Morgunblaðið - 05.08.2000, Side 22
22 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Ræsir fær
Chrysler-um-
boðið aftur
RÆSIR hf. var upprunalega stofn-
aður sem Chrysler-umboð árið 1942
og var Ræsir með umboðið í liðlega
tuttugu ár eða allt fram til ársins
1965. Hallgrímur Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Ræsis, segir að
Ræsir fái nú Chrysler-umboðið aft-
ur og stafi það óbeint af samruna
Daimler-Benz og Chrysler; í raun-
inni sé verið að samnýta það stjórn-
kerfi sem fyrirtækin eiga í Stuttgart
í Pýskalandi en Daimler-Benz AG
og Chrysler Corporation sameinuð-
ust í árslok 1998 í eitt öflugt fyrir-
tæki, DaimlerChrysler.
Hæstánægðir með
að fá Chrysler aftur
Að sögn Hallgríms hefur Ræsir
hf. tekið formlega við Chrysler-um-
boðinu en framkvæmdin muni þó
fara fram í nokkrum þrepum.
Fyrsta þrepið sé að koma upp vara-
hlutaþjónustu fyrir Chrysler og
hefst sala á Chrysler-varahlutum
þann 8. ágúst. Halllgrímur segir að
lögð verði mikil áhersla á það að
byggja upp varahlutalager á sem
aílra skemmstum tíma en meðan á
uppbyggingunni standi muni Ræsir
útvega varahluti flugleiðis ef þörf
krefur. Næsta þrep sé að koma upp
verkstæðisþjónustu og munu bif-
vélavirkjar Ræsis fara í þjálfun hjá
sérfræðingum Chryslers á næstu
dögum og vikum. Ræsir hafi þó yfir
að ráða góðri verkstæðisþjónustu
fyrir. Þriðja þrepið sé svo að hefja
sölu á nýjum Chrysler-bifreiðum en
Njótið náttúru
Þingvallasvæðisins
frá nýju sjónarhorni!
Þingvallavatnssiglingar
sími 8547664. ivww.lHinbriminn.is
Hallgrímur segir að ekki sé enn
búið að tímasetja hvenær það verði.
Að sögn Hallgríms er það að hluta
til háð húsnæðismálum hvenær sala
á nýjum Chrysler bílum hefst enda
þurfi að tryggja að það sé hægt að
gera það með sómasamlegum hætti
en auk þess eigi enn eftir að ganga
frá samningum um kjör við Daim-
lerChrysler. Að sögn Hallgríms eru
menn hjá Ræsi hæstánægðir með að
Chrysler sé nú kominn heim aftur.
Ræsir hf. er með umboð fyrir
Mercedes-Benz, Evobus, sem er
dótturfyrirtæki DaimlerChrysler,
Mazda, og nú bætist við Chrysler
Corporation með bílategundirnar
Jeep, Chrysler, Dodge og Plymouth
auk annarra vörumerkja Daim-
lerChrysler. Að sögn Hallgríms hef-
ur starfsmönnum Ræsis fjölgað
vegna tilkomu Chrysler-umboðsins
en hjá Ræsi starfa nú hátt í fimmtíu
starfsmenn.
Húsnæðismálin
skýrast á næstu vikum
RÆSIR hf. óskaði eftir tilboði í
lóð og húseignir fyrirtækisins á
Skúlagötu 59 en heildarflatarmál
þeirrar lóðar er 3.303 fermetrar og
húsa 3.414. Að sögn Hallgríms er
stefnt að því að byggja yfir fyrir-
tækið annars staðar. Hallgrímur
segir að húsnæði Ræsis ó Skúlagöt-
unni sé löngu orðið of lítið fyrir fyr-
irtækið og það hafi því þurft að
kaupa þjónustu úti í bæ sem fyrir-
tækið hefði séð um sjálft ef húsnæði
hefði verið fyrir hendi. Það sé því
nauðsynlegt að finna fyrirtækinu
framtíðarhúsnæði. Verið sé að vinna
að því og stutt sé í að þau mál skýr-
ist.
Lóð og húsnæði enn óseld
Líkur eru taldar á því að Reykja-
víkurborg muni ganga til samninga
við byggingafyrirtækið Eykt en það
bauð samtals 350 milljónir króna í
Höfðatún 2 og Skúlatún 1 þar sem
vélamiðstöð Reykjavíkur var til
húsa. Hallgrímur segist gera ráð
fyrir að gengið verði til viðræðna við
Eykt þegar samningar Eyktar við
Reykjavíkurborg séu frágengnir.
Að sögn Hallgríms hefur tekist að
leysa húsnæðismál Ræsis í bili með
því að taka á leigu húsnæði vélamið-
stöðvarinnar í Skúlatúnil en með
því gefist tækifæri til þess að bæta
þjónustuna við viðskiptavini auk
þess sem aðkoma fyrir stórar bif-
reiðar batni mjög. Það sé hins vegar
háð framkvæmdahraða og skipulagi
byggingaframkvæmda verktakans
og hversu lengi Ræsir fái að hafi það
húsnæði en vonandi falli það saman
að nýtt húsnæði Ræsis verði tilbúið
og framkvæmdir hefjist í Skúlatúni.
Kennari:
Kristbjörg Elin
: ■ Kristmundsdóttir
v náttúrulæknir og
1 jógakennari.
Ndm i meðferð d
islenskum blómadropum
helgarnámskeið í Bláfiöllum
25.-27. ágúst nk.
f náminu felst m.a. kennsla um íslenska blómadropa, verkan
þeirra á tilfinningar, huga og sál. Kennt verður að finna út
persónublöndur fýrir einstaklinga og hvemig nota má dropana
við hugleiðslu. Farið verður í samband blómadropa og orkustöðva
og hvemig þeir umbreyta staðnaðri orku í visku, frelsi og flæði.
Námið hentar vei öllum þeim sem eru að vinna með fólk.
í lok námsskeiðs verða veitt viðurkenningarskjöl.
Upplýsingar og skráning t símunt: 557 5913 og 861 1373.
ESB rannsakar
meinta einokunar-
tilburði Microsoft
Helstu liðir í efnahags-
reikningi Seðlabankans
Nettó gjald-
eyrisstaða
lækkar um
14,5 milljarða
frá áramótum
GJALDEYRISFORÐI Seðlabank-
ans hækkaði um 1,5 milljarða króna
í júlí, samkvæmt efnahagsreikningi
bankans, og nam 34,7 milljörðum í
lok mánaðarins, jafnvirði 443 millj-
óna bandaríkjadala á gengi í mánað-
arlok. Þetta er 1,1 milljarðs króna
lækkun frá áramótum. Gjaldeyris-
forði sýnir brúttóeign Seðlabankans
í erlendum gjaldeyri. Erlend
skammtímalán bankans hækkuðu
um 4,9 milljarða króna í mánuðinum
og námu 17,2 milljörðum í lok hans,
sem er 13,5 milljörðum króna hærri
skuldir en á áramótum. Nettó gjald-
eyrisstaða bankans var því 17,5
milljarðar króna í júlílok, og hafði
lækkað um 3,4 milljarða í mánuðin-
um, en lækkað um 14,5 milljarða frá
áramótum. Nettó gjaldeyrisstaða
Seðlabankans er gjaldeyrisforði
hans að frádregnum erlendum
skuldum til skamms tíma.
Markaðsskráð verðbréf í eigu
bankans námu 9,7 milljörðum króna
í júlílok miðað við markaðsverð og
hækkuðu um 1,2 milljarða í mánuð-
inum. Þar af eru verðbréf ríkissjóðs
6,9 milljarðar. Hækkun frá áramót-
um nam 3,3 milljörðum króna. Kröf-
ur Seðlabankans á innlánsstofnanir
hækkuðu um 0,9 milljarða króna í
júlí og námu 30,7 milljörðum í lok
mánaðarins, 1,2 milljörðum hærri
en á áramótum. Kröfur á aðrar fjár-
málastofnanir hækkuðu um 2,7
milljarða í mánuðinum og námu 8,1
milljarði, sem er 1,6 milljörðum
króna lægri fjárhæð en á áramót-
um. Nettókröfur bankans á ríkis-
sjóð og ríkisstofnanir hækkuðu um
1,4 milljarða króna í júlí og voru nei-
kvæðar um 3,2 milljarða í lok mán-
aðarins. Þar með höfðu nettókröfur
á ríkissjóð og ríkisstofnanir hækkað
um 8,4 milljarða frá áramótum.
Veltan á millibankamarkaði með
gjaldeyri nam 94,9 milljörðum
króna í júlí en Seðlabankinn seldi
gjaldeyri fyrir 7 milljarða. Gengi ís-
lensku krónunnar, mælt með vísi-
tölu gengisskráningar, lækkaði um
0,4% í mánuðinum.
Brussel. AFP.
STJÓRN Evrópusam-
bandsins, ESB, hefur
tilkynnt að það muni
rannsaka starfshætti
Microsoft en ákvörðun
sambandsins kemur f
kjölfar kvörtunar frá
Sun Microsystems,
keppinautar Microsoft.
Stjórn Evrópusam-
bandsins telur að
Microsoft kunni að
hafa notfært sér sterka
stöðu sína markaðinum
fyrir stýrikerfi í ein-
menningstölvur til
þess að stjórna mark-
aðinum fyrir hugbúnað
í miðlara.
Microsoft á sem
kunnugt er í málaferl-
um í Bandaríkjunum
og er að reyna fá úr-
skurði héraðsdóms, um
að skipta beri fyrir-
tækinu upp, hnekkt.
Kvartanir þær sem
Sun Microsystems bar
upp við Evrópusam-
bandið snúast um það
að Microsoft hafi brot-
ið samkeppnisreglur
sambandsins með því
að stunda mismunun í
sölu á notendaleyfum
og neita að gefa upp
nauðsynlegar upp-
lýsingar um Windows-
stýrikerfið. Stjórn
Evrópusambandsins hefur nú sent
Microsoft formlegt umkvörtunar-
bréf sem kann að vera undanfari
þess að sambandið höfði mál á
hendur Microsoft.
Kann að vera undanfari
málshöfðunar
Stjórnendur Microsoft verða að
svara bréfinu innan tveggja mán-
aða og endanleg ákvörðun um
mögulega lögsókn verður ekki
tekin fyrr en formlegt svar frá
Microsoft hefur borist. „Microsoft
er með um 95% hlutdeild á mark-
aðinum fyrir stýrikerfi í einmenn-
ingstölvur og er því að heita má
algerlega ráðandi á markaðinum,“
Stjórn Evrópusambandsins hefur tilkynnt að
starfshættir Microsoft verði rannsakaðir vegna
kvörtunar frá Sun Microsystems,
keppinautar Microsoft.
segir í yfirlýsingu frá stjórn
Evrópusambandsins. Því þurfa
keppinautar Microsoft á tæknileg-
um upplýsingum um Windows-
stýrikerfið að halda til þess að
þeir geti tryggt að forrit þeirra
fyrir samskipti á milli miðlara falli
að Windows-stýrikerfinu fyrir ein-
menningstölvur. Að öðrum kosti
væru menn neyddir til þess að
nota Windows-miðlarahugbúnað á
öllum tölvum sem nota Windows-
stýrikerfið.
Talsmenn Evrópusambandsins
segjast hafa upplýsingar með
höndum sem sýni að Microsoft hafi
ekki fullnægt upplýsingaskyldu
sinni við samkeppnisaðila.
Viðskiptavökum fækk-
ar á millibankamarkaði
í GÆR var síðasti dagur Spari-
sjóðabankans sem viðskiptavaki á
millibankamarkaði með íslenskar
krónur og nú eru fjórir viðskipta-
vakar eftir, Landsbankinn,
Íslandsbanki-FBA, Búnaðarbank-
inn og Kaupþing.
Friðrik Halldórsson, forstöðu-
maður viðskiptaborðs hjá Spari-
sjóðabankanum, segir ástæður
þess að bankinn tók ákvörðun um
að hætta aðallega hafa verið þá að
viðskiptavinir bankans séu mest
einstaklingar og meðalstór fyrir-
tæki, sem geri ekki kröfu um
þessa þjónustu. Viðskiptavaktinni
fylgi skuldbindingar sem borgi sig
því ekki fyrir bankann að taka á
sig. Friðrik tók þó skýrt fram að
þetta þýddi ekki að Sparisjóða-
bankinn væri hættur gjaldeyris-
viðskiptum, þau mundi hann áfrarn
stunda þó hann yrði ekki lengur
einn af þeim sem myndi markað-
inn (e. market makers).
Fyrir sameiningu íslandsbanka
og FBA voru viðskiptavakarnir
sex, þannig að veruleg fækkun hef-
ur orðið á skömmum tíma. Þessi
fækkun viðskiptavaka þýðir að
sögn Yngva Arnar Kristinssonar,
framkvæmdastjóra peningamála-
sviðs Seðlabankans, að markaður-
inn hefur grynnkað og hætta á
sveiflum hefur aukist. Skýringin er
sú, að ef einhver bankinn þarf að
kaupa eða selja krónur vegna
pöntunar viðskiptavinar, þá er
upphæðin sem hann getur gengið
að vísri lægri en áður.
Þetta stafar af því að hver við-
skiptavaki setur bindandi tilboð
inn á markaðinn og þegar við-
skiptavökum fækkar verða tilboðin
færri og þar með lækkar sú upp-
hæð sem hægt er að treysta að fá
á tilteknu verði.
Rætt um hækkun lágmarks til
að auka dýpt markaðarins
Samkvæmt reglum millibanka-
markaðarins er ekki skylt að eiga
viðskipti við sama aðilann nema að
fimm mínútum liðnum og lág-
marksupphæð i hverjum viðskipt-
um er ein milljón bandaríkjadala.
Þetta þýðir að á hverjum fimm
mínútum er aðeins hægt að treysta
því að geta átt viðskipti fyrir þrjár
milljónir bandaríkjadala á upp-
gefnu verði eftir fækkun viðskipta-
vaka nú. Stærri fyrirtæki geta lagt
inn pantanir fyrir mun hærri upp-
hæðir og þá verða erfiðleikar því
áhætta viðskiptabanka eykst ef
hann veit ekki fyrirfram hvaða
verð honum býðst á markaðnum.
Yngvi Örn segir að vegna þessa
sé nú verið að ræða um breytingar
á reglum millibankamarkaðarins,
sérstaklega með tilliti til þess að
hækka lágmarksupphæðina og þar
með að auka dýptina. Rætt hafi
verið um að hækka lágmarkið úr
einni milljón bandaríkjadala í eina
og hálfa til tvær milljónir og ef sú
yrði raunin mundi markaðurinn
ekki verða grynnri við að Spari-
sjóðabankinn hefur horfið af hon-
um.
Einar Pálmi Sigmundsson, sér-
fræðingur í gjaldeyrisviðskiptum
hjá Íslandsbanka-FBA, telur að nú
þegar Sparisjóðabankinn er hætt-
ur viðskiptavakt muni umræður
aukast milli bankanna um breyt-
ingar, enda sé óheppilegt að mark-
aðurinn sé svo grunnur sem nú er
orðin raunin. Hann segir hins veg-
ar að ákveðinn vandi sé að ná sam-
komulagi, því viðskiptavakarnir
séu mjög misstórir og hinir minni
hafi skiljanlega meiri áhyggjur af
hækkun lágmarksins, því hún geti
verið erfiðari kvöð fyrir þá en hina
stærri.