Morgunblaðið - 05.08.2000, Síða 41

Morgunblaðið - 05.08.2000, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 41 Ferðadraumar Draumstaflr Kristjáns Frímanns NÚ skal brennt úr bænum og skemmt sér í guðs grænni náttúr- unni. Ferðadraumar eru oft skýr- ari og táknrænni en venjulegu heimilisdraumarnir, líkt og skynj- unin sé næmari og tengslin milli draumvitunar ogvökuvitundar betri þegar maður er á flakki um heiminn. Að gista í tjaldi hefur líka sérlega góð áhrif á heilastarfsem- ina og flæðið sem myndast í heil- næmu sveitaloftinu ýtir á minnið að geyma draumana vökunni til góða. Þetta er náttúrlega háð því að hugurinn sé skýr og laus við óæskileg eiturefni. Ferðin í ár get- ur orðið þér happasæl hvað varðar draumfarir, haflr þú með þér skrifblokk og skriffæri að skrá í drauma tveggja næstu nátta og jafnvel draumanna sem þú upplifir í vöku meðal vina. Draumar „Aldísar" 1. Mér fannst ég vera að af- greiða í búðinni minni, það var mikið að gera og það fór allt í óreiðu, fötunum fleygt hingað og þangað og ég fann ekki það sem ég vildi finna. Mitt í óreiðunni kemur til mín lítið barn sem mér finnst ég eiga og þykja óskaplega vænt um. Dökkhært og fallegt. Eg þurfti að sinna þessu barni, gefa því að borða og sinna því af alúð, en ég gat ekki gert það eins og þurfti og barnið varð smám saman eins og máttvana í höndunum á mér og eins og það væri að líða út af. Ég varð ringluð og óttaslegin, alveg örvingluð í rauninni. Jafnframt komu til sögunnar önnur börn sem ég átti ekki sjálf en átti að gæta. Þau voru þrjú, öll rauðhærð, fölleit og slyttisleg. Ég þurfti líka að sinna þessum börnum, einkum því minnsta, ég þurfti að koma því í svefn. Ég varð umfram allt að fá það til að sofna. Ég reri með það í fanginu, þungt og máttleysislegt og ég lagði það út af, en alltaf þeg- ar ég hélt að það væri sofnað, opn- aði það augun og gerði kröfur til mín. Ég veit ekki af hverju ég mátti til að fá það til að sofna. Svo komu hin tvö, þessi rauðhærðu, vafrandi og héldust í hendur. Ég þurfti líka eitthvað að sinna þeim en varð gjörsamlega utan við mig af ráðleysi. Inn í þennan draum blandast líka stórt hús eða bygging sem ég var ýmist inn í eða utan við. Ef ég fór út rataði ég ekki inn aftur. Mér fannst í draumnum að ég hefði áð- ur verið í þessu húsi. Það var verið að vinna í hluta þess og var búðin mín í hluta þess, en það voru eins og skáhallandi rampar sem gengu út frá veggjunum úti og ég villtist þegar ég fór út á þessa rampa. Að lokum fannst mér eitthvað fólk koma sem átti rauðhærðu börnin og með þeim maður sem ég fleygði mér í fangið á og grét mik- ið, af feginleik, af spennu sem losn- aði og af einhverri hryggð. Maður- inn hélt utan um mig en ég fann samt að mér varð ekki fullkominn léttir. 2. Gerist í kauphöll. 3. Aldís hittir Gróu, látna vin- konu. Ráðning Draumarnir þrír snúast um sama efni en tvo þá síðari er ekki unnt að birta að sinni sökum pláss- ins sem er takmarkað. Og efni draumanna er ringul- reið, áhyggjur og vanmáttar- kennd. Ringulreiðin birtist sterk- ast í draumi eitt og tvöen er mildari í draumi þrjú. Ahyggj- urnar ganga í gegnum alla draum- ana sem og vanmáttarkenndin. í fyrsta drauminum kemur fram hvað er á seyði. Þú virðist hafa reist þér hurðarás um öxl og veld- ur ekki þeim verkefnum sem þú hefur tekið að þér og tengjast búð- inni þinni og rekstri þar að lútandi. Börnin eru þarna tákn fyrir búðina og aðrar rekstrareiningar (börnin þín) og minnsta barnið mun standa fyrir búðina sem þér er kærust. Hin bömin lýsa með hárlitnum að nokkur orka muni vera til staðar í rekstrinum en hann vanti aðhald og umhyggju. Byggingin sem blandast þarna inn í er mynd af þér og lýsir ráðvillunni sem virðist til staðar. Maðurinn sem þú fleygðir þér í fangið á til að gráta er þinn Animus (innri maður) sem, gegnum drauminn, léttir á sála- rangistinni. í draumi tvö er ýjað að því að þú getir gripið til örþrifa- ráða og gert eitthvað óyfirvegað í tengslum við fjármáVverðbréf, enda er draumurinn fullur af við- vörunum sem birtist í mönnunum, samt er þar ljós punktur því þú passar þig að snerta ekki lófann, en máltæki segir eitthvað á þá leið að klæi mann í lófa, viti það á fé en klóri maður sér, hverfi það með það sama. Þriðji draumurinn lýsir að nokkru vanmáttarkenndinni sem virðist hafa gripið þig en hann er annars að gefa í skyn að Gróa sé þér góð fyrirmynd. I samantekt lítur út fyrir að búðin (minnsta barnið sem þú vilt koma í ró/koma skikki á hlutina) sé dauðadæmd nema þú breytir um stíl og einbeitir þér að þvi sem þér er kærast. Það muni heillavænleg- ast og best fyrir alla (rauðhærðu börnin héldust í hendur og virðast því tilbúin að bíða). Draumur tvö vísar á hættur sem fylgja glæfra- legum ákvörðunum en samt ertu nokkuð örugg í þínu (fingurinn snerti ekki lófann). Og þriðji draumurinn gefur í skyn að Gróa sé sú ímynd sem gefi þér góðan byr og traust hald við stýrið þegar sigla þarf kólguna svarta að sneiða skerin hvöss. • Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir, Morg- unblaðið, Kringlunni 1,103 Keykjavik, eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.