Morgunblaðið - 05.08.2000, Side 34

Morgunblaðið - 05.08.2000, Side 34
34 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ í FARARBRODDI í FIMMTÍU ÁR Af þeim 157 einleikurum og einsöngvurum sem komu fram á ný- afstaðinni Bach-hátíð í Leipzig nýtur enginn meiri virðingar í tón- listarheiminum en hollenski sembal- og orgelleikarinn Gustav Leonhardt. Halldór Hauksson tók hann tali. Gustav Leonhardt EGAR einvalalið þátt- takenda í pallborðsum- ræðum um túlkun á tónlist Bach var kynnt á tónlistarhátíðinni í Leipzig varð maður áþreifanlega var við þá virðingu sem hollenski sembal- og orgelleikarinn Gustav Leonhardt nýtur: Leonhardt var sá eini sem viðstaddir heiðruðu með lófataki. Hann hefur líka um ára- tugaskeið verið meðal forvígis- manna þróunar sem hefur ger- breytt því hvemig menn líta á og flytja gamla tónlist. „Uppruna- stefnan" hefur þetta verið kallað á íslensku. Markmiðið var að lyfta oki rómantískrar hefðar af barokk- tónlist. I því augnamiði var leitað í þær heimildir sem til eru um flutn- ingsmáta liðinna alda og síðan reynt að fylla í þekkingareyður með hugmyndaauðgi og innsæi. Ennfremur grófu menn upp þau hljóðfæri barokktímans sem enn voru heilleg og löppuðu upp á þau eða smíðuðu eftirlíkingar af þeim. Þessi viðleitni mætti háðsglósum úr ýmsum áttum í byrjun, en hefur nú rutt sér svo til rúms að fullyrða má að flestir þeir tónlistarmenn á heimsmælikvarða sem einbeita sér að flutningi tónlistar frá miðöldum, endurreisnartímanum og barokkinu aðhyllist hana að meira eða minna leyti. Leonhardt er ekki einungis heimsfrægur hljóðfæraleikari og stjórnandi (hópur hans Leonhardt- Consort var ein af fyrstu uppruna- sveitunum) heldur einnig virtur fræðimaður. Hann er margfaldur heiðursdoktor og hlaut Erasmus- verðlaunin árið 1980. Hann hefur unnið með mörgum af fremstu tón- listarmönnum heims á sviði eldri tónlistar og listinn yfir nemendur hans er tilkomumikill. Það sama má segja um skrá hljóðritana hans. Þar ber hæst eitthvert stærsta út- gáfuverkefni aldarinnar: „Das Kantatenwerk", kirkjukantötur Bachs, sem þeir Nikolaus Harn- oncourt hljóðrituðu á áttunda og níunda áratugnum. Mér fannst liggja beint við að hefja viðtal okk- ar á því að tala um kantötuupptökumar, enda hef ég notað þær mikið í starfi mínu sem útvarpsmaður. Kantötuverkefni ykkar Ham- oncourts hlýtur að teljast meðal mestu þrekvirkja útgáfusögunnar. Hver átti hugmyndina að þessari útgáful „Þetta var hugmynd Wolfs Er- icksonar hjá Telefunken í Ham- borg. Bæði ég og Harnoneourt höfðum gert nokkrar stakar upp- tökur með honum. Á einhvern furðulegan hátt fékk hann stjórn fyrirtækisins með sér og ákveðið var að ráðast í þetta mikla verk- efni. Upphaflega var ætlunin að hljóðrita allar kantöturnar á sex ár- um, en þegar upp var staðið tók það sautján ár. Það var líka eins gott, maður hefði kannski orðið þreyttur á þessu annars. Þótt við tækjum fyrir ný verk í hvert skipti hefði verið erfitt að mæta í upp- tökur í hverjum mánuði. Undir lok- in tókum við bara upp í u.þ.b. viku á ári.“ Þetta upptökuverkefni var sér- stakt að því leyti að tveir stjóm- endur vom að verki. Hver ákvað hvor ykkar stjórnaði hvaða kant- ötum? „Það var nú einfaldlega þannig að við Hamoncourt töluðumst við í síma einu sinni á ári og spurðum hvor annan: „Vilt þú taka þessa kantötu?“ „Mig dauðlangar til að taka þessa kantötu, er það í lagi?“ o.s.frv. Þannig skiptum við þeim á milli okkar. Við tókum þær upp í röð Bachverkaskrárinnar, BWV, þótt sú röðun hafi í raun enga þýð- ingu. Við vissum þó alltaf hvaða verk voru næst á dagskrá. Það var reyndar þannig að Harnoncourt og hans fólk í Vín hafði fyrr aðgang að barokktrompetum en við í Amster- dam. Þess vegna var til að byrja með engin spurning um hvor okkar myndi stjóma kantötum þar sem trompetar komu við sögu.“ Þekktir þú allar þessar tæplega 200 kantötur áður en upptöku- tfmabilið hófst? „Nei, ekki vel, þótt ég hafi reyndar átt nótur að þeim öllum. Sumar þekkti ég náttúrulega og nokkrar hafði ég flutt, þótt ég hafi aldrei varið miklum tíma í að stjórna. Það var einfaldlega um það að ræða að læra og undirbúa hvert stykki gaumgæfilega þegar að því var komið í röðinni." Hverfum aftur til upphafs ferils þfns. Bach hlýtur að hafa verið hluti af tónlistarlífi þínu alveg frá byrjun. „Já, og það get ég þakkað for- eldrum mínum. Þau eru ekki hljóð- færaleikarar en miklir tónlistarvin- ir. Ég fékk að fara með þeim á allskonar tónleika frá því að ég var lítill drengur og svo var leikin kammertónlist heima. En faðir minn var líka varaformaður Bachfélagsins í Hollandi, sem hélt vel þekkta og vinsæla tónleika. Á æskuárum mínum flutti félagið sér í lagi „H-moll-messuna“ og „Matt- eusarpassíuna". Ég sótti þessa tón- leika frá því að ég var 6-7 ára og var meira að segja viðstaddur æf- ingar. Ég var því stöðugt með tón- list Bachs í eyrunum og hún hafði mikil áhrif á mig. Þetta er grunnur- inn að tónlistaráhuga mínum.“ Hvenær fórst þú svo að spila á hljóðfæri? „Ég byrjaði snemma að læra á píanó. En foreldrar mínir voru á þeirri skoðun að þegar barokktón- list væri flutt, það var reyndar að- allega um Bach og Telemann að ræða því það var ekkert annað að fá á þessum tíma, ætti að notast við sembal. Þess vegna keyptu þau sembal. Nú á dögum myndum við ekki nota falleg orð um þann grip, en á þessum tíma, fyrir seinna stríð, tóku menn honum fegins hendi. Sem lítill píanónemandi var ég náttúrulega oft settur við þetta hljóðfæri og nokkrum árum síðar, þegar ég var 15 ára, fangaði það hug minn allan. Það var á síðasta ári stríðsins. Ég varð að fela mig heima því Þjóðveijarnir reyndu að senda alla vinnufæra menn í Hol- landi í nauðungarvinnu. Það var enginn skóli, sem var náttúrulega yndislegt, ekkert rennandi vatn og ekkert rafmagn. Ég var því heima allan liðlangan daginn og þar stóð þessi semball.“ Áttirðu nóg af nótum? „Nei, en ég varð að láta mér nægja það sem ég var með.“ Þú nefndir Bach og Telemann hérna áðan, voru þeir virkilega einu barokktónskáldin sem vom þekkt á þessum tíma? „Nei, ég hefði náttúrulega átt að nefna Hándel líka. En nú er ég að tala um tónskáld sem hægt var að kaupa kammertónlist eftir á nótum í Hollandi fyrir stríð. Þetta voru reyndar bara þrjú verk eftir Tele- mann, nokkur eftir Handel og fleiri eftir Bach.“ Hvað um Telemann, hefurðu leikið eða stjórnað verkum hans að einhverju ráði? Hvað finnst þér um hann? Hann var óneitanlega at- vinnumaður fram í fing- urgóma, en tónlist hans var kannski ekki alltaf mjög innblásin. Það kom þó fyrir, sérstaklega þegar hann skrifaði í franska stílnum, þá gat hann gert stórkostlega hluti. Tónlist hans ein- kennist samt einum of mikið af stöðluðu mynstri. Hann skrifaði lít- ið sem ekkert fyrir sembal sem er þess virði að leika, en af kammer- tónlistinni get ég nefnt „Parísar- kvartettana", það eru stórkostleg stykki, og „Tafelmúsíkin“ er líka virkilega fín. Ég hef nokkrum sinn- um stjórnað hljómsveitarköflum úr Tafelmusik." Þú nefndir áðan að þú stjórnað- ir ekki mikið. Hvenær hófst stjórn- andaferill þinn? Langaði þig frá upphafi til að verða stjórnandi? „Nei, og ég hef enn engan metn- að í þá áttina. Hlutimir höguðu því bara þannig að ég stjórnaði þegar á þurfti að halda. Þegar ég spilaði með kammerhópnum mínum stjórnaði ég ekki, heldur gaf með- leikurum mínum bendingu við upp- haf og lok hvers kafla. Önnur atriði ræddum við á æfingum. Stundum lékum við þó sembalkonserta Bachs og þá stjórnaði ég með vinstri hendinni, þegar þörf var á og mér gafst færi, sitjandi við sembalinn. Þannig hófst þetta. Það var bara þegar ég flutti stærri verk með kór sem ég stjómaði í raun og veru. Bachkantöturnar vom t.d. meðal fyrstu verka sem ég stjómaði." Þegar þú hljóðritaðir kantöturn- ar sast þú sjálfur við orgelið í þeim köflum þar sem ekki var um að ræða stóra hljómsveit eða kór. Þetta gera margir aðrir eins og nemandi þinn Ton Koopman og nemandi hans Masaaki Suzuki. Er eðlilegast að fara þessa leið þegar Bach er fluttur? „Nei, það er smekksatriði. Það er náttúrulega auðvelt að koma þessu í kring í upptökum. Þá era aríur teknar upp einn daginn og kórkafl- ar þann næsta og hægt er að raða saman þeim köflum sem mögulegt er að stjórna frá hljóðfærinu. Þetta er hinsvegar allt heldur snúnara á tónleikum. Ef hópurinn er stór eða ef salurinn er þannig að tónlistar- mennirnir eiga erfitt með að heyra hver í öðram er betra, já í raun nauðsynlegt, að hafa stjórnanda. Ég hef þó engar reglur um þetta.“ Hvað finnst þér um þennan hátt sem hafður er á í upptökum, þar sem verkin em hljóðrituð í bútum, sem er svo raðað í rétta röð eftir á? Það verður að dæma út frá útkomunni. Maður verður bara að sætta sig við að þetta er fjárhagsleg og skipulagsleg nauðsyn. Ef við erum að taka upp þrjár kantötur á einni viku og tenóreinsöngvarinn kemur frá London tökum við auðvitað alla hans kafla upp sama daginn. Það er þá hlutverk stjómandans að vera með samhengið á hreinu, hafa skýra mynd af því sem gerðist á undan hverjum kafla og vita hvert framhaldið er. Það þýðir ekkert að hugsa: „Ég geri ekki svona lagað.“ Þetta er einfaldlega ekki fram- kvæmanlegt á annan máta.“ Var Ijóst frá upphafi í kantötu- verkefninu að þið mynduð notast j§ við drengjakóra og drengjasópr- P ana f upptökunum? „Já, það vildi svo heppilega til að við Harnoneourt og Erickson vor- um allir sammála um það og við vorum mjög ánægðir með að það skyldi ganga upp, jafnvel þótt ein- söngvararnir hafi verið misfærir, eins og heyra má. Þetta er mjög erfitt mál. Strákar fara í mútur mun fyrr nú á dögum en þegar Bach var og hét, það munar jafnvel þremur áram. Þessum litlu strák- f um er kenndur söngur í tvö ár, þeir syngja í eitt ár og svo era þeir komnir í mútur. Þetta er mjög erf- itt.“ Hlustarðu endrum og sinnum á þessar upptökur? „Nei, mjög sjaldan, ég hef engan tíma til þess.“ I hvað verð þú tíma þínum þessa dagana? Eg held tónleika allt árið ^ um kring á sama hátt og ég hef gert nánast alla mína ævi. Eins og ég sagði áðan stjórna ég mjög sjaldan, kannski einu sinni, tvisvar á ári, því ég hef hvorki hljómsveit né kór. Sumar barokksveitir vilja þó nýta krafta mína, eins og t.d. Orchestra of the Age of Enlightenment og Freiburger Barokkensemble. En annars er ég sem sagt upptekinn || við að halda tónleika, u.þ.b.100 á f ári.“ Leikurðu jöfnum höndum á sembal og orgel? „Nei, ég hugsa að sjö af hverjum tíu tónleikum séu sembaltónleikar. Það er ekki ósk mín, þetta fer allt eftir því hvað tónleikahaldarar vilja.“ Og enn á Bach hug þinn allan? „Hann á athygli mína, en þó ekki | óskipta. Ég held marga tónleika án j þess að spila verk eftir hann. p Reyndar snýst allt um Bach í ár. Allir sem hafa beðið mig um að spila hafa pantað Bach og bara Bach. Það er dálítið þreytandi og þess vegna ákvað ég frá byrjun að leika ekki einvörðungu Bach, það er of fjötrandi. Hann er að sjálf- sögðu sá stærsti, en það er bara ekki hægt að einskorða sig við eitt tónskáld í heilt ár.“ Finnst þér þá áhuginn á Bach og umstangið í kringum hann í ár \ kcyra um þverbak? „Það er hægt að líta á þetta frá ýmsum hliðum. Að mínu mati er þetta of mikið, jafnvel fáránlegt. En hugsum okkur borg þar sem tónlist Bachs hljómar sjaldan á venjulegu ári, Bachaðdáendur þar eru að sjálfsögðu himinlifandi. Sölumennskan sem tengist þessu, sem er mjög áberandi t.d. hér í | Leipzig, er hinsvegar ógeðfelld. | Nafn Bachs er notað í gróðaskyni á j viðbjóðslegan hátt, gert er grín að " honum og poppgrúppur misnota jafnvel stefin hans. Þetta er ekki hægt að gera manni sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér.“ Hvert er samband þitt við Leipzig? „Ég hef engar sérstakar taugar til þessarar borgar. Þeir báðu mig að koma að spila og ég er alltaf | ánægður þegar ég er beðinn um | það. Þegar ég spila tónlist Bachs jj reyni ég ávallt að gera það þannig f að ég sýni minningu þessa mikla manns virðingu. Mér er sama um umgjörðina, ef hljómburðurinn og hljóðfærið er frá talið. Það skiptir mig ekki máli hverskonar hátíð um er að ræða, ef ég get haldið tónleik- ana eins og ég vil spila ég hvar sem er. Bach bjó náttúralega í Leipzig stóran hluta ævi sinnar og mér finnst eðlilegt að minnast þess. En I eins og þú veist hefur Leipzig | breyst mikið í aldanna rás og það ® er lítið eftir af Bach hér þótt menn hafi gert sitt besta til að varðveita minjar um hann. Báðar kirkjurnar sem hann starfaði mest við og flutti verk sín í era enn til staðar, en þær hafa tekið miklum breytingum. Fyrst var borgin eyðilögð af þróun 19. aldar og síðan af hörmungum seinni heimsstyrjaldarinnar, þá komu kommúnistarnir sem endur- byggðu varla neitt, nema þá á öm- | urlegan hátt, og á síðustu tíu áram I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.