Morgunblaðið - 05.08.2000, Page 24
24 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Vinnslustöðin hættir hefðbundinni bolfískfrystingu og skilar hagnaði í fyrsta sinn í mörg ár
Lykilatriði að
draga úr kostnaði
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson hefur bylt rekstri vinnslustöðvarinnar
síðan hann tók við sem framkvæmdastjóri. Nú er söltun undirstaðan í
rekstrinum, sem er farinn að skila hagnaði.
VERULEGAR breytingar
á rekstri Vinnslustöðvar-
innar í Vestmannaeyjum
á yfirstandandi rekstrar-
ári félagsins hafa þegar skilað mikl-
um árangri. Níu mánaða milliupp-
gjör sýnir að reksturinn hefur skilað
50 milljóna króna hagnaði, en á sama
tíma í fyrra nam tapið 600 milljónum
króna. Tekizt hefur að lækka kostn-
aðinn verulega en tekjur hafa lítið
dregizt saman, þrátt fyrir að rekstri
í Þorlákshöfn hafi verið hætt og einn
bátur seldur. Mestu munar að nú
skilar bolfiskvinnsla fyrirtækisins
góðum hagnaði, en tap var á henni
áður. Verið ræddi við Sigurgeir
Brynjar Kristgeirsson, fram-
kvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar.
„Lykilatriðið var að lækka kostn-
aðinn án þess að tekjur drægjust
mikið saman,“ segir Sigurgeir
Brynjar. „Tekjur hjá okkur drógust
aðeins saman um 100 milljónir króna
milli ára, þrátt fyrir að við hættum
eiginlegum rekstri í Þorlákshöfn,
þar sem við seldum frystihúsið til
Frostfisks ásamt einum bát, Danska
Pétri. Við erum í samstarfi við þá en
þeir vinna fyrir okkur ferskan fisk til
útflutnings með flugi og frysta það
sem ekki fer ferskt á markað. Það er
mjög gott samstarf og fyrirtækið er í
kraftmiklum rekstri og það eru sjálf-
sagt fá frystihús, sem standa þeim á
sporði.
Gjöldin hjá okkur dragast saman
um 400 milljónir og þar er athyglis-
verðast að mínu mati að hráefnis-
kaup frá eigin bátum til vinnslu
dragast aðeins saman um 30 milljón-
ir króna eða úr um 530 milljónum í
rétt tæpar 500 milljónir. Við vinnum
því um það bil jafnmikinn fisk af eig-
in skipum og áður, en með miklu
minni tilkostnaði.
Umskipti um
640 milljónir króna
Tekjumar dragast fyrst og fremst
saman vegna þess að við hættum
starfseminni í Þorlákshöfn og auk
þess erum við ekki lengur með hefð-
bundna bolfiskfrystingu í Vest-
mannaeyjum. Við höfum því aukið
vinnslu á saltfiski en stundum aðra
vinnslu eins og áður en með miklu
minni tilkostnaði. Útkoman nú er því
50 milljóna króna hagnaður, en á
sama tíma í fyrra var tapið um 600
milljónir króna. Þar eru því umskipti
upp á um 640 milljónir króna en þar
er sölutap og fleira inni. I rekstrin-
um eru umskipti upp á 500 milljónir
króna. Hinn eiginlegi rekstur, tekjur
mínus gjöld, skilar 300 milljónum
króna meira til að borga vexti og af-
skriftir. Það er kjarni málsins og
skiptir mestu - þar liggur batinn. I
fyrra var veltufé frá rekstri neikvætt
um 300 milljónir króna en niðurstað-
an nú gæti orðið viðunandi plústala."
Sársaukafullar
aðgerðir
Hvemig hafið þið farið að því að
ná þessum árangri?
„Við urðum að fara í mjög erfiðar
og sársaukafullar aðgerðir fyrir rétt
rúmu ári. í maílok í fyrra fórum við
út í miklar uppsagnir. Þá voru
starfsmenn um 320 en ári seinna eru
stöðugildi í fyrirtækinu um 160.
Þetta er mikil fækkun starfsfólks,
um 160 manns, og hún hafði auðvitað
mikil áhrif, bæði í Vestmannaeyjum
og Þorlákshöfn. En fyrir vikið erum
við með heilbrigðara og öflugra fyr-
irtæki, sem hefur meiri getu til að
bjóða upp á mikla vinnu og vonandi
viðunandi laun auk meira atvinnuör-
yggis og það skiptir miklu máli. Af-
leiðingamar era reyndar minni en í
fyrstu leit út fyrir í Þorlákshöfn, þar
sem Frostfiskur hefur hafið starf-
semi þar. Við seldum svo Danska
Pétur til Frostfisks í fyrrahaust og
vorum því með einu skipi færra í
rekstri nú en í fyrra, eða fram að
sameiningu við Gandí.
Við leggjum mikla áherzlu á að
hafa stöðuga vinnu í saltfiskinum, en
Vinnslustöðin í Vest-
mannaeyjum skilar nú
hagnaði eftir mörg erfið
og mögur ár. Grundvall-
arbreytingar hafa verið
gerðar á rekstrinum og
nú er bolfiskvinnsla
burðarás starfseminnar.
Hjörtur Gíslason ræddi
við framkvæmda-
stjórann, Sigurgeir
Brynjar Kristgeirsson,
sem leitt hefur fyrir-
tækið í gegnum þessar
breytingar.
við frystum líka karfa í Vestmanna-
eyjum og humar yfir sumarið. Við
erum t.d. núna að frysta rúmlega 100
tonn af karfa á viku og starfsemin er
því heilmikil. í maílok síðastliðin
sameinaðist svo útgerð Gandí
Vinnslustöðinni, en áhrif þeirrar
sameiningar eru frekar lítií í níu
mánaða uppgjörinu því sameiningin
er miðuð við 31. desember, en það
styrkti stöðu félagsins engu að síður.
Við voram því betur í stakk búnir til
að takast á við samdráttinn á þorsk-
kvótanum. Við höfðum áætlað að við
yrðum með um 5.000 tonn af þorski
og gerðum þá ráð fyrir 5% aukningu
þorskkvótans. Hins vegar var kvót-
inn skorinn niður svo eftir samein-
inguna verðum við með svipaðar
aflaheimildir á næsta fiskveiðiári og
við eram með á þessu.
Stærri þorskurinn
saltaður
Við hugsum fyrst og fremst um að
veiða stóran þorsk og salta hann.
Netabáturinn Brynjólfur hefur veitt
mikið af þorski en það hefur togbát-
urinn Drangavík einnig gert, en hún
er svokallaður þriggja mílna bátur
vegna þess hve stutt hún er. Þann
fisk sem er smærri en æskilegt er að
fari í salt vinnur Frostfiskur fyrir
okkur í flug. Við veiðum líka mikið af
karfa, aðallega á Jóni Vídalín og þeg-
ar verð er hátt í Þýzkalandi yfir vet-
urinn setjum við mikið í gáma og
höfum flutt talsvert mikið út frá
hausti og fram að páskum. Eftir það
lækkar verðið og þá byrjum við að
frysta í miklum mæli og geram það
fram á haust, en það er alltaf eitt-
hvað smávegis af karfa sem er fryst
allt árið.
Ýsan fer að hluta til á markaði og
hluta til í Frostfisk eftir því hvernig
landið liggur. Ufsinn er hálfgert
vandræðabarn í dag, því afurðaverð
er afar lágt og verð á mörkuðum
lágt. Ufsinn fer því að mestu í saltið.
Það er skásti kosturinn. Aðrar teg-
undir af bolfiski fara svo að mestu
beint á markaði, nema humarinn,
sem við frystum. Við fórum í fyrsta
sinn á humar að hausti til í fyrra og
það kom mjög vel út. Við höfum lagt
áherzlu á heila humarinn en frystum
auðvitað töluvert af humarhölum
líka. Við eram svo auðvitað að bræða
mikið af loðnu og síld og frystum líka
loðnu og loðnuhrogn. í fyrrahaust
frystum við ekki síld en þá unnum
við hana í samstarfí við ísfélagið."
Nú er að styttast í reikningsárinu
hjá ykkur. Nýtt reikningsár hefst
fyrsta september. Hver heldur þú að
niðurstaðan verði? „Fyrsta júní var
kvótastaða okkar mjög góð og við
áttum miklar bolfiskheimildir eftir.
Við höfum því keyrt bolfiskbátana af
fullum krafti. Við reiknum því með
að framlegðin verði áfram góð, ríf-
lega 20%. Ef við náum svipaðri veltu
og í fyrra, sem var 2,5 milljarðar
króna, ætti framlegðin að geta orðið
550 milljónir króna. Reyndar varð
talsvert gengistap í júní og framan af
júlí, en það er aðeins gengið til baka.
Það er því lítið hægt að segja um þau
mál fyrr en árið er liðið, en það er þó
ljóst að reksturinn verður í þolan-
legu lagi - en við verðum að gera
betur. Veiðar og vinnsla á norsk-ís-
lenzku síldinni gengu alveg prýði-
lega. Við náðum okkar kvóta öllum
og bræddum hann í Vestmannaeyj-
um. Svo voram við á loðnu í júlí sem
gekk ekki nægilega vel.“
Komnir fyrir vind
Era þá allar einingar reknar með
hagnaði nú?
„Ég get fullyrt að engin deild
verður gerð upp með mínus nema
hugsanlega einhver uppsjávardeild-
in, það er loðnuskipin eða bræðslan,
en þá er ég að tala um framlegð. Séu
hins vegar vextir og afskriftir teknar
með væra bæði veiðar á uppsjávar-
fiski og vinnsla rekin með bullandi
tapi. Eins og staðan er í dag geri ég
því ráð fyrir að fyrirtækið sé komið
fyrir vind og eigi sér þokkalegan
rekstrargrandvöll.
Annars er þetta svo breytilegt eft-
ir aðstæðum - þær era svo fljótar að
breytast í sjávarútvegi. Verð á mjöli
og lýsi er til dæmis mjög lágt um
þessar mundir og hefur verið lágt
lengi og því er reksturinn í uppsjáv-
arfiskinum erfiður. Við lifum hins
vegar á því að afurðaverð á þorski er
mjög hátt og þorskvinnslan stendur
á bak við uppistöðuna í framlegð fé-
lagsins. Færi svo að verð á þorski
myndi lækka myndi einhversstaðar
taka í. Ég hef enga trú á að þor-
skverð hækki og vona einfaldlega að
það lækki ekki. Rekstrarbatinn hjá
fyrirtækinu byggir alfarið á því að
við höfum náð tökum á bolfiskinum,
sérstaklega bolfiskvinnslunni. Þar
era stóra tölurnar, en það var engin
framlegð í frystingunni eins og við
keyrðum hana.
Reksturinn tók þess í stað til sín
peninga og hafði gert það lengi. Það
er dýrt og erfitt að takast á við slak-
an rekstur og því einfaldlega bezt að
leggja hann hreinlega af og einbeita
sér að því sem við eram góðir í og
skilar einhveiju. Okkur hefur gengið
alveg prýðilega í söltun undanfarin
ár og því var miklu betra að leggja
áherzlu á söltun og hætta hinu. Það
sem við frystum nú er vertíðabundin
karfafrysting og þorskfrysting
ásamt ferskum fiski, sem við vinnum
í samvinnu við einhverja beztu
frystihúsamenn landsins. Og svo má
ekki gleyma starfsfólki okkar. Það
hefur lagt sig 120% fram við vinnuna
og það munar um minna.“
Erfið ákvörðun
Af hveiju var ekki farið fyrr út í
þessar breytingar?
„Ég er ekki að koma alveg nýr að
þessu. Áður en ég var ráðinn fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar
fyrir rúmu ári hafði ég verið fjár-
málastjóri hennar í tvö ár. Þá var
staðan einfaldlega sú að menn
græddu heil ósköp á loðnunni og
gleymdu sér alveg í gleðinni yfir
henni. Við voram alltaf með ein-
hveijar aðgerðir, sem við héldum að
myndu reisa frystinguna úr rústun-
um, en það tókst bara aldrei. Þegar
verðið á mjöli og lýsi hrandi og
loðnuveizlunni lauk var ekki um
neitt annað að ræða en taka til hend-
inni.
Það var auðvitað mjög erfítt að
undirbúa ákvörðunina um að bylta
rekstrinum og segja upp meira en
hundrað manns. Það var um ýmsa
kosti að velja, en við völdum þessa
leið. Eftir að ákvörðunin er tekin er
markmiðið bara eitt, að framfylgja
henni og í þeirri stöðu var sálar-
kreppu minni lokið. Maður varð bara
að standa og falla með ákvörðuninni
og til allrar lukku stend ég enn.
Þetta var reyndar óskaplega erfitt
fyrst á eftir, þegar uppsagnirnar
tóku gildi og fólk fór að missa vinn-
una. Þá má segja að bæði fyrirtækið
og bæjarfélagið hafi verið í upp-
lausn. Maður skilur vel að eftir svona
aðgerðir séu anzi margir reiðir, sárir
og svekktir og margir spyrja: „Af-
hveiju ég en ekki hinn? Af hverju
var þetta gert en ekki hitt?“ Blákald-
ur raunveraleikinn var einfaldlega
sá, að gerðum við ekkert stefndi að-
eins í það eitt að allir sem einn
misstu vinnuna. Fyrirtækið hefði
annað hvort verið innlimað í annað
eða hreinlega farið á hausinn. Með
óbreyttum rekstri hefðum við verið
komnir fram af hengifluginu eftir
eitt til tvö ár.
Reksturinn þarf
að vera heilbrigður
Það sem skiptir mestu máli í
rekstri sjávarútvegsfyrirtækis er
ekki að halda úti vinnu eins og menn
tala mikið um. Reksturinn þarf að
vera heilbrigður og góður til að soga
til sín vinnuafl. Áfallið er gríðarlegt,
þegar ekki hefur verið keyrt í rétta
átt í langan tíma og þarf því að taka
krappa beygju. Þá hrynja margir af í
beygjunni. Miklu fleiri en ef ákvarð-
anir era teknar á réttum tíma og
þess gætt að fara aldrei í ranga átt -
eða grípa að minnsta kosti tímanlega
inn í. Það er mikið talað um að kaupa
kvóta og halda kvóta í byggðarlagi
og þess háttar. Það er bara ekki þar
með sagt að það dugi.
Sé farið yfir sviðið er staðreyndin
einfaldlega sú, að þau fyrirtæki, sem
uppi standa núna, eru þau, sem hafa
verið rekin af skynsemi og tekizt á
við vandann hverju sinni. Þau standa
bezt og vegna þess hafa þau sogað til
sín kvótann. Það þarf að skapa hagn-
að í fyrirtækjunum til að hægt sé að
kaupa kvóta eða vaxa með öðrum
hætti. Þá hefur það líka verið á hinn
bóginn, að fyrirtækin hafa misst frá
sér kvóta, þar sem stjómvöld hafa
aukið hlut annarra eins og smábáta
og tekið frá heimildir til Byggða-
stofnunar og í hagræðingarsjóð.
Þess vegna hafa fyrirtækin þurft að
taka á sig meiri skerðingu en nemur
skerðingu á heildarþorskafla.“
Sameining framundan
Nú er sameining við ísfélagið
framundan. Hver er framvinda
þein-a mála?
„Stærstu hluthafar beggja fyrir-
tækjanna hafa skrifað undir yfirlýs-
ingu þess efnis að sameina félögin.
Það er þá miðað við að samrani taki
gildi miðað við 30. apríl síðastliðinn.
Stjórnir félaganna eiga eftir að fjalla
um málið og næsta skrefið er að þær
samþykki þessi áform og skrifi undir
samranaáætlun. Hana þarf að
auglýsa og síðan líða fjórar vikur þar
til hluthafafundir taka málið fyrir og
það gæti orðið í október.
Við höfum ekki sezt yfir rekstur-
inn til að sjá hvernig þetta mun líta
út að lokinni sameiningu - það eru
allir í sumarleyfum um þessar mund-
ir. Það er hins vegar engin launung á
því að mér finnast skuldir Vinnslu-
stöðvarinnar vera allnokkrar miðað
við aflaheimildir og við sameining-
una munu skuldir vaxa í hlutfalli við
aflaheimildir. Félagið verður því
talsvert skuldsett. Rekstur í upp-
sjávarfiski hefur verið þungur og
verður það væntanlega eitthvað
áfram. Það er því ljóst að það verður
mikil vinna að fara í gegnum þetta.
Það hefur ekki verið tekin nein
ákvörðun um hugsanlega fækkun
skipa eða uppsagnir. Tilgangur sam-
einingar er að hið sameinaða félag
skili betri rekstrarárangri en félögin
hvort í sínu lagi og þannig aukist
heildarvirði þeirra og þar með getan
til að takast á við ný verkefni.
Tekjur félaganna eru nokkuð
þekkt stærð, þeim verður ekki
breytt mikið en þær ráðast fyrst og
fremst af aflaheimildum þeirra.
Önnur leiðin að bættri afkomu hins
sameinaða félags er lækkun kostn-
aðar. Hin leiðin felur í sér að auka
tekjur en halda kostnaði svipuðum,
t.d. með kvótakaupum eða frekari
sameiningu. Þá er gallinn sá að hið
nýja félag verður talsvert skuldsett
og það er áhætta að skuldsetja það
enn frekar til að fá meiri tekjui'.
Óskastaðan er auðvitað sú að tekjur
aukist með hækkandi afurðaverði,
en það er ekki margt sem bendir til
þess. Ég sé því ekki aðra leið fyrir
mér en að minnka kostnaðinn eins og
staðan er í dag.“ segir Sigurgeir
Brynjar Kristgeirsson.
r
L.
borðsagir-stungusagir