Morgunblaðið - 05.08.2000, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Igrædslur
Breskir vísindamenn
ræða um þáttaskil
Offita
Er veiru um að kenna í
sumum tilfellum?
Sálfræði
Hvernig á að bregðast
við þunglyndi?
Associated Press
Ræktaðar tennur
„Þáttaskil“ í ígræðslu
dýralíffæra í menn
Reuters
Eru byltingarkenndar framfarir á sviði líffæraígræðslna á næsta leiti?
B ANDARÍSKIR vísindamenn hafa
hafið rannsóknir á því hvemig
hægt sé að rækta tennur í menn
með því að beita erfðatækni. Þeir
spá því að þegar fram líða stundir
komi slíkai’ ræktaðar tennur í stað
gervitanna og þær verði þá grædd-
ar í menn eða jafnvel látnar vaxa í
munni þeirra.
Mary MacDougall, aðstoðar-
deildarforseti tannlækningadeild-
ar Texas-háskóla í San Antonio,
segir að hún og starfsfélagar henn-
ar séu að rannsaka hvernig tennur
myndast og leiðir til að rækta tenn-
ur á rannsóknastofum. „Við erum
einkum að rannsaka hinar ýmsu
sérhæfðu frumutegundir tanna,
sem framleiða harða og steingerða
tannvefi, svo sem tannbein, gler-
ung og steinung." MacDougall seg-
ir að til að rannsaka hvemig þessir
tannvefir myndast hafi vísinda-
mennimir notað erfðavísa úr mús-
um og mönnum til að mynda tann-
bein, glerung og steinung á
rannsóknastofunum. Erfðavísarair
séu einnig notaðir til að rannsaka
erfðafræðilega þætti tannmyndun-
arinnar og tannvefir í músartönn
hafi verið ræktaðir með það að
markmiði að rækta „tennur í skál.
“ „Við væntum þess að geta að lok-
um ræktað tennur, sem verði
græddar í fólk og komi í stað
gervitanna, eða jafnvel látið auka-
tennur vaxa í tannstæðinu."
Vísindamennimir notfæra sér
einnig niðurstöður annarra erfða-
fræðilegra rannsókna á sjúkdóm-
um, sem hafa áhrif á fjölda tanna,
lögun eða uppbyggingu þeirra.
Fundist hafa tveir genahópar
sem valda hinum ýmsu tannsjúk-
dómum, til að mynda ófullkominni
glemngs- og tannbeinsmyndun og
óeðlilegum vexti glerungsvefja.
Rannsóknir hafa verið hafnar á
því hvaða gen það era nákvæmlega
sem valda hveijum sjúkdómi og
hvers konar stökkbreytingar hafi
átt sér stað. Markmiðið er að þróa
aðferðir til að ráða bót á þessum
sjúkdómum, að sögn MacDougall.
Tenglar
Upplýsingasíöa um tennur og
tannheilsu: www.toothinfo.com
UPPGÖTVUN sem vísindamenn í
London hafa gert kann að gera það
mögulegt að græða líffæri úr dýrum í
menn með árangursríkum hætti, að
því er breska ríkisútvarpið, BBC,
greinir frá. Hefur hópur sérfræðinga
við Hammersmith-sjúkrahúsið þar í
borg fundið leið til að koma í veg fyrir
að ónæmiskeríl marvnslíkamans hafni
utanaðkomandi líffærum.
Fyrri rannsóknir hafa einnig beinst
að viðbrögðum ónæmiskerfisins, en
sú aðferð sem best hefur gefist hefur
þó haft þær aukaverkanir að allt
ónæmiskerfið verður óvirkt og sjúkl-
ingnum því hætt við hvers konar sýk-
ingu og sjúkdómum.
Hammersmith-hópnum hefur tek-
ist að koma í veg fyrir ónæmisvið-
brögðin án þess að áðumefnd auka-
verkun fylgi. Tókst vísinda-
mönnunum þetta með því að hefta
tengsl sameinda í líkama viðtak-
andans og í líffærinu er grætt er í
hann. Þar af leiðir að líkaminn lítur
ekki lengur á ígrædda líffærið sem ut-
anaðkomandi.
Uppgötvunin gæti leitt til þess að
mörg þúsund manns gætu fengið í-
grædd dýrah'ffæri. Prófessor Robert
Lechler, yfirmaður ónæmishópsins
við Hammersmith-sjúkrahúsið, sagði
þetta geta leyst þann vanda sem líf-
færaskortur hafi skapað.
„Niðurstöður okkar bjóða nýja leið
í baráttunni við að fá mannslíkamann
til að taka við utanaðkomandi líffær-
um,“ sagði hann. „Fyrstu líkönin okk-
ar, sem notast við frumur úr brisi,
hafa gengið vel og við ætlum okkur að
nota þessar niðurstöður til að búa til
flóknari líkön.“
Winston lávarður, yfirmaður rann-
sókna og þróunar á sjúkrahúsinu,
hrósaði vísindamönnunum. ,Á hveiju
áii deyja nokkur þúsund manns hér á
landi á meðan þeir bíða eftir líffæra-
ígræðslu og lQdega eru enn fleiri
sjúklingar sem komast ekki einu sinni
á biðlistana vegna þess hve líffæra-
gjafar eru fáir.“
Prófessor Andrew Bradley, forseti
Igræðslusamtaka Bretlands, sagði að
helsta hindrunin við að græða líffæri
úr dýrum í menn hafi verið ónæmis-
kerfið. „Þar til fyrir um það bil fimm
árum var líffærunum hafnað eftir að-
eins nokkrar mínútm’. Á undanfom-
um fimm árum hefrn- tekist að sigrast
á þessu og síðan höfum við þurft að
takast á við sum önnur vandamál sem
risið hafa, og þá sérstaklega sýkinga-
hættu.“
Bradley telur að nokkm- ár muni
hða áður en farið verði að græða dýra-
líffæri í fólk. Rannsókn Hammers-
mith-hópsins birtist í nýjasta hefti
tímaritsins Nature Immunology.
Tenglar
Síöur um Iíffæraígræöslur:
www.transweb.org/default.htm
Hvenær er rétt að grípa inní?
Gylfi Ásmundsson sálfræðingur svarar spurningum lesenda
Spurning: Ég á tvítugan son. Hon-
um líður greinilega mjög illa, en
hann segir okkur foreldranum ekk-
ert um hvað sé að. Þvert á móti lok-
ar hann sig af í herbergi sínu, spilar
músík, oft mjög hátt, svarar engu ef
á hann er yrt. Við eram orðin
hrædd um að eitthvað mikið sé að
og viljum gera allt til að hjálpa hon-
um. Hvenær er hegðun hans orðin
svo afbrigðileg eða líðan hans svo
augljóslega slæm að rétt sé að
grípa inní með einhverjum ráðum?
Hvað eigum við að gera?
Svar: Þetta er einhver erfiðasta
spurning, sem foreldrar eða aðrir
nákomnir standa frammi fyrir, þeg-
ar geðræn vandamál koma upp hjá
einhverjum í fjölskyldunni. Mörg
ungmenni ganga í gegnum erfið-
leika af einhverju tagi, sem oftast
ganga yfir. Það getur verið ástar-
sorg, mótlæti í námi, eða endurtek-
in höfnun, sem brýtur niður sjálfs-
traustið, svo að eitthvað sé nefnt.
Þá skiptir máh að hann geti talað
við einhvern sem hann er í góðu
sambandi við og treystir. Á þessum
árum era það sjaldnast foreldram-
ir sem unglingur treystir fyrir
áhyggjum sínum og hugsunum.
Mun líklegra er að hann leiti til
góðs félaga og jafnaldra, eða syst-
kinis, og undir þessum kringum-
stæðum er mikilvægt að eiga góðan
vin. Það fer hins vegar mikið eftir
skapferli hans hvort hann getur
deilt áhyggjum sínum með öðram
eða sitji inni með tilfinningar sínar
og vanlíðan. Það gæti verið ráð að
fá einhvem vin hans til að nálgast
hann og komast í samband við
hann. Það skiptir miklu máli að fá
hann út úr einangran sinni.
Ef ástand hans er hins vegar orð-
ið langvarandi og einangran hans
og hegðun bendir til alvarlegra
geðrænna erfiðleika, er rétt að taka
málið fastari tökum. Mjög líklegt er
að hann sé haldinn þunglyndi, sem
er einhver algengasta geðtraflun
sem herjar á fólk. Talið er að um
fimmtungur fólks greinist með
þunglyndi einhvern tíma á ævinni,
og líklega er hlutfallið talsvert
hærra ef vægt og skammvinnt
þunglyndi er talið með, enda leitar
mun fleira fólk sér meðferðar við
þunglyndi í dag en áður var. Það
getur rist mismunandi djúpt og lýst
sér á ýmsan hátt, allt frá depurð og
framtaksleysi til mikils og langvar-
andi þunglyndis með ranghug-
myndum og hættu á sjálfsvígum.
Sem betur fer era batahorfur yfir-
leitt mjög góðar, einkum í seinni tíð
með framföram í lyfjum og nýjum
aðferðum í sállækningum. Það er
þó forsenda fyrir bata að sjúkling-
urinn vilji sjálfur leita sér hjálpar
eða þiggja meðferð, og þegar svo er
ekki er alltaf viss hætta fyrir hendi.
Sérstaklega er nauðsynlegt að hafa
augu og eyra opin fyrir sjálfsvígs-
hugmyndum hjá þunglyndissjúkl-
ingi. Sjálfsvíg era töluvert algeng,
ekki síst hjá ungum karlmönnum
og ekki er nærri alltaf hægt að sjá
þau fyrir eða jafnvel renna gran í
að eitthvað svo alvarlegt sé á seyði.
Ef hins vegar koma fram vísbend-
ingar um slíkar hugsanir og jafnvel
ranghugmyndir, sem gætu bent til
röskunar á veruleikatengslum, er
full ástæða til að taka í taumana.
Fyrsta skrefið er þá að koma sér
beint að efninu og reyna að fá sjúkl-
inginn til að fara til læknis. Ef það
gengur ekki með góðu móti er ráð
að leita til heimilislæknis og fá
hann til að leggja mat á ástand
sjúklingsins og beita áhrifum sín-
um. Heimilislæknirinn er mjög
mikilvægur í slíkum málum, eink-
um ef hann þekkir fjölskylduna og
sjúklinginn í gegnum læknisþjón-
ustu við þau til marga ára. Ef allt
um þrýtur og sjúklingurinn er ófá-
anlegur til nokkurrar samvinnu, og
ástandið er þannig að sjúklingurinn
sé hættulegur sjálfum sér að mati
geðlæknis, getur verið þrautaráð
að leggja hann nauðugan inn á geð-
deild. Þar má halda honum í tvo sól-
arhringa og í 15 sólarhringa ef að-
standendur leggja fram skriflega
heimild til þess að vista sjúklinginn
gegn vilja hans. Á þeim tíma er
langoftast hægt að ná samvinnu við
sjúklinginn og hefja meðferð. Ef
samvinna við sjúklinginn er ekki
enn fyrir hendi að þeim tíma liðn-
um má sækja um sjálfræðissvipt-
ingu, sem er róttæk aðgerð sem
sjaldgæft er að þurfi að grípa til.
Að grípa til nauðungarinnlagnar
er feiknalega erfið reynsla bæði
fyrir fjölskylduna og sjúklinginn
sjálfan. Sektarkennd aðstandenda
og reiði sjúklingsins skapa nýja og
annars konar vanlíðan, sem þó jafn-
ar sig venjulega fljótt eftir að sjúkl-
ingurinn er kominn á bataveg.
Sjaldnast þarf þó að beita slíkri
nauðungarinnlögn. Ef aðstandend-
ur, e.t.v. með hjálp vina og félaga
unga mannsins sem í hlut á, leggja
sig óhikað fram um að nálgast hann
og ná talsambandi við hann áður en
í óefni er komið, er oftast hægt að
koma honum til hjálpar á á auð-
leystari hátt.
• Lesendur Morgunblaðsins gcta spurt sál-
fræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta.
Tekið er móti spumingum á virkum dögum
milli klukkan 10 og 17 ísíma 569110 og bréf-
um cða sfmbréfum merkt: Vikulok, Fax:
5691222. Einniggcta lcscndursent fyrir-
spurnir sínar með tölvupósti á nctfang Gylfa
Asmundssonar: gylfias(a>li.is.