Morgunblaðið - 05.08.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 05.08.2000, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Óbeinar atlögur Landsþingi repúblikana í Bandaríkjunum er lokið. George W. Bush er formlega orð- inn forsetaefni þeirra og með lokaræðu sinni á þinginu hefur hann sennilega aukið forskotið sem hann þegar hafði á AI Gore, frambjóðanda demókrata. Kristján G. Arngrímsson f]allar um viðbrögð banda- rískra fjölmiðla við ræðu Bush. BANDARÍKJAMENN fengu loks- ins á fimmtudagskvöldið að heyra orðið sem þeir voru búnir að bíða eft- ir á landsþingi repúblíkana í Fíla- delfíu: Endir. Svona afgreiddi bandaríski grínistinn Bill Maher þingið í sjónvarpsþætti sínum á fimmtudagskvöld, skömmu eftir að sá hluti bandarísku þjóðarinnar sem kærði sig um hafði fengið að heyra George W. Bush taka við útnefningu Repúblikanaflokksins sem fram- bjóðandi flokksins í forsetakosning- unum í nóvember. En það voru ekki allir svona kald- hæðnir. Einn helsti stjómmálaskýr- andi NBC-sjónvarpsins, Tim Rus- sert, sagði fullur af eldmóði eftir landsþingið: „Þetta verður frábær kosningabarátta. Maður finnur það nú þegar!“ Fréttaþulur CBS, Dan Rather, var öllu stóískari og sagði að stjórn- málin hefðu færst af vettvangi Jam- es Madisons „yfir á Madison Aven- ue“, og skírskotaði þar annars vegar til fjórða forseta Bandaríkjanna og eins stofnenda þeirra, og hins vegar til auglýsinga- og kynningarfyrir- tækjanna sem nú stjóma því hvernig landsþing, á borð við það sem lauk á fimmtudagskvöldið, fara fram. Þinginu lauk með ræðu Bush þar sem hann tók við útnefningunni sem forsetaframbjóðandi. Ræðan hlaut einkar góðan hljómgmnn meðal nokkurra kjósenda sem ekki höfðu gert upp hug sinn, og stjómmála- skýrendur vom líka flestir þeirrar skoðunar að þetta hefði verið góð ræða, og hefur Reuters-fréttastofan eftir einum þessara sérfræðinga að hún hafi verið „stórkostleg". „Eg var alveg hissa. Eg átti ekki von á að hann hefði svona mikla persónutöfra," hefur Reuters eftir Gail Haaz, 55 ára fyrirtækiseiganda frá Fíladelfíu, sem hafði ekki gert upp hug sinn fyrir þingið, en er nú frekar á því að greiða repúblíkönum atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. „Ég kann vel við George Bush, og hef alltaf kunnað vel við hann,“ sagði Anne Vasature, 55 ára starfsmaður á pítsastað í Fíladelfíu, sem var frekar hlynnt demókrötum. „Hann svaraði mörgum spumingum [í ræðunni á fimmtudagskvöldið]. Ég vildi heyra eitthvað um almannatryggingar, heiisugæslu fyrir aldraða og aðstoð við lyfseðilsskyld lyf... nú vil ég fá að sjá hvernig hann fer að þessu.“ Haaz og Vasature vom í hópi 36 íbúa í úthverfum Fíladelfíu er tóku þátt í skoðanakönnun er fór fram Helsæta! Prófaðu það nýjasta, Fimtn flottir augnskuggar og fímm varalitir saman í skemmtilegum umbúóum. Utsölustaðir; heilsa - Apocek og heistu snyrtivöruverslanir Dreifingaraóíli: Cosmic ehf., sími 588 652S Stokkalækur nýtt tjaldsvæði rétt austan Hellu Sveitarró í fögru umhverfi Rangárvalla. Gönguferðir með innfæddum. Fljótasigling fjölskyldunnar með Tindfjöllum. Varðeldur og stjörnubjart með ábúendum. Stokkalækur Staður fyrir náttúruunnendur. J mmF Sími: 487 8636 AP Blöðrum rignir yfir George W. Bush forsetaframbjóðanda og Lauru, eiginkonu hans, þegar Bush hafði haldið lokaræðu sína á landsþinginu. meðan á landsþinginu stóð, og lét fólkið álit sitt í ljós jafnóðum. í upp- hafi var enginn í hópnum búinn að ákveða hvort hann myndi kjósa Bush eða A1 Gore, væntanlegan frambjóðanda demókrata. Allir nema einn í hópnum vora ánægðari með Bush að þinginu loknu en þeir höfðu verið áður en það hófst, að því er Reuters greinir frá. Hópurinn var ánægðastur með ræðu Bush af öllum þeim ræðum er haldn- ar vora á þinginu, og óánægðastur með ræðu varaforsetaefnisins, Dicks Cheneys. „Þegar [Bush] byrjaði ræðuna fannst mér að ef hann tæki sig ekki til, ef hann héldi ræðu eins og Chen- ey, með árásum á andstæðingana og gæfi jafn yfirborðskennda mynd af Gore, þá hefði mér fundist að ég þyrfti ekki að heyra meira,“ hafði Reuters eftir einum úr hópnum, Steve Golden, 54 ára verkfræðingi. Golden var heldur hallur undir demókrata við upphaf þingsins, en á fimmtudagskvöldið sagðist hann vera „95 prósent" fylgjandi Bush, áður hefði hann verið „um 10“. Skipuleggjandi skoðanakönnun- arinnar sagði að fólkið í hópnum hefði yfirieitt verið reitt. Þegar Bush minntist á móður sína lét hópurinn óánægju í ljós. Skipuleggjandinn sagði: „Það fer ekki milli mála að hópurinn er ekki í góðu skapi ef fólk- ið gefur Barböra Bush lága ein- kunn.“ Dálítið „ruglingsleg" Menn sem hafa atvinnu af því að rýna í orð stjórnmálamanna voru ekki alveg jafn einróma í hóli sínu á frambjóðandanum. „Ég held að þetta hafi verið einhver sterkasta ræða sem ég hef heyrt. Bush sýndi að hann er sonur föður síns, en póli- tískur arftaki Ronalds Reagans," hefur Reuters eftir Peter Robinson, fyrrverandi ræðuritara Reagans og Georges Rush, fyrrverandi forseta og föður frambjóðandans. Fred Antczak, prófessor í mál- skrúðsfræðum við Háskólann í Iowa, var ekki eins hrifinn af ræðunni. „Hún var ekki slæm, en hún var dá- lítið raglingsleg. Stundum var flutn- ingurinn of mikið æfður og tilfinn- ingalaus." Allan Lichtman, sagnfræðipró- fessor við American-háskólann, sagði að ræðan hefði verið líkust því að hana hefði flutt miðjusinnaður demókrati. „Hann talaði meira um að berjast gegn misrétti en að lækka skatta, og meira um að hjálpa heim- ilislausum en að stöðva fóstureyð- ingar,“ hefur Reuters eftir Licht- man. „Þetta var ekki ræða sem gæti breytt stefnunni í kosningunum vegna þess að það vantaði bitið í hana. Flestir Bandaríkjamenn gætu verið sammála svo að segja öllu sem Bush sagði.“ Táknmál Vegna þess að skoðanakannanir meðal kjósenda, eins og sú sem nefnd er hér að ofan, hafa sýnt að kjósendum er illa við atlögur að and- stæðingum og pólitískar væringar forðaðist Bush í ræðu sinni að ráðast beinlínis á demókrata og Ai Gore. En eins og fréttaskýrandi Associat- ed Press bendir á notaði Bush eins konar táknmál til að koma atlögum sínum á framfæri. Orð eins og „heilindi", „virðing", „traust" og „siðsemi" era táknorð repúblikana fyrir óheiðarleika, spill- ingu og hneyksli sem orðið hafa í Hvíta húsinu í stjórnartíð Bills Clint- ons, með aðstoð AIs Gores. Þannig á að koma syndum forsetans yfir á varaforsetann, sem er jú andstæð- ingur Bush í forsetakosningunum. „Til þess að leiða þjóðina inn í ábyrga tíma þarf forsetinn sjálfur að vera ábyrgur," sagði Bush í ræðu sinni á fimmtudagskvöldið. Hann nefndi ekki beint ákærana sem lögð var fram gegn Clinton, en ekki fór milli mála hvað hann var að tala um þegar hann sagði: „Þegar ég legg hönd á Biblíuna mun ég ekki aðeins sveija að halda lög landsins, ég mun sverja að viðhalda heiðri og sóma embættisins sem ég hef verið kjör- inn til.“ Þá risu þingfulltrúar úr sæt- um og hrópuðu og klöppuðu. Bush sagði áður en hann hélt ræð- una að hann myndi tala frá hjartanu, og svo virðist sem hann hafi staðið við það, því að fréttaskýrendur hafa verið ákaflega uppteknir af því hversu mikið hafi farið fyrir Bush sjálfum í ræðunni. Þannig segir í skeyti frá Reuters að Bush hafi not- að alla sína persónutöfra til að koma á framfæri hugmyndum sínum um framtíð forsetaembættisins. Hann hafi verið fyndinn, almúgalegur, ákveðinn og lipur. Hann byrjaði á því að höfða til hjartans með því að þakka sínum nánustu samstarfsmönnum og fjöl- skyldu, bæði móður sinni og föður sínum, og sagði um George Bush, fyrrverandi forseta: „Alla mína ævi hef ég undrast að svona ljúf sál geti verið svona sterk.“ Stærstu sjónvarpsstöðvarnar í Bandaríkjunum hafa ekki fjallað mikið um landsþingið, en væntan- lega hafa þær sent ræðu Bush út beint. Þar gafst Bush því kostur á að kynna sig fyrir fjöldamörgum Bandaríkjamönnum sem hafa hing- að til ekki fylgst ýkja grannt með kosningabaráttunni. Ekki er langt síðan skoðanakönnun leiddi í Ijós að rúmlega annar hver aðspurðra hafði ekki hugmynd um að landsþing repúblikana stæði fyrir dyram. Þess vegna var ræða Bush á fimmtudagskvöldið án efa sú mikil- vægasta sem hann hefur haldið á stjórnmálaferlinum og getur ráðið miklu um það hvort hann hefur bet- ur en Gore í forsetakosningunum, sem fram fara sjöunda nóvember. Samkvæmt skoðanakönnunum hef- ur hann drjúgt forskot, eða ríflega 10%, og ef marka má viðbrögð kjós- enda við ræðunni er ekki ólíklegt að það hafi nú aukist. AP bendir á að á fimmtudags- kvöldið hafi kannanir leitt í Ijós að Bush hafi náð góðu forskoti meðal hópa þar sem frambjóðendurnir hafi lengst af verið jafnir, þá sérstaklega meðal óflokksbundinna kjósenda, þar sem Bush sé nú 18% á undan Gore, og meðal kvenna, en 6% fleiri séu nú fylgjandi Bush en Gore. Komið að Gore En þá ber á hitt að líta, að væntan- legur frambjóðandi demókrata, varaforsetinn A1 Gore, á eftir að fá sitt tækifæri til að kynna sig fyrir bandarískum kjósendum, þegar landsþing Demókrataflokksins hefst í Los Angeles 14. ágúst. Þeir hafa bragðist við fregnum um forskot Bush í skoðanakönnunum með því að segja að það sé enn langt í kosning- arnar og að kjósendur séu varla farnir að veita baráttunni athygli. Gore hefur ekki enn útnefnt vara- forsetaefni sitt, en AP sagði frá því í fyrrakvöld að heimildamenn sem væru „kunnugir þankagangi vara- forsetans" hefðu sagt að fimm kæmu til greina; öldungadeildarþingmenn- irnir Evan Bayh, John Edwards, John Kerry og Joseph Lieberman; Richard Gephardt, þingflokksfor- maður demókrata í fulltrúadeildinni, og Jeanne Shaheen, ríkisstjóri í New Hampshire. Mun Gore tilkynna val sitt á þriðjudaginn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.