst í fyrrinótt að hlaupa fram hjá öryggiseftirliti á Keflavík- urflugvelli. Manninum tókst að hlaupa fram hjá áhöfn flugvél- arinnar og hafði fengið sér sæti í vélinni þegar lögreglan hand- tók hann. Flugvélin var á leið til Dusseldorf í Þýskalandi. Lögreglan á Keflavíkurflug- velli segir að atvikið hafi átt sér stað um kl. 2 í fyrrinótt. Starfs- menn öryggiseftirlitsins voru þá að loka hliðinu þai' sem vopnaleit- og vegabréfaskoðun fer fram. Allir þeir farþegar sem áttu bókað far með véhnni til Dusseldorf höfðu þá farið um hliðið. Líklegt sé því að árverkni starfsmannanna hafi verið minni en ella þegar mann- inum tókst að hlaupa í gegn. Morgunblaðið/Amaldur Margt var um manninn á uppboðinu hjá Seglagerðinni Ægi. Sýningartjöld seldust upp á uppboði hjá Seglagerðinni Ægi íslendingar á Rimini neyðast til að fljúga heim með vél fslandsflugs „Stillt upp við vegg“ JÓHANNA María Eyjólfsdóttir, sem er á Rimini ásamt fjölskyldu sinni í hópferð á vegum Samvinnu- ferða-Landsýnar, segir að hópur- inn neyðist til að fljúga með flugvél íslandsflugs heim í dag. Hópurinn hafði neitað að ferðast með vélinni, en vitað er til þess að hún hafi bilað fimm sinnum á síðasta mánuði, m.a. þegar hópurinn hélt utan. Samvinnuferðir-Landsýn neituðu að útvega aðra flugvél, en sögðust myndu aðstoða farþegana við að finna annað flug. Það yrði þó alfar- ið á kostnað farþeganna. í gær fékkst staðfesting frá Flugmálastjórn um að komist hefði verið fyrir bilunina í vélinni. „Þess vegna höfum við tekið ákvörðun um að fara, enda er okkur stillt upp við vegg. Þetta er ofboðslega erfið staða. Ég kannaði hvað það kostaði fyrir okkur hjónin og son pkkar að ferðast með öðru félagi til íslands. Það myndi kosta 150 þús- und krónur,“ segir Jóhanna María. Hún segir framkomu Samvinnu- ferða með ólíkindum. „Við höfum ítrekað látið í ljósi ósk um að fá að fara með annarri vél, en allt kemur fyrir ekki,“ segir hún. Tuttugu ára gömul flugvél Umrædd flugvél er 20 ára gömul og er notuð í fraktflutningar á nóttunni, samhliða farþegafluginu. „Það er vítavert hjá félaginu að fljúga vélinni aftur og aftur, þrátt fyrir að hún sé sífellt að bila og ekki sé ljóst í hverju sú bilun er fólgin. Fyrr en þá núna, samkvæmt því sem Flugmálastjórn segir,“ segir Jóhanna. Hún segir að mikil hræðsla og kvíði sé í hópi íslend- inganna á Rimini vegna fyrirhug- aðrar heimferðar. t Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vél úti á túni „VIÐ ætlum að ná okkur í tjald fyrir helgina," segja tveir piltar við blaðamann sem mættur er til að fylgjast með hinu árlega upp- boði Seglagerðarinnar Ægis á sýningartjöldum. Uppboðið fer ávallt fram á föstudegi fyrir verslunarmannahelgi og það er greinilegt að þessi hefð hefur spurst vel út því að um fimmtíu manns eru mættir á svæðið áður en uppboðið hefst. Fólkið, sem er á öllum aldri, er búið að krækja sér í listann yfir tjöldin í búðinni þar sem sjá má söluverð þeirra nýrra. Hér er svo sannarlega hægt að gera göð kaup kemst blaðamaður að raun um og lætur freistast að bjóða í forláta göngutjald en hefur heppnina ekki með sér. Vígir tjaldið síðar Sveinn Guðmarsson, dagskrár- gerðarmaður á Dægurmálaút- varpi Rásar 2, sem einnig er mættur til að fylgjast með upp- boðinu stenst hins vegar ekki mátið. „Ég sá að þetta tjald var að fara á 1.500 krónur og bauð því 2.000. Þetta er klassískt tjald,“ segir Sveinn um tjaldið sitt Fyrsta, annað, þriðja, selt! sem er hefðbundið þriggja manna tjald, selt á 12.500 kr. út úr búð- inni. Sveinn er reyndar að vinna um helgina og verður því að vígja tjaldið síðar. Björn Róbertsson er hins vegar á leiðinni hringinn í kringum landið. „Við vorum búin að fá lán- að tjald en svo klikkaði það. Þá heyrðum við um þetta og crum nú búin að kaupa þetta bragga- tjald á 26.000 sem kostaði áður 39.900.“ Uppboðshaldararar eru Skúli Siguz og Thulin Johansen og ferst þeim það vel úr hendi. Mis- oft er boðið í tjöldin, allt frá tvisvar upp í tíu sinnum. Tveggja manna göngutjald sem metið er á 24.900 er til dæmis frekar umset- ið. Það fer á 8.000 krónur og nýr eigandi tjaldsins, Þór Arnarsson, er ánægður með kaupin. „Ég hlýt að vera það, þetta er ekki nema þriðjungur verðsins," segir Þór. „Mig vantaði tjald fyrir helgina en ég er líklega á leiðinni í Skaftafell. Ég dreif mig þvf hing- að þegar ég sá uppboðið auglýst." Allt selt á innan við klukkustund Innan við klukkutfma eftir að uppboðið hófst eru öll tjöldin seld. Það er venjan segir Heiðar Ágústsson, starfsmaður Segla- gerðarinnar. Uppboðin hafa verið haldin í um fimmtán ár. „Það lá í augum uppi að það þyrfti að gefa afslátt af þessum tjöldum sem hafa staðið uppi allt sumarið og því kom cinhver með þessa snilld- arhugmynd og svona hefur þetta verið síðan,“ segir Heiðar. „Upp- boðin eru merki um að nú fer sumri að ljúka enda sfðasta al- vöru útileguhelgin framundan.“ VÍÐA á túnum við bóndabæi má sjá gömul landbúnaðartæki sem hefur verið lagt eftir að hafa gegnt sínu hlutverki. Þessi tæki segja sögu um tækniþróunina til sveita og eru þannig minnisvarðar um horfna tíma. Þessi rakstrarvél, sem Ijós- myndari sá á túni í Mýrdal, varð honum að myndefni og er raunar enn í fullu gildi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.