Morgunblaðið - 05.08.2000, Síða 35

Morgunblaðið - 05.08.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 35 hefur borgin þurft að þola hryllileg- ar afleiðingar of mikils peninga- flæðis. Hún er full af smekklausum prjálbyggingum. Þó verð ég að segja að mikil breyting hefur orðið á viðmóti fólks hér. Eg átti nokkr- um sinnum leið um Austur-Þýska- land á dögum kommúnistastjórnar- innar og þá tók maður sérstaklega eftir því hvað allt var grámyglulegt og hvað fólkið var óvingjarnlegt. Maður var einskis virði, enginn virtist hafa áhuga á neinu. Það hef- ur breyst á frábæran hátt á síðustu 10 árum. Mér finnst fólk vera virki- lega alúðlegt, ekki vegna þess að því sé innprentað að það verði að vera vinsamlegt til að viðskiptin aukist, heldur verð ég var við ósvikna hugulsemi í verslunum og annarsstaðar. Það finnst mér ákaf- lega gott.“ Því er stundum haldið fram að Bach hafí samið kirkjutónlist af skyldurækni, en ekki af innri þörf. Hvernig sem það nú var er Ijóst að Guðstrú hans var mjög djúp. Er hægt að flytja eða liiusta á tónlist hans blygðunarlaust án þess að heiðra þennan Guð? „Eg get ekki svarað fyrir aðra, en það virðist sem fólk geti notið tónlistar hans og orðið inniiega snortið af henni án þess að trúa á Guð. Það er greinilega hægt, það er eitthvað í tónlistinni sem kemst alla leið, ég veit ekki hvað það er. Jafn- vel tónlistarmenn sem ekki játa krisrim trú virðast geta flutt verk hans. Ég veit ekki hvernig, en ég ætti heldur ekki að dæma. Þó verð ég að segja að ég hef nokkrum sinnum verið viðstaddur flutning á tónlist Baehs og hugsað með mér: „Hér vantar eitthvað." En það er svo sem ekki víst að það hafi verið vegna þess að stjórnandi eða ein- söngvarar voru ekki kristnir. Kannski voru þeir einfaldlega léleg- ir tónlistarmenn." Er það eina rétta leiðin til að nálgast tónlist barokksins að þfnu viti að nota hljóðfæri frá þeim tíma, eða eftirlíkingar af þeim, og að sökkva sér ofati í þær heimildir sem til eru um flutningsmáta þessa tfma? Já, alveg tvímælalaust. Það tók okkur langan tíma að viða að okkur vitneskju um Bach, en við dáðum tónlist hans og vildum þess vegna vita sem mest um hana og höfundinn. Við reyndum að setja okkur inn í hug- arástand hans og samtíma. Það er alveg nauðsynlegt. I gegnum árin hefur því safnast saman mikill fróð- leikur um Bach og mér finnst mikil synd að sumir hljóðfæraleikarar skuli enn láta eins og þessi vitn- eskja sé ekki til. Það er mjög frum- stæð afneitun. Það er eins og páf- inn á 17. öld sem fordæmdi Galilei og sagði: „Nei, það sem þú segir er rangt, ég ætla að halda áfram að hugsa eins og við höfum alltaf hugsað.“ Það er ömurleg afstaða. Það er hreinlega ekki heiðarlegt að halda áfram að leika á nútímalegan hátt á nútímahljóðfæri eins og ekk- ert hafi í skorist. Það er bara auð- velda leiðin: „Ég er vanur fiðlunni minni, af hverju ætti ég að skipta um?““ Eru ennþá einhver verk eftir Bach sem þú hefur ekki flutt? „Nei, í raun ekki. Það eru reynd- ar mörg verk eftir Bach sem ég hef ekki stjórnað, enda lít ég ekki á mig sem stjórnanda, eins og ég sagði áðan. Ég hefði ekkert á móti því að flytja einhver þeirra ef tæki- færi gæfist. En orgel- og sembal- verkin hef ég spilað öll, held ég.“ Hvernig er sú tilfínning? „Hún er góð.“ Þannig lauk viðtalinu og Leon- hardt hélt á braut til að undirbúa tónleikana sem hann hélt síðar fyr- ir fullu húsi i gömlu kauphöllinni í Leipzig. Ég hafði enga ástæðu til að efast um þessi síðustu orð hans, en þó fannst mér ég geta lesið úr svip hans eilítinn söknuð eftir þeim dögum þegar hann sat við sembal- inn heima í foreldrahúsum í Amsterdam allan liðlangan daginn og kynntist tónlist Bachs og annarra hljómborðsmeistara í fyrsta sinn á meðan stríðið geisaði úti fyrir. .. mjm Wmim * LÍ- ’Ur..i líjSr Æ í. ÉÉmm . i mm Listamennirnir sem koma að sýningu EGG-leikhússins í Nýlistasafninu. Morgunblaðið/Jim Smart Æfingar hafnar hj á E GG-leikhúsinu EGG-Ieikhúsið vinnur að sýningu f húsakynnum Nýlistasafnsins sem opnuð verður um miðjan september 2000. Þar verður leiksýning EGG-leikhússins, „Shopping & Fucking", auk sýningar sex ungra myndlistarmanna á verkum sem þeir vinna und- ir áhrifum af leikverkinu. Myndlistarsýningin samanstendur af ýmiskonar verkum; innsetn- ingum, gjörningum o.fl.. Allir salir Ný- listasafnsins verða lagðir undir þetta verkefni sem mun standa frá 15. september til 7. október 2000. „Shopping & Fucking" er eftir Bretann Mark Ravenhill. Hann tilheyrir hópi ungra breskra leikskálda sem á siðustu árum hafa vak- ið mikla athygli í leikhúsheiminum. Verkið fjall- ar á opinskáan hátt um fólk sem lætur hvers- kyns neyslu stjórna lífi sínu. Allt í umhverfi þeirra er falt, einnig innilegustu tilfinningar. Leikstjóri sýningarinnar er Viðar Egg- ertsson. Þýðandi er Bjarni Jónsson og er hann einnig dramatúrg ásamt Hrafnhildi Hagalin Guðmundsdóttur. Leikmynd og búninga gerir Sonný Friðbjörnsdóttir og Darri Lorenzen tón- list. Með hlutverkin fara leikararnir: Agnar Jón Egilsson, Atli Rafn Sigurðarson, Hjalti Rögn- valdsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Olafur Darri Ólafsson. Eftirtaldir inyndlistarmenn munu vinna verk fyrir sýninguna: Ása Rúnarsdóttir, Egill Sæbjörnsson, Ingibjörg Magnadóttir, Jóhannes Hinriksson, Magnús Sigurðsson og Sara Björns- dóttir. Baldr var framlag til Olympíuleika Islendingar lögðu í fyrsta sinn fram verk í listakeppni Olympíuleikanna árið 1948. Fyrir valinu varð Baldr eftir Jón Leifs og segir Einar B. Pálsson prófessor Súsönnu Svavarsdóttur frá því hvernig verkið var valið og útskýrir lítillega þann farveg sem það sprettur úr. FYRSTU Ólympíuleik- arnir eftir heimsstyrj- öldina síðari voru haldnir árið 1948, fyrst vetrarólympíuleikarnir í Sviss og síðan sumar- leikarnir í London. Listakeppni Ólympíu- leikanna var í London það árið, á sviði tónlist- ar og myndlistar, og var Islendingum boðjð að taka þátt í henni. Úr varð að hin mikla hljómkviða Jóns Leifs, „Baldr“, var send í keppnina. Einar B. Pálsson, prófessor í verkfræði, átti sæti í Ól- ympíunefndinni það ár en hann hafði verið í námi í Þýskalandi á 4. ára- tugnum, þar sem hann meðal annars hitti Jón Leifs. Þegar hann er spurð- ur hvers vegna Baldr hafi verið valið til keppninnar segir hann ýmsar ástæður liggja þar að baki. Meðal annars þær að íslendingar hafi á þeim árum ekki átt mörg tónskáld sem voru að semja stórvirki. „Hér var ekki einu sinni sinfóníuhljóm- sveit svo almenningur þekkti ekki klassísku tónskáldin, hvað þá tón- skáld síns samtíma - og skildi þau þar af leiðandi ekki.“ Wagner var fyrirmynd ungra tónskálda Einar segir þann heim sem tók við Jóni Leifs þegar hann kom til Þýska- lands, sextán ára gamall, hafa verið gerólíkan þeim sem hann hafði alist Einar Pálsson upp við á íslandi. „Þeg- ar Jón kemur til Þýska- lands er þar ekki bara rótgróin margra alda tónlistarhefð, heldur snerist allt um Wagner. Þýska þjóðin skiptist ekki í pólitískar fylk- ingar, heldur í tvo allt aðra flokka: Þá sem voru á móti Wagner og þá sem voru hlynntir honum. Wagner hafði átt ákaflega erfitt upp- dráttar með tónlist sína á meðan hann lifði. þessi félög voru mjög ný og menn höfðu ekki áttað sig á mikilvægi þess að taka þátt í slíkri keppni. Við leit- uðum að lokum til Páls Isólfssonar sem var formaður Tónskáldafélags- ins og hann gekk strax í málið. Stuttu seinna afhenti hann okkur stóra og mikla bók sem hafði að geyma tónverkið Baldr eftir Jón Leifs og það varð framlag íslendinga í listakeppnina." Tónlist var framandi heimur á Islandi „Sem dæmi um það hvað tónlist var okkur framandi heimur hér á landi á þessum tíma töldu félagar mínir í Ólympíunefndinni sig ekki geta metið hvers virði þetta tónverk væri. Ég hafði hins vegar verið í námi í Þýskalandi þar sem ég sótti mikið tónleika og óperuhús vegna þess að tónlist var mitt aðaláhuga- mál. Ég var því sendur heim með þessa miklu bók til að skoða partitúr- ana. Ég hafði að vísu aldrei séð svona partitúra en ég man að þegar ég gekk heim með bókina hugsaði ég: Hver skyldi verða framtíð þessa verks? Mig grunaði að það ætti eftir að fá að bíða flutnings um allmörg ár, rétt eins og verk Wagners. Sjálfur kallaði Jón verkið tóndrama og þeg- ar því er flett upp í orðabók kemur í ljós að það þýðir ópera. Það er líklega ástæðan fyrir þeim misskilningi að Baldr sé ópera.“ Ólympíunefndinni barst aðeins eitt myndverk til að senda til London og var það eftir Ásgeir Bjarnþórsson listmálara. Framkvæmdanefndin í London lýsti yfir ánægju sinni með framlag Islendinga í listakeppnina og hlutu báðir höfundarnir viður- kenningu en voru ekki meðal þeirra sem hlutu verðlaun. Hann var erfiður og þrjóskur maður sem fór sínar eigin leiðir og varð eins konar fyrirmynd þeirra tónskálda sem voru í námi í Þýskalandi á þessum tíma en fengu ekki hljómgrunn og ýtti einnig undir menn að vera mjög frjálslyndir í öllu sem viðkom tónlist." Jón Leifs hafði lokið við Baldr árið áður en þar sem engin var hljóm- sveitin hér til að flytja verkið var það aðeins til í handriti. Þegar hins vegar kom að því að finna verk til að senda í listakeppni Ólympíuleikanna í Lond- on sneri nefndin sér til fagfélaga listamanna sem voru nýstofnuð, Tón- skáldafélagsins og Félags íslenskra myndlistai-manna og óskuðu eftir því að þeir tilnefndu verk í keppnina. Ól- ympíunefndin gat ekki sent verkin upp á sitt eindæmi, heldur þurfti hún að fá leyfi rétthafa og fagfélaganna. „Það varð þó einhver dráttur á því,“ segir Einar, „aðallega vegna þess að Við styrkjum spennandi menningarviðburði á Norðurlöndum Nú eru síðustu forvöð að sækja um styrki til norrænna menn- ingarverkefna sem ná til minnst 3 Norðurlanda/ sjálfstjómarsvæða. Hafið samband við skrifstofu Norræna menningarsjóðsins í Kaupmannahöfn til að fá upplýsingar, umsóknareyðublöð eða leiðbeiningar. Á vefsíðu sjóðsins má lesa um starf hans og eins hvaða verkefni hafa hlotið styrk. Pantið umsóknareyðublöð skritlega eða símleiðis, einnig er hægt að sækja þau á vefsíðu sjóðsins. Umsóknir þurfa að vera póststimplaðar í síðasta lagi 15. september 2000 til að koma til greina við endanlega afgreiðslu þeirra í desember. NORRÆNI MENNINGARSJÓÐURINN Store Strandstræde 18, DK-1255 Kpbenhavn K, Danmark. Sími: +45 33 96 02 00. Netfang: kulturfonden@nmr.dk Veffang: www.nordiskkulturfond.dk 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.