Morgunblaðið - 05.08.2000, Síða 38

Morgunblaðið - 05.08.2000, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Rabarbarinn til margra hluta nytsamlegur Rabarbarasultan vinsælust Rabarbari hefur öldum saman verið rækt- aður og var áður fyrr meðal annars notað- ✓ ur í lækningaskyni. I dag er hann fyrst og fremst notaður í matargerð en einnig eru blöð hans oft nýtt til úðunar á garða. RABARBARI er yfírleitt ekki borðaður hrár nema einna helst af bömum sem finnst spennandi að slíta hann upp úr görðum og bragða á súrum keim hans. Hann er yfirleitt ýmist bakaður eða soðinn með sykri til þess að gera hann bragðgóðan enda er hann súr. „Til eru tvær aðaltegundir af rab- arbara hér á landi, rauður vínrabar- bari og síðan grænn rabarbari,“ segir Dómhildur Amdís Sigfúsdótt- ir, forstöðumaður Tilrauna- og veislueldhúss Osta- og smjörsölunn- ar sf. „Rauði vínrabarbarinn er fín- legri, rauður eins og nafnið gefur til kynna og ekki eins súr. Pað þarf því minni sykur þegar hann er notaður. Nánast einungis stilkurinn er notaður til matargerðar í dag, í gamla daga tíðkaðist að nota rótina til matargerðar en því er mikið til hætt. Rabarbarinn er vinsæll og rækt- aður víða í görðum hér á landi. Far- ið er að selja hann í verslunum en flestir reyna þó að nálgast hann ókeypis annaðhvort hjá fjölskyldu eðavinum." Að sögn Dómhildar er aðalupp- skerutíminn snemma sumars og síðan aftur í ágústmánuði. „Þetta fer allt eftir veður- __________ fari. Rabarbari þrífst vel hér á landi og lítið þarf að hafa fyrir honum nema þá helst að muna að grisja hann vel öðra hvora. Rabarbarasultan er alltaf vinsælust og þá helst með lamba- kjöti og kjötbollum. Við hjá Osta- og smjörsölunni eram alltaf að þróa nýjar uppskriftir þar sem rabarbari á í hlut svo sem rabarbarabrauð með marengs og ostaköku með rab- arbarafyllingu." Pess má geta að bækling Osta- og smjörsölunnar, Rabarbari, réttir með osti og smjöri, er hægt að nálg- ast ókeypis og hefur hann að geyma fjölmargar öðravísi rabarbaraupp- skriftir. Dómhildur segir fæsta nýta báð- ar uppskerar sumarins en vill þó koma því á framfæri að auðvelt er að frysta hann. Einungis þurfi að hreinsa hann áður og skera hann í jafna bita. „Gott er að láta rabarbarann þiðna áður en hann er notaður í matargerð. Sykurmagn fer síðan eftir smekk hvers og eins og fallegt Rabarbarinn er aðal- lega vatn eða um 94% af þyngdinni. Það eru þvl mjög fá- ar hitaeiningar í honum. getur verið að setja rauðan matarlit í rabarbaraíyllingar þegar notaður hefur verið grænn rabarbari. Hægt er að sjóða sultur, „chutney", súpur og grauta úr frosnum rabarbara án þess að láta hann þiðna.“ Hitaeiningasnauður „Mjög fáar hitaeiningar era í rab- arbara, í hveijum 100 grömmum era einungis 10 hitaeiningar en það er álíka og í blaðsalati," segir Bryn- hildur Briem, lektor við Kennara- háskóla Islands. „Rabarbarinn er aðallega vatn, eða um 94% af þyngdinni. Hann inniheldur svolítið af trefjum og ör- lítið af vítamínum, helst C-vítamíni. Það er nokkuð af steinefnum í hon- um, sérstaklega kalíum.“ Galli og jafnframt helsti veikleiki rabai-bai-ans er að hann inniheldur oxalsýra, að sögn Brynhildar, en hún flokkast ekki undir æskileg næringarefni. „Oxalsýran er þó nokkur, en þess má geta að hana er einnig að finna í spínati. Sýraáhrifin era slæm fyrir gler- ung tannanna og einnig dregur oxalsýran úr nýtingu á kalki í líkam- anum og getur stuðlað að myndun nýmasteina.“ ___________ Ætli fólk að borða mikið af rabarbara mælir Brynhildur með því að setja út í hann rabarbarakalk (kalsíum-klóríð) en það gerir sýruna skaðlausa. Þetta kalk ——— fæst í sumum apó- tekum. „Rabarbarakalkið er sett út í rab- arbarann en þetta er eingöngu fyrir þá sem ætla að borða mikinn rabar- bara eins og í hverri viku. Eg myndi ekki mæla með því að borða rabar- bara í miklu magni á hverjum degi en það er allt í lagi að nota hann í litlum og stærri skömmtum af og til.“ Rabarbarablöðin má nýta til að úða á garðinn Rabarbari er fjölær harðgerð planta. I bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur segir að hann sé ræktaður víða um Norður- Evrópu en uppranalega er hann lík- lega frá Norðvestur-Kína. Öldum saman var hann ræktaður vegna rótarinnar sem notuð var í lækn- ingaskyni og m.a. um tíma álitin koma að gagni gegn kynsjúkdóm- Newman’s Own og Fjarðarkaup 50 krónur af hverri einingu renna til góðgerðaraála AF öllum Newman’s Own vöram sem seljast í Fjarðarkaupum í sum- ar renna fimmtíu krónur til góð- gerðarmála. Átakið kallast Fjör í Fjarðarkaupum og hefur staðið yfir í allt sumar. Það er fyrirtækið Karl K. Karlsson umboðsaðili Newman’s Own varanna á Islandi sem stendur að átakinu ásamt Fjarðarkaupum. í lok ágúst verður tekið saman hve mikið hefur safnast og sjóðurinn af- hentur til góðgerðarstarfsemi í Hafnarfirði að sögn Eyglóar Ólafs- dóttur markaðsstjóra hjá Karli K. Karlssyni. Newman’s Own hefur á síðastliðnum tíu árum safnað 31 milljón króna til góðgerðamála hér á landi en þetta er í fyrsta sinn sem góðgerðarframlag Newman’s Own er beintengt söluárangri í verslun á Islandi. „Við höfum nú tekið hönd- um saman með Fjarðarkaupum til söfnunar með þessum hætti og bíð- um þess spennt að sjá árangurinn." um. I bókinni segir enn- fremur að hann sé nánast eingöngu notaður eins og ávöxtur þótt hann sé grænmeti. Blöðin innihalda eiturefni og þau eru aldrei borðuð. „Rabarbarablöð- in má nýta til að úða á garðinn,“ seg- ir Lára Jónsdóttir, garðyrkjufræð- ingur hjá Blómavali. „Blöðin era brytjuð niður og lögð í bleyti, helst í stálpott, og suðan látin koma upp. Hlutfallið er um það bil tvö til þrjú kíló af rababarbarablöðum í fimm lítra af vatni. Þegar suðan er komin upp er potturinn látinn standa og seiðið látið kólna. Vökvinn er síðan sýjaður frá.“ Að sögn Lára er gott að leysa upp eina matskeið af grænsápu í hvern lítra af vökvanum. „Hægt er að geyma þetta í glerflöskum og þegar úðað er á plöntumar er einn desilítri af vökvanum settur í einn til tvo lítra af vatni. Þannig er svo úðað á plöntumar en þetta er aðallega hugsað á blaðlús. Þetta drepur pöddumar en nær sennilega ekki til eggjanna þannig að það borgar sig að úða aftur.“ Rabarbarabrauð með marengs Fyrir2 2 franskbrauðssneiðar Hitið ofninn í 200°C. Þvoið og hreinsið rab- arbarann og skerið hann í bita. Látið hann sjóða í vatni í 1 til 2 mínút- ur. Kælið. Látið allan vökva leka vel af. Skerið skorpuna af brauðsneið- unum og smyrjið þær með smjöri, stráið kanelsykrinum yfir. Leggið rabarbarabitana yfir. Þeytið hvít- una, bætið ediki út í ásamt hluta af sykrinum, þeytið áfram og bætið því sem eftir er af sykri úti í. Stífþeytið. Jafnið stífþeyttum hvítunum yfir brauðsneiðamar. Stráið möndlum og/eða rásínum yfir. Bakið í u.þ.b. 15 mínútur. Berið fram heitt, volgt eða kalt, allt eftir smekk. Úr bæklingi Osta- og smjörsöl- unnarsf. Klassísk rabar- barasulta froðan veidd ofan af með gataspaða. Suðutíminn fer eftir því sem hver og einn vill. Eftir því sem hún sýður meira dökkar hún og sykurinn kara- mellast. Nauðsynlegt er að sjóða ekki við of mikinn hita. Sultan er sett í hreinar krakkur, þær era fylltar alveg upp og lokið skráfað á. Þegar hún kólnar minnk- ar umfang hennar og lofttóm mynd- ast. Gott að hita krukkumar inni í ofni ásamt lokum, setja þær svo upp á borð á þurran klút áður en sultan er sett í. Uppskrift frá Dómhiidi A. Sigfús- dóttur. Súrsset rabar- barasulta 1 kg rabarbari í bitum 600 g Ijós púðursykur 2 saxaðir laukar 200 g lj. iosar rusinur '/2 lítri edik 1 tsk. allrahanda cayenne pipar á hnífsoddi 2 tsk. engifer 1 kg rabarbari 2 tsk. sinnepsduft saltog pipareftirsmekk 1 kgsyku Sykurinn má minnka en þá þarf að setja rotvarnarefni. smjor kanill og sykur, blandað saman 1 -2 rabarbarastilkar Rabarbarinn og sykurinn sett saman í pott og látið standa þannig yfir nótt. Látið sjóða upp. Passa að hafa ekki of mikinn hita svo ekki brenni við. Sultan látin malla og Allt sett í pott og soðið í 60 mínút- ur við vægan hita. Sett í hreinar krakkur. I rabarbarasultu er gott að hafa hluta sykursins púðursykur og setja kanel og negul út í. Uppskrift frá Dómhildi A. Sigfús- dóttur. Hlaupahjól Krakkar ættu að nota hjálm og úlnliðshlífar HLAUPAHJÓL era vinsæl um þessar mundir og börn og ungling- ar þjóta um á þessum fararskjót- um. Það heyrir á hinn bóginn til undantekninga ef þau nota hjálm. „Börn ættu endilega að vera með hjálm á hlaupahjólunum og eins úlnliðshlífar, en þetta era álags- staðir ef börn eða unglingar detta á þessum hjólum,“ segir Herdís Storgaard framkvæmdastjóri Ár- vekni. Hún segir að margir krakkar séu á fleygiferð á gangstéttum á hlaupahjólum, línuskautum og brettum og það kunni í sumum til- fellum að vera varasamt. „I fyi-ra dó hjólreiðamaður í Danmörku vegna slyss þar sem línuskautar komu við sögu. Hjól- reiðamaður stoppaði við götuljós og þá branaði framhjá manneskja á línuskautum, fór með fæturna í teina hjólsins og hjálmlaus hjól- reiðamaðurinn datt í götuna og lét lífið af höfuðhöggi. Heitar umræð- ur hafa sprottið upp í Danmörku í kjölfarið um rétt hjólreiðamanna og hinsvegar þeirra sem eru á hlaupahjólum, línuskautum og hjólabrettum. Réttur hjólreiðamanna er sterk- ur þar í landi og hjólreiðamenn eiga hjólabrautirnar þar.“ Ekki á hlaupahjóli niður Laugaveg Herdís segir að hér á landi hafi hjólreiðamenn leyfi til að hjóla á gangstéttum samkvæmt íslenskum lögum en gangandi vegfarendur eiga þó réttinn. „Á Laugavegi og í Bankastræti mega engir hjólreiða- menn vera og það er merkt mjög vel. Bannið er hins vegar hundsað og ekki sist af þeim sem þjóta um götur á hjólabrettum, hlaupahjól- um og línuskautum. Það getur farið Morgunblaðið/Ásdís illa ef þessir vegfarendur rekast á gangandi fólk og það eru dæmi um slys af þessum orsökum.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.