Morgunblaðið - 05.08.2000, Page 27

Morgunblaðið - 05.08.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 27 ERLENT Utflutningsiðnaður í Bretlandi í vöru vegna styrkleika pundsins Japönsk fyrirtæki íliuga flutning Irakar tóku sjö njósn- ara af lífí ÍRÖSK stjórnvöld létu taka sjö tölvufræðinga af lífí fyrir stuttu vegna þess að þeir hefðu flutt inn landið tölvukerfi sem átti að nota til að senda upplýsingar til Bandaríkjanna. Kemur þetta fram í yfirlýsingu andstæðinga ríkisstjórnar Saddams Huss- eins, Iraksforseta, sem birt var í gær. „Um miðjan júlí voru mennirnir sjö teknir af lífi eftir sýndarréttarhöld þar sem þeir voru fundnir sekir um landráð,“ sagði í yfirlýsingunni. Stjórn- völd höfðu áður gefið út leyfi fyrir tölvubúnaðinum, en eftir að upplýsingar, um að hann ætti að nota til að stunda njósn- ir fyrir Bandaríkin, bárust frá einhverju Arabaríkjanna, voru mennirnir handteknir. Rússar yfír- gefa Georgíu RÚSSAR hófu brottflutning hersveita og vopna sinna frá Georgíu í gær samkvæmt áætl- un sem kostuð er af Vestur- löndum. í fyrstu lotu áætlunar- innar voru þungavopn og eignir rússneska hersins fjarlægðar frá herstöðinni í Vaziani, um 20 km frá höfuðborginni Tibilisi. Georgíustjórn telur brottflutn- inginn vera einkar mikilvægan og marka upphaf betri sam- skipta við stjórnvöld í Moskvu en þau hafa verið stirð að und- anförnu, ekki síst vegna ásak- ana stjórnvalda í Kreml um að tsjetsjenskir skæruliðar noti Georgíu sem bækistöðvar. Bandaríkjastjórn greiðir að mestu fýrir herflutningana og hefur reitt 10 milljónir banda- ríkjadala af hendi vegna þeirra. Alaska Air- lines kyrrset- ur þotur sínar FLUGFÉLAGIÐ Alaska Air- lines hefur kyrrsett átján af Boeing MD-80 farþegaþotum sínum og munu þær gangast undir gagngera rannsókn hið fyrsta, samkvæmt upplýsing- um fyrirtækisins í gær. Eru vélarnar sömu gerðar og þotan sem fórst undan ströndum Mexíkó í janúar sl. með þeim afleiðingum að 88 manns létust. Talið er að gallaðir tjakkar í þrýstibúnaði vélarinnar hafi valdið slysinu og hafa forráða- menn Alaska Airlines tekið þá ákvörðun að láta rannsaka þann búnað í öllum Boeing MD-80 þotum sínum. Stríðsfangi í yfír hálfa öld UNGVERSK stjórnvöld sögðu í gær að þau væru að vinna að því að tryggja endurkomu ung- versks stríðsfanga sem enn væri haldið í Rússlandi, meira en fimmtíu árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Andras Tamas er nú 75 ára að aldri og segja ungverskir lækn- ar sem náð hafa tali af mannin- um að hann verði að komast til heimalandsins sem fyrst enda þjáist hann af illvígum sjúk- dómi. Tamas var handtekinn af sovéska hernum rétt fyrir stríðslok og sendur til Sovét- ríkjanna og gert að starfa í fangabúðum. Nú dvelst hann á geðsjúkrahúsi í Kotelnich, um 800 km austur af Moskvu. Tdkýd. AFP. JAPANSKI rafmagnstækjafram- leiðandinn Matsushita varaði í gær við því að svo gæti farið að fyrir- tækið flytti þá framleiðslu sem fram fer á vegum þess í Bretlandi til annarra landa ef áframhald verð- ur á háu gengi sterlingspundsins. „Alþjóðleg iðnfyrirtæki kunna að flytja sig frá Bretlandi ef pundið heldur áfram að styrkjast," sagði talsmaður Matsushita í gær. „í bili“ hyggist fyrirtækið þó ekki loka verksmiðjum sínum í Bretlandi. Framleiðsluvörur Matsushita eru þekktar undir vörumerkjunum Panasonic, Technics, National og Quasar. I Bretlandi eru Evrópuhöfuð- stöðvar Matsushita, rannsóknar- miðstöð og sjö verksmiðjur, alls með yfir 5.000 starfsmenn. Um þriðjungur framleiðslu Matsushita fyrir Evrópumarkað fer fram í Bretlandi. Þótt talsmaður Matsushita var- aði við afleiðingum hás gengis pundsins vildi hann ekki veita Bret- um neinar ráðleggingar um hvort þeir ættu að taka upp evruna, sam- eiginlegu Evrópumyntina. „Það er erfitt fyrir fyrirtæki sem fjárfest hafa í Bretlandi að halda áfram framleiðslu þar, hvað sem evrumál- inu h'ður,“ sagði hann. Nissan áhyggjufullt Áður hafa talsmenn annarra stórra japanskra iðnfyrirtækja, sem eiga verksmiðjur í Bretlandi, lýst áhyggjum af neikvæðum áhrif- um hins sterka punds á afkomuna. Síðastliðinn mánudag átti Carlos Ghosn, sem tók við forstjórastöðu Nissan eftir að Renault keypti stór- an hlut í þessum öðrum stærsta bflaframleiðanda Japans, fund með brezka forsætisráðherranum Tony Blair vegna áhyggna af framtíð brezku Nissan-verksmiðjanna. Og talsmaður Toyota-verksmiðj- anna sagði á fimmtudag að verið væri að endurskoða hvort fram- leiðsla yrði aukin í verksmiðjum fyrirtækisins í Bretlandi. Um 80% framleiðslunnar eru flutt út til landa á „evrusvæðinu" á megin- landi Evrópu og styrkleiki pundsins mæli óneitanlega ekki með fram- leiðsluaukningu, þótt verkmiðjurn- ar geti afkastað miklu meiru. ■ 19.950 Innifalið flug til Alicante 2 vikur, Flugvallaskattar 2650 ekki innifaldir. kr. miðað við 2 fullorðnir og 2 böm 2-11 ára ferðist saman. Innifalið erflug gisting á Garden Choro. Ef 2 saman 36.400 á mann. Flugvailaskattar 2990 f fullorðinn og 2240 f börn ekki innifaldir. Mallorca 1 vika í október Innifalið erflug. gisting á Pil Lari Playa í stúdío, miðað við að 2 ferðist saman Flugvallaskattar 2650 ekki innifaldir 1 vika í september Innifalið erflug. gisting 1 vika Ariadni í tveggja manna herb. miðað við að 2 ferðist saman Flugvallaskattar 3995 ekki innifaldir. Umboösmcinn Plúsferón um nllt land Isafjörður • S: 456 5111 Höfn • S: 478 1000 Vestmannaeyjar • S: 481 1450 1040 Sauðárkrókur • S: 453 6262/896 8477 Egilsstaðir • S: 471 2000 Keflavík-S: 421 1353 Akureyri • S: 462 5000 Selfoss »S: 4821666 Grindavík' S: 426 8060 Akranes • S: 431 4884 Borgarnes • S: 437 Blönduós • S: 452 4168 Dalvík • S: 466 1405 Söluskrifstofur Plúsferða: Faxafeni 5 * 108 Reykjavík og Hlíðasmára 15 • 200 Kópavogur Sími 535 2100 • Fax 535 2110 •Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.