Morgunblaðið - 05.08.2000, Side 43
Rannsókn á
áhrifum e-taflna
Valda mik-
illi boðefna-
þurrð í heila
Veira tengd offitu?
„E-töflur eru ekki örugg vímu-
efni,“ segir Kish. „Sumir halda að
áfengi sé hættulegra en það er ekki
rétt.“
The New York Times Syndicate.
LENGI hefur verið vitað að erfðir,
lélegt mataræði og lítil hreyfing eru
þættir sem stuðla að offitufar-
aldrinum er nú herjar á íbúa Vestur-
landa. Nú hefur ný rannsókn rennt
stoðum undir þá tilgátu að veira ein
geti, í einhverjum tilfellum, stuðlað
að slíkum breytingum á holdafari
fólks.
í ágústhefti tímaritsins Inter-
national Journal of Obesity er sagt
frá rannsókn sem vísindamenn við
Wayne State-háskólann í Detroit í
Bandaríkjunum hafa unnið að, en
samkvæmt henni olli veira ein sem
finnst í mönnum og nefnist AD-36
því að líkamsfita kjúklinga og músa
jókst til mikilla muna.
Fyrir rannsókninni fór Nikhil
Dhurandhar. Er hann vann á lækna-
stofu fyrir offitusjúklinga í Bombay
á Indlandi rakst hann fyrir tilviljun á
dýraveiru, sem varð þess valdandi að
kjúklingar hlupu í spik. Hann ákvað
að leita eftir mótefni við veirunni í 52
offitusjúklingum. Tuttugu þeirra
reyndust hafa slíkt mótefni í blóðinu
og þeir voru að auki þyngstir sjúkl-
inganna. Dhurandhar rannsakaði
um 50 mismunandi veirur í mönnum
þar til hann rakst á AD-36. Smitaði
hann síðan kjúklinga af veiru þessari
og jókst fita þeirra til muna. Tilraun-
in var margoft endurtekin og músum
bætt við. Niðurstöðumar reyndust
ávallt sambærilegar. Dhurandhar
tók síðan blóðsýni úr um 500 manns í
Bandaríkjunum og leitaði mótefnis
við veirunni AD-36. Reyndust 30%
offitusjúklinga í hópnum hafa þetta
mótefni.
Associated Press
Hófdrykkja góð
fyrir heilann
New York. Reuters.
ÞAÐ sem er gott fyrir hjartað
kann líka að hafa góð áhrif á heil-
ann að því er nýleg rannsókn bend-
ir til. Vitað var að lækkun blóð-
þrýstings og hófleg áfengisneysla
gerði hjartanu gott en þetta kann
líka að draga úr hættunni á elli-
glöpum.
I rannsókn sem gerð var á tæp-
lega 400 manns, sem komnir voru á
efri ár, var fylgst með heilsufari
þeirra í tólf ár og í ljós kom að
meðal þeirra sem blóðþrýstingur
lækkaði í með tímanum var minni
hætta á elliglöpum.
Það sama kom í Ijós meðal þeirra
sem höfðu neytt eins dryklq'ar á
dag fyrir sextugt. Vísindamenn við
Geðlækningamiðstöðina í London
greindu frá þessum niðurstöðum
sínum í júlíhefti British Journal of
Psychiatry.
Fyrri rannsóknir hafa bent til
þess að tengsl séu á milli háþrýst-
ings og andlegs heilsubrests og
aðrar hafa bent til þess að hóf-
drykkja sé góð fyrir heilann. Aftur
á móti hefúr ekki verið ljóst hvort
þessi tengsl haldist til langs tíma
litið. Hugsun þátttakenda í nýju
rannsókninni var prófuð á ný 9-12
árum eftir að þeir gengust fyrst
undir próf.
Hófsemi virðist vera lykilatriðið
í því að drykkja sé góð fýrir heil-
ann, sagði dr. Jorge A. Cervilla, að-
alhöfúndur rannsóknarinnar. Þeir
sem drukku ekkert eða drukku
mikið reyndust eiga fremur á
hættu en hófdrykkjumenn að finna
fyrir elliglöpum. „Við erum ekki að
halda því fram að maður ætti að
verða ölvaður á hveijum degi,“
sagði Cervilla.
Lækkun blóðþrýstings og hóf-
drykkja kunna að vera góð fyrir
heilann fyrir tilstilli hjartans, segir
hann. Gott blóð- og súrefnisstreymi
til heilans kann að draga úr hætt-
unni á að hann hrömi. Engu að síð-
ur höfðu aðrir þættir, er hafa áhrif
á hjartað, svo sem Iækkun kólest-
eróls og aspirínneysla, engin áhrif
á hættuna á elliglöpum og sagði
Cervilla það koma á óvart. Verið
geti að þessir þættir hafi ekki mikil
áhrif til langs tíma litið.
í sambærilegri rannsókn sem
birtist í nýjasta hefti Amerícan
Joumal ofPublic Health segja vís-
indamenn sem starfa við Oldrunar-
stofnun Bandaríkjanna að athug-
anir þeirra hafi leitt í Jjós að
hófdrykkjumenn á miðjum aldri
sýni færri merki andlegrar hröm-
unar er þeir hafa náð sjötugsaldri
en bæði bindindismenn ogþeir sem
drekka mikið.
Tenglar
The British Joumal of Psychiatry:
http://bjp.rcpsych.org/
New York. Reuters.
NEYSLA e-taflna getur valdið
miklum skorti á mikilvægu boðefni,
serótónín, í heila, að sögn kanad-
íska vísindamannsins Stephens J.
Kish.
Serótónín er eitt þeirra boðefna
sem stjórna skapi, minni og fleiri
mikilvægum þáttum í heilastarf-
seminni. Kish krufði heila ungs
manns, sem hafði neytt e-taflna í
níu ár áður en hann dó, og komst að
því að serótónín-magnið í heilanum
var 50-80% minna en í ellefu jafn-
öldrum hans sem höfðu ekki dáið af
völdum taugasjúkdóma. Niðurstaða
rannsóknarinnar var birt í tímarit-
inu Neurology.
Víman, sem fólk kemst í með því
að neyta e-taflna, stafar af því að
heilinn sendir frá sér mikið magn
serótóníns. Fyrri rannsóknir höfðu
bent til þess að mikil neysla e-taflna
gæti skaðað heilafrumur sem losa
boðefnið. Kish segir að þetta sé í
fyrsta sinn sem boðefnið er mælt í
heila e-töfluneytanda.
Getur valdið
þunglyndi og sleni
Ekki er ljóst hvort serótóníns-
þurrðin í heila unga mannsins hafi
verið viðvarandi eða stafað af
neyslu e-taflna skömmu áður en
hann dó. Talið er að hann hafi dáið
af völdum of stórs skammts vímu-
efna og í blóði hans fundust merki
um að hann hefði neytt e-taflna ný-
lega. Kish segir þó að serótónín-
skorturinn geti „skýrt til fulls“
þunglyndi og andlegt og líkamlegt
slen sem e-töfluneytendur finna til
daginn eftir að þeir nota vímuefnið.
Sum áhrifa e-taflanna á andlega
getu kunna að vera „óbætanleg", að
mati Kish.
Að sögn ættingja og vina unga
mannsins hafði hann neytt e-taflna í
allt að fimm kvöld á viku síðustu ár-
in. Vinir hans sögðu að hann hefði
oft virst þunglyndur, málstirður og
silalegur í hreyfingum eftir e-töflu-
tarnirnar.
Ekkert grín
... en alvöru golfsett, kerrur, hanskar,
kúlur og fleira fyrir golfarann.
ícSSO
Olíufélagiðhf
www.esso.is
Frekari rannsókna er þörf áður en
unnt verður að skera úr um hvort
veiran valdi offitu eða hvort hún sé
aðeins einn þeirra þátta sem því á-
standi valda.
Tenglar
Aukakílóin:www.netdoktor.is
Upplýsingar um offitu: www.qu
antumhcp.com/obesity.htm
Vísindamaðurinn bætir þó við að
frekari rannsóknir séu nauðsynleg-
ar til að ganga úr skugga um hvort
serótónínsþurrðin sé algeng meðal
e-töfluneytenda.
Tenglar
SÁÁ um e-töfluna: www.saa.is/
ifx_aa/rm_forvamir
Landlæknir um sama:
www.landlaeknir.is
Attu erfitt með gang í
Á Rafskutlunni ferðu
fyrirhafnarlaust út í búð,
í heimsóknir og út í náttúruna.
Hvert langar þig að faral
sérverslun í Glæsibæ • s. 533 4070
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 43
AUK k15d21-1588 sia.is