Morgunblaðið - 05.08.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.08.2000, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Héraðsdómur Norðurlands eystra KEA greiði rafvirkja rúmlega 12 milljónir í skaðabætur KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmt til að greiða starfsmanni skaðabætur að upphæð 12,3 milljón- ir króna auk vaxta, en maðurinn slasaðist þegar hann var að störfum fyrir félagið sumarið 1996. Málsatvik eru þau að maðurinn starfaði sem rafvirki hjá félaginu og hafði sinnt því starfi um árabil. í byrjun sumars 1996 var hann kallaður út að kvöldlagi þar sem vörulyfta í verslun fé- lagsins í Hrísalundi festist þegar verið var að flytja þvottavél og ræstivagn úr kjallara hússins. Tvö hjól ræstivagnsins höfðu orðið milli veggs og lyftu sem olli því að hún komst ekki alla leið upp. Þegar maðurinn teygði sig inn í lyftuna til að athuga málið skipti engum togum að lyftan féll niður með hann innanborðs þannig að annar fótur hans klemmdist milli veggjar lyftugang- anna og þaks lyftunnar með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði. Vinnueftirlit var kallað á staðinn og við skoð- un kom í ljós að orsök slyssins var sú að lyftu- spilið slakaði út vír eftir að lyftan festist og að svonefndur slakrofi sem á að koma í veg fyrir að slíkt gerist stóð á sér. Fram kom í skýslu eftir- litsins að ári fyrir slysið höfðu verið gerðar kröf- ur um lagfæringar á aðgengi að vélbúnaði lyft- unnar og að tryggja átti virkni slakrofans. Maðurinn byggði kröfu sína á því að lyftan var ekki í lögmætu ástandi þannig að rekja mætti orsök slyssins til þess að hún var úr lagi gengin og hafði ekki fengið fullnægjandi eftirlit eða fyr- irbyggjandi viðhald. Af hálfu KEA var krafíst sýknu og til vara að bætur sem gerðar voru af hálfu rafvirkjans yrðu lækkaðar. Byggðist sýknukrafan á því að rekja mætti slysið alfarið til eigin sakar hans sjálfs. Ósannað sé að vörulyftan hafi verið í ólögmætu ástandi fyrir óhappið og eins var byggt á því að maðurinn hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi, en hann hefði gjörþekkt lyftuna og búnað hennar. Ekki óhappatilviljun í áliti dómsins kemur fram að nægilegai- líkur megi leiða að því að eftirliti og fyrirbyggjandi viðhaldi á lyftunni hafi ekki verið nægjanlega sinnt og sé það frumorsök slyssins. Það hvernig fór geti í sjálfu sér ekki talist óhappatilviljun heldur afleiðing þess þegar allir öryggisþættir bresta og samkvæmt því verði öll bótaábyrgð lögð á kaupfélagið og skaðabótakrafa hans að fullu tekin til greina. Þá var stefnda gert að greiða manninum málskostnað að upphæð um 2,2 milljónir króna. Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn ásamt meðdómsmönnunum Árna V. Friðrikssyni rafiðnaðarfræðingi og Bjarna Kristinssyni vélstjóra og vélaverkfræðingi Sýningar í Minjasafninu í MINJASAFNINU á Akur- eyri stendur nú yfir sýning um Eyjafjörð á miðöldum, byggð á niðurstöðum fornleifarann- sókna á svæðinu og myndefni úr gömlum handritum. Einnig er í safninu sýning um sögu Ak- ureyrar þar sem mannlífi og at- vinnuháttum eru gerð skil. Ennfremur eru sýndar ljós- myndir Sigríðar Zoéga sem Þjóðminjasafn Islands hefm- látið vinna til sýningar. Minjasafnið er opið daglega milli kl 11 og 17 og auk þess á miðvikudagskvöldum til kl 21. Á síðasta ári voru liðin 100 ár frá því fyrst var plantað í Minjasafnsgarðinn. Þar eru nú há birki- og reynitré og fleiri tegundir sem hafa vaxið þar frá upphafi. Minjasafnskirkjan er opin á sýningartíma safnsins og Nonnahús og Minjasafnið bjóða upp á sameiginlega af- sláttarmiða. Handverkshús Gríms- eyjarkvenna vinsælt Morgunblaðið/Rúnar Þór Efnt var til keppni á hlaupahjólum í göngugötunni í Hafnarstræti og voru þessir piltar meðal þátttakenda. Mannfjöldi í miðbæ Akureyrar Morgunblaðið/Kristján Sigrún Waage og Áslaug Alfreðsdóttir í handverkshúsi sem konur í Grímsey reka en þangað hafa margir lagt leið sína í sumar. MANNFJÖLDI var í miðbæ Akur- eyrar í gær en boðið upp á dagskrá á Ráðhústorgi síðdegis sem fólk íylgdist með auk þess sem sölufólk hafði slegið upp tjöldum eða borð- um og bauð margvíslegan varning til sölu. Umferð gekk vel að sögn varð- stjóra lögreglunnar og var hún vax- andi síðdegis og þá bæði til og frá Akureyri þannig að hann sagði ekki ljóst hvert straumurinn lægi. Á fímmtudagskvöld var „smástuð í bænum“ eins og það var orðað á lögreglustöðinni. Þannig gistu fjór- ir fangageysmlur í fyrrinótt, þar af einn sem gripinn var glóðvolgur við innbrot í Glerárkirkju. Vegfarandi hafði sóð til hans um kl. 4 um nótt- ina og lét vita. Þá var kærð ein líkamsárás en tveir piltar höfðu lent í ryskingum í Geislagötu með þeim afleiðingum að annar kjálka- brotnaði. Tildrög slagsmálanna eru Bifreiðastjórar Hafið bílabænina í bílnum og orð hennar hugföst þegar þið akið. Fæst í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, Reykjavík, Shellstööinni v/Hörgárbraut, Akureyri og Litla húsinu, Strandgötu 13B, Akureyri. Verö kr. 200 Orð dagsins, Akureyri að sögn lögreglu óljós. Eitt umferð- aróhapp varð á Akureyri á mótum Byggðavegar og Hrafnagilsstrætis þar sem einn hlaut minniháttar meiðsl en mikið eignatjón varð. ---------------- Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Helgistund kl. 11 á morgun, sunnudag. Hulda Guðrún Geirsdótt- ir og Douglas A. Brotchie flytja tón- list. Sumartónleikar kl. 17 sama dag. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag í næstu viku. Bænarefn- um má koma til prestanna. Hægt er að fá léttan hádegisverð í Safnaðar- heimili eftir kyrrðarstundina. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 á sunnu- dagskvöld. PÉTURSKIRKJA: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í Hrafna- gilsstræti 2. ---------------- Brotist inn í Glerárkirkju LÖGREGLAN á Akureyri hafði í ýmsu að snúast í fyrrinótt. Um nótt- ina sást til ungs manns þar sem hann skreið inn um glugga í Glerárkirkju. Lögreglan var þegar kölluð til og handtók manninn. Hann hafði brotið sér leið inn um glugga en að öðru leyti voru engar skemmdir unnar á kirkjunni. Þrír menn voru hýstir í fangageymslum lögreglunnar vegna ölvunar. Auk þess kjálkabrotnaði maður í átökum við annan mann. „STOFNUN handverkshúss er gam- all draumur sem við ákváðum að láta rætast og sjáum alls ekki eftir. Það er mjög vinsælt bæði meðal eyjabúa og ferðamanna að sjá hvað við höfum upp á að bjóða“, segir Áslaug Al- freðsdóttir, einn stofnenda hand- verkshúss Gallerí Sólar í Grímsey. Handverkshús Gallerí Sól var stofnað fyrir tveimur árum af nokkr- um konum í Grímsey og var hugsun- in fyrst og fremst sú að heimaiðnað- ur gæti orðið einhver atvinnugrein fyrir konur hér í eynni. Að sögn Ás- laugar var farið með galleríið af stað upp á grín og ákveðið að prufa að selja heimasaumaðar og prjónaðar vörur ásamt því að vera með vöfflu- kaffi og kakó á boðstólum. „Við opn- uðum formlega 5. júlí 1998 með því að hringja á bæina og eyjaskeggjum öllum var boðið að vera við opnunina þar sem við veittum gos, kaffi og heitt súkkulaði. Gallerí Sól var rétt að fara af stað og því ósköp fátæklegt hjá okkur,“ sagði Áslaug. Aukin umsvif Nú hefur starfsemin heldur betur vafið upp á sig. Ýmis handverk frá konunum í eyjunni og fáeinum krökkum eru nú til sölu í Gallerí Sól og má þar nefna, auk heimaprjónaðr- ar vöru, keramikmuni, ýmsar trévörur, gjafakort, málaða steina, unninn rekavið og nælur úr lunda- goggum. Einnig hafa vörur verið í endursölu fyrir handverks- og listafólk alls staðar af landinu. Gistiheimili opnað í vor. Gallerí- hópurinn keypti í vetur helmings- hlut í húsinu Sólbergi sem hand- verkshúsið hefur aðstöðu í. Húsið er á þremur hæðum, galleríið á þeirri neðstu og á hinum tveimur eru fjög- ur herbergi, setustofa, eldhús og bað. „Þar sem efri hæðirnar stóðu ónotaðar kviknaði sú hugmynd hjá okkur að opna gistiheimili til að at- huga hvort þörfin væri fyrir hendi. Aðsóknin hefur svo sannarlega farið langt fram úr okkar vonum,“ sagði Áslaug. Akveðið var að gefa gisti- heimilinu nafnið Gullsól því Gallerí Sól fékk sendingu í vetur merkta Gullsól. Gistiheimilið er opið allan ársins hring og er leigt út eins og orlofsíbúð en einnig hægt að fá eitt og eitt upp- búið rúm svo og svefnpokapláss. Handverkshús Gallerí Sól er opið á svokölluðum ferjudögum, mánu- og fimmtudögum en handverkskonurn- ar eru fúsar til að opna hvenær sem er fyrir hópa og einstaklinga. Öll starfsemi í kringum galleríið og gistiheimilið er unnin í sjálfboða- vinnu. Þær segja vinnuna gefandi og þær sjái hana metna af þeim sem kaupa. „Mer finnst handverkshúsið setja mikinn menningarsvip á bæinn og erum við þakklátar Grímseyingum fyrir hvað þeir hafa stutt dyggilega við bakið á okkur með tíðum heim- sóknum og verslunarferðum,“ sagði Áslaug að lokum. Galleríhópinn skipa þær Áslaug Alfreðsdóttir, Helga Mattína Björnsdóttir og Guðrún Gísladóttir sem hafa séð um rekstrarhliðina og Guðbjörg Henningsdóttir, Hulda Reykjalín, ída Jónsdóttir, Jónína Sigurðardóttir, Jórunn Magnúsdótt- ir, Sigrún Waage, Sigrún Þorláks- dóttir, Steinunn Stefánsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir. -------♦-♦-♦------- Vegglistaverk úr keramiki GUÐRÚN Jónasdóttir opnar sýn- ingu á verkum sínum í Café Karólínu laugardaginn 5. ágúst kl. 14 en hún stendur til 2. september. Guðrún er fædd 1967 og ólst upp á Akureyri. Á sýningunni verða vegg- listaverk unnin úr keramiki og járni. Þetta er önnur einkasýning Guðrún- ar og hefur hún einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum. Hún stund- aði nám í keramiki við Listaháskól- ann í Antwerpen og skúlptúr við Listaháskólann í Gent á árunum 1990-1994. Síðustu Sumartón- leikarnir á morgun FIMMTU og síðustu Sumartón- leikarnir í Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 6. ágúst kl 17. Þá munu Hulda Guðrún Geirs- dóttir, sópran, og Douglas A. Brotchie, orelleikari, flytja tónlist eftir Johann Sebastian Bach, Carl Philip Emanuel Bach, Petr Eben, Sigurð Þórðarson, César Franck og George Bizet. Tónleikarnir standa yfir í klukkustund og er að- gangur ókeypis. Hulda Guðrún Geirsdóttir lauk námi frá píanó- og söngdeild Tón- listarskólans í Reykjavík árið 1989. Hún stundaði einnig fram- haldsnám við Richard Strauss- Konservatorium í Munchen. Hún hefur m.a. sungið sópranhlutverkið í Carmina Burana á Orff-hátíð í tilefni af 10 ára ártíð tónskáldsins. Árið 1992 var hún ráðin ein- söngvari við sönghóp Feliciu Weathers og söng með henni á tónleikum víðsvegar um Þýska- land. Einnig hefur hún sungið með fjölmörgum hljómsveitum s.s. Söngsveitinni Fílharmoníu og Sin- fóníuhljómsveit áhugamanna. Hún hefur og stundað söngkennslu, í Munchen, en síðan við Tónlistar- skólann í Grindavík, auk kórþjálf- unar. Douglas Brotchie er Skoti, fæddur í Edinborg. Hann var strax sextán ára ráðinn organisti og kórstjóri við Balerno sóknar- kirkjuna sem staðsett er í þorpi í útjaðri Edinborgar. Hann flutti til íslands árið 1981. Douglas lauk einleikaraprófi á orgel frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hann var annar organisti Landa- kotskirkju í mörg ár auk þess að vera organisti við Hallgrímskirkju í eitt ár. Hann hefur haldið tón- leika víða um Evrópu, bæði sem meðleikari svo og sem einleikari. Auk þess hefur hann leikið inn á fjölda geisladiska.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.